Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 38
38 Tveir snúa aftur heim til Eyja TVEIR knattspyrnumenn hafa gengið til liðs við Iþróttabandalag Vestmannaeyja að nýju eftir að hafa leikið eitt ár með öðrum liðum. Þetta eru þeir Örn Óskarsson miðherji, sem lék í fyrra með KR, og Arsæll Sveinsson markvörður, sem lék f fyrra í Danmörku. Er mikill styrkur fýrir ÍBV að fá þessa tvo menn aftur og auk þess koma tveir menn úr Ármanni til liðs við ÍBV, Jón Hermannsson og Egill Steinþórsson. Fyrsta skíða- göngumótið UNGMENNAFÉLAGIÐ Hrönn gekkst fyrir fyrsta skíðagöngumóti vetrarins á laugardag Keppt var í Skálafelli Gengnir voru 12 kílómetrar og voru keppendur 8 talsins Urslit urðu þessi min 1 Ingólfur Jónsson SR 45.09.5 2 Guðmundur Sveinsson SR 46 1 5 1 3 Bragi Jónsson Hrönn 46.15.1 4 Páll Guðbjörnsson Fram 47.55.5 5 Björn Ásgeirs 48 34 4 í kvöld TVEIR leikir fara fram í 2. deild íslandsmótsins f handknattleik í kvöld f Laugardalshöll. Fyrst leika Leiknir og Grótta en sfðan Fylkir og HK og er það einn af úrslitaleikjum mótsins. Fyrri leikurinn hefst klukkan 20. FUNDUR FRÍ frjálsíþróttasamband íslands gengst fyrir fundi með helzta frjálsíþróttafólk- inu í kvöld kl 21 Verður fundurinn heldinn í félagsheimili Fóstbræðra að Langholtsvegi 109 Á fundinum verð- ur rabbað um verkefni sumarsins Þá mun Ólafur Unnsteinsson þjálfari sýna kvikmyndir frá stórmótum síðasta sum- ars, þ á m kvikmyndir frá meistara- móti íslands, Reykjavíkurleikunum, Evrópubikarkeppninm í Kaupmanna höfn, tugþrautarlandskeppni í London í haust Er frjálsíþróttafólk hvatt til að mæta vel á fundinum MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1978 Borg vann sér inn 27 millj. á tveimur dögum SÆNSKI tennisleikarinn Björn Borg sigraði Banda- ríkjamanninn Jimmy Connors í úrslitum mikils tennismðts í Boca Raton í Florida á sunnudaginn 7—6, 3—6 og 6—1. Sigurinn færir Borg 125 þúsund dollara í aðra hönd eða 27 milljónir íslenzkra krðna en Connors fékk í sinn hlut tæpar 11 milljónir króna. Á þessu móti eru veitt hæstu verðlaun sem þekkjast hjá atvinnutennisleikurum og 27 milljónir eru dálag- legur skildingur fyrir tveggja daga keppni. Þeir Borg og Connors eru ótvírætt beztu tennisleikarar heims- ins i dag. Þeir hafa leikið til úrslita í fjórum helztu mótum í heiminum á síðasta ári og viðureignir þeirra hafa vakið feikilega athygli enda hafa þeir jafnan boðið upp á tennis eins og hann gerist beztur. Borg hefur haft betur í þessum fjórum viðureign- um, unnið þrjár en Connors eina. Meðfylgjandi mynd er einmitt tekin af þeim köppum að lokinni verðlaunaafhendingu í Meistarakeppninni í New York í byrjun ársins. Connors sigraði í þeirri keppni og sést hann hér með sigurlaunin en Borg er til hægri á myndinni. Hann varð annar. Kvennakarfa: ÖRUGGUR KR- SIGURYFIRIR EINN Ieikur var háður I mfl. kvenna f tslandsmótinu f körfu- knattleik um helgina. Áttust þar við KR og ÍR og var fyrirfram búizt