Morgunblaðið - 19.01.1978, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.01.1978, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978 31 Bandarfski hlauparinn Dick Buerkle hefur ástæðu til að fagna að þessu sinni. Hann er hér nýbúinn að setja heimsmet í míluhlaupi innanhúss, hljðp vegalengdina á 3:54,8 mfnútum. Þetta hlaup hljóp hann á móti í fþróttahúsi Maryland-háskólans í Bandaríkjunum. Buerkle hefur verið einn fremsti 5 km hlaupari Bandarfkjanna í nokkur ár, keppti m.a. á Olympfuleikunum í Montreal f þeirri grein. Buerkle er nauðasköllóttur eins og myndin ber með sér, hlaut sjúk- dóm í æsku sem leiddi til hárlossins. AÐEINS GERPLU- STÚLKUR KEPPTU í NÚTÍMAFIMLEIKUM KEPPNII nútfmafimleikum var f fyrsta skipti haldin hér á landi laugardaginn 7. janúar s.I. og var keppt f Iþróttahúsi Kennarahá- skólans. Keppt var samkvæmt sænsku æfingakerfi sem nefnist „Pá vág upp“ og tfðkast það á öllum Norðurlöndum fyrir byrj- endur. Fimleikakerfi þetta er f 5 stigum allra áhalda nútíma fim- leika, en f öllum atriðum eru æf- ingarnar gerðar eftir tónlist. Æf- ingarnar eru stigþyngjandi og samdar af fremstu þjálfurum, alþjóðlegum dómara og meistara Svía f nútíma fimleikum. Aðeins eitt félag, Iþróttafélagið Gerpla i Kópavogi, tilkynnti þátt- töku að þessu sinni. Tóku þátt í keppninni 25 stúlkur á aldrinum 9—16 ára. Keppt var í 4 aldurs- flokkum og urðu úrslit þessi: I. fl. 1. Berglind Pétursd. 45.49 2. Asta ísberg 43.05 3. Elín Viðarsdóttir 42.89 Meistaramót hinna yngstu í frjálsum MEISTARAMÓT fslands ■ frjálsum íþróttum fyrir pilta og stúlkur (f. 1964 og 65), stráka og stelpur (f. 1967 og siðar), fer fram í fþróttahúsi Kársnesskóla sunnudaginn 29. janú- ar klukkan 14. Keppnisgreinar eru langstökk án atrennu og hástökk með atrennu. Skráningar þurfa a8 berast til Hafsteins Jóhannessonar í sima 41271 eða 41570 fyrir 15. janúar. Skráningargjald er kr. 50 fyrir hverja skráningu. Ungmennafá- lagið Breiðablik sér um framkvæmd mótsins. Keppa í Bretlandi FRJÁLStÞRÓTTAMENNIRNIR Jón Diðriksson UMSB og Agúst Asgeirsson lR munu keppa á brezka meistaramótinu innan- húss sem fram fer f Cosford 27. og 28. janúar n.k. Keppir Jón f 800 metrum og Agúst í 1500 metrum. II. fl. 1. Björk Ölafsdóttir 42.97 2. Jódís Pétursdóttir 42.93 3. Vilborg Nielsen 42.72 III. fl. 1. Aslaug Óskarsd. 41.18 2. Gunnlaug Ingvad. 31.54 3. Guðrún Isberg 16.13 IV. fl. 1. Halldóra Ingþórsd. 16.69 2. Hlíf Þorgeirsdóttir 16.65 3. Katrín Guðmundsd. 16.18 Meistaramót Reykjavíkur innanhúss Innanhússmeistaramót Reykja- víkur í frjálsíþróttum fer fram í Laugardalshöllinni og Baldurs- haga dagana 21. og 22. janúar nk. Hefst keppni í Laugardalshöll kl. 13 á laugardaginn og verður þá keppt f 1500 m hlaupi, kúluvarpi og hástökki karla, og kúluvarpi, hástökki og 800 m hlaupi kvenna. Sama dag kl. 15.30 hefst keppni í Baldurshaga og verður þá keppt i 50 m hlaupi og þrístökki karla og 50 m grindarhlaupi kvenna. A sunnudeginum hefst keppni kl. 15.30 í Baldurshaga með keppni i 50 m grindahlaupi og langstökki karla og 50 m hlaupi og lang- stökki kvenna. ES MARKMIÐ FRANSKA LANDSLIÐSINS AÐ VERÐA OFAR EN f ÞRIÐJA SÆTI í HM FRÖKKUM virtist ómögulegt að liði þeirra tækist að komast í úrslit Heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu í Argentfnu í sumar. Of mörg ljón í veginum til að þeim yrði öllum rutt þaðan. En þrátt fyrir hrakspár og litla bjartsýni er það eigi að síðar staðreynd í dag, að Frakkar eru meðal 16 liða, sem leika í úrslitum HM. Það þakka Frakkar fyrst og fremst einum manni, fyrirliða franska landsliðsins og íþrótta- manni ársins þar fyrir síð :sta ár, MICHEL PLATINI. Platini er 22 ára og kominn af ítalskri verkamannafjölskyldu, sem flutti til Frakklands. Hann skoraði flest mörk franska liðsins í undankeppninni og það er hann öðrum fremur sem ber vonir allra franskra knattspyrnuunnenda á grönnum öxlum sínum. Franski landsliðseinvaldurinn, Michel