Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAQUR 56. JANUAR 1978 21 breytzt til hins verra. Og hver ætlar að axla þá ábyrgð, mér er spurn? Að nýting rúma á Fæðingar- heimili Reykjavikur hefur dalað nokkuð nú um tíma er mjög eðli- Iegt, þar sem ný og endurbætt stofnun tók til starfa eins og sagt var i Visisfréttinni. Aðstaða til fæðingarhjálpar batnaði til muna sem betur fer, enda tími til kom- inn. En það breytti þvi ekki að aðstaða til góðrar fæðingarhjálp- ar er einnig til staðar á Fæðingar- heimili Reykjavíkur og hefur enn batnað við stækkun heimilisins og er einmitt sú sem alls staðar i heiminum er talin hin ákjósanleg- Fríða Einarsdóttir asta i sambandi við eðlilegar fæð- ingar, þ.e. mannlegt og eðlilegt umhverfi með öllum þeim tækj- um, sem nútima tækni hefur upp J á að bjóða. Vökudeild og skurð- A að leggja Fæðmgarheimili Reykja- víkur niður? Vegna skrifa i blöðunum undanfarandi vikur um málefni Fæðingarheimilis Reykjavikur finnst mér nauðsynlegt að koma eftirfarandi upplýsingum á fram- færi, þvi oft hafa verið teknar veigamiklar ákvarðanir án þess að sjá fyrir um afleiðingarnar. Sé það rétt haft eftir Birgi Is- leifi Gunnarssyni í Vísi 5. jan. s.l., sem ég leyfi mér að draga stór- lega í efa, „að borgarráð væri að fjalla um greinargerð frá heil- brigðismálaráði og stjórn sjúkra- stofnana um málefni Fæðingar- heimilis Reykjavíkur", vil ég taka fram, að sú greinargerð var ekki til fyrir örfáum dögum, svo kunn- ugt sé, þó að búið væri að skipa nefndina. Varðandi tillögu Alberts Guð- mundssonar um að leggja Fæð- ingarheimili Reykjavikur niður og gera að elliheimili, vil ég bara spyrja: Myndu þessi 20 rúm, sem þar fengjust, leysa einhvern vanda?. Og kostar það ekki lika peninga? Ég tala nú ekki um, eftir fyrstu reynsluna af Hafnar- búðum, sem kostaði tugi ef ekki hundruð milljóna og komst ekki í gagnið fyrr en seint á liðnu ári, og þá aðeins að hluta. Og hvaða sjúkrahús i Reykjavik eða jafnvel á öllu landinu er ekki rekið með halla? Allir sem vilja vita það, vita þá byltingu sem varð i fæðingar- hjálp, þegar Fæðingarheimili Reykjavikur tók til starfa. Það varð brautryðjandi i ýmsu sem í dag þykja sjálfsagðir liðir i góðri fæðingarhjálp. Við skulum hugsa okkur að Fæðingarheimili Reykjavikur yrði lokað og Fæðingardeild Landspítalans yrði eini staðurinn i borginni sem ætti að annast all- ar fæðingar. Ekki aðeins i Reykja- vík, heldur Kópavogi, Hafnar- firði, Mosfellssveit, Seltjarnar- nesi og þó nokkrar konur af Snæfellsnesi. Einnig þarf Fæð- ingardeildin að taka við konum alls staðar að af landinu í þeim tilfellum, sem erfiðleikar eru á ferðinni. Það má kannski segja að Fæðingardeildin gæti annað öll- um fæðingum á þessu svæði, en eitt er alveg ljóst að hún er ekki þess umkomin að annast allar þær konur í sængurlegu, sem með þarf, með sin 34—35 rúm á sængurkvennagangi. Þetta myndi þýða i raun að senda yrði konurn- ar heim mun fyrr en æskilegt væri, jafnvel á öðrum degi eftir fæðingu. Við, sem höfum unnið við þetta starf, vitum öll að miklar sveiflur eru á tiðni fæðinga hér á landi, stundum fjöldi fæðinga á dag, en aðra tíma engin. Einnig er mikill munur á milli mánáða og virðast vormánuðurnir oft vinsælastir, enda geta konur í dag ráðið þess- um málum nokkuð sjálfar. Þessar sveiflur i tiðni fæðinga mundu semsagt leiða til þess oft á tiðum að senda yrði konurnar heim