Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 22
22 MOHGUNHIiAiyÖ. FIMJMTUDAGUR 26. JANÚAR 1978 — Fiskverðið Framhald af bls. 40 síakan verðauka á stórufsa i 1. gæðaflokki tímabilið 1. janúar til 28. febrúar. Ennfremur segir, að nefndarmenn hafi verið sammála um að auka verðmun á slægðum físki og óslægðum fyrir framan- greindar fisktegundir og sam- þykkt var mótatkvæðalaust að greiða skuli verðauka á stórufsa í 1. flokki fyrstú tvo mánuði ársins. Verðið í heild var hins vegar ákveðið með atkvæðum seljenda, þ.e. sjómanna og útvegsmanna, og oddamanns gegn atkvæðum kaup- enda. Morgunblaðið hafði i gær sam- band við nokkra aðila innan þeirra ýmsu hagsmunahópa, sem aðild eiga að hinu nýja fiskverði, og bað þá að segja álit sitt á því. Áttum ekki kost á neinu betra „Við samþykktum 13% hækkun fiskverðs, og verðum að una því, enda töldum við ijóst, að við ætt- um ekki kost á neinu betra. Það er svo hins vegar mál stjórnvalda hvernig vandamál fiskvinnslunn- ar verða leyst,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands ísl. útvegsmanna, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á fiskverði því sem Yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins ákvað í gær. „Þrátt fyrir þá hækkun, sem nú hefur orðið á fiskverði, er afkoma bátaflotans slæm, en hefur þó batnað við þessa hækkun. Af- koma minni skuttogara verður hins vegar bærileg við þessa hækkun, en afkoma skuttogara af stærri gerð verður og er ámóta og hjá bátaflotanum. Ef gengi krónunnar breytist til lækkunar, koma gengisráðstafan- ir verst við skuttogaraflotann, sem allur er með mikið af erlend- um lánum, öllum gengistryggð- um,“ sagði Kristján Ragnarsson ennfremur. Staða húsanna misjöfn „Að mínu viti er nauðsynlegt, að sjómenn fylgi öðrum stéttum í kjörum, og atkvæði okkar kaup- enda gegn hinu nýja fiskverði voru ekki gegn kauphækkunum sjómanna,“ sagði Árni Benedikts- son formaður Félags Sambands- frystihúsa. „Stóra vandamálið er rekstur fyrirtækjanna, vandinn var mikil) fyrir, en eykst enn við þessa ákvörðun. Þeir, sem nú eru við stjórnvöl í landinu, gíta haft áhrif á að laga rekstur frystihús- anna, og þar sem Þjóðhagsstofn- un hefur sífellt meiri gögn um rekstur þessara fyrirtækja er ekki ástæða til að rengja tölur um hallarekstur á nokkurn hátt.“ Árni Benediktsson sagði, að staða hinna ýmsu frystihúsa væri mjög misjöfn. Nokkur hús hefðu verið rekin með allgóðum hagnaði fyrri hluta síðasta árs, víðast hvar hefði verið tap yfir sumarið, sfðan hefði ástandið batnað yfir haust- mánuðina sökum aukinná greiðslna úr Verðjöfnunarsjóði. „Einhver hús koma þvi út með hagnað um áramót, sem eingöngu byggist á sérstaklega góðri af- komu fyrri hluta ársins. Hins veg- ar er ástandið þannig núna, að albeztu húsin í landinu eru rekin með halla upp á nokkur prósent, en fyrirsjáanlegur meðalhalli frystihúsanna er 20%. Mismunur milli húsanna eykst sf- fellt „Eínnig hefur það stóraukið vandræðin, að mismunur milli húsa eykst sífellt. Ein höfuð- ástæðan fyrir því er að vextir hafa hækkað verulega, og kemur það þyngst niður á þeim húsum, sem þegar hafa erfiðasta rekstrar- aðstöðu. Hús, sem kom þokkalega út á siðasta ári, bætir ekki svo mikið við sig vöxtum nú, en frysti-, hús, sem rekið var með 6—8% ' tapi í fyrra, bætir við sig 2% í tap vegna aukinna vaxta. Mismunur- inn milli húsa kemur líka fram í