Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 30
30 MORGL’NBLAÐrÐ. FIMMTLDAGLR 26. JAN'L'AR 1978 t SVAVA HJALTALIN, Flókagötu 1 5, verður jarðsungm frá Háteigskirkju föstudaginn 2 7 janúar kl 1 0 30 Erna Hjaltalín, Knútur Hallsson, Þóra Hjaltalín, Eyjólfur Guðsteinsson, Örn Hjaltalin, Dröfn Hjaltalín + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT JÓHANNSSON, Bjarnarstig 9, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag fimmtudaginn 26 janúar kl 3 Þeim sem vildu mmnast hans er vinsamlega bent á liknarstofnanir Nói Jóhann Benediktsson, Brynja Sigurðardóttir, Anna Ingibjorg Benediktsdóttir, Kristbjörn Arnason og barnabörn. + Eigmmaður mmn og faðir okkar. EINAR HALLDÓRSSON, bóndi, Setbergi, verður jarðsungínn frá Garðakirkju laugardagmn 28 janúar kl 10 30 fyrir hádegi Blóm og kransar vmsamlegast afbeðnir. en þeir sem vildu mmnart l.jns láti líknarstofnanir njóta þess Elisabet Reykdal og börn. Eiginmaður mmn. + MAGNUS GUÐFINNSSON. . frá Seyðisfirði, verður jarðsungmn frá Fossvogskirkju föstudagmn 2 7 janúar kl 10 30 Fyrir hönd vandamanna, Júlíanna Guðmundsdóttir. + Eigmmaður mmn. faðir okkar og tengdafaðir STEFÁN R. PÁLSSON frá Kirkjubóli Korpudal Gautlandi 21, Reykjavik sem lézt 17 þ m verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 2 7 janúar kl 1 3 30 Guðrún Össurardóttir Skúlína Stefánsdóttir, Svavar Guðjónsson Kjartan Stefánsson, Hoskuldur Stefánsson, Páll Stefánsson, Össur Stefánsson, Guðrún Jóhannesdóttir Sigurbjorg Björnsdóttir Hallgerður Jónsdóttir Ásdis Samúelsdóttir + Innilegt þakklæti til allra þeirra fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð og vmarhug við hið sviplega fráfall okkar elskulega GUOMUNDAR GARÐARS GUOMUNDSSONAR frá Hólmi Guð blessi ykkur öll Ásta Guðmundsdóttir Gróa Helga Kristjánsdóttir Garðar Guðmundsson + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigmmanns míns. HALLDÓRS JÓNSSONAR, Nóatúni 26. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Borgarspítalans Guðlin Jónsdóttir. + Inmlegt þakklæti til allra þeirra sem vottuðu okkur samúð og hlýhug v.ð fráfall eiginmanns míns. föður okkar, tengdaföður og afa KRISTJÁNS H. SKAFTASONAR trésmiðameistara Sogavegi 142 Áslaug Þorfinnsdóttir Hólmfriður Kristjánsdóttir, Magnús Kristjánsson Lilja Kristjánsdóttir, Þorfinnur Kristjánsson, Sigriður Kristjánsdóttir, Þórunn Kristjánsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Bryndis Kristjánsdóttir, Þórhallur Kristjánsson, Skúli Kristjánsson, Jón Kristjánsson, Sigriður Kristjánsdóttir, Friða Magnúsdóttir, og barnabörn. Hafliði Árnason Sólveig Pálmadóttir Arnór Árnason Valdimar Guðmundsson Rebekka Ragnarsdóttir Gréta Ólafsdóttir Unnsteinn Guðmundsson Benedikt Jóhanns- son In memoriam Fæddur 13. september 1912 Dáinn 16. janúar 1978 Ekki get ég sagt að það hafi komið mér alveg á óvart er ég frétti að vinur minn Benedikt Jó- hannsson væri allur. Ég vissi að nokkrum vikum áður hafði herra- maðurinn með ljáinn knúið dyra hjá honum, en Benedikt þá ekki verið til viðtals og snúið aftur Bensa fátækari, í það sinn. Slikur var lífsþróttur Benedikts. En hann var of sigurviss, gætti sín ekki sem skyldi, vanmat þann, sem enginn getur hrósað sigri yf- ir. Er ég nú sest niður með perma í hönd til að festa á blað nokkrar línur til að minnast Benedikts þá veit ég varla hvar byrja skal. Það ieitar svo margt á hugann, svo ótal margs að minnast, af svo miklu að taka, að kunnugir vita að nægja mundi heilu bókaforlagi, ef vel ætti að vera. Ofan á þetta bætist að Benedikt var lítið um eftirmæli gefið, sem kemur mér að vísu vel þar sem ég hef ekki próf í þeim fræðum, sem reyndar er að verða nánast þjóðariþrótt. Fer ég því engar troðnar slóðir, hripa í hnotskurn sem í hugann kemur, bara ef hann léti mig i friði meðan ég reyni