Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1978 27 3. deild karla: Þór saf nar stig- um- Breiðablik í 7 vikna fríi FIMM leikir voru leiknir i deildinni um helgina, þar af þrir úti i Eyjum Þór vann bæði Keflavík og Dalvík, en Týr vann Keflavík. Afturelding vann Dalvík að Varmá og Akranes vann Njarðvik á Skaganum. Þór hef- ur nú heldur betur sankað að sér stigum siðustu helgar og hefur besta stöðu, 17 stig eftir 10 leiki, hefur aðeins tapað þremur stigum. Á Þór aðeins 4 leiki eftir, við Dalvik, Akra- nes og Tý úti i Eyjum og við Njarðvik á meginfandinu. Breiðablik og Týr hafa tapað næst fæstum stigum, 5 hvort félag. Týr á nú helming leikja sinna eftir eða 7, en Breiðablik 6 Þór mun Ijúka leikjum sínum, skv. skipulaginu á tímabilinu til 4. mars, og Týr Ijúka 5 af sinum 7, en Breiðablik verður hins vegar í frii þang- að til 4. mars, alls i sjö vikur. Á Breiðablik að leika þrjá síðustu leiki keppninnar, þegar önnur félög en and- stæðingar þeirra i þessum þremur leikjum hafa lokið sér af, og mun að öllu óbreyttu eiga 6 leiki eftir af 14, þegar Þór verður búinn með alla sína! Þessi undarlegheit stafa annars vegar af 7 vikna fríinu, sem Breiðablik er í núna, og er alveg sérstakt, svo og því, að frestuðum leikjum er ekki kom- ið á. þótt þeir hafi beðið allt frá miðjum október. Ekki er sjáanleg breyting þarna á. þar sem mótnefnd er nú óvirk fram yfir heimsmeistarakeppnina a.m.k. Eins og félögin hafa komið frá keppninni fram undir þetta, er Ijóst, að þetta stórfellda misgengi í framkvæmd hennar getur haft veruleg áhrif á úrslit- in í deildinni. Úrslit helgarinnar: Þór —Keflavik 24:1 6. Afturelding—Dalvík 26:25. Akranes—Njarðvík 21:20. Týr—Keflavík 28:1 7. Þór—Dalvík 30:1 9. Eins og sjá má af þessum tölum, unnu Eyjaliðin örugglega í sínum leikj- um. en hinir leikirnir voru jafnir. Sér- staklega var hart barist milli Akraness og Njarðvikur, þar sem Skagamenn hlutu að lokum langþráðan sigur i heimaleik. Dalvik lék einn besta leik sinn í vetur gegn Aftureldingu, en það dugði þó ekki fyrir stigi STAÐAN Þór, Eyjum 10 8 1 1 226:190 1 7 Breiðablik 8 5 1 2 198 1 72 1 1 Akranes 9 5 0 4 189:1 74 10 Afturelding 9 5 0 4 212:207 10 Týr. Eyjum 7 5 1 2 150:130 9 Njarðvík 8 2 1 5 149:160 5 Keflavík 8 2 0 6 144 1 77 4 Dalvík 7 0 0 7 139:180 0 — Herb SVIÐSErr KNATTSPYRNA STOFNAÐUR hefur verið fyr- ir nokkru skóli f Argentínu þar sem atvinnumenn f knatt- spyrnu geta lært undirstöðu- atriði leiklistar. Stofnendur skólans foru meira að segja fram á það við yfirvöld að fá ríflegan styrk á þeim forsend- um, að leikaraskapur í sam- bandi við meiðsli og byltur o.s.frv. væri svo rfkulegur þátt- ur f starfi knattspyrnumanna að best væri að tilgerð sem þessi væri fagmannalega fram- kvæmd. Ekki fylgir sögunni hvort styrkurinn fékkst né heldur hvort fullskipað hafi verið f bekkkjardeildir skól- ans. Brian Wallwork. Duncan Bridge. Islandsmeistararnir f tvfliða- leik í fyrra, Sigurður Haralds- son og Jóhann Kjartansson. Tropicanamótið í badminton: Tveir Englending- ar meðal keppenda að sjá viðureignir þeirra við ensku badmintonmennina. Eins og að framan segir verð- ur mótið haldið n.k. laugardag og sunnudag. Það verður í húsi Tennis- og badmintonfélags Reykjavikur að Gnoðavogi 1, og hefst kl. 15.00 báða dagana. Fyrri