Leiðrétting í GREIN I blaðinu I gær um bók- menntaverðlaun var Nóbelsskáld- ið Pablo Neruda kallaður spænsk- ur. En hanri er að sjálfsögðu frá Chile, var m.a. lengi sendiherra Chile í París. fleiru en vaxtastöðunni eins og t.d. í gengishalla o.fl. Það má segja, að bezt reknu frystihúsin séu nú með 5% fjár- magnskostnað, en hins vegar eru mörg sem eru með 15% þ.e. vexti og afborganir af lánum,“ sagði Árni. Einhvers staðar varð að stöðva kaupkapphlaupið „Eg hef ekki mikið um þessa fiskverðsákvörðun að segja. End- irinn var eins og mig grunaði, að einhvers staðar yrði að stöðva kaupkapphlaupið og að sjómenn myndu taka það á sig,“ sagði Ósk- ar Vigfússon formaður Sjómanna- sambands íslands. „Með þessari verðákvörðun kom líka í ljós, hvernig ástandið er í útflutnings- atvinnuvegum okkar. Því tek ég undir orð Kristjáns Ragnarssonar formanns Landssambands ísl. út- vegsdmanna, en hann sagði að útflutningsatvinnuvegirnir væru ekki lengur orðnir samkeppnis- færir, sem þýðir að þeir geta ekki lengur tekið þátt f hrunadansin- um. Þessi fiskverðshækkun nægir ekki til að brúa bilið sem varð orðið í launum milli sjómanna og annarra launastétta, og því eru það sjómenn og þeir sem starfa við útflutningsatvinnuvegina, sem sitja eftir með sárt ennið," sagði Óskar að lokum. Fiskverðshækkun hærri en búizt var við „Ég tel að fiskverðshækkunin hafi kannski verið hærri en búizt var við,“ sagði Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda. „Þessi ákvörðun eykur enn þann vanda sem fiskvinnslan á við að glírna." „Það er augljóst að þær úrbæt- ur sem koma skulu, þurfa að koma fljótt, því annars hlýtur fiskverkunin að stöðvast sjálf- krafa, þegar útgerðir fara að krefjast fiskverðs sem í gildi er nú frá áramótum. Ennfremur er augljóst að málin standa þannig eins og t.d. hjá saltfiskverkuninni, að frá árinu 1974 hefur erlent markaðsverð verið mjög áþekkt allan tímann. Afkoma saltfiskverkunar var góð 1974 til 1976, slæm á árinu 1977 og ennþá allsendis óvíst hvernig búið verður að greininni á þessu ári. Það hefur verið tíðrætt um innstæður saltfiskverkenda í Verðjöfnunarsjóði, sem söfnuðust fyrir á árunum 1974 til 1976, en að okkar mati hefur ekkert það gerzt, sem réttlætir greiðslur úr sjóðnum, þar sem markaðsverð erlendis er svipað og það hefur verið s.l. 4—5 ár.“ sagði Friðrik. Trúi ekki að innstæðu saltfisk- verkenda verði eytt „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því, að innstæður saltfiskfram- leiðenda I Verðjöfnunarsjóðnum verði eytt að óbreyttu erlendu markaðsverði, enda kæmi þá á sama tíma til stórfelldrar skulda- söfnunar frystingarinnar í Verðjöfnunarsjóðnum, þrátt fyrir hátt markaðsverð erlendis. Þessi sjóður var stofnaður til jöfnunar vegna verðsveiflna á erlendum mörkuðum og mæla engin skynsamleg rök með því að troða honum nú í gin verðbólg- unnar. Það er engin lausn á rekstrarerfiðleikum fiskvinnsl- unnar heldur yrði aðeins til þess að vekja efasemdir fiskverkenda um réttmæti slíkrar sjóðssöfnun- ar, sem væri illa farið, því ég tel að sjóðurinn eigi fullan rétt á sér, sé honum réttlátlega stýrt,“ sagði hann ennfremur. Rekstrarkostnaðurinn 20—30% hærri „Rekstrarkostnaður fisk- vinnslunnar er 20—30% hærri en tekjurnar í íslenzkum krónum og þann mun þarf að jafna að minnsta kosti. Að aflað verði tekna í Verðjöfnunarsjóð til að standa straum af 12 milljarða