að hespa þessu af, því penninn er allt í einu tekinn að hristast í hendi mér, hættur að gefa og rispar illilega pappírinn, sjálfur Parker- inn. Hann ætlar að verða jafn magnaður hinum megin. Ekki verður lífsferill Benedikts rakinn að gagni hér. Hann bjó mestan hluta ævi sinnar hér í Reykjavík, kvæntist árið 1947 Guðlaugu Ágústu Nóadóttur, hinni greindustu konu, söngelsk var hún og samdi m.a. þekkt og vinsæl lög. Hún lést 6. desember 1966 eftir langvarandi veikindi. Þau hjónin eignuðust tvö börn, Önnu Ingibjörgu, f. 1946, og Nóa Jóhann, f. 1953, bæði einkar greind og viðfelldin, gift og hafa komið sér upp fyrirmyndar heim- ilum. Ávallt bar Benedikt velferð barna sinna fyrir brjósti. Ekki átti Benedikt þess kost að ganga menntaveginn þótt hann sýndi snemma hæfileika í þá átt, sem hann og átti kyn til, hann var snemma látinn fara að vinna í föðurhúsum eins og þá tíðkaðist og lærði fljótt að standa á eigin fótum. Brátt kom í ljós samvisku- semi sú og ofurkapp hans um að gera alla hluti sem mesta og besta og setn áttu eftir að fylgja honum alla ævi í mismunandi störfum, er hann tók sér fyrir hendur, uns hann fyrir allmörgum árum varð að hætta vinnu að læknisráði sök- um heilsubrests. Ég man það eins vel og það hefði gerst í dag, er ég leit Bene- dikt augum í fyrsta sinni, fyrir liðlega 30 árum. Það var í Bridge- keppni, og kenndi ég þegar kapp- ann af afspurn einni saman. Hnarrreistur sat hann við spila- borðið, hæglátur og sviphreinn, en einbeittur. Það sem vakti strax undrun mina var að því er virtist ótrúlegt öryggi hans og flýtir í spilinu, hvort sem um var að ræða í sögnum, vörn og sér í lagi þó úrspili. Oft sýndist manni mörg spil á lofti i senn. Meðan hann beið eftir að andstæðingarnir gæfu í slaginn, var annað spil komið á loft, og oft kvað við er líða tók á spiiið ,,á restina", og spilin lögð á borðið áður en and- stæðingarnir höfðu áttað sig al- mennilega á því hvaðan á þá stóð veðrið, en urðu að sætta sig við, nauðugir, viljugir, eftir snaggara- legar útskýringar Benedikts, að leggja niður spilin og þá oft draum allra varnarspilara í bridge, „tapslaginn”, sem þeir héldu sig gjarnan vera með á hendinni. Aldrei sá ég honum verða á mistök í úrspili, þó hrað- inn væri mikill og því furðulegra þótti mér allt athæfi mannsins er hann hirti aldrei um að raða spil- unum upp á höndina, allt í einum hrærigraut, eins og hann tók þau upp af spilaborðinu. Þetta var nú furðufugl sem var við mitt hæfi, hugsaði ég, og kem átti reyndar síðar betur eftir að koma í ljós. Nokkru síðar hófust kynni okk- ar Benedikts, sem síðar þróuðust upp í einlæga vináttu, sem hélst óslitin allt til dauða hans. Bene- dikt var skarpgreindur maður, stærðfræðingur góður, traustur skákmaður og óvenju fjölhæfur spilamaður á hvaða spil sem var. Þekktur var hann sem einn besti bridgemeistari landsins og það hafa tjáð mér eldri menn, að vart hafi hann átt sinn jafnoka í L’hombre, en hætt er við að það fjölbreytta og skemmtilega spil fari að heyra fortiðinni til, haldi svo fram sem horfir. Þá er ótalinn hinn óviðjafnanlegi frásagnarstíll sem hann bjó yfir, mætti segja að hann lægi á milli meistara Þór- bergs og sagna Munchausens. Ávallt var Benedikt fremstur í þeirri íþrótt sem hann lagði fyrir sig, það sýna hinar mörgu viður- kenningar er hann hlaut. Benedikt var skemmtilega gloppóttur eins og jafnan vill verða um menn sem bera af á vissum sviðum. Ekki þurfti hann neinn bóklestur til að ná þeim árangri sem raun bar vitni, meA- fædd snilligáfa var honum nægi- legt veganesti, og mér er minnis- stætt er einhverjir þráttuðu um það við hann að fræðsla og lestur væri skilyrði þess að ná toppinum í hvaða grein sem væri, svaraði hann þá að bragði: „Það er sjálf- sagt lífsnauðsyn fyrir ykkur með- alskussana til að komast eitthvað áleiðis, en þið gætuð samanlagt ekki keýpt það mikið af bókum, sem ég þyrfti að lesa, til þess að ég gæti bætt við mig éinhverju að ráði. Þið lesið ekki í ykkur brjóst- vitið úr skræðunum.”