Morgunblaðið - 19.01.1978, Side 28

Morgunblaðið - 19.01.1978, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978 Vl K> MORÖ-UKc MreiNU f}r>' \ I GRANI göslari Við vorum að spila póker sem ég hef kennt honum. Fyrir utan það sem þið skuldið mér fyrir kvöldið, skuldar hann með 500 krónur. Verður að vera með slifsi, kunningi! 1 þrftugasta skiptið: Tungu- málaskólinn er uppi á þriðju hæð! RykfaUin neyt- endalöggjöf? „Siðast liðið föstudagskvöld var kastljósi sjónvarpsins beint að neytendasamtökum okkar Islend- inga. Þau skúmaskot sem því Ijósi var beint að reyndist harla merki- leg, en ófögur: Rykfallin neytendalöggjöf sem frekar dró taum kaupmanna en neytenda, seinvirkt dómskerfi og algjör formyrkvan hvað snertir vöruupplýsingar var það sem i ljós kom. Það var annars merki- legt við þennan þátt að allir aðilar virtust sammála um að efla þyrfti neytendavernd, jafnvel formaður Kaupmannasamtakanna. Borgar- dómarinn benti á að taka þyrfti upp neytendadómstól. Embættismaður úr viðskipta- ráðuneytinu vildi efla hlut rikis- ins í neytendavernd og minntist jafnframt á nýja neytendaiöggjöf. Varaformaður Neytendasamtak- anna minnti á bætta upplýsinga- þjónustu og formaður Kaup- mannasamtakanna á aukna sam- vinnu sinna samtaka og Neyt- endasamtakanna. Að minu mati snerti þessi þátt- ur mjög mikilvægt mál fyrir okk- ur borgaranna, rétt okkar sem neytendur. Hann sýndi fram á að sá réttur var harla bágborinn, úr- elt löggjöf, seinvirkt dómsvald og takmarkaðar upplýsingar. Einnig að allir aðilar sem fengjust við málefni neytenda væru sammála um slæma aðstöðu neytandans. Ég vil leyfa mér að vona að þessi ágæti og timabæri þáttur um neytendavernd verði annað og meira en mynd og mál. Að þeir aðilar sem eiga að vernda hag okkar neytenda standi við orð sín og úrbætur. Það er þakkarvert að vakin sé umræða um þessi mál i fjölmiðlum, en vítavert ef málið á siðan að koðna niður að baki fögr- um orðum. Ég vona að svo verði ekki heldur að opinberir fjár- BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson A skemmtilegan hátt tókst varnarspilara í spilinu hér að neðan að koma í veg fyrir að sagnhafi ynni vafasaman loka- samning. Það kom fyrir í septem- ber-hluta Philip Morris Evrópu- bikarkeppninnar, sem haldinn var í Brússel. Suður gaf, allir utan hættu. Norður S. G4 H.A3 T. G654 L. AG976 Vestur Austur S. K862 S. A97 H. 72 H.DG 10964 T. 10932 , T. K L. D102 L. K84 Suður S. D1053 H. K85 T. AD87 L. 53 Suður varð sagnhafi í þremur gröndum eftir þessar sagnir: Sudur' Vestur Nordur Austur 1 S pass 2 L 2II pass pass 3II pass 3 (í allirpass Utspil hjartasjö. Austur fékk fyrsta slaginn á hjartaníu og hann spilaði aftur hjarta. Sagnhafi spilaði siðan lág- um tígli frá blindum, tók kónginn og spilaði laufi. Vestur sá, að makker hans hlaut að eiga lauf- kónginn og kom auga á laglega vörn. Hann lét drottninguna og kom með því í veg fyrir, að sagn- hafi gæti bæði nýtt hagstæða legu lauflitarins og tekið á hjartakóng- inn. Tilneyddur tók sagnhafi á lauf- ásinn og varð nú að nota sina einu innkomu á hendina of snemma. Hann spilaði sem sé tígli á drottn- inguna og síðan aftur laufi og svínaði níunni. Þegar austur tók á kónginn var liturinn orðinn frír en austur gætti þess að spila ekki hjarta. Hann tók á spaðaás og spilaðí aftur spaða. Vestur tók á