Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands.
j lausasölu 90 kr. eintakið.
Næg og örugg atvinna
— trygging kaupmáttar
r
Ikjaramálum skiptir tvennt mestu máli: næg og örugg
atvinna og stöðugt batnandi lífskjör án mikilla stökk-
breytinga. Okkur íslendingum hefur á síðasta aldarfjórðungi
tekizt að tryggja næga atvinnu þannig, að fólk hefur búið við
atvinnuöryggi og ekki verið haldið nagandi kvíða eða ótta um
að missa atvinnu sína. Á síðustu 25 árum eru kreppuárin
1968 og 1969 undantekningin frá þessari reglu. Þá skaut
verulegt atvinnuieysi upp kollinum. Vafalaust vilja menn
eitthvað af mörkum leggja til þess að komast hjá sliku ástandi
á ný.
Hins vegar hefur okkur gengið erfiðlega að tryggja stöðugt
batnandi lífskjör. Hinar miklu sveiflur í sjávarútvegi og
fiskvinnslu hafa valdið því, að stundum hafa orðið mikil
uppgrip við sjávarsíðuna, sem breiðzt hafa út um þjóðfélagið
allt. En snöggur samdráttur i fiskveiðum eða á erlendum
mörkuðum hefur svo einnig valdið mikilli tekjurýrnun við
sjávarsiðuna, sem haft hefur mikil áhrif á afkomu annarra
atvinnugreina, þannig að launþegar eru vanari miklum sveifl-
um til eða frá i afkomu en hægum og batnandi lífskjörum.
Nú sem fyrr hlýtur meginmarkmiðið i atvinnumálum að
vera að tryggja næga og örugga atvinnu og batnandi lifskjör
og alveg sérstaklega þá aukningu kaupmáttar, sem náðst
hefur á undanförnum misserum. Þvi miður er alls ekki
augljóst að þessum markmiðum verði náð. Ekki er útlit fyrir,
að viðskiptakjör okkar batni að ráði með hækkandi afurða-
verði erlendis eða lækkandi innflutningsverði og þess vegna
ekki fyrirsjáanlegur neinn tekjuauki hjá undirstöðuatvinnu-
vegunum til þess að standa undir kjarabótum. Hins vegar er
Ijóst, að þær launahækkanir, sem samið var um á siðasta ári,
stefna til vaxandi verðbólgu og stöðvunar mikilvægra at-
vinnugreina, þannig að atvinnuöryggið getur verið í hættu.
Þetta eru staðreyndir, sem blasa við og forystumenn verka-
lýðssamtakanna verða að horfast í augu við þær eins og aðrir.
Meginmarkmiðið er að tryggja næga og örugga atvinnu og
þann kaupmátt, sem náðst hefur. Það á ekki að vera neitt
sáluhjálparatriði, hvernig þessum markmiðum er náð. Stund-
um kann þessi aðferðjn að henta bezt til þess, en þær
aðstæður geta skapazt, 'að aðrar leiðir séu heppilegri. Vissu-
lega eiga margir erfitt með að skilja, að nauðsynlegt sé að
hækka kaupgjaldið í krónum um 60—80% til þess að ná fram
8% aukningu kaupmáttar. Þetta er þau viðhorf. sem fjaílað
verður um á næstunni af hálfu ríkisstjórnar og Alþingis.
Væntanlega munu verkaiýðssamtökin og vinnuveitendur taka
ábyrga afstöðu til þessara viðfangsefna, afstöðu, sem mótast
fyrst og fremst af þvi, hvaða leiðir eru færastar til þess að ná
þessu tvíþætta markmiði.
Dagvistun barna
Idag njóta um 42% allra barna í Reykjavik upp að 6
ára aldri dagvistunar i einhverri mynd. í upphafi þessa
kjörtímabils var þetta hlutfall 31%. Á kjörtimabilinu hafa
tekið til starfa 7 nýjar stofnanir Reykjavikurborgar ætlaðar
485 börnum, auk stofnana á vegum einkaaðila fyrir 300 börn
og aðstöðu fyrir 120 börn á dagheimilum sjúkrahúsa. Skóla-
dagheimili fyrir börn á aldrinum 6—12 ára eru nú 4 i eigu
borgarinnar með aðstöðu fyrir 88 nema.
