Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978 33 Reykjaylkurskákmótið: Miles efstur og teflir við Friðrik í dag BERZKI stórmeistarinn Antony Miles tók forystuna á Reykjavík- ur skákmótinu í gærkvöldi er hann sigraði Sovétmanninn Kuzmin. Helztu keppinautar Miles, þeir Bent Larsen, Dan- mörku, og Walter Browne, Banda- ríkjunum, eiga báðir biðskákir frá 6. umferðinni í gærkvöldi. L:rsen er líklega með unna skák gegn Tékkanum Hort en Browne á jafnteflislega biðskák gegn Helga Ölafssyni. Skák Miles og Kuzmins varð 59 leikir. Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau, að Polugaevsky, Sovét- ríkjunum, vann Margeir Péturs- son í 29 leikjum, Friðrik Ölarsson og Jón L. Arnason gerðu jafntefli í 32 leikjum, Guðmundur Sigur- jónsson og Smejkal, Tékkó- slóvakíu, gerðu jafntefli í 35 leikjum, og Lombardy, Banda- ríkjunum, og Ögaard, Noregi gerðu jafntefli í 35 leikjum. Staðan er sú eftir 6 umferðir, að Miles er efstur með 5 vinninga, Larsen og Browne hafa 4 vinninga og biðskák, Friðrik hefur 4 vinninga, Hort 3V6 vinning og biðskák, Polugaevsky 3 V4 vinning, Guðmundur og Ögaard 2'A vinning, Jón og Smej- kal 2 vinninga, Helgi l'A vinning og biðskák og Margeir l'A vinning. LÉK22 LEIKI A 5 MlNÚTUM! Þeir Polugaevsky og Margeir urðu fyrstir til að Ijúka skák sinni í gærkvöldi. Margeir stóð lengst af höllum fæti og eftir mikil upp- skipti stóð hann uppi með riddara minna en andstæðingurinn og gaf þá taflið. I skák Smejkals og Guðmundar vakti það mikla