út- greiðslu er að sjálfsögðu ógerníngur og því verður vafa- laust vandinn leystur á annan hátt, væntanlega með gengissigi eða gengisfellingu," sagði Friðrik að lokum. Morgunblaðið reyndi í gær- kvöldi að ná tali af fulltrúa Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna vegna þessa máls, en tókst ekki. — Skipstjórarnir dæmdir Framhald af bls. 40 Þá var sagt i fréttinni, að Þröstur Sigtryggsson skipherra væri sett- ur forstjóri Landhelgisgæzlunn- ar. Svo er ekki og hefur ekki verið, heldur gegnir Þröstur störfum yfirmanns Gæzlunnar um tíma í fjarveru Péturs Sig- urðssonar forstjóra, sem nú er kominn til starfa á ný. Eru við- komandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. — Kúbumenn Framhald af bls. 1. sambandslaust var við Hargeisa í dag. Útvarpið í Mogadishu sagði í dag að sameigmlegur liðsafli Eþíópíumarma. Rússa og Kúbumanna hefðu gert meiriháttar árásir á sunnudaginn en beðið algeran ósigur fyrir liði Sómalíu- manna i ..mestu orrustum striðsins Starfandi upplýsingaráðherra Eþíópíu, Baalu Girma, sagði að enginn Kúbumaður berðist með Eþíópiumönn- um, en hins vegar væru stárfandi kúbanskir læknar um alla Eþíópíu og nokkrir þeirra kynnu að vera á vig- stöðvunum Sómalíumenn segja. að í Eþíópíu séu 7 — 8 000 rússneskir og 6—7 000 kúbanskir hernaðarráðu- nautar Bandarikjamenn segja á grund- velli gervihnattaathugana að í það minnsta 3 000 rússneskir og kúbansk- ir hernaðarráðunautar séu í landinu — Þrýstingur í Svíðjóð Framhald af bls. 1. sósíaldemókrata og samstarfs- flokkanna Forystumenn iðnaðarins og verkalýðshreyfingarinnar hafa komið til liðs við andstæðinga Fálldins sem er gaghrýndur fyrir undanbrögð sem geti haft alvarlegar afleiðingar Fálldin og aðrir leiðtogar Mið flokksins sem styðja hann, þar á meðal hinn umdeildi orkumálaráð- herra, Olof Johansson, virðast fast- ákveðnir í því að reyna að takmarka kjarnorkuáætlun Svia við rekstur þeirra 10 k|arnorkuvera sem þegar eru starfrækt eða smíði er að mestu lokið á Ráðherrar frjálslyndra og hægri manna vilja hms vegar starfrækslu 1 3 kjarnakljúfa eins og ákveðið var i stjórnartíð sósíaldemókrata, en þeir eru tilbúnir til að fallast á að hætt verði við smíði 1 1 kjarnakljúfsins, sem kallast Forsmark 3, til að bjarga sænska kjarnorkuiðnaðinum — Tónlistar- verðlaunin Framhald af bls. 1. undanförnum 20 árum þar á meðal hljómsveitarverk, leik- sviðsverk, einleiksverk, kammermúsík og körverk. Hann hefur meðal annars sam- ið þrjár sinfóníur, fjóra strengjakvartetta og konzert fyri celló og hljómsveil. Óperan „Riddarinn“ er samin 1973—74 og er í þremur þáttum. Textann samdi þekkt finnskt ljóðskáld, Paavo Haavikko, í samráði við tón- skáldið. Sallinen var sæmdur prófessorsnafnbót 1976 og hefur síðan að mestu helgað sig tónsmfðum. — Leit að geisl- un færð út Framhald af bls. 1. hafi brunnið til agna, en segir að ef brak úr honum hrapi til jarðar muni það sennilega dreifast yfir 25 000 fer- mílna svæði Pófessor Hemz Kaminski. forstöðu- maður Bochum-stofnunarmnar. telur að geislavirkt úrfall frá gervihnettinum geti mengað öll svæði jarðar milli mið- baugs og 53 gráðu norðurbreiddar eftir nokkrar vikur Yfirmaður almannavarnadeildar inn- anríkisráðuneytisins í Bonn, Peter Menke-Glúckert, kvaðst ekki vita hvaðan Kaminski fengi upplýsingar sínar þar sem skýrsla um rannsókn Bandaríkjamanna og Kanadamanna