Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 15
MökíSfc’NBLAÐIÐ. FIMMTL'DAGUR 26. JANUAR 1978
15
Eru Torfusamtökin hand-
bendi stjórnmálaflokka?
Greinargerð frá formanni Torfusamtakanna
lífstiðarfangelsi ásamt fjórum
öðrum meðákærðum fyrir að hafa
lagt á ráðin morð á sex fyrrver-
andi starfsmönnum Andanda
Marga. Ýmsar mannréttinda-
hreyfingar og lögfræðingar á
Vesturlöndum hafa mótmælt
dómi þessum og kallað hann
réttarglæp, gerðan til að ófrægja
hreyfinguna og hmala gegn starf-
semi hennar. 1. apríl 1973 hóf
Andandamurti hungurverkfall til
að mótmæla ofsóknum gegn
Ananda Marga og tilraun til að
ráða hann af dögum með eitur-
byrlun.
Stendur hungurverkfallið enn
yfir og hefur verið kannað af vís-
indamönnum og staðfest af yfir-
mönnum fangelsins. Þegar stjórn
Indiru Gandhi lýsti yfir neyðar-
ástandi og tók sér einræðisvald í
júní 1975 var Ananda Marga
bönnuð, þúsundir félaga
fangelsaðir án ákæru, eignir
hreyfingarinnar skemmdar eða
gerðar upptækar og áróðursritum
dreift til þess að ófrægja hug-
myndir og starfsemi hreyfingar-
innar.
Við tilkomu ríkisstjórnar
Moraji Desai hefur margt stefnt
til batnaðar þó að allt sé óbreytt í
máli Anandamurtis og með-
ákærðra hans. Þó öllum sé nú
orðið ljóst sakleysi Anandamurtis
er ástæðan fyrir áframhaldandi
fangelsun hans einfaldlega sú, að
enn eru við lýði sömu öfl hags-
munahópa er óttast hvaó mest þá
hvatningu er hann veitti milljón-
um manna til að berjast gegn
hverskonar spillingu og óréttlæti
I indversku þjóðfélagi.
Hryðjuverkin — tilbún-
ingur til að sverta
Ananda Marga
Sökum þess að starfsemi
Ananda Marga hreyfingarinnar
er ekki lengur bundin við Ind-
land, heldur fer fram í 80 löndum,
hefur indverska leyniþjónustan
(CBI) dreift óhróðri um hreyf-
inguna víða um heim. CBI hefur
reynt að telja ríkisstjórnum landa
trú um að Ananda Marga séu
hættuleg samtök borgarskæru-
liða, dulbúnir kuflum einlífs-
manna með hugleiðslu og félags-
þjónustu að yfirskini. Sviðsetn-
ingar hryðjuverka í nafni Ananda
Marga er liður í þessari njðurrifs-
starfsemi.
t viðtali við Davíð Oddson
borgarfulltrúa I laugardagsblaði
Vísis, þar sem húsafriðungar-
sjónarmið eru rædd er þetta m.a.
haft eftir honum: „Mér finnst
skaði, hvernig fólk í verndunar-
samtökum, sem mikið hafa látið á
sér bera í þessu sambandi, hefur
látið forsvarsmenn Alþýðubanda-
lagsins ná tökum á sínum samtök-
um og lita þau pólitik. Það hefur
haft skaðleg áhrif á málstaðinn."
Ekki er ólíklegt, að einhverjir,
sem lítið þekkja til, túlki þessi
ummæli á þann veg, að þarna sé
átt við Torfusamtökin. Til að forð-
ast allan misskilning, tel ég nauð-
synlegt að taka fram eftirfarandi:
Torfusamtökin eru algerlega
ópólitisk samtök áhugamanna um
verndun gamalla húsa og bæjar-
hluta, sem menningarsögulegt og
listrænt gildi hafa og þau leggja
áherslu á, að reynt verði að glæða
þau lífi. Þau hafa hins vegar lagt
aðaláherslu á það, að Bernhöfts-
torfan verði vernduð og fengið
hlutverk við hæfi.
Að stofnun samtakanna 1972
stóðu meðal annarra öll pólitísk
félög ungs fólks I Reykjavik, öll
aðildarfélög Bandalags islenskra
listamanna auk fjölda einstakl-
inga úr öllum stjórnmálaflokkum,
enda hefur alltaf verið lögð
áhersla á, að halda samtökunum
utan við stjórnmálaþras líðandi
stundar.