kónginn fimmta og tígultian varð síðan fimmti slagur varnarinnar. ^ jjr Framhaldssaga eftir HUS MALVERKAIMNA 48 Ruth hafði snúið sér við og horfði illilega á hana. — Nei... nei. Auðvitað hef- ur hann ekki lagzt þar fyrir tilviljun... þá hefði ég ekki... — Meinið þér að það sé kannski enginn dauður köttur, þegar allt kemur til alls? Já, en ef svo er hvað eruð þér þá eigínlega að tala um dauða ketti? Egon Jensen lögregluþjónn horfði tortrygginn á hana. Upp úr vasanum dró hann litla minnisbók og blýantsstubb. — Við verðum vfst að byrja á byrj- uninni. Nafn...? — Eg var að segja það, sagði Birgitte. — Nafn? Hann horfði fýldur á hana. Horfði á hana eins og hvimleið- an friðarspilli... uppáþrengj- andi aðila sem hafði truflað hann f mjúku og heitu rúminu sfnu. Hún sagði nafn og hei ilis- fang og sfðan byrjaði hún á byrjuninni. — Eg hefði auðvitað ekki komið askvaðandi ef um væri að ræða að köttur hefði af tilviljun geispað golunni í rúm- inu mfnu, sagðí hún og reyndi að vera stillileg f röddinni — en það einkennile Það var húsfrúin sem lagði orð f belg. Hún virtist hætt við að ganga til náða og stóð nú við hliðina á eiginmanni sfnum. — Það sem mér fannst Ifka óviðkunnanlegt var að honum hefur verið hagrætt þannig að hann snýr f átt að dyrunum og svo hefur hvftum blómum verið stungið bak við eyrun á honum. — Blóm bak við eyrun? — Já. — A kettinum? — Já, ósköp venjulegur bröndóttur köttur. — Og þér haldið sem sagt hann hafi lagzt niður og dáið með blóm bak við eyrun? — Nei, ég er einmitt að reyna að segja að það hefur hann ekki gert. Einhver hefur brotist inn og komið þessu svona fy rir. Hún heyrði sjálf hversu fáránlegt þetta hljómaði. — Ég hélt... kannskí að ein- hver furðufugl... úr þorp- inu... að þér þekktuð kannski... — Já, auðvitað. Við höfun svo mörg ffflin hér úti f sveit- ínni hreytti Ruth Hensen út úr sér. — Það vita allir að hér eru eintóm fffl, það er munur eða f bæjunum. — Eg fullvissa yður um að ég hef aldrei heyrt um neina hér f grennd sem hafa tilhneigingu til að setja dauða ketti með blóm bak við eyrun á rúm hjá ókunnugu fólki. Egon Jensen lokaði litlu bók- inni sinni og stakk henni f jakkann og horfði á hana. — f rauninni hef ég ekki vit- að til að hér væri neinn smá- skrftinn fugl sem gæti gert annað eins og þetta, sagði hann reiðilegri röddu. — Er enginn hér f þorpinu neitt smáskrftinn...? Rödd hennar var örvæntingarfull. — Jú, tveir, ef það er svona mikið mál, en ég get fullvissað yður um að hvorugur þeirra dreifir um sig dauðum köttum með blóm bak við eyrun. Annar sérvitringurinn er gömul kona sem gleymir öllu sem heitir eignaréttur þegar kirsuberja- tfminn byrjar. Hún fer með körfu úr garði f garð og tfn- irbeztu kirsuberin hvar sem hún sér þau. Ef einhver reynir að segja henni að hann vilji fá að hafa sfn ber f friði réttir hún fingur á loft og tautar: sussum- svei... og þess vegna segir eng- inn neitt við þvf. Ilún er gömul og hún gerir ekkert af sér og það er aðeins á þessum árstfma sem hún lætur að sér kveða. — Og reyndar var hún lögð inn á sjúkrahús vegna gigtar f fyrri viku, skaut Ruth Jensen inn f. — Nú, ef við eigum að kanna þetta alveg til botns þá er hér eldri maður sem safnar blaða- myndum af ráðherrum hvaðan- æva úr heiminum, hélt Egon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.