daginn hefst keppnin með einliðaleik, og verður leik- ið fram að undanúrslitum. Sið- an verður keppt í tvíliðaleik og verður þá keppt fram að úrslit- um. Á sunnudag hefjast undan- úrslitaleikirnir í einliðaleik kl. 15.00, en síðan koma úrslita- leikirnir hver af öðrum. NÆSTKOMANDI laugardag og sunnudag verður haldið svonefnt „Tropicana-mót“ í badminton. Keppt verður í einliðaleik og tvíliða- leik karla og kvenna. Mót þetta er nýtt af nálinni, en þess er vænst að það verði haldið árlega. T.B.R. bauð tveimur ensku badmintonleikurum til móts- ins, en þeir eru: Brian Wallwork; 25 ára gam- all, sterkasti leikmaðurinn í Lancashire-liðinu. Hann var i undanúrslitum f einliðaleik í enska meistaramótinu 1977. Duncan Bridge: 19 ára frá Surrey. Fyrrum unglingameist- ari og unglingalandsliðsmaður. Hann var í úrslitum í enska meistaramótinu í tvíliðaleik 1976 og 1977. Englendingar eru méðal sterkustu badmintonþjóða heimsins, og því má telja það mikinn feng fyrir okkur að fá slíka kappa i heimsókn. Verður vafalaust skemmtilegt að sjá þá sýna leikni sina. Allir sterkustu leikmenn ís- lendinga munu að sjálfsögðu verða meðal keppenda og má þá fyrst nefna þá Jóhann Kjart- ansson og Sigurð Haraldsson ís- landsmeistara. Verður fróðlegt Bikarleikir á næsta seðli Ekki er vitað hvort Guðni Kolbeins- son ætlar að dansa ballett i kvöld eins og hann virSist vera aS gera á þessari mynd. en hins vegar ætla félagar hans i ÍS aS leika gegn Þór i 1. deild fslandsmótsins i körfuknatt- leik i íþróttahúsi Kennaraháskólans i kvöld kl. 20.00. (Ljósm. ÁG) Körfuknattleikur: Einn leikur í 1. deild í kvöld f KVÖLD fer fram einn leikur í 1. deild karla í íslandsmótinu í körfu- knattleik. ÍS og Þór leiða saman hesta sina í íþróttahúsi Kennarahá skólans og hefst leikur liðanna kl. 21.30 Reikna verður með, að stúdentar með snillinginn Dirk Dunbar í broddi fylkingar verði ekki i miklum erfiðleik- um með Þórsara. en stúdentarnir hafa tapað tveimur leikjum í mótinu og mega alls ekki tapa í kvöld, ef þeir ætla sér að verða áfram með í baráttunni um Islandsmeistaratitilinn Mark Christensen og félagar hans i Þór munu þó örugglega ekki gefast upp fyrr en i fulla hnefana, því að hver tvö stig eru dýrmæt i hinni hörðu baráttu um sæti í úrvalsdeildinni næsta vetur VIÐ HÖFUM orðið þess áskynja, að allmikils misskilnings gætir um það, hvaða skilning leggja beri í orðið ,.pott- þétt" þegar talað er um kosti aðferða okkar til betri árangurs Margir virðast telja að með því að tala um pottþétta aðferð sé verið að lofa tólf réttum Getraunasérfræðingar Mbl vilja nota þetta tækifæri til þess að fyrirbyggja frekari misskilning og útskýra hvað þeir eiga við með orðinu pottþétt Þegar við kynnum einhverja aðferð sem pottþétta, sbr teninga-aðferðina um daginn, þá eigum við einfaldlega við, að pottþétt er að a m k einn leikur verður réttur Hefur það ekki enn brugðist okkur í 21. leikviku féll niður einn leikur og útisigur Birminghams i Liverpool sá til þess, að enginn hafði 1 1 rétta. 21 röð reyndist vera með 1 0 rétta og fær hver eigandi um sig 35 000 krónur fyrir getspekina 238 raðir fundust með 9 réttum og koma kr 1 300 i hlut eigenda þeirra Leikirnir á seðlinum í dag eru úr 4. umferð bikarkeppninnar. Arsenal — Wolves 1 Hér á ekki að þurfa að þreyta nokkurn mann með röksemdafærslu Bolton — Mansfield 1 Á pappírnum er seðill þessi ekkert nema heimasigrar og verða það senni- lega hvorki fyrstu mistök okkar né þau síðustu að tippa þannig Þessi leikur á hiklaust að heita ..