Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1978 Sjónarmið stjómarandstöðu: Gengisfellingin var stað- reynd en komast mátti hjá röskun kjarasamninga — sagði Gylfi Þ. Gíslason — Leiðin til lausnar efnahagsvandans er ný ríkisstjórn, er nýtur trausts launþega, sagði Lúðvík Jósepsson GEIR Hallgrímsson, forsætisráðhcrra, mælti í gær, í ncðri dcild Alþingis fyrir stjórnarfrumvarpi um ráðstaf- anir í cfnahagsmálum. Ræða hans cr birt í hcild á öðrum stað í hlaðinu í dag. Að lokinni ræðu forsætisráðhcrra skýrðu talsmcnn stjórnarandstöðuflokka sjónarmið sín. Er fundi var frcstað á 8. tímanum í gærkvcldi höfðu Gylfi Þ. Gíslason (A) og Lúðvík Jóscpsson (Abl) talað. Efnisatriði úr ræðum þcirra vcrða lauslcga rakin hcr á cftir sem sýnishorn af viðhorfum stjórnarandstöðunnar á þingi til framkomins frumvarps. Kvöldfundur var ráðgcrður f gærkvcldi. Sagt vcrður frá honum á þingsíðu IVIbl. cftir hclgina. Ennfremur frá framhaldsumræðum um frumvarp Gylfa Þ. Gíslasonar og Ellerts B. Schram þcss cfnis, að kjaradómur ákvarði laun þingmanna og kjör, umræðum um Blöndu virkjun o.fl., sem bíða verður rýmis f hlaðinu. Það þarf aðra ríkisstjórn Lúðvík .lóscpsson (Abl) sagði rikisstjórnina hafa hækkað er- lendan xjaldeyri um 14.9% í einu skrefi. Sú hækkun myndi leiða til stórfelldrar hækkunar á innflutt- um nauðsynjum. A sl. ári hefði innflutninj>ur þjóðarinnar numið 120 miiljörðum króna. Verðhækk- un slíks innflutnings næmi um 18 milljörðum vegna gengislækk- unarinnar einnar. Hækkunin væri þó meiri. Vörugjald. tollar og söluskattur legðust : hærra innflutningsverð. Hækkunin, greidd af almenníngi, þegar allt væri talið, næmi tugum milljarða króna. I.JÓ vék síðan að efnahagsfrum- varpinu, sem fæli í sér verulega breytingu á gildandi kjarasamn- ingum, þ.e. helmings skerðingu á umsömdum vísitölubótum laun- þega. Skerðingin væri að vísu nokkuð lægri á lægstu launum — en veruleg samt —. LJó sagði talsmenn stjórnarinn- ar halda því fram að kaupmáttur launa yrði svipaður 1978 og meðaltalskaupmáttur liðins árs. Þetta litur vel út, fljótt skoðað. Kaupmáttur launa í dag er hins Vegar verulega hærri en meðal- talskaupmáttur liðins árs. Launa- samningar vóru ekki gerðir f.vrr en á miðju ári 1977. Kaupmáttar- skerðingin hlýtur að miðast við kaupmátt launa í dag og raunai; umsaminn kaupmáttarauka á byrjuðu ári líka. Niðurstaðan er að kaupniáttarskerðingin er 10 til 12% miðað við kaup skv. ASÍ- samningum þessa dagana, al- mennt séð, en er nokkru minni á lægstu launin. Hliðarráðstafanir eru óveruleg- ar. Niðurgreiðslur eru auknar um 1300 m. kr., vörugjald lækkað úr 18 f 16% sem gefur 720 m. kr. Samtals er þetta um tveir millj- arðar, sem koma til vörulækkun- ar. 15% hækkun á erl. gjaldeyri þýðir hins vegar tugi milljarða króna hækkun vöruverðs, miðað við innflutta vöru. Dalurinn hef- ur hækkað um 156,7% í tíð núver- andi ríkisstjórnar. LJó vék að 3. gr. frv. um verð- bótavísitölu o.fl. Þar væri talað um hálfa skerðingu fram að ára- mótum. Þá ætti að taka áhrif óbeinna skatta út úr vísitölu- grundvellinum. Hér er um hótun í garð launþega að ræða. Hér er líka ákvörðun fram í timann, þeg- ar ríkisstjórnin er e.t.v. búin að missa umboð sitt til slíkrar ákvarðanatöku. Eða er þetta yfir- lýsing stjórnarflokkanna um það, að þeir muni halda áfram stjórn- arsamstarfi eftir kosningar, hvern veg sem þær fara? Það væri eftirtektarverð ábending til kjósenda. LJó sagði ríkisstjórnina hafa haft meiri og minni afskipti af gerð samninga á almennum vinnumarkaði í júní 1977. Hún hefði að auki samið sjálf við BSRB fyrir u.þ.b. 3 mánuðum. Þessum samningum ætti að rifta nú. Þetta væri siðlaus framkoma. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Launþegasamtökin eru nú laus frá hefðbundnum reglum í þessu efni. LJó sagði ríkisstjórnina hafa fengið 4 valkosti frá sérfræðing- um Verðbólgunefndar. Hún hefði í raun enga leiðina valið. Krafsað sína ögnina úr hverri svo úr hafi orðið óskapnaður. Talað væri um 5. valkostinn en frá honum vikið í ríkum mæli. Dæmi: vörugjald átti að lækka um helming, úr 18 í 9%. Það lækkar aðeins í 16%. Niður- greiðslur áttu að vera 1900 m. kr. en eru aðeins 1300 m. kr. LJó vék síðan að orsökum verð- bólgu. Hvers vegna er hér slík umframverðbólga samanborið við nágranna- og viðskiptalönd. Or- sökin er, sagði hann, efnahags- stefna ríkisstjórnarinnar, m.a. gengislækkanir og gengissig. Hann sagði innflutta verðbólgu (í verðlagi innfl. vöru) hafa verið 7% en 33% innanlands á liðnu ári. Stjórnarstefnan hefði og auk- ið á verðbólguvandamí með skuldasöfnun, bæði erlendis og við Seðlabankann, sem og með óarðbærum framkvæmdum, s.s. Kröflu og uppi á Grundartanga. Þar væru milljarðatugir settir í fjárfestingu sem gæfi engan arð enn, Grundartangaverksrhiðjan máske tapið eitt í framtíðinni. LJó sagði sparifjáreign þjóðar- innar í innlánsstofnunum vera u.þ.b. 76 milljarða. Siðasta gengis- felling hefði lækkað kaupmátt þessa sparifjár um 13% gagnvart innfluttum vörum, eða um 10 milljarða, með einu pennastriki. Móti kæmi að visu nokkur hækk- un innlánsvaxta. En hún jafnaði ekki metin. LJó sagði leiðina út úr efna- hagsvandanum þá að við tæki ný ríkisstjórn, er nyti trausts aðila vinnumarkaðarins. Öðru visi yrði aldréi ráðið við vanda verðbólgu og efnahagslífs þjóðarinnar. Brcgða þarf á bctri ráð Gylfi Þ. Gíslason (A) sagði úr- ræði rikisstjórnarinnar felast í gengislækkun og skerðingu á verðbótum launþega í landinu. Lúðvfk Jósepsson G.vlfi Þ. Gfslason Gengisfellingin var orðin stað- reynd, sagði GÞG, í stefnu og störfum stjórnarinnar. En var hægt að komast hjá skerðingu kjarasamninga, spurði hann. Hann svaraði þvi játandi og vísaði til tillagna ftr. stjórnarandstöðu, BSRB og ASÍ í Verðbólgunefnd- inni. Stjórnarandstaða hefði of oft gagnrýnt leiðir, án þess að benda á nýjar. Nú væri það hins vegar gert á marktækan hátt. GÞG sagði rikisstjórnina hafa átt um 5 leiðir að velja, er sér- fræðingar hefðu fram sett. Hin fyrsta hefði verið að láta skeika að sköpuðu, gera ekki neitt. Hana hefði enginn viljað fara. Hin önn- ur var leið samdráttar og niður- færslu. Hún gerði ráð fyrir 10% gengislækkun. Helmingslækkun vörugjalds, 1000 m.kr. aukningu niðurgreiðslna, hækkun útsvara um 1900 m.kr. en lækkun á tekju- póstum sveitarfélaga hjá jöfnun- arsjóði um sömu upphæð, skyldu- sparnað eða skatt á fyrirtæki að fjárhæð 600 m.kr. Með þessu móti hefði efnahagsdæmið gengið upp. Þriðja leiðin hefði verið kaup- stöðvunarleið. Allar kauphækk- anir á árinu hefðu fallið niður. Gengið verið fellt um 8%. Á móti hefði komið aukning niður- greiðslna o.fl. Enginn hefði viljað feta þá leið í Verðbólgunefndinni. Fjórða leiðin var gengislækkun- arleið, sagði GÞG. Lækka skyldi gengið um 20%, auka niður- greiðslur um 1900 m.kr., lækka útgjöld rikissjóðs um 1000 m.kr., hækka lifeyrisbætur og tekju- tryggingu o.s.frv. Enginn hefði fýst þá leið að fara. Fimmta leiðin hefði verið nefnd málamiðlunar- leið. Þar hefði verið mælt með 15% gengislækkun frá áramót- um, eða 13% nú. Skerða skyldi visitölubætur launa um helming út árið. Lækka vörugjald um helming (3400 m.kr.), lækka ríkisútgjöld, rekstur og fram- kvæmdir, um 2000 m.kr. Á móti skyidi auka tryggingabætur, barnabætur o.fl. Meirihluti Verð- bólgunefndar, eða ftr. stjórnarfl. og embættismenn, hefðu mælt með þeirri leið. GÞG sagðist