Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1978
5
Óbein hvatning til lögbrota
— segir Jón Steinar Gunnlaugsson
ORATOR, félag laganema, hélt á þriðjudagskvöldið
málfund um „lögmæti málfrelsissjóðs“, en frummæl-
endur voru þeir Sigurður Líndal prðfessor og Jón
Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur, en þeir tveir
hafa deilt um réttmæti sjóðsins með greinaskrifum á
opinberum vettvangi.
Jón Steinar Gunnlaugsson
tók fyrstur til máls á fundinum
en hann er þeirrar skoöunar að
sjóðurinn sé ólögmætur. Hann
sagði m.a. í ræðu sinni, að til-
gangur sjóðsins væri að standa
straum af kostnaði og miska-
Jón Steinar Gunnlaugsson
hverjir sem teldu að niðurstöð-
ur hans í svokölluðum VL-
málum takmörkuðu eða kæmu
til með 'að takmarka tjáningar-
frelsi á íslandi, þá vildi hann
ráðleggja þeim sömu að kynna
sér dómana vel. Það væri sín
skoðun að niðurstöðurnar væru
I samræmi við það sem við ætti
I sæmilega siðuðu þjóðfélagi.
Það væri ekki ástæða til að
heimila mönnum slík ummæli,
það yrði að gera þá kröfu til
samborgaranna að þeir hegð-
uðu sér eins og siðmenntuðum
mönnum sæmdi.
Sigurður Lindal skýrði síðan
sín sjónarmið, en skoðun hans
er sú að sjóðurinn sé fyllilega
lögmætur. Hann sagði m.a. að
bótum vegna meiðyrðamála
þegar stjórn sjóðsins teiur að
með þeim séu óeðlilega heftar
umræður um mál sem hafa al-
menna félagslega eða menning-
arlega skírskotun. Þannig, að
komist stjórnin að þeirri niður-
stöðu að svo sé, mun félagið
greiða dómskuldirnar.
Tilgangurinn sé því beirilfnis
sá að leiðrétta „rangar" niður-
stöður dómstólanna. Það sé
skilyrði þess að sjóðurinn
greiði bótakröfur og kostnað af
meiðyrðamáli, að fyrir liggi ur-
lausn íslensks dómstóls þess
efnis, að viðkomandi hafi gerzt
sekur um brot gegn meiðyrða-
löggjöfinni.
í stjórnarskránni sé félaga-
frelsi varið með þeim hætti, að
menn skuli eiga rétt á að stofna
félög í hvers konar löglegum
tilgangi. Það séu dómstólarnir
sem hafi úrskurðarvald um það
hvort tiltekin háttsemi brjóti í
bága við lög. Tilgangur Mál-
frelsissjóðs sé ólögmætur þar
sem félagið hvetji menn á
Engin stefnumörkun um
ærumeiðingar
— segir Sigurður Líndal
óbeinan hátt til að virða ekki
islenzka löggjöf um meiðyrði.
Slík óbein hvatning geti verið
fullt eins áhrifamikil og bein
hvatning til lögbrota. Sjóðurinn
bjóðist til að greiða féð til að
létta af þeim hömlum sem lögin
setja mönrium, félagið greiði
kostnaðinn og fjarlægi þar með
hömlurnar. Sjðurinn njóti þvi
ekki verndar þessa stjórnar-
skrárákvæðis.
í 121 gr. almennra hegningar-
laga sé kveðið á um refsingu
fyrir hvern þann sem opinber-
lega hvetur menn til refsi-
verðra verka. Skilyrði þeSs ai
miskabætur séu dæmdar væri
einmitt þau um að refsiverði
ærumeiðingu hafi verið ar
ræða.
Því hefði verið slegið fram af
hann sjálfur væri á móti
frelsinu en hver væri betri: Sá,
sem aðhylltist takmarkalaust
frelsi, eða sá, sem vill setja
frelsinu eðlilegar skorður til að
glata þvi ekki með öllu?
Jón sagðist ekki geta greint,
að Hæstiréttur hafi í dómum
sínum háskalega takmarkað
málfrelsið. Ef þeir væru ein-
Sigurður Lfndal.
spurningin væri hér um mót-
stöðurétt, það gæti verið svo
langt gengið i beitingu refsing-
ar að til slíkra úrræða yrði að
grípa. Hann væri sjálfur ekki i
stjórn sjóðsins, en sagðist telja
það sjálfsagt að hvert það mál
sem kæmi til umfjöllunar hjá
honum yrði metið gaumgæfi-
lega áður en ákvörðun yrði tek-
in um afgreiðslu þess. Þarna
toguðust á tvö gildi, annars
vegar málfrelsið og hins vegar
æruverndin, sem væru bæði
viðurkennd gildi og mörkin á
milli oft óglögg.
Það væri þáttur í málfrelsi að
geta sagt hug sinn um viðkvæm
dægurmál þannig, að viðkom-
andi héldi að eftir þeim væri
tekið og reyndi þannig að ná
eyrum manna. Þegar talið væri
í hreinni lognmollu væri e.t.v.
ekki tekið eftir því sem viðkom-
andi vildi koma á framfæri og
vekja athygli á.
Það væri ekki hægt að halda
því fram að stofnun sjóðsins
væri ólögleg. Dómstólar hefðu
ekki markað neina stefnu um
hvað væri ærumeiðing, sem
væri í raun afstætt hugtak. Á
meðan löggjöfinni um æru-
meiðingar yrði ekki breytt frá
því sem nú gildir myndi sjóður-
inn hafa hlutverk að gegna. Það
væri ekki ástæða til að ætla að
dæmt yrði á sama veg nú af
íslenzkum dómstólum og gert
var i VL-málunum.