Ég hef ekki orðið annars vör en
máístaður samtakanna hafi notið
skilnings í öllum stjórnmálaflokk-
um. Málgögn pólitísku flokkanna,
sjónvarp og útvarp hafa birt að ég
held allt, sem samtökin hafa sent
frá sér til birtingar. í sama blaði
Vísis og viðtalið við Davíð birtist,
er i leiðara meira að segja tekið
sterklega undir höfuðbaráttumál
samtakanna, verndun Bernhöfts-
torfunnar.
A Alþingi hafa þingmenn úr
ólíkum flokkum sameinast um
áhugamál samtakanna. Bern-
höftstorfan er sem kunnugt er
ríkiseign og því undir ríkisstjórn-
ina sett. Allir stjórnmálaflokkarn-
ir hafa átt aðild að ríkisstjórn frá
því að þófið um Bernhöftstorfuna
hófst, en það var eiginlega 1970. I
þessu máli get ég því ekki séð, að
neinu hafi skipt, hvort stjórnin er
kennd við hægri eða vinstri.
Mér þykir líklegt, að einhverjir
skilji ummæli Davíðs á þá leió, að
hans flokkur hafi verið eitthvað
utangarðs hjá samtökunum. Þetta
er alger misskilningur. Heimdall-
ur stóð að stofnun samtakanna. Á
útifundi samtakanna í apríl síð-
astliðnum var einn ræðumanna,
traustur stuðningsmaður Torfu-
samtakanna, Ellert B. Sehram al-
þingismaður. Er hann ekki nýorð-
inn formaður í fulltrúaráði Sjálf-
stæðisflokksins I Reykjavík? Á
áðalfundi samtakanna 4. des. man
ég ekki betur en sæti meðal fleiri
ungra Sjálfstæðismanna formað-
ur Heimdallar.
Þegar ég er að ljúka þessum
línum berast mér í hendur
stuðningsyfirlýsingar við endur-
reisn Bernhöftstorfu frá
starfsfólki húsnæðismálastofnun-
ar ríkisins þar er efstur á blaði
einn af forystumönnum Alþýðu-
flokksins í Reykjavík. Þá hefur j
stúdentaráð Háskóla íslands, sem ’
skipað er, fulltrúúm með gerólík-
ar pólitískar skoðanir lýst ein-
róma stuðningi við málið og álytk-
un Torfusamtakanna 4. des. s.l.
Þeir, sem vilja klína flokks-
stimpli á Torfusamtökin, fara því
með rangt mál. Ég tel samtökun-
um skylt að taka afstöðu til mála
algerlega óháð þvi, hverjir fara
með völdin hverju sinni og vera
óháð hagsmunum stjórnmála-
flokka. Þann dag, sem ég tel að
þau bregðist þeirri skyldu verður
lokið aðild minni að þeim. Hins
vegar er ekki við okkur að sakast
þótt sumir flokkar taki betur und-
ir okkar mál en aðrir.
Að lokum vil ég upplýsa, að
samtökin munu innan skamms
senda frá sér greinargerð um
hallærisplanið, en það tekur
nokkurn tíma að átta sig á því
máli og semja um það greinar-
gerð. Nýbirtar, fróðlegar og vel
rökstuddar greinar Nönnu
Hermansson borgarminjavarðar
og Helga Þorlákssonar sagnfræð-
ings svo og frásagnir og ummæli
ýmissa þeirra, sem haft hafa með
málið að gera í nefndum og ráð-
um borgarinnar eru mikils virði
fyrir þá, sem vilja leggja það á sig
að reyna að skilja, hvað er á seyði.
Guðrún Jönsdóttir, arkitekt,
formaður Torfusamtakanna.
w
Fjarstýring
^ Fólk er misjafnt svo og litsjónvörp.
,. J Sérhver ákveður, hve mikið er fjárfest í litsjónvarpi.
j Samt sem áður er enginn vafi á, að (náin) tengsl
eru milli verðs og gæða.
t Banq & Olufsen litsjónvörp eru ekki meðal þeirra
ódýrustu á markaðinum. Þú munt fljótlega uppgötva
I hvers vegna.
Banq & Olufsen littækin hafa til að bera gæði sem
öruggt er að sumir vildu ekki vera án — og sem aðrir
framleiðendur geta ekki boðið.
Bang & Olufsen
VARANLEG
LITGÆÐI:
Leiðrétta Irtstillinguna
50 x á sekúndu.
BUÐIN
Skipholti 19 R.
S. 29800 (5 línur)
27 ár í fararbroddi