Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1978
3
SVFÍ 50 ára:
Afmælistakmarkið er þjóðar-
hreyfing gegn umferðarslysum
— segir Gunnar J. Friðriks-
son, forseti félagsins
„ÞEGAR Slysavarnafélag íslands var stofnað fyrir 50
árum voru sjóslys nær einvörðungu það, sem glíma
þurfti við. En nú er baráttan orðin önnur og hún er við
okkur sjálf, þar sem eru umferðarslysin. Það er
sýnilegt, að gera þarf stórátak, það þarf öfluga þjóðar-
hreyfingu til varnar gegn umferðarslysunum. Það er
takmarkið, sem við setjum okkur á þessu afmæli,“
sagði Gunnar J. Friðriksson, forseti Slysavarnafélags
Islands, á fundi með fréttamönnum í gær, er hann
kynnti fyrirhugaða starfsemi SVFl á þessu afmælis-
ári, en félagið verður 50 ára á sunnudag; var stofnað
29. janúar 1928. „Við ætlum að halda upp á afmælið,
ekki með veizluhöldum, heidur með vinnu,“ sagði
Gunnar.
Á afmælisdaginn verða björgunarstöðvahús fyr-
allar björgunarstöðvar ir starfsemi slysavarna-
opnar almenningi, en deilda og björgunar-
KVENNADEILD SVFl I Reykjavfk færði í gær félaginu að gjöf 2,6 milljónir króna og á þessari mynd
sjást stjórnarkonur kvennadeildarinnar ásamt Gunnari J. Friðrikssyni, forseta SVFl, skoða sérstakan
sjúkrabúnað; loftspelkur, sem kvennadeildin gaf fé til kaupa á sl. ár. Upphæðin var 200 þúsund
krónur og hafa nú verið keypt 24 sett af loftspelkum, sem verður dreift til deilda SVFt úti á landi.
Næst Gunnari á myndinni er formaður kvennadeildarinnar, Hulda Victorsdóttir, en aðrar stjórnar-
konur eru Svala Eggertsdóttir, Ingibjörg Auðbergsdóttir, Gróa Ólafsdóttir og Lilja Sigurðardóttir.
Lionsklúbburinn Freyr hefur gefið Björgunarsveit Ingólfs þennan
gúmbjörgunarbát. Gunnar Gunnarsson, gjaldkeri Freys, lengst til
vinstri á myndinni, afhenti bátinn f gær og fyrir hönd björgunar-
sveitarmanna tók Jóhannes Briem, formaður sveitarinnar, við
bátnum, en hann er lengst til hægri á mvndinni. Við það tækifæri
gat Jóhannes þess, að stóraukin skemmtibátaeign fólks kæmi nú
stöðugt vaxandi inn f starf sveitarinnar, þannig að þessi nýi
björgunarbátur kæmi að góðum notum.
sveita hafa risið eða eru í
smíðum á 25 stöðum og
tækjageymslur hafa
björgunarsveitir til um-
ráða í flestum byggðar-
lögum. SVFÍ starfrækir
nú 44 skipbrotsmanna-
skýli og 29 björgunar-
skýli á fjallvegum, þann-
ig að alls rekur félagið 98
björgunarstöðvahús og
skýli.
Gunar J. Friðriksson
sagði, að mikil áherzla
yrði lögð á að ná til ungl-
inga með kynningu á
SVFÍ og gat hann þess,
að framundan væri
fræðslustarfsemi í skól-
um landsins og hefur
félagið látið útbúa sér-
stakar myndraðir til
hennar. Sérstakt frí-
merki kemur út í tilefni
afmælisins og endur-
prentaðar verða allar ár-
bækur félagsins, 41 tals-
ins. Fyrsta árbókin kom
strax út 1928, en um
nokkurt skeið kom bókin
út annað hvert ár.
Slysavarnafélagið hef-
ur látið gera kvikmynd
um starfsemi sína og
verður hún frumsýnd á
sérstökum hátíðarfundi í
vor.
SVFÍ starfar í sérdeild-
um karla og kvenna, sam-
einuðum deildum og
unglingadeildum. Félags-
deildir eru starfandi í öll-
um byggðarlögum lands-
ins og í Kaupmannahöfn
er slysavarnadeildin
Gefion.
Gunnar J. Friðriksson
sagði, að nú væru rösk-
lega 30.000 manns skráð-
ir í slysavarnasamtökun-
um; í 210 félagsdeildum,
en björgunarsveitir
SVFÍ eru 87 talsins með
yfir 2500 virka félaga.
Gunnar sagði, að auk
þessa fólks væru ótaldar
þúsundir sem styrktu
SVFÍ með fjárframlög-
um og gat hann þess^að á
síðasta ári hefði framlag
ríkisins numið 24,8
milljónum króna, en al-
mennt söfnunarfé 27,5
milljónum króna. Á fjár-
lögum nú eru 38 milljón-
ir króna til SVFÍ, þar af
13 milljónir til tilkynn-
ingarskyldunnar, sem er
yngsta starfsgrein félags-
ins.