lægi ekki fyrir Hann taldi ólíklegt að geislun mundi aukast á yfirborði jarðar og sagði að það tæki mánuði að kanna slíkt Kaminski svaraði því til að útreikn- ingar sínir byggðust á visindalegum upplýsingum um það sem gerðist þegar hlutir leystust upp þegar þeir kæmu inn í gufuhvolf jarðar I Moskvu fÓF sendifulltrúi Kanada þar, Alan McLaine, í sovézka utanríkis- ráðuneytið þar sem honum var sagt að Rússar mundu veita Kanadamönnum upplýsingar um gervihnöttinn Honum virtist sovézkir vísindamenn ekki hafa áhyggjur af atburðinum og þeir tóku fram að þeir töldu enn ekkert hafa komið fram sem benti til þess að hætta hefði verið á ferðum Eina opinbera yfirlýsing Rússa um málið til þessa er stutt frétt frá Tass í Washington var sagt að Banda- ríkjastjórn hefði tilkynnt 1 7 bandalags ríkjum frá hugsanlegri hættu á kjarn- orkumengun sex dögum áður en gervi- hnötturinn brann Þetta voru 14 aðild arríki NATO og Japan, Ástralía og Nýja-Sjáland og ríkin voru beðin að halda upplýsingunum leyndum. — Rán baróns- ins ráðgáta Framhald af bls. 1. hvort þau taki mark á staóhæfing- um hópanna sem segjast hafa rænt baróninum. Eina raunverulega vísbending- in sem yfirvöldin virðast hafa við að styðjast er sú yfirlýsing bíl- stjóra barónsins, Jean Denis, að hann haldi að einn mannræningj- anna hafi talað þýzku. Þar með komust af stað bollaleggingar um að Baader-Meinhof-hópurinn væri viðriðinn málið, en lögreglan tekur framburði Denis með varúð þar sem hann kann ekki þýzku. — Kelduhverfi Framhald af bls. 2 og til kæmu stærri skjálftar sem fyndust í byggð, og eftir þá væri yfirleitt meiri ró á umbrota- svæðinu í Gjástykki, en síðan fjölgaði skjálftum á ný. Þá sagði séra Sigurvin að gliðnun lands héldi áfram í Kelduhverfi. í upphafi yfírstand- andi hrinu, hefði mesta gliðnunin verið á svæðinu kringum Lyngás, en nú síðustu daga færzt nær bænum Hlíðargerði. Þar væri jörð nú mjög sprungin og væri svo komið, að vegagerðarmenn væru að gefast upp við að halda opnum veginum að bænum, þar sem möl- in, sem ekið væri f gjárnar í veginum, hyrfi nær samstundis. I gær var norðaustanhríð í Öxar- firði og napurt að sögn Sigurvins. — Framkvæmda- nefnd Framhald af bls. 2 nefndarinnar í gær, þar sem allir nefndarmenn voru ekki mættir en fundur hefur verið boðaður að nýju innan skamms. Byggingafyr- jrtækið Breiðholt á lægsta tilboð- ið í verkið, sem er um 70 milljón- um króna undir áætlun, en næsta tilboð á Ármannsfell, lítillega of- an við áætlun. — Gervitungl Framhald af bls. 40 hefði aldrei verið það mikil hér- lendis að ástæða hefði þótt til að gera sérstakar ráðstafanir. Upplýsingar um ferðir gervi- tunglsins hefðu borizt mjög ört. Á hinn bógínn sagði Guðjón, að Almannavarnir væru með áætlun um hvernig brugðizt yrði'við geislavirku úrfelli eða efnum, og yrði gripið til hennar ef ástæða þætti til. Þá væru til öll mælitæki hérlendis til að mæla geislavirkni. Þorsteinn Sæmundsáon stjarnfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að fyrsta gervitunglið með kjarna- kljúf hefði farið á loft 21. júni 1961, frá bandaríska sjóhern- um. Bandaríkjamenn sendu nokkur önnur slík á loft, en á seinni árum hafa þeir sent fá kjarnaknúin gervitungl á loft, sem hafa sporbaug um jörðu, sagði Þorsteinn. Hins vegar hafa þeir sent kjarnaknúin gervitungl lengra út í himin- geiminn eins og til Júpiters og Satúrnusar. Það