mun fyrr en ella með öllum þeim ófyrirsjáanlegu afleiðing- um, sem það myndi hafa i för með sér, bæði fyrir móður ob barn. Hættan er ekki eingöngu fólgin í fæðingunni sjálfri, heldur líka eftir fæðinguna. Ég held að það verði aldrei gert of mikið úr þeirri hættu, sem þessar ótíma- bæru útskriftir mundu hafa i för með sér. Enda yrði það hrikaleg afturför, sem býður miklum vandamálum heim, sem við erum alls ekki tilbúin til að takast á við og mundi kosta samfélagið miklar peningafúlgur, auk þess að kosta einstaklingana allskonar erfið- leika, sem aldrei verður metið til fjár eða fært á skýrslur. Við Islendingar höfum með réttu lengi st.átað af góðu ung- barnaeftirliti og mæðravernd, og af einum minnsta ungbarna- dauða, sem þekkist i heiminum i dag. En dæmið gæti fljótlega stofa er auðvitað ekki fyrir hendi. sem getur ekki verið og á ekki að vera nema á einum stað í borg- inni, enda örstutt að fara ef eitt- hvað kemur upp á, sem gerist mjög sjaldan. Má ég einnig minna á að stækkun kvennadeildár Landspitalans, sem var mikið bar- áttumál kvenna á sínum sima og þær eiga miklar þakkir skildar fyrir, var sannarlega ekki barátta um að fjölga rúmum fyrir sængurkonur, þvi þess var ekki þörf eins og á stóð, heldur stóð baráttan um að bæta aðstöðuna fyrir fæðandi konur (sem var fyrir neðan allar hellur á þeim tíma, þegar konur fæddu á göng- um og baðherbergjum eins og Elin Pálmadóttir benti réttilega á á borgarstjórnarfundi, þar sem hún kvaðst algerlega mótfallin þvi að Fæðingarheimilið yrði lagt niður svona athugunarlaust og áhætta tekin á sama ástandi). Én þó sérstaklega til þess að fjölga rúmum fyrir kvensjúkdóma, þar sem rikti oft á tiðum neyðar- ástand. Eftir því sem ég hefi feng- ið upplýsingar um, hefur hlekkur- inn brostið heldur betur þar, þvi enn er biðlistinn langur, 6—8 mánuðir, sem er eðlileg afleiðing af miklum fjölda fóstureyðinga, sem eðlilega þarf að afgreiða strax og þær hafa verið heimilað- ar. En þetta stendur vonandi til bóta, þegar loksins verður hafist handa um endurnýjun gömlu Fæðingardeildarinnar. Ég vil undirstrika það, að sá hluti er ekki ætlaður sængurkonum, enda á ekki að vera nein þörf á þvi. Mæður tökum höndum saman og ýtum þessari bábilju á bug, við eigum fullan rétt á að fá þá um- önnun og aðhlynningu, sem við þurfum á að halda i sængurleg- unni. Ég vona að þeir sem úrslita- valdið hafa i þessu máli, beri gæfu til þess að meta aðstæðurn- ar rétt, og beri meira fyrir brjósti öryggi hinna nýju borgara þessa lands og mæðranna heldur en ein- hver annarleg sjónarmið. Ef á að spara í rekstri borgarinnar, þá er þetta ekki rétta leiðin. Fríða Einarsdóttir ljósmóðir Fáum ekki gögn frá Þróunarstofnuninni - segja eigendur eignanna Adalstræti 8-16 Hafa haft aðgang að málinu allan tímann —segir forstödumadur t>róunarstofnunar EFTIR að borgarstjórn sam- þykkti frest á skipulagi um að- eins hálfan mánuð, fór ég strax á fund borgarstjóra á föstudags- morgun 20. janúar sl. og bað um öll gögn tafarlaust þessu máli við- komandi, sagði Þorkell Valdi- marsson einn eigenda húseign- anna austan við Aðalstræti, sem skipulagstillagan um Hallæris- planið, ef samþykkt yrði, hlýtur að hafa mikil áhrif á. Eigendur þessara eigna telja að þeim hafi ekki gefizt kostur á áður en málið kom til lokaafgreiðslu I borgar- stjórn að kynna sér málið til hlft- ar, en þeir eiga þar mikilla hags- muna