öruggur" Brighton — Notts County 1 Þessi er ekki alveg eins pottþéttur og félagar hans tveir hér á undan, en þó mjög heimasigurslegur Við tippum því eðlilega á sliki Chelsea — Burnley 1 Það er ekkert um þennan leik að segja frekar en aðra leiki hingað til Chelsea ætti að vinna þennan leik örugglega Derby — Birmingham 1 Þetta er einn tvisýnasti leikur seðils- ins og gæti hann farið á hvorn veginn sem er (eins og allir hinir raunar líka) Við höllumst þó eindregið að þvi, að Derby vinni nauman sigur og þar eð það er sannfæring okkar, þá tippum við á það Manchester Utd — WBA 1 Enn einn heimasigurinn Flestir myndu halda okkur vera með sótthita ef við hefðum tippað á annan veg Middlesbrough — Everton 1 Everton hefur ekki verið sannfaér- andi síðustu dægrin, en Boro hins vegar verið að rétta úr kútnum eftir misjafna tima Útkoman úr þessum hugleiðingum er heimasigur Millwall — Luton 2 Loks rann sú langþráða stund upp, að við tippuðum ekki á heimasigur Millwall hefur ekki beinlínis verið sterkasta félagslið á Bretlandseyjum i vetur og vermir nú botnsæti 2 deildar Luton hafa þó leikið snöggtum betur og tippum við þvi á útisigur. Newcastle — Wrexham x Með fullri virðingu fyrir öðrum leikj- um seðlisins, þá litum við á þennan sem hinn erfiðasta Til þess að styggja engan með tippi okkar, veljum við jafnteflisleiðina Auk þess er daufur jafnteflisfnykur á sveimi Nottingham Forest — Manchester * City 1 Forest er þegar búið að leggja City að velli í deildarleik á heimavelli sin- um City er að visu betra lið nú en þá, en Forest er ekki lakara Við tippum því á heimasigur Walsall — Leicester 1 Þrátt fyrir að NA/alsall leiki í þriðju deild, kæmi það vist fáum á óvart þó að liðið flengdi lélegt lið Leicester Ekki okkar a m k West Ham — QPR 1 Af tvennu illu veljum við West Ham Þeir hafa þó a m k unnið einn og einn leik undanfarið Svo sem sjá má. vantar spár þriggja snillinga. en aðalspáin er á sinum stað — gg Morgunbiaðið 2 o 38 3 3 ■O A < 2 o 09 2 öc SS Q 2 a u es > C •o cc Tfminn 2 a > 5 Vfsir c c > •o o A Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the worid Sunday Telegraph SAMTALS Arsenal — Wolves 1 í i 1 1 1 1 1 1 1 1 11 Bolton — Mansfield 1 1 i 1 1 1 1 1 1 I 1 11 Brighton — N. County 1 í i 1 1 1 1 1 I 1 1 11 Chelsea — Burnley 1 1 i 1 1 1 1 1 1 1 1 11 Derby — Birmingh. 1 1 i 1 X X 1 1 1 1 1 9 2 Man. Utd. — WBA 1 X i 1 1 1 1 1 1 1 1 10 1 Middlesbrough — Everlon 1 2 X X X 1 2 X X 2 X 2 6.. 3 Millwall — Luton 2 2 X X X X 1 X X 2 X 1 7 3 Newcastle — Wrexham X 1 X 1 X I 1 1 1 1 X 7 4 Notts Forest — Man. Chity 1 1 X X 1 2 1 X 1 X X 5 5 1 Walsall — Leicester 1 ^ 2 X X 1 1 1 X X X X 4 6 1 West Ham — QPR 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 1 10 1 1 SlÐUSTU viku stóöu getraunasérfræðingarnir tslenzku sig sérstaklega vel. Þjóðviljinn var með 9 leiki rétta af 11 og hefði hlotið vinning hjá Getraunum á þann seðil. Morgunblaðið og sjónvarpið stóðu ekki langt að baki með 8 rétta leiki en ensku blöðin voru lakari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.