er miklu erfiðara að segja nokkuð um hve mörg kjarnaknúin rússnesk gervi- tungl eru nú á lofti, sagði Þor- steinn. Það eina, sem vitað er með vissu, er hve mörg Kosmos- gervitungl eru á lofti, en hve mörg þeirra eru kjarnaknúin er ekki gefið upp. Bandarísku tunglin sem eru á sporbaug kringum jörðu, eru hins vegar knúin sólarorku eins og sést á byggingarlagi þeirra. — Sibir á leið til Ishafsins Framhald af bls. 19 4.000 kflómetra leið og þar af voru 1.300 kflómetrar f gegnum ís. Var sú ferð farin til að tryggja að skip kæmust frá Murmansk til Arkangelsk. Sibir á einnig að vera f fshafinu, en þar eru auk s.vsturskipanna þriggja 15 minni fsbrjótar. Dönsk stjórnvöld segja að þetta sé í fyrsta sinn síðan 1975 að kjarnorkuknúið skip hafi komið þetta nálægt ströndum Danmerk- ur og fylgdust umhverfismála- yfirvöld og strandgæzlan náið með ferðum ísbrjótsins. Sovézka sendiráðið í Kaupmannahöfn hef- ur margítrekað að Sibir muni fylgja öllum alþjóðareglum og samþykktum og að ekkert þurfi að óttast. Það hefir vakið áhyggjur með mörgum að ísbrjótarnir skuli halda sig í Ishafinu. Ekki ein- göngu vegna þess, að það er hernaðarlega mikilvægt heldur einnig vegna þess, að með til- komu þeirra hafa möguleikarnir á að nýta auðæfi hafsbotnsins stóraukizt. Hægt væri án mikils vanda að halda leiðinni til og frá Ishafinu opinni fyrir flutninga- skip, sem flutt gætu málma, kol og ef til viil olíu til Sovétríkjanna. — Kommúnist- um er ekki treystandi Framhald af bls. 20 kommúnistum Á hinn bóginn hafa valdsmenn innan Atlantshafsbanda- lagsins játað á liðnum árum að á stjórnartíma kommúnista á íslandi hafi ríkisstjórnin verið leynd mikil- vægum hernaðarlegum og pólitísk- um skýrslum og hafi engin mótmælí borizt frá Reykjavík Talsmenn Atlantshafsbandalags- ins bentu á að íslendingar hafa eng- an her sjálfir og Portúgalar aðeins um 58,000 manna her, sem til stendur að minnka niður í 30 000 Bæði löndin væru þó á útjaðri áhrifasvæðis bandalagsins Ef litið er á Ítalíu gegnir hins vegar öðru máli Þjóðin hefur meirð en 300 000 manna herlið, stóran sjávar- og flugflota, er varpað getur kjarnorkusprengjum samkvæmt svo- nefndu ..tveggjö lykla" kerfi, sem gert er i samráði við Bandaríkja- menn Hefur þetta mjög mikla hern- aðarlega þýðingu fyrir Atlantshafs- bandalagið Þá hefur hernaðarleg staða Ítalíu mjög mikið að segja með hliðsjón af nálægð landsins við Júgóslavíu, en þar gæti skollið á hættuástand við fráfall Titós mar- skálks Þá er ítalía emnig brú frá Grikklandi og Tyrklandi til M- Evrópu í hjarta V-Evrópu nýtur Frakkland herafla, sem er næstur herafla V- Þjóðverja að stærð og hefur auk þess eigin kjarnorkuvopn, en þau hafa Þjóðverjar ekki Það er því eðlilegt að trúnaðar- traust emstakra bandalagsþjóða sé á döfinni Menn spyrja hver sé til- gangurinn með varnabandalagi ef félagar þess eru margir hverjir hlið- hollir Sovétmönnum Nokkrir af yngri embættismönnum bandalags- ins hafa látið í Ijós þá skoðun, að tími væri til kominn að endurskír- greina bandalagið ,.á máli níunda áratugarins" og taka vestræna kommúnista á orðinu sem boðbera lýðræðis í andstöðu við harðstjórn Sovétmanna „En þá erum við heldur ekki að ræða um kommún- ista lengur í venjulegum skilningi," segir Luns, „við getum ekki treyst þeim að óreyndu og á þá hefur ekki reynt ennþá "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.