að gæta. „Borgarstjóri taldi sjálfsagt að taka beiðni mína til greina en ég fór fram á að fá m.a. öll gögn frá Þróunarstofnun Reykjavíkur- borgar, sem skipta máli í þessu sambandi." „Nú er mér tjáð að borgarstjóri sé erendis, en í gær, 25. janúar, höfðum við enn ekki fengið nein gögn sem skipta máli varðandi þetta mál. Hafði ég þó komið á borgarskrifstofurnar hvað eftir annað og einn starfsmaður, sem borgarstjóri hafði falið að sjá um afhendingu gagnanna, hafði ekk- ert orðið ágengt, þrátt fyrir marg- ítrekaðar tilraunir til að fá gögn- in. Getum við þvi ekkert tjáð okk- ur um þetta mál að svo stöddu, sagði Þorkell að lokum, þegar hann var spurður um álit þeirra eigenda Aðalstrætis 8—16 á til- lögum um skipulagningu „Hall- ærisplansins". Hilmar Ólafsson forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur sagði þegar Morgunblaðið bar þetta mál undir hann, að hug- myndir að því skipulagi, sem nú hefði verið lagt fram, hefðu fyrst litið dagsins ljós haustið 1976 og þeir feðgar Valdimar og Þorkell hefðu fylgzt náið með málinu síð- an. Sem dæmi mætti nefna, að Þorkell Valdimarsson hefði verið á fundi með sér og fleirum í sept. s.l. þar sem þessar hugmyndir hefðu verið ræddar og þá lýst því yfir, að það bæri að byggja á þessu urrírædda svæði, og hann hefði þvi allan tfmann haft að- gang að gögnum, er snertu þetta mál. Eirikur Sigfússon, Sílastöðum: „Sölugreinar fyrir erlenda fóðursala,, Sflastöduni 11/1 ‘78. Jón Ólafsson, Brautarholti, skrifar grein í Morgunblaðið 30/12 ‘77, þar sem hann ræðst að mér og telur mig vera að skrifa sölugrein fyrir erlenda kjarn- fóðursala í Morgunblaðið 18/12 ‘77. Ég verð að segja að það eru mér vonbrigði hvað Jón Ólafsson virðist úti á þekju varðandi fóðr- un mjólkurkúa, því að í Eyjafirði þykir það lélegur bóndi sem ekki fóðrar til hámarks afurða, enda væri annað dauðadómur á þá nautgripi, sem kynbótastarf undanfarandi áratuga hefur fært okkur. Ég lít svo á, að kjarnfóður- iiðurinn sé svo lítill hluti af heildarkostnaðinum, sem fylgir hverjum grip, að heimskulegt sé að hafa kúna hálfafurðalausa vegna vanfóðrunar og þar að auki öllum bændum til skammar að fara svoleiðis með gripi. Það ef til vill hryggir svo Jón Ólafsson að vita að síðan það kjarnfóðursölufyrirtæki, sem ég er meðeigandi í, Bústólpi h/f, og er eign bænda, tók til starfa hefur kjarnfóðurverð hvergi verið lægra á landinu en á þvi svæði sem Bústólpi nær til, enda var það tilgangur með starfsemi Bú- stólpa h/f að koma í veg fyrir að kjarnfóðurverzlun væri rekin í gróðaskyni á kostnað bænda og neytenda. Þó að það flokkist af sumum undir þjónkun við erlenda fóður- sala að hvetja bændur til að fóðra vel gripi sína, þeim til mikils fjár- hagslegs vinnings og sóma er varðar gripina sjálfa, þá er ég fús til að halda slíku áfram. Og af þvi að Jóni Ólafssyni er það svo mikið í mun að sverta þá aðila sem selja okkur erlent kjarnfóður, má benda honum á, að fóðurfræðingur sem komið hefur upp til íslands á vegum danska fóðursölufyrirtækisins K.F.K. hefur alltaf hvatt okkur bændurna til að ná sem bestri verkun á grasi okkar, þá sérstak- lega með votheysverkun, þá hann telur íslenska grasið sérstakiega gott og okkur beri að nýta það til hins ýtrasta, því betra fóður verði ekki fengið handa jórturdýrum okkar Eiríkur Sigfússon, Sílastöðum, Eyjafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.