-. Mikill spekingur að viti var Benedikt. Skyldu þeir Þórbergur Þórðarson ekki vera farnir að hittast, rökræða og segja hvor öðr- um sögur? Prúðmennskan var Benedikt í blóð borin, greiðvikinn var hann, traustur og framúrskarandi heið- arlegur í hvívetna. Ekki veit ég til að hann hafi að fyrra bragði gert á hlut nokkurs manns, þó var hann skapmaður, keppnismaður mikill og gaf aldrei sinn hlut ef því var að skipta. Ovæginn var hann þeim er hölluðu réttu máli og enginn komst upp með að hafa rangt við við spilaborð er hann sat að spilum. Átti hann til, einkum í góðra vina hópi, að gefa, að því er virtist, hinu ótæmandi ímyndun- arafli sínu lausan tauminn. Aldrei var sú saga sögð eða sagt frá afreki að Benedikt gæti ekki bætt um betur. Ofáar voru þær stundirnar, sem hann skemmti okkur sveitarfélögum sínum með sinum óviðjafnanlegum sögum. Þá var að vísu oft vel kynt undir. Það var árið 1964 að Benedikt stofnaði sveit sína, en hana skip- uðu auk hans undirritaður, Lárus Karlsson, Jóhann Jónsson, Vil- hjálmur Sigurðsson og Sigurður Helgason. Var sveitin þannig skipuð að mestu þar til hún hætti 1973, þá sem bikarmeistarar, sig- ursæl að venju, eftir litríkan fer- il. í lokin spiluðu m.a hinir kunnu bridgemeistarar Gunnar og Örn Guðmundssynir. Mörgum mun hafa þótt eftirsjá i því er sveit Benedikts hvarf af sjónarsviðinu, einkum áhorfendum því oft þótti stormasamt kringum sveitina, enda skipuð skapmönnum mikl- um. Ávallt sýndi þó Benedikt prúðmennsku við spilaborðið, hér heima sem erlendis, en erlendis naut hann sín ekki sem skyldi utan spilaborðsins sökum tak- markaðrar tungumálakunnáttu sinnar, því enginn okkar hinna var fær um að túlka þær stjarn- fræðilegu hugdettur sem Bene- dikt hafði til málanna að leggja í umræðum sem fóru fram utan keppni. Við spilaborðið var hann jafnoki allra, enda þar spilin látin tala. Áður fyrr hafi Benedikt ávallt verið í sveitum með okkar bestu bridge-köppum. Um nokkurra ára bil hætti hann þátttöku í bridge- keppnum uns hann stofnaði ofan- greinda sveit sem að ég var að vísu stundum að nafninu til skráður fyrir, því ávallt var Bene- dikt hinn óumdeilanlegi kapteinn. Hann var umtalaður maður eins og títt er um slíka hæfileikamenn, átti marga öfund- armenn og óft spunnust um hann sögur sem ekki áttu við rök að styðjast, gróusögur sem virðast orðnar andleg fæða lítilmenna í okkar þjóðfélagi, en ekki sköðuðu þær Benedikt, þeir vissu betur sem hann þekktu, enda virkuðu slíkar sögur sem „boomerang" Ástralíunegranna, þ.e. enduðu oftast hjá upphafsmanni. Nú eftir lát Benedikts er það athyglisvert, þó ekki sé það óalgengt, að þá, sem gerðu lítið úr hæfileikum hans i lifenda lífi, jafnvel news- made bridge-snillinga, skortir nú nógu sterk lýsingarorð til þess að lýsa snilli Benedikts við spila- borðið. Segja má að öðrum ólöst- uðum, að hann hafi verið einn fjölhæfasti spilari á íslandi. Nú þegar horft er til baka og litið yfir lífsferil Benedikts þá er það huggun börnum hans og öðr- um ástvinum, að hann ætti ekki að þurfa að kvíða neinu, þvi að vefur sá, er örlaganornirnar spinna og ræður dvalarstað okkar og umhverfi eftir líf á jörðu hér, er talinn vera ofinn úr efni því er við leggjum til með breytni okkar hérna megin. Drenglyndi, fórnfýsi og heiðar- leiki var sá arfur er Benedikt skilaði þjóðinni eftir sig. Jón Arason. Afmælis- og minningargreinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða aó berast blaóinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfsformi eóa bundnu máli. Sé vitnað til ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.