Hidalgo, litur á Platini sem sinn bezta mann. Platini er eina raun- verulega stjarnan í franska lands- liðinu og hið virta blað L’Equipe reið á vaðið með að velja hann íþróttamann ársins. Það mark, sem fær blóð franskra unnenda knattspyrnu- manna til að ólga, skoraði Platini á móti Búlgörum í sumar. Þrumu- skot hans af löngu færi smaug undir þverslána og tryggði Frökk- um endanlega farseðilinn til Arg- entinu. Það er ekki að undra að stórlið utan Frakklands sýni þess- um lykilmenni franska landsliðs- ins vaxandi athygli og nýlega komust knattspyrnufréttamenn að þeirri niðurstöðu að Platini væri þriðji bezti leikmaður Evrópu. A undan hontim komu kapparnir Allan Simonsen og Kevin Keegan. Hingað til hefur Platini þó ekki sýnt neinn áhuga á að yfirgefa félaga sína í franska liðinu AS Nancy. Spænska knattspyrnufélögin Valencia og Barcelona buðu ný- lega miklar upphæðir í Platini og voru reiðubúin að gefa nærri eina milljón dollara fyrir kappann. Platini er ánægður þar sem hann er og hefur látið þau orð falla að hann verði með Nancy í a.m.k. tvö ár í viðbót, en þá rennur samning- ur hans út hjá félaginu. Þar fær hann sæmileg laun eða 1200 doll- ara á mánuði, en gæti eflaust fengið mun meira annars staðar. Frakkar segja að Platini sé sterkasti knattspyrnumaður þeirra slðan Raymond Kopa var og hét á árunum upp úr 1950. Markmið Platinis er að Frakkland standi sig betur i Argentínu í sumar, en í HM í Svíþjóó 1958. Þá Argentina'78 HM oa JðSE urðu Frakkar þó i þriðja sæti. Hlutverk Platinis I HM verður fyrst og fremst á miðjunni, þar sem hann þarf að bera hita og þunga dagsins og tengja saman sókn og vörn með Marius Tresor sem bezta mann. Platini hefur þó einnfg gott auga fyrir markaskor- un og þá sérstaklega með hnitmið- uðum langskotum sínum. Platini byrjaði að leika knatt- spyrnu 9 ára gamall í Joeuf, smá- borg í austurhluta 'Frakklands. Sex árum síðar hafnaði félagið Metz því að gera samning við hann þar sem læknir félagsins taldi að Platini þjáðist af sjúk- dómi í öndunarfærum. Siðar kom þó í ljós að Platini var alheilbrigð- ur, en kunni einfaldlega ekki að blása eða anda rétt í tæki þau sem notuð voru í læknisrannsókninni. Hann fékk fljótlega samning við Nancy sem unglingur og ekki leið á löngu þar til hann fór að vekja verulega athygli. Arið 1975 varð hann itrekað forsiðuefni dagblaða vegna góðra frammistöðu sinnar á knattspyrnuvellinum. Um það að vera nú skyndilega orðinn aðalmaðurinn í franska landsliðinu og viðurkenndur sem einn bezti íþróttamaður Frakk- lands segir Platini aðeins: — Mér er sama um þennan frama svo fremi sem hann kemur ekki niður á einkalifi mínu og frammistöðu á | knattspyrnuvellinum. Platini er gamansamur mjög og j setur blaðamenn gjarnan úr jafn- vægi með gáskafullum tilsvörum sínum. Nýlega var hann spurður I hvort það væri rétt að þýzka liðió Hamborg SV hefði gert honum tilboð. — Já, sagði Platini. — Þeir tilkynntu að þeir vildu skipta á | Kevin Keegan og mér, að auki átti Nancy að fá þrjá aðra sterkustu | leikmenn Hamborg i kaupbæti. Þegar dregið hafði verið um hvaða lið leika Saman i riðlum i Argentinu sagði Platini að Frakk- land hefði lent í þeim riðli keppn- innar, sem væri opnastur, þar sem allar þjóðirnar ættu svipaða möguleika. Eiga Frakkar að leika í riðli með Argentinu, Italíu og Ungverjalandi. — Þetta verður erfitt, en við göngum til leiks án þess að gera okkur neinar gylli- vonir, sagði Platini. — Argentínu- menn eru alls ekki ósigrandi, eins og við sýndum á síðasta ári þegar við gerðum jafntefli við þá á þeirra eigin heimavelli. Ég held að allar eigi þjóðirnar fjórar jafna möguleika, sagði Platini, stjarna franska landsliðsins. — áij. ee Áheiþa- g>lá(-Mtí fání- HÍNNS ÚT1_A 'L'r'föv/et.DÍi EK- OlAetriHN A& I. 5TDLtil2. íouAU. "KÁ-ejA see vAe.y TVliilíe. KA-T'. OCr 12ÍI/CIK. MAfc. 6-Le©l t-EAM e.erÍR. UÖTTV

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.