Ekki marktæk, en
vonandi markverð
— segir Hrafnhildur Hreinsdóttir
um könnun sína á bóklestri
14 skip með loðnu
HRAFNHILDUR Hrcinsdóttir,
nemi f bókasafnsfræóum við
félagsvísindadeild Háskólans,
vinnur um þessar mundir að
könnun á bóklestri meðal lands-
manna. I þvf skyni hefur hún sent
út spurningalista með þremur
bókum frá útgáfunni Örn og
Örlygur, en bækurnar eru Heims-
mctabók Guinnes, Allt var það
indælt strfð, ævisaga Guðlaugs
Rósinkrans og Lokast inni f lyftu
eftir Snjólaugu Bragadóttur.
í samtali við Mbl. sagði Hrafn-
hildur að hún hefði sent um 13000
lista með þessum þremur bókum,
þ.e. öllu upplagi þeirra og hún
teldi að um 60—70% upplagsins
hefði selst. Þegar hefðu borizt um
2000 svör, og kvaðst hún hafa í
upphafi vonast eftir um 3000
svörum, en sennilega yrðu þau
um 2500 þar sem skilafrestur
rynni út í janúarlok.
Hrafnhildur Hreinsdóttir var
að þvi spurð hvort hún áliti könn-
un sina verða marktæka, með
þessum þremur bókum. Hún svar-
aði þvi til að með svolitlu úrtaki
yrði ekki hægt að segja að könn-
unin yrði marktæk, en vonandi
markverð að einhverju leyti. „Það
má gagnrýna það,“ sagði Hrafn-
hildur að aðeins skuli hafa verið
haft samband við eitt útgáfufyrir-
tæki, en mér fannst í of mikið
ráðist að gera samninga við fleiri
og valdar voru þær bækur, sem
líklegt er að fengju mikla sölu.
Fleiri bækur komu að sjálfsögðu
til greina, má t.d. segja að Heims-
metabókin hafi sízt þessara bóka
átt rétt á sér.“ Þá sagðist hún ekki
hafa haft bolmagn til að standa
straum af kostnaði við stærra úr-
tak, en helzt þyrfti að taka úr
þjóðskrá stóran hóp og senda lista
er gætu dreifst jafnt til allra
landsmanna. Þó sagðist hún álíta
að með þvf að taka þannig heil
upplög þessara bóka fengi spurn-
ingalistinn dreifingu um allt
landið.
Með spurningalistanum kvaðst
Hrafnhildur einkum vilja fá svör
við þvi hvort búseta, menntun,
starfsheiti, aldur og kyn hafi ein-
hver áhrif á fjölda lesinna og
keyptra bók og hvernig samspil sé
milli þessara þátta hjá fólki i hin-
um ýmsu stéttum.
Að lokum kvaðst Hrafnhildur
Hreinsdóttir vona að eitthvað
markvert kæmi i ljós við þessa
könnun sína.
NOKKUR loðnuveiði var í
fyrradag og í fyrrinótt, en
þá fengu 14 skip 3260 lest-
ir, flest um VA mílu vestur
af Kolbeinsey og einnig
fengu nokkur skip afla
norður af Langanesi. Þeg-
Alger friðun
Bernhöfts-
torfu
TUTTUGU starfsmenn
Húsnæðismálastofnunar ríkis-
ins sendu frá sér svohijóðandi
yfirlýsingu: Undirritaðir
starfsmenn Húsnæðismála-
stofnunar ríkisins skora á
stjórnvöld, rfkisstjórn og
borgaryfirvöld að taka nú
þegar endanlega ákvörðun um
varðveizlu Bernhöftstorfunn-
ar.
ar leið á kvöldið fór að
hvessa á ný og í gærdag var
vont veður á miðunum —
norðaustan 8—10 vindstig
og öll skip komin í var.
Loðnuskipin fóru flest með afl-
ann til Siglufjarðar, Raufarhafn-
ar og tvö fóru til Akraness, en
skipin, sem fengu afla, eru þessi:
Arney KE 60 lestir, Helga 2. RE
240, Skarðsvik SH 200, Hrafn GK
500, Þórshamar GK 180, Albert
GK 400, Kap 2. VE 130, Hákon ÞH
60, Óskar Halldórsson RE 260,
ísafold 240, Helga Guðmundsdótt-
ir BA 280, örn KE 360, Gullberg
VE 100 og Pétur Jónsson RE 250
lestir.
Engar nákvæmar fréttir hafa
borizt siðustu daga af fituinni-
haldi loðnunnar sem nú veiðist né
þurrefnismagni, sökum þes-s að
ekki hefur verið hægt að koma
sýnum til Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins í Reykjavík.