við jöfnum leik. Sú varð þó ekki raunin og KR sigraði örugg- lega eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Islandsmeistarar KR hlutu þarna sfn fyrstu stig í mót- inu, en þeim hafði áður verið dæmdur tapaður leikur gegn Þór frá Akureyri, en þeim dómi hefur verið áfrýjað. IR tapaði hins veg- ar sfnum öðrum leik og hefur ekki hlotið stig. En svo við víkjum að leiknum á sunnudaginn, þá mættu KR- stúlkurnar mjög ákveðnar til leiks og höfðu ávallt frumkvæðið. í leikhléi var munurinn orðinn 15 stig, 41:26. í síðari hálfleik juku KR-ingar forskotið og náðu ÍR- ingar aldrei að ógna sigri þeirra, og lauk leiknum með sigri KR, 76:54, eins og áður sagði. KR-liðið átti ágætan leik að þessu sinni og beztar voru Emelía Sigurðardóttir og Linda Jónsdótt- ir. Hjá ÍR voru Guðrún Bachman og Anna Eðvarðsdóttir beztar. Þá átti Ásta Garðarsdóttir þokkaleg- an leik. Stigin fyrir KR: Emelía Sig- urðardóttir 29, Linda Jónsdóttir 23, Kristjana Hrafnkelsdóttir og Salfna Helgadóttir 8 hvor, Arndís '4, Björg Kristjánsdóttir og Erna Jónsdóttir 2 hvor. Stigin fyrir ÍR: Anna Eðvarðs- dóttir og Guðrún B:chman 14 hvor, Ásta Garðarsdóttir 13, Ásdís Hinriksdóttir 5, Guðrún G. 4, Guð- rún Ólafsdóttir og Þorbjörg Sig- urðardóttir 2 hvor. ÁG Sigurður og Thelma öryggir sigurvegarar SIGURÐUR P. Sigmundsson FH sigr- aði af öryggi í Stjörnuhlaupi FH-inga sem fram fór á sunnudag. Hefur Sigurður nú örugga forystu i keppninm um Stjörnubikarinn. Sigur Sigurðar virtist aldrei í hættu. Hann tók forystu í upphafi hlaupsins og hélt henni alveg í mark, nema hvað Gunnar Páll Jóakimsson ÍR hljóp hon- um samsiða þar til að um 1 kílómetri var eftir. Með sigri sínum hefur Sigurð- ur tekið örugga forystu í keppninni um Stjörnubikarmn sem Stjörnulitir sf. gáfu til keppninnar. Hefur Sigurður hlotið 1 3 stig úr þremur hlaupum, en á eftir honum koma Ágúst Ásgeirsson ÍR 8 stig (2 hlaup), Ágúst Þorsteinsson UMSB 8 stig (3 hlaup), Hafsteinn Óskarsson ÍR 7 stig (3 hlaup) og Gunnar P. Jóakomsson ÍR 6 stig (2 hlaup). Eftir er að hlaupa tvö hlaup í keppninni í vetur. Urslit i hlaupmu á sunnudag urðu annars: Sigurður P. Sigmunds , FH 27:51,6 Gunnar P. Jóakims., ÍR 28:25.8 Ágúst Ásgeirs . ÍR 29:11,2 Ágúst Þorsteins.. UMSB 29:33.7 Óskar Guðmundsson, FH 29:56,0 Hafsteinn Óskars.. ÍR 33:38,5 Magnús Haralds., FH 33:44,2 Óskar Pálsson, ÍR 34:55,2 Thelma Björnsdóttir UBK sigraði nokkuð örugglega í kvennahlaupinu eftir mikla og jafna keppni framan af við Ragnhildi Pálsdóttur KR Hörð keppni stendur um kvennabikar Stjörnuhlaupsins milli þeirra Thelmu, Ragnhildar og Guðrúnar Árnadóttur FH. Úrslit hlaupsins urðu. Thelma Björnsd , UBK 7:37,0 Ragnh. Pálsd , KR 7:45,1 Guðrún Árnad., FH 8:14,0 Anna Haraldsd , FH 8:31,4 Bára Friðriksd., FH 8:47,3 Hvaða lið eiga möguleika á HM? I DAG hefst heimsmeistara- keppnin I handknattleik, og er því ekki úr vegi að Ifta aðeins á hvernig riðlaskiptingin er, og spá lítillega um möguleika þátttökuþjóðanna. Þau 16 landslið sem tryggt hafa sér þátttöku I úrslitunum eru fyrir löngu byrjuð undirbúning sinn fyrir keppnina, og allt er miðað við að vera í toppæfingu ( loka- keppninni. Skoðanir eru skipt- ar manna á meðal um það hverjir eigi mesta möguleika. Eitt er vfst að hart verður bar- ist og eflaust margt óvænt eftir að gerast, en ómögulegt er að segja til um með nokkurri vissu hverjir verða heimsmeist- arar. Riðlaskiptingin er þannig. A riðill B riðill V-Þýskal. Rúmenía Júgóslav. Ungverjal. Tékkóslóv. A-Þýskal. Kanada Frakkland C riðill D riðill Sovét. Pólland Danmörk Svíþjóð tsland Japan Spánn Búlgaría Lftum fyrst á A-riðilinn, þar má strax afskrifa Kanada. Bar- áttan stendur milli V- Þjóðverja, Júgóslava og Tékka. Spá undirritaðs er sú að Júgó- slavar sigri í riðlinum, V- Þjóðverjar hafni i öðru sæti og Tékkar í þriðja. B-riðill virðist í fljótu bragði einna sterkastur, þar eru þrjár þjóðir sem margir hafa nefnt sem hugsanlega sigurvegara í HM að þessu sinni. Barátta þessara þjóða verður geysi- spennandi og víst er að spá- mennska er erfið, Ekki tel ég þó ólíklegt að Rúmenar verði í fyrsta sæti, A-Þjóðverjar I öðru og Uhgverjar í þriðja, og þar með fellur Frakkland úr. Á C-riðlinum höfum við eðli- lega mestan áhuga, og allir vona að það verði island sem kemst áfram i átta liða úrslit ásamt annaðhvort Sovétmönn- um eða Dönum. Sovétmenn verða að teljast sigurstrangleg- astir en nái isiand sínu besta á það að geta sigrað bæði Dan- mörku og Spán, en Danir verða ekki auðsigraðir á heimavelli. Væntanlega verða þeir fjöl- mörgu islendingar sem sækja leikina vítamínssprauta fyrir íslenska liðið og hjálpar þeim yfir hjallann. Hins vegar gætu Spánverjar komið á óvart og sigrað Dani og aukið þannig möguleika islands á að komast í átta liða úrslit en við göngum út frá þvi sem vísu að Island sigri Spán. Ekki er ég þó það bjartsýnn og spái Sovétmönn- um fyrsta sæti, Danmörku öðru saéti og íslandi þriðja, Spán- verjar verða að bíta í það súra epli að fara heim. i D-riðli ættu Pólverjar og Svfar að vera öruggir um tvö efstu sætin. Spá: Svíþjóð, Pói- land, Búlgaría, Japan. Eftirtaldar þjóðir verða sam- kvæmt ofangreindu f átta liða úrslitum. Júgóslavar, V- Þjóðverjar, Rúmenar, A- Þjóðverjar Sovétmenn, Danir, Svfar, Pólverjar. Um 9. til 12. sæti spila Tékkar, Ungverjar, Islendingar og Búlgarir, heim fara Kanadamenn, Frakkar, Spánverjar og J apanir. Strax f kvöld fara línurnar að skýrast og á sunnudagskvöld mun Iiggja ljóst fyrir hvaða þjóðir hafa komist áfram og þá munum við huga nánar að loka- baráttunni. — hr ÞRJÁR ferðaskrifstofur gangast fyrir hópferðum til Danmerkur, Samvinnuferðir, Urval og Utsýn, og var þessi mynd tekin þcgar Utsýnarfarþegárnir hittust á mánudagskvöldið. t þessum ferðum verða um 300 Islendingar og verða þcir væntanlega góður stuðningur fyrir fslenzka liðið ytra. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.