Morgunblaðið - 19.01.1978, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978
LANDSLIÐIÐ KVADDI
MEÐ STORSKOTAHRIÐ
Axel Axelsson sendir inn á Ifnuna til Björgvins.
LANDSLIÐIÐ í handknattleik
lék f gærkvöldi sinn síöasta
leik áður en liðið heldur f
heimsmeistarakeppnina í Dan-
mörku. Öhætt er að segja að
landsliðið hafi kvatt með stór-
skotahrfð þvf lokatölurnar f
leiknum gegn pressuliðinu
urðu 36:28, landsliðinu í vil,
eftir að staðan hafði verið 13:8 í
hálfleik. Það voru þvf skoruð 43
mörk á 30 mfnútum f seinni
hálfleik og er slíkt markaregn
fátftt.
Ekki er gott að dæma lands-
liðið eftir þessum leik. Það
sýndi margt laglegt í sókninni
en í vörninni gekk dæmið ekki
eins oft upp og markvarzlan
verður líklega höfuðverkurinn
í heimsmeistarakeppninni ef
ekki verður stórbreyting til
batnaðar. Bezti markvörður
kvöldsins var tvímælalaust
Jens Einarsson í liði pressunn-
ar en Þorlákur Kjartansson og
Kristján Sigmundsson í lands-
liðinu vörðu þokkalega.
Mörk landsliðsins: Jón H.
Karlsson 7 (4v), Axel Axelsson
6 (lv), Björgvin Björgvinsson
5, Gunnar Einarsson 4, Janus
Guðlaugsson 3, Ólafur Einars-
son 3, Geir Hallstéinsson 3, Þor-
bergur Aðalsteinsson 2, Bjarni
Guðmundsson 2 og Viggó Sig-
urðsson 1 mark.
Mörk pressuliðsins: Gísli
Blöndal 7 (4v), Páll Björgvins-
son 5 (lv), Jens Jensson 4, Þor-
geir Haraldsson 3, Gústaf
Björnsson 2, Steindór Gunnars-
son 2, Birgir Jóhannesson, Jón
Pétur Jónsson og Arnar Guð-
laugsson 1 mark hver.
Það vantaði ekki mikið uppá
að Laugardalshöllin væri full í
gærkvöldi og áhorfendur
skemmtu sér hið bezta. Enda
fengu þeir góða skemmtun áð-
ur en aðalleikurinn hófst en þá
léku lið skemmtikrafta og upp-
rennandi stjórnmálamanna í
knattspyrnu og sigruðu
skemmtikraftarnir 8:6. Mörk
þeirra skoruðu Ómar Ragnars-
son 3, Bessi Bjarnason 2, Laddi
1 og eitt mark var sjálfsmark
Baldurs Óskarssonar. Friðrik
Sóphusson skoraði 4 mörk fyrir
stjórnmálamennina og Baldur
Óskarsson 2 en hann og Eirikur
Tómasson misnotuðu herfilega
góð marktækifæri, sem Albert
Guðmundsson hafði átt heiður
af.
— SS.
Friðrik Sophusson brunar upp völlinn en Ómar Ragnarsson reynir með miklum tilþrifum að stöðva
Fririk. í.jósm. rax
Enski deildabikarinn:
Stórliðin
ein eftir
LEEDS United sigraði Everton
4:1 í átta liða úrslitum enska
deildarbikarins í gærkvöldi og
Manchester City og Arsenal
gerðu markalaust jafntefli og
verða að leika að nýju á velli
Arsenal, Highbury 24. janúar.
Everton lék til úrslita í þessari
keppni í fyrra en varð að sætta sig
við tap gegn Aston Villa eftir
mikla baráttu. En i gærkvöldi
gekk Everton ekkert í haginn á
Elland Road í Leeds. Reyndar
náði Everton forystunni með
marki Dave Thomas eftir aðeins
þrjár mínútur en þá gerði liðið
þau mistök að leggjast í vörn.
Leeds sótti allt hvað að af tók og
varnarmenn Everton urðu að
beita ýmsum brögðum til þess að
verjast marki. Afleiðingin var sú
að miðvörðurinn, Higgins, var
rekinn af velli rétt fyrir leikhlé
eftir að hafa verið bókaður tvisv-
ar.
Vörn Everton fékk ekki varist
sóknarmönnum Leeds, sem voru í
ham og Tony Currie, Peter
Lorimer og Eddie Gray skoruðu
þrjú næstu mörkin. A siðustu
mínútum leiksins innsiglaði
Lorimer sigur Leeds með marki
úr vítaspyrnu eftir að Mike Pejic
hafði varið boltann með hendi á
línunni.
Leikur Manchester City og
Arsenal var ákaflega daufur enda
aðstæður ekki sem beztar til
knattspyrnuiðkana á frosthörðum
vellinum
Nottingham og Liverpool áfram
Tveir leikir fóru fram í undan-
úrslitunum á þriðjudagskvöld.