Markús Örn Antonsson. borgarfulltrúi, fjallaði um þetta
efni á síðasta borgarstjórnarfundi og sagði ma: „Borgar-
stjórn leggur áherzlu á að i allri framkvæmd dagvistunarmála
sitji velferð barnsins í fyrirrúmi. Ein meginforsenda þess að
svo verði í reynd er að fáanlegt sé sérmenntað starfsfólk til
gæzlu og umönnunar barnanna. Þvi er höfuðnauðsyn að sem
bezt sé búið að Fósturskóla rikisins og jafnframt sé séð fyrir
fræðslu- og leiðbeiningarnámskeiðum fyrir aðila, sem hafa
með höndum barnagæzlu á einkaheimilum."
Á þessu ári verða teknar i notkun þrjár nýjar dagvistunar-
stofnanir i Reykjavík: tvö dagheimili og eitt skóladagheimili
með samtals 122 rýmum. Auk þess bætast við 27 rými á
stofnunum, sem eru þegar starfandi. Þá verða hafnar fram-
kvæmdir við tvær nýjar stofnanir — blandaða stofnun,
dagheimili og leikskóla við iðufell og sams konar stofnun við
Arnarbakka. Er stefnt að þvi að 194 dagvistunarpláss verði
tekin í notkun 1979, auk skóladagheimilis í Breiðholti I. Þá er
í endurskoðun áætlun um uppbyggingu dagvistunarstofnana í
Reykjavík, sem gerð var fyrir timabilið 1970—1983, og
unnið er að áætlun um skiptingu dagvistunarrýma milli
aldursflokka og heilsdags og hálfsdagsrýma.
Á þessum vettvangi eru óleyst stór verkefni. Miðað við
aðstæður hafa mál þessi þó þróast farsællegar hér i Reykjavik
en i flestum öðrum sveitarfélögum hérlendis.
Berlinguer, leiðtogi ítalskra kommúnista, Carillo, leiðtogi spænskra kommúnista, og Marchais, leiðtogi
franska kommúnistaflokksins, takast hér f hendur í Madrid í marz 1977.
„Kommúnistum er ekki
treystandi ad óreyndu”
- segja talsmenn NATO
Brússel, 24 jan AP
ÞAÐ kom fram i ræðu, er aðalrit
ari Atlantshafsbandalagsins,
Joseph Luns, flutti á mánudags-
kvöld, að hann liti það mjög alvar-
legum augum, ef kommúnistar
kæmust til valda í einhverju að-
iidarlandanna og fengju t.d. um-
ráð yfir ráðuneyti innanríkismála,
dómsmála eða utanríkismála.
Einnig hafa embættismenn banda-
lagsins lýst áhyggjum sínum út af
því að kommúnistar kæmust i
valdastóla í Frakklandi eða á ítaliu
og segja þeir reynslu þá. er fengist
hefur af stjórnarþátttöku þeirra á
íslandi eða i Portúgal draga siður
en svo úr ógninni, þar sem ekki sé
um algerar hliðstæður að ræða.
Um þessar mundir sækjast ítalskir
kommúnistar mjög hart eftir áhrif-
um undir forystu Enrico Berling-
uers og er búizt við að kommúnist
ar i Frakklandi muni fara líkt að
hrósi þeir sigri i kosningunum i
marz n.k.
I máli Luns og annarra embættis-
manna i Brússel var gerður greinar-
munur á valdatöku kommúnista og
stjórnarþátttöku. Var bent á að
kommúnistar hefðu haft allsterk
áhrif í herstjórninni. er komst til
valda í Portúgal í apríl 1974 Hafi
þá Francisco da Costa Gomes, hers-
höfðingi sjálfur annazt málefni, er
sneru að Atlantshafsbandalaginu.