Fundurinn, sem haldinn var í
Lögbergi, var fjölsóttur en
frummælendurnir höfðu orðið
lengst af. Einn þeirra fundar-
gesta sem tók þar til máls hafði
það til málanna að leggja, að i
þjóðmálaumræðu á Islandi
hefðu meiðandi ummæli að
mestu horfið á undanförnum
árum. Það hefði aldrei verið og
yrði aldrei slíkum umræðum til
bóta að tjá sig á þann hátt að
vegið væri að æru manna.
Lokatölur hjá
Framsókn
ENDANLEGAR atkvæða-
tölur í prófkjöri Fram-
sóknarflokksins um skipan
framboðslistans í Reykja-
vík eru nú kunnar. Eins og
skýrt var frá í Morgunblað-
inu í gær fékk Einar
Ágústsson utanríkisráð-
herra flest atkvæði i fyrsta
sæti listans eða 2.256 at-
kvæði, í annað sætið fékk
hann 3.610 atkvæði, í
þriðja sæti 4.221 atkvæði
og í hið fjórða 4.715 at-
kvæði.
Annar á listanum varð Guð-
mundur G. Þórarinsson með 1.776
atkvæði í fyrsta sæti, 2.587 í ann-
að, 3.229 í hið þriðja og 3.827 í hið
fjórða.
Þriðji í röðinni varð Þórarinn
Þórarinsson, sem hlaut 602 at-
kvæði í fyrsta sæti, 1.291 í annað,
1931 í þriðja og 2.500 í f jórða.
Fjórði á listanum varð Sverrir
Bergmann með 192 atkvæði í
fyrsta sæti, 823 í annað, 1.919 í
þriðja og 2.983 í fjórða sæti.
Fimmti á listanum varð
Kristján Friðriksson með 358 i
fyrsta sæti, 1.206 í annað, 1.913 í
þriðja og 2.677 f fjórða.
Sjötta sætið hlaut Sigrún
Magnúsdóttir, sem hlaut 59 at-
Kristilegt
sjómannastarf
KRISTILEGT sjómannastarf
heldur almenna samkomu n.k.
sunnudag að Fálkagötu 10. A sam-
komunni mun Þórður Jóhannes-
son sjómannatrúboði prédika, en
hann hefur um árabil haldið sam-
komur á þessum stað. Þá mun sr.
Kolbeinn Þorleifsson sýna lit-
skyggnur, sem hann hefur tekið
saman um starfsemi Kristilegs
sjómannastarfs. Samkoman er
eins og áður sagði öllum opin og
hefst klukkan 16.00, segir í frétta-
tilkynningu frá Kristilegu sjó-
mannastarfi.
kvæði í fyrsta sæti, 860 í annað,
1.705 i þriðja og 2.501 í fjórða.
í sjöunda sæti varð Jón A. Jón-
asson með 529 atkvæði í fyrsta
sæti, fékk í annað 850, í þriðja
1.210 og i fjórða 1.632.
í áttunda sæti hafnaði Geir Vil-
hjálmsson með 104 i fyrsta sæti,
377 í annað, 896 í þriðja og 1.562 í
fjórða.
í níunda sæti varð svoBrynjólf-
ur Steingrimsson, sem hlaut 26
atkvæði i fyrsta sæti listans, 212 í
annað, 691 í þriðja og 1.226 í
fjórða.
Samhliða fór fram prófkjör um
skipan framboðslista Framsókn-
arflokksins I borgarstjórnarkosn-
ingum. í efsta sæti var kjörinn
Kristján Benediktsson með 2.534
atkvæði í fyrsta sæti, 3.416 í ann-
að sæti, 3.823 í þriðja sæti og
4.106 í fjórða sæti.
í annað sæti var kjörinn Gerður
Steinþórsdóttir með 551 atkvæði I
fyrsta sæti, 3.416 í annað, 3.823 í
þriðja og 4.002 í fjórða sæti.
I þriðja sæti varð Eiríkur Tóm-
asson með 770 í fyrsta sæti, 1.961 i
annað, 2.695 í þriðja sæti og 3.164
i fjórða sæti.
í fjórða sæti varð Valdimar K.
Jónsson ineð 250 atkvæði i fyrsta
sæti, 917 í annað, 1.711 í þriðja og
2.538 í fjórða sæti.
í fimmta sæti varð Jónas Guð-
mundsson með 292 atkvæðb í
fyrsta sæti, 770 í annað, 1.494 í
þriðja og 2.215 í fjórða sæti.
i sjötta sæti varð Alfreð Þor-
steinsson með 1.049 i fyrsta sæti,
1.441 í annað, 1.737 í þriðja og
2.018 í fjórða sæti.
1 sjöunda sæti varð Björk Jóns-
dóttir með 68 atkvæði i fyrsta sæti
listans, 368 í annað, 965 i þriðja og
913 i fjórða.
í áttunda sæti hafnað Páll R.
Magnússon með 68. atkvæði í
fyrsta sæti, 283 i annað, 825 i
þriðja og 1.863 í fjórða sæti.
i níunda sæti varð Kristinn
Björnsson með 78 atkvæði í fyrsta
sæti, 241 i annað, 592 i þriðja og
1.091 í fjórða sæti.
DRIFBUNAÐUR
ER SÉRGREIN OKKAR
Eigum jafnan á lager allar algengustu stærðir og gerðir af drif- og flutningskeðjum
ásamt tilheyrandi tannhjólum, ástengi, niðurfærslugíra, tannhjólasamstæður og j
hraðabreyta (variatora). Einnig kílreimar, reimskífur, og handstýrða hraðabreyta
(variatora) fyrir kílreimadrif. n p jLTfk V fl
Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. MJÆjMM
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670