ekki hafa getað fallizt á þessa 5. leið. Ég stóð því að sameiginlegum tillögum ftr. launþcga og stjórnarandstöðu. Ég gerði og þá bókun, að ef ríkis- stjórnin gæti ekki fallist á þá leið, sem í tillögunni felst, þá yrði far- in samdráttar- og niðurfærsluleið sú, sem var einn af valkostum sérfræðinganna og ég nefndi hér áðan, lítið eitt breytt. Sú leið sam- ræmist óbreyttum kjarasamning- um, sem var stórt atriði í minum augum. Sú leið fól í sér 10% geng- islækkun og verulegan samdrátt í útgjöldum ríkissjóðs, bæði rekstri og framkvæmdum, sem er mjög nauðsynlegt við núverandi að- stæður. GÞG sagði síðan: Fulltrúar rík- isstjórnarinnar og sérfræðingar, sem sæti áttu í Verðbólgunefnd, mæltu með 5. valkostinum, þ.á m. helmingsskerðingu verðbóta- ákvæða kjarasamninga. Sama daginn og þau meðmæli komu, breytti ríkisstjórnin áformum sin- um. 1 stað helmingsskerðingar visitölubóta skyldi taka áhrif óbeinna skatta út úr vísitölu- grundvellinum. Um þetta ku hafa verið deilt i stjórninni. í þessari breytingu felst ósvífni í garð launþega. Þessi ósvífni mun fram sett að kröfu framsóknarráðherr- anna, sagði GÞG. Eftir viðræðu- fund með fulltrúum ASl breytir ríkisstjórnin enn til. Nú skulu ákv. um helmingsskerðingu verð- bóta launa gilda til áramóta. Þá hverfi áhrif óbeinna skatta úr visitölugrundvelli. Þessi hug- mynd er gamalkunn. Hún er m.a. framkvæmd i Danmörku. En Þá eru jafnframt felld niður áhrif niðurgreiðslna. Rikisstjórnin gæti nú hækkað vörugjald án þess að það hefói áhrif á kaupgjaldsvisi- tölu, nýtt tekjur hækkunarinnar til að greiða niður vöruverð, sem enn lækkaði vísitölu og þar með kaupgjald. Þetta er bragð, sem hægt er að leika, sagði GÞG. Að lokum las GÞG samþykkt miðstjórnar ASÍ, þar sem um- ræddum efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar er harðlega mótmælt. Til Ástralíu á vegum Rotary EINS og menn rekur eflaust minni til komu hingað í fyrra- sumar sex Astralíubúar og dvöldu hér um nokkurt skeið á vegum Rotary-umdæmisins í Ástralíu. Nú hyggst fslenska Rotaryum- dæmið cndurgjaida þá heimsókn og í morgun fóru sex lslendingar áleiðis til Ástralíu þar sem þeir munu dvelja í sex vikur. Íslendingarnir sem fóru þessa ferð heita Öskar Þór Sigurbjörns- son, sem er fararstjóri og fulltrúi umdæmisstjóra Rotaryklúbbsins á íslandi, Jón Sigurðsson, Baldur Þór Jóns- son, Svavar Stefánsson og Sveinn Hannesson. Aðeins Öskar er Rot- ary-félagi, en hinir fara allir í nafni Klúbba víðs vegar að af Iandinu. Ferðin er farin á vegum Rotary- sjóðsins (Rotary-foundation) og borgar sjóðurinn ferðirnar fram og til baka. Styrkþegarnir sjá sér sjálfir fyrir dagpeningum, en þeim er séð fyrir húsnæði og fæði hjá fjölskyldum í New South Wal- es, þar sem þeir munu dvelja meðan á heimsókn þeirra stend- ur. Þau skilyrði eru fyrir styrk- veitingunni að viðkopiandL sé -fisvitil úó lii ovi ntEp rnobnutz os pc ungur maður að aldrinum 25 til 35 ára, og má hann alls ekki vera Rotary-félagi, né vera tengdur eða skyldur öðrum félögum á nokkurn hátt. Þetta mun vera í annað sinn sem íslendingar fara á vegum Rotary-sjóðsins til útlanda, 1968 fóru nokkrir Islendingar til Ohio- fylkis í Bandaríkjunum. Astæðan fyrir því að ekki héfur verið farið nema í tvö skipti, er sú að nokkur peningaskortur hefur háð starfi Rotary-klúbbs Islands, en einnig að þessú máli hefur ekki verið sinnt nægilega, þó áhugi sé næg- ur. nií)2 .iimínnftíTn6Ch9p6Un\ni>*iy;* Ásíralíufararnir frá vinstri Jón Sigurðsson, Bjarni Þór Jónsson, Svav- ar Stefánsson, Óskar Þór Snæbjörnsson, Baldur Snær Ólafsson og Sjí'JW1 iufiiuqi:6A enibnym 6iv nnari auel ií'tít qo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.