Hins vegar hafi Vasco Goncalves,
hershöfðingi, er fór með embætti
forsætisráðherra í stjórn hans, verið
álitinn hlynntur kommúnistum Árið
1 975 áttu síðan nokkrir kommúnist-
ar aðild í stjórn hans. Var svo komið
í október það sama ár að talsmaður
Atlantshafsbandalagsins lýsti þvi yf-
ir, að bandalagið gæti orðið að grípa
til sérstakra ráðstafana til að varð-
veita trúnaðarmál sín I nóvember
var fundi kjarnorkumálanefndar
bandalagsins frestað. augsýnilega
vegna þess að bandaríski utanríkis-
ráðherrann, James Schlesinger,
neitaði að sækja hann veqna þess að
Portúgalar hugðust vera viðstaddir
einnig Á árinu 1 976 dvínuðu síðan
áhrif kommúnista nokkuð Fékk
frambjóðandi þeirra í forseta-
kosningunum í apríl aðeins 7 5 af
hundraði atkvæða í júlí tók síðan
jafnaðarmaðurinn Mario Soares við
embætti forsætisráðherra og
Atlantshafsbandalagið átti
upplýsingahömlum sínum af
Portúgölum
Á íslandi fóru kommúnistar með
ráðherraembætti á árunum 1 956 til
1958 og aftur frá 1971 til 1974
Margir úr röðum Alþýðubandalags-
ins sátu þá í áhrifastöðum Á íslandi
sat hins vegar aldrei kommúhisti í
embætti dómsmálaráðherra og í
landinu er engu varnarmálaráðu-
neyti til að dreifa Þrátt fyrir harðar
deilur var herstöðin á Keflavíkurflug-
velli látin vera og samkvæmt
heimildum talsmanns bandalagsins
var ekki gripið til nemna sérstakra
ráðstafana gegn íslenzkum
Framhald á bls. 22.
Nýleg fjölskyldumynd, sem sýnir Simon Peter Nelson ásamt
konu sinni og sex börnum á heimili þeirra.
Barnamorðinginn Nelson á leið
til yfirheyrslu.
Myrti börn sín sex
BANDARÍSKA dagblaðið
„Daily Americ*an“ skýrði frá
því fyrr í mánuðinum að 46 ára
gamall maður í Rockford í
Illionisfylki hefði verið kærður
fyrir að myrða öll börn sín, 6
talsins, f kyrrþey og að yfir-
lögðu ráði meðan þau sváfu.
Vopnin, sem maðurinn vann
nfðingsverkið með, voru veiði-
hnffur og hamar með gúmhaus.
Að sögn rannsóknarlögreglu-
manns, sem kynnst hefur
fjölda mála.á 15 ára starfsferli,
er þetta „hræðilegasta fjölda-
morð f sögu borgarinnar og það
ógeðslegasta, sem ég hef nokk-
urn tfma augum litið“.
Lögreglumenn munu hafa
brotizt inn á heimili mannsins,
'Simons Nelsons, eftir að yfir-
völd í nágrannabænum
Milwaukee tilkynntu að Nelson
hefði verið tekinn höndum á
þeirri forsendu að hafa barið
konu sína, Ann. Hafði hún gert
lögreglu viðvart eftir að eigin-
maður hennar hafði sagzt hafa
drepið börn þeirra, sem voru á
aldrinum 3 til 12 ára. Þegar inn
f húsið kom fundu lögreglu-
mennirnir fyrst lík Roseann
Nelson, fimm ára gamallar, og
systur hennar Jennifer, 12 ára
gamallar, í rúmum þeirra á
annarri hæð. Voru höfuð þeirra
illa leikin eftir barsmíð og
fjöldi stungna á líkömum
beggja. Síðan fundust lik
bræðra þeirra fjögurra, Matt-
hews 7 ára, Andrews 9 ára, Sim-
ons 10 ára og Davids 3 ára, á
þriðju hæð hússins, útleikin á
svipaðan hátt. Líkami eins
drengsins fannst rétt framan
við rúmið og gefur það ástæðu
til að ætla að hann hafi verið
eina barnið, sem kann að hafa
haft forboða af yfirvofandi
dauðdaga. Ekki var heimilis-
hundinum heldur þyrmt því
hann fannst skorinn á háls í
einu rúmanna einnig.
Nelson mun hafa stundað
skautakennslu en hann hafði
yfirgefið Rockford fyrir nokkru
eftir að þeim hjónum varð
sundurorða út af misheppnuð-
um tilraunum Nelsons til að
finna sér vinnu. Talsmaður lög-
regluyfirvalda í Rockford kvað
enn ekki hafa verið úrskurðað
hvenær verkaðurinn var unn-
inn. Allt benti þó til að það
hefði verið innan sólarhrings
áður en upp komst.