Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978
Ómar Skúlason við eitt verka sinna.
Sýning Ómars
Skúlasonar
Á Kjarvalsstöðum stendur nu
yfir fyrsta einkasýning ungs
manns, sem Ömar Skúlason heit-
ir. Hann hefur tekið þátt í nokkr-
um sýningum að undanförnu og
er í þeim hópi, sem stendur að
Gallerí Sóion. Allt frá því ég sá í
fyrsta sinn myndir eftir Ómar,
hefur hann vakið eftirtekt mína
og stundum meir en margir aðrir,
sem hafa verið honum samferða
út á listabrautina. Eg tek það
strax fram, að mér finnst það ekki
fara milli mála, að Ömar Skúlason
sé einn af þeim ungu myndlistar-
mönnum, sem hefur þá hæfileika,
sem mikils má vænta af, ef rétt er
á haldið. En hvernig er rétt á
hæfileikum til myndgerðar
haldið? Það er spurning, sem er
svo einstakiingsbundin, að vart
verður að gagni svarað. Ég skal
vera eins heiðarlegur og mér er
unnt og segi því aðeins, að eitt ráð
virðist nýtast allra. Það er vinna
og aftur vinna, sjálfsagi og aftur
sjálfsagi, en fyrst og fremst vinna
og enn vinna.
Á þessari sýningu Omars, sem
er í helmingi Vestursals Kjarvals-
staða, eru nokkur dúkþrykk,
blönduð tækni, teikningar, sam-
klippur og spraututækni, sem ég
kann ekki nafn á. Því verðu ekki
neitað, að þessi fyrsta einka-
sýning Ómars er dálítið misjöfn,
og er ekkert eðlilegra. Einmitt á
þessum árum eiga menn að
spreyta sig sem mest við hitt og
þetta. Samklippu-tækni hefur
verið mikið í vindunum hérlendis
að undanförnu, og margir ungir
menn hafa hrifist af þessari
skemmtilegu tækni. Þetta er svo-
lítið skemmtilegt, þegar þess er
gætt, að einmitt um þessar mund-
ir er á ferð um heiminn mikil
sýning á samklippum, er meistar-
inn Matisse gerði um miðja
öldina, og nú er svo komið, að
margir halda því fram, að hann
hafi bókstaflega endurnýjað
málverkíð með samklippum sín-
um. Hann var fársjúkur maður og
var vart hugað lif, er hann fór að
vinna í þessari tækni rúm-
liggjandi. Með einstakri þraut-
seigju og viljaþreki tókst honum
að skapa sér afturbata, sem sumir
segja, að endurspeglist í sam-
klippum hans frá þessum tíma.
Samklippur voru eitt sinn í svo-
lítilli tísku hjá myndlistarmönn-
um hér, en fengu ekki hljóm-
Myndlist
eftir VALTY
PÉTURSSON
grunn, en það er önnur saga. Eg
nefni þetta hér aðeins til að
minna á, að þessi myndgerð er
ekki algerlega ný af nálinni, en
það gerir ekki þessar samklippur
ungu mannanna í dag verri, síður
en svo. Mér finnst það ánægju-
legt, að þessara áhrifa skuli gæta
hjá ungum myndlistarmönnum
okkar í dag, og fagna því, að jafn
mikið lífsmark skuli vera með
þessari myndgerð og raun ber
vitni.
Ekki veit, eg hvort Ómar Skúla-
son er mér sammála um það, að
dúkþrykk hans séu með því besta
á þessari sýningu,en þau hafa sér-
lega ríka litameðferð, sem fellur
vel að því formi, sem fyllir mynd-
flötinn. Einnig var ég sérlega
ánægður með myndröð frá no. 5
til 14. Þar má til dæmis benda á
verk eins og „Selur“ og „Bleika
peysan'* ennfremur „Svartbak-
ur“. öll þessi myndröð fannst mér
bera merki um styrkleika Ómars
sem málara, og það er eins og
hann blómstri í þessum verkum
ekki síður en í dúkþrykkjunum,
sem ég hef þegar nefnt. Teikning-
ar hans hafa ennig mjög
aðlaðandi svip og eru margar
hverjar verk, sem maður man eft-
ir. En þvi verður heldur ekki
sleppt, að sumar af minni sam-
klippuröðunum eu nokkuð hráar í
lit og hafa ekki sama þokka og
mörg önnur verk á þessari
sýningu. Ég á þar eingöngu við
hina skæru og hvellu liti, sem
stundum verka heldur óþægilega,
og sum þessara verka eru þannig
hengd, að þau eiga það til að éta
hvort annað upp, ef svo mætti að
orói kveða. Þetta er nokkur hnök-
ur á heildarsvip sýningar Ómars,
en þrátt fyrir þessa annmarka
finnst mér þetta vera mjög
skemmtilega og hressilega gengið
til verks hjá ungum manni, sem
er að sýna í fyrsta skiptið. Það er
ferskur blær yfir þessum verkum,
en auðvitað vantar ýmislegt, sem
við eldri mennirnir gerum kröfur
til. Við þessu er ekkert að segja
annað en það, að alltaf er það
sama sagan; þetta var líka sagt,
þegar mín kynslóð var ung. Þetta
er aðeins einn þáttur í þróun list-
ar, þannig hefur það ætíð verið,
og guði sé lof fyrir. Ahnars væri
allt jafn bragðdauft og litlaust og
engin hreyfing á hlutunum, og
það er einmitt það versta sem
fyrir list getur komið, í hvaða
formi sem hún er tjáð.
Ég óska Ómari Skúlasyni til
hamingju með þessa fyrstu
sýningu hans, og hann má vel una
við árangurinn. Það er ýmislegt,
sem hann mætti taka eftir á
þessari sýningu og læra af, en það
er hans að þroska sjálfan sig. það
getur enginn annar. Þetta var
hressandi heimsókn. Ég þakka
fyrir mig.
Valtýr Pétursson.
Sveinn Yngvi Egilsson leikur Albert á brúnni.
Alberts-
brú
Herranótt:
ALBERT A BRÚNNI
Eftir Tom Stoppard.
Þýðandi: Olga Guðrún
Arnadóttir.
Leikstjóri: Þórhallur
Sigurðsson
Leikmynd: Nemendur f
byggingarlist, kennari
Stefán Benediktsson.
Lýsing: Magnús Axelsson
Skraparóts predikun: Illugi
Jökulsson.
Hver hlustar á útvarpsleikrit
á sumrin? Að minnsta kosti fór
Lelklist
EFTIR
JÓHANN
HJÁLMARSSON
Sýning Gudbergs Auðunssonar
í Vestursal Kjarvalsstaða
standa nú tvær sýningar. Það eru
Ómar Skúlason og Guðbergur
Auðunsson, sem skipt hafa saln-
um á milli sín. Þetta eru ungir
listamenn með sínar fyrstu einka-
sýningar, en mjög ólfkir í list
sinni, svo að eðlilegt er að fjalla
um þá í tveimur greinum. Þessar
linur verða um sýningu Guðbergs
Auðunssonar. Hann mun vera
sérfræðingur í auglýsingagerð og
hefur stundað nám í þeirri grein
erlendis. Sú iðja mun þó ekki
hafa nægt honum sem tjáningar-
form, svo að hann gerði sér lítið
fyrir og fór í nám í listmálun við
Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands á síðastliðnum vetri. Ekki
er mér kunnugt um, hverjir voru
kennarar Guðbergs þar, en árang-
ur af þessari kennslu virðist
góður, og mega bæði kennarar og
nemendurvel una.
Guðbergur sýnir 23 málverk
(ég held Aeryl) á þessari sýningu,
og liklegast man ég eftir að hafa
séð tvö þeirra áður á Haustsýn-
ingu FÍM. Hann hefur nokkuð
sérstæðan stíl, sem byggir á letri
og formi einstakra stafa. Litur
hans er hreinn og á stundum því
nokkur hrár, en heildarsvipur á
þessari sýningu er bæði í góðu
samræmi og persónulegur. Þau
verk, sem sýnd eru, hafa verið vel
valin saman, en ef til vill hefði
mátt vera meiri fjölbreytni í
stærð þessara verka, en þau eru
öll af afar lfkri stærð, ef ekki flest
af sömu stærð. Þetta gerir upp-
hengingu sýningarinnar nokkuð
einhæfa, en innihald þessara
verka er fjölskrúðugra. Það hefur
ætfð strítt mínum taugum ofurlít-
ið, þegar okkar menn þurfa endi-
lega að nota enska tungu til að
koma pop-hugmyndum sínum á
framfæri, hvort heldur er f text-
um dægurlega eða með skrifuðum
texta í myndflöt. Við eigum ágætt
mál og notum mikið til sömu stafi
og þeir ensku. Þetta er leiðinlegt
fyrirbæri, en gerir myndlistar-
Myndllst
eftir VALTÝR
PÉTURSSON
verk hvorki verri né betri. Það er
mín einkaskoðun, að slíkar kúnst-
ir séu óþarfar, og mér finnst betra
að sletta útlendum orðum í skrif-
uðu máli, þegar ekki finnst i
okkar eigin þau orð, sem ná hug-
taki fyllilega. Samt er það leiðin-
legt og stundum spjátrungslegt að
þurfa að grípa til slíkra ráða.
Þessi sýning Guðbergs Auðuns-
sonar kom mér nokkuð á óvart.
Ég vissi ekki, að hann réði yfir
slíkri tækni og hefði eins næmt
auga og þessi verk sýna. Þarna
kemur hann fram með ýmislegt
merkilegt, sem hann virðist hafa
þróað með sér á sérstæðan hátt.
Þetta er raunar í annað sinn á
skömmum tíma sem auglýsinga-
maður kemur á óvart í myndlist.
Hinn var Torfi Jónsson með
vatnsliti sína á Loftinu fyrir ekki
löngu. Það er skemmtilegur og
ferskur andi á þessari sýningu
Guðbergs, og hún hefur sérkenni-
legt útlit, sem fyrst og fremst er
að þakka rökréttum vinnubrögð-
um, sem beitt er af fimi og skiln-
ingi. Ef til vill mun sumum finn-
ast þessi verk nokkuð um of abs-
trökt í eðli sfnu. En um það
verður hver og einn að dæma
eftir eigin höfði. Hitt er vísast, að
Guðbergur Auðunsson við eitt verka sinna.
Guðbergi verður gefin meiri eftir-
tekt á komandi timum en áður.
Þar með er miklum árangri náð
með þessari sýningu Guðbergs að
mínum dómi.
Það er alltaf erfitt að koma
fram í fyrsta sinn með sýningu
fyrir myndlistarmenn. Báðir þeir
ungu menn, sem skipt hafa
Vestursalnum á Kjarvalsstöðum
að þessu sinni, standa sig með
prýði og það á mjög mismunandi
hátt. Það er gott til þess að vita,
að líf er og átök i islenskri mynd-
list, en það sanna þessir ungu
menn með þessum tveim sýning-
um.
Nokkur verk á þessari sýningu
Guðbergs fóru sérlega vel í mig,
og nefni ég sem dæmi eftirfar-
andi: Nr. 8, 9, 13, 15, 21 og 22. Allt
eru þetta málverk af þeirri gerð,
er maður festir sér í minni, og að
mínu áliti eru þau þungamiðja
þessarar sýningar.
Ég óska Guðbergi Auðunssyni
til hamingju með þann árangur,
sem hann hefur þegar náð, en
hann má gjarnan hafa það hug-
fast, að með hverjum unnum sigri
vandast málið og meiri kröfur
myndast til manna, sem sýna, að
þeir vinna af alvöru og dugnaði.
Það er í hans valdi, hvernig stefn-
ir á komandi timum, og ég óska
honum góðs á þeirri braut, en
umferðin er mik.il og hættuleg.
Hliðargötur margar og leiða i
ýmsar áttir. Jafnvel höggstokkur
í nánd. Það er enginn dans á
rósum að koma sáman þokkalegu
málverki, hvað þá listaverki.
Að lokum vil ég, að sem flestir
sjái þessar sýningar að Kjarvals-
stöðum. Þær eiga það skilið og
mundu uppörva viðkomandi unga
menn, sem komið hafa sýningar-
flóðinu af stað á þvi ári, sem nú er
að ganga í garð. Það var ánægju-
legt að kynnast þessum verkum
Guðbergs Auðunssonar.
Valtýr Pétursson.