Nottingham Forest vann Bury úr
3. deild á útivelli 3:0 með mörkum
Bowyer, O’NeilI og Bobertsson og
Liverpool sigraði Wrexham einn-
ig á útivelli 3:1. Kenny Daglish
skoraði öll mörk Liverpool en
John Lyons eina mark Wrexham.
Það er því ljóst að stórlið isika
til úrslita í deildarbikarkeppn-
inni ensku að þessu sinni, en
þessi keppni er fræg fyrir það að
lið úr neðri deildunum hafa kom-
ið þar á óvart og jafnvel sigrað
eins og gerðist . 1969, þegar
Swindon úr 3. deild vann Arsenal
í úrslitunum. I undanúrslitin eru
nú komin liðin Leeds, Liverpool
og Nottingham Forest og annað
hvort Arsenal eða Manchester
City munu bætast i hópinn.
— SS.
Janusz
kemur
ekki til
Noregs
JANUSZ Cerwinsky landsliðs-
þjálfari hafði sfmasamband
við Birgi Björnsson formann
Iandsliðsnefndar HSl í gær-
kvöldi og tilkynnti honum að
hann gæti ekki verið með
landsliðinu f fyrirhuguðum
leikjum í Noregi. Að sögn
Birgis sagði Janusz ástæðuna
vera miklar annir f háskólan-
um f Gdansk í Póllandi, þar
sem Janusz er háttsettur mað-
Landsliðið heldur utan f
fyrramálið og mun leika tvo
upphitunarleiki f Noregi áður
en heimsmeistarakeppnin
hefst. Er vissulega slæmt að
Janusz geti þá ekki verið með
liðinu en hann sagði Birgi það
í gærkvöldi að hann kæmi til
Danmerkur f tæka tfð.
— SS.
SUNDMÓT ÆGIS
HIÐ árlega sundmót Sundfélagsins
Ægis verður haldið þriðjudaginn 31
jauúar og miðvikudaginn 1 febrúar
1978 Dagskrá mótsins verður sem
hér segir:
ÞriSjudagur 31. janúar
kl. 19.30
1 500 m skriðsund kvenna
(bikarsund) Timalágmark 23:30
1 500 m skriðsund karla
(bikarsund) Timalágmark 22:30
Miðvikudagur 1. febrúar
kl. 20.00
Keppt verður i eftirtöldum greinum
og i þeirr; röð er hér að neðan greinir:
1 100 m flugsund kvenna
2. 400 m skriðsund karla
3 200 m bringusund kvenna
4 50 m bringusund telpna
f 1966 og siðar.
5. 100 m bringusund karla
6 200 m fjórsund kvenna
7. 400 cn fjórsund karla
8 50 ,.i skriðsund sveina
f 1 966 og síðar.
9 1 00 .n baksund kvenna
1 0 200 m baksund karla (bikarsund)
1 1 4x100 m skriðsund karla
1 2 4x100 m skriðsund kvenna
Einnig verður veittur bikar fyrir besta
afrek mótsins miðað við heimsmet i
viðkomandi grein Bikar þennan gaf
SSÍ Ægí á s.l ári i tilefni af 50 ára
Happdrætti
DREGIÐ hefur verið í happdrætti
handknaftleiksdeildar Víkings og
komu vinningarnir á nr. 5573, nr.
3592, nr. 4875, nr. 3659 og nr.
2649.
Birt án ábyrgðar.
afmaeli félagsins. I 1 500 m skriðsundi
karla er keppt um bikar sem Jón Bald-
ursson fyrrverandi formaður Ægis gaf
í 1 500 m skriðsundi kvenna er keppt
um silfurskál er SPEEDO-umboðið gaf
og i 200 m baksundi karla er keppt um
bikar sem Jón Ingimarsson fyrrverandi
formaður Ægis gaf til minningar um
Jön D Jónsson.
Fyrsti sigur
Mittermaier í
heimsbikarnum
EVA Mittermaier frá Vestur-
Þýzkalandi bar sigur úr býtum
í bruni heimsbikarkeppninnar
í Badgastein f Austurrfki f
gær. Mittermaier hafði tölu-
verða yfirburði yfir keppi-
nauta sfna enda þótt þetta
væri hennar fyrsti sigur í
heimsbikarnum. önnur í röð-
inni var Annemarie Moser-
Pröll og frá Austurrfki og
Maria- Thereasa Nadig frá
Sviss varð þriðja.
Staðan f heimsbikarkeppn-
inni er nú sú að Moser-Pröll
hefur hlotið 98 stig, Hanni
Wenzel frá Lieichtenstein hef-
ur 89 stig og Lise-marie More-
rod frá Sviss hefur 65 stig.