Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBCAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1978 ' • ' ‘ j --------------------------- 19 Haf nir lokaðar í V -I>ýzkalandi Hamborg, 25. jan. Reuler. FYRSTA verkfall hafnarverka- mann í 82 ár skall á í V- Þýzkalandi f dag með þeim afleið- ingum að átta hafnir við Norður- sjó og Eystrasalt lokuðust. Um hafnir þessar fara um 3 milljónir tonna hvers kyns varnings f viku hverri og f Hamborg lágu 120 skip hreyfingarlaus við bryggju. Talið er að þetta verkfall 20.000 hafnar- verkamanna geti leikið grátt utanrfkisviðskipti V-Þjóðverja. Tilraun til sátta fór út um þúf- ur í gærkvöld, en hafnarverka- menn hafa krafizt níu prósent launahækkunar en atvinnurek- endur ekki viljað fallast á meira en 5,8 prósent. Haugar af vörum hafa hlaðizt upp í geymsluhúsum og við járnbrautir. Hafa þó verið veittar undanþágur til að afferma geymsluþolslausan varning. Drag- ist verkfallið í viku segja verzlun- armenn að skortur verði á aðflutt- um ávöxtum. Þetta gerðist Þetta gerðist 26. janúar. 1971 — Sovézk stjórnvöld til- kynna að ómannað geimfar Sovétríkjanna hafi lent mjúkri lendingu á Venus. 1962 — Bandaríkjamenn skjóta geimfari á loft. Geimfarið er ómannað en hefur innanborðs vfsindaáhöld sem koma á fyrir á tunglinu. 1957 — Samvinnusamningur milli Ihdlands og Kashmirs tek- urgildi. 1952 — Æstur múgur, sem krefst þess að- Bretar fari frá Súez, kveikir í einu þekktasta hóteli f Kairó, Hótel Shepherd. 1943 — Rússar vinna sigur á Þjóðverjum við Voronezh f heimsstyrjöldinni sfðari. 1942 — Fyrstu herir Banda- rfkjamanna koma til Evrópu, nánar tiltekið til Norður- Irlands. 1939 — Francisco Franco, hers- höfðingi, nær Barcelona á sitt vald með góðri aðstoð Itala. 1931 — Mahatma Gandhi er sleppt úr fangelsi, þvf hann á að eiga viðræður við stjórnina. 1885 — „Makdíinn" tekur Khartoum-borg og brezki hers- höfðinginn Charles Gordon læt- ur lifið í þeim átökum. 1841 — Lýst er yfir brezku full- . veldi i Hong Kong. 1699 — Austurrfki, Rússland, Pólland og Feneyjar semja frið við Tyrkjaveldi í Karlowitz. 1628 — Hertoginn af Wallen- stein hertekur Mecklenburg. I dag eiga afmæli: Ugo Foscolo, ítalskur rithöfundur (1778—1827), Benjamin R. Haydon, brezkur listamaður (1786—1863), Douglas Mac- Arthur, bandarfskur hershöfð- ingi (1880—1964), og Eartha Kitt, bandárískur söngvari og skemmtikraftur (1928—...). Hugleiðing dagsins. „Heilbrigð sál f hraustum lfkama er nokk- uð sem allir ættu að óska sér.“ Juvenal, rómverskur lögmaður og ádeiluhöfundur (uppi um lOOe.kr.). Karamanlis hittir Callaghan í London Lonrion, 25. jan. AP. FORSÆTISRAÐHERRA Grikk- lands, Constantine Karamanlis, kom til London f dag til viðræðna við James Callaghan, forsætisráð- herra Breta varðandi umsókn Grikkja um inngöngu í Efnahags- bandalag Evrópu. Einnig munu þeir ræða Kýpurdeilu Grikkja og Tyrkja. Lítisháttar handagangur var í öskjunni, er vél forsætisráðherr- ans lenti, því óvenjulega þótti rjúka úr hjólbörðum hennar. Allt var þó eðlilegt þegar nánar var að gætt. Á næstkomandi fimmtudag Lík Viola fyrrverandi borgarstjóra borið út í sjúkrabíl. Morð á leiðtoga á Spáni vekur óhug mun Karamanlis svo halda til Brtissel og hitta forsætisráðherra Belga, Leo Tindemans, og Joseph Luns, en í viðræðum þeirra er talið að hlutverk Grikklands inn- an Atlantshafsbandalagsins muni bera á góma. Hann mun síðan eiga viðræður við valdamenn í Bonn og Parfs. Grikkjum hefur fundizt lítið miða með umsókn þeirra um aðild að EBE síðan þeir sóttu um 1975. Flestir hafa þó tekið henni vel að undanteknum frönskum bænd- um, sem óttast samkeppni þeirra. Barcelona, 25. jan. Reuter. AP. HRYÐJUVERKAMENN myrtu f dag fyrrverandi borgarstjóra Barcelona, Joaquin Viola Sauret, og konu hans og óttazt er að morð- ið sem hefur vakið óhug á Spáni leiði til ásakana um að stjórnin sé óhæf um að halda uppi lögum og reglu. Þrfr grfmubúnir og vopnaðir menn og ein kona ruddust inn f fbúð Viola, bundu sprengju um hann miðjan og afhentu honum orðsendingu með kröfu um lausnargjald. Sprengjan virðist hafa sprungið fyrr en ætlað var og höfuðið feyktist af Viola. Blóð fossaði frá andliti eins hryðju- verkamannsins þegar hann flýði úr fbúðinni. Maður nokkur hringdi f spænska útvarpið, kvaðst bera ábyrgð á morði Viola og sagði að að þvf hefðu staðið lítt þekkt sam- tök í Frakklandi er kalla sig al- þjóðaarm spænska kommúnista- flokksins. Maðurinn sagði að sömu samtök hefðu staðið fyrir sprengjuárás á lögreglustöð við aðalfangelsið í Barcelona fyrir tveimur dögum. Helztu stjórnmálaflokkar Spán- ar fordæmdu morðið og kváðu það samsæri öfgasinna um að spilla lýðræðisþróuninni á Spáni. Juan Carlos konungur bað um að fá að fylgjast með rannsókn máls- ins og Adolfo Suares forsætisráð- herra fyrirskipaði umfangsmikla leit að morðingjunum. Lögreglustjórinn í Barcelona, Jose Maria Calleja, sagði að svip- uð sprengja hefði verið notuð til að myrða Jose Maria Bulto, for- stjóra eins stærsta efnavörufyrir- tækis Spánar, í maí í fyrra. Vopn- aðir menn bundu sprengju um Bulto og kröfðust lausnargjalds að upphæð 500 milljónir peseta. Sprengjan virðist hafa sprungið þegar Bulto reyndi að fjarlægja hana. Fjórir vinstrisinnaðir stúdentar voru handteknir í júli og sakaðir um að bera ábyrgð á dauða Bult- os. Þeir voru látnir lausir þegar pólitískir fangar voru náðaðir seint í fyrra þrátt fyrir mótmæli innanríkisráðuneytisins. Calleja lögreglustjóri segir all- ar líkur benda til þess að morðin séu ekki af pólitískum toga spunnin. Er suðurskaut- íð að bráðna? London 25. janaúar Rcuter BANDARtSKUR vísindamaður John Mercer, sagði í dag, að yrði haldið áfram að brenna olfu, kolum og gasi f jafnmiklum mæli og nú er gert, gæti svo farið, að suðurskautið bráðnaði innan 50 ára. Ef svo færi gæti það haft Gervihnötturinn hefði getað valdið stórtióni Washington 25. janúar AP. BANDARtSKI kjarnorku- fræðingurinn John Abbotts sagði í gær, að ef sovézki njósnagervihnötturinn Cosmos 954 hefði ekki brunnið upp f efsta lagi gufuhvolfs jarðar, heldur þvf ncðsta, hefði illa getað farið. Að mati Abbotts hefðu allt að 40 týnt Iffi og 300 særzt og miklar skemmdir orð- ið á mannvirkjum, ef hann hefði komið niður f þéttbýli. Tölur þessar byggir Abbotts á magni úranfumsins sem var f gervihnettinum og má geta þess, að mannskaðinn og tjónið hefði orðið aðeins lítill hluti þess, sem slys f kjarnorkustöðv- um í þéttbýli gæti valdið. Gervihnötturinn hafði verið stjórnlaus allt frá því fyrir ára- mót, en þá uppgötvaði radar- stöð í Bandaríkjunum, að hann var kominn út af braut sinni og lét ekki að stjórn. Náið eftirlit var haft með hnettinum og þegar hann hafði enn nálgast jörðina 12. þessa mánaðar hafði ráðgjafi Bandaríkjanna í örygg- ismálum landsins samband við sovézka sendiráðið og tilkynnti Sovétmönnum áhyggjur Banda- ríkjamanna. Eftir það höfðu sérfræðingar landanna náið samstarf sín í milli og reyndu með öllum ráðum að koma í veg fyrir að hnötturinn sneri aftur til jarðar. Einkum voru það tvö atriði sem sérfræðingarnir ótt- uðust: Að kjarnaofninn brynni ekki upp i efsta lagi gufuhvolfs- ins, heldur í þvi neðsta, og að ekki var vitað hvar hnötturinn kæmi niður. Braut hans náði yfir alla jarðkringluna og þvi var ómögulegt að segja með nokkurri vissu um lendingar- stað hnattarins. Sem betur fer brann hnöttur- inn allur upp i efsta laginu og vísindamenn þykjast nú vissir um að engin útgeislun hafi átt sér stað. Bandaríkjamenn eru nú með aðeins einn kjarnorkuknúinn « gervihnött i notkun og var hon- um skotið upp árið 1965. Stjórn- völd í Bandaríkjunum hafa sagt að engin ástæða sé til að óttast að svipað slys hendi þá, gervi- hnötturinn sé þannig útbúinn að hann eigi að geta verið á braut umhverfis jörðina í 4.000 ár og þá muni hann eyðast, auk þess sem Bandarikjamenn noti plutóníum en ekki úraníum. Slys sem þessi hafa þó komið fyrir Bandaríkjamenn. Árið 1964 brann gervihnöttur frá Bandaríkjunum upp i efsta lagi gufuhvolfsins. Var hann þá yfir Indlandshafi en geislavirkni náði til jarðar. Annað slys varð 1968, en þá féll gervihnöttur í sjóinn úti af strönd Kaliforníu. Athuganir leiddu í ljós að hnötturinn var alveg þéttur og að engra áhrifa geislavirkni hefur orðið vart á dýralífi þar. Þriðja og síðasta slysið átti sér stað fyrir sjö árum en þá féll kjarnaofn í Kyrrahafið, en sem fyrr var engin hætta á ferð- um. hrikalegar afleiðingar I för með sér. Mercer sagði, að brennsla eldsneytis gæti orsakað helmingi meiri myndun koktvísýrings ( andrúmsloftinu. Koltvísýringur dregur að sér geisla sólarinnar og hitar þannig yfirborð jarðarinn- ar. Ef suðurskautið bráðnaði myndi yfirborð sjávar hækka um fimm metra, og margar hafnar- borgir yrðu illa úti í þeim flóðum. Þá sagði Mercer einnig, að þegar væri fyrir hendi vitneskja sem benti til þess að suðurskautið væri byrjað að bráðna. Skiptar skoðanir hafa verið meðal visindamanna um það hver áhrif aukins koltvisýringsgæti haft. Hafa sumir hallazt að þvi að hanh gæti valdið kólnandi veður- fari um allan heim, og aðrir sagt hið gagnstæða. En þeim vísinda- mönnum fer fjölgandi sem telja að brennsla eldsneytis geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir veður- far í heiminum. Sibir til íshafsins Kaupmannahöfn 25. jan. SOVÉZKI Isbrjóturinn Sibir sigldi á gæri í gegnum Stórabelti á leið sinni út I Atlantshaf. Sibir er nýr fsbrjótur og er hann knú- inn kjarnorku. Hann er systur- skip Arktika og Lenins sem hafa haldið sig f tshafinu að undan- förnu. Fyrr í ár sigldi ísbrjótur- inn Arktika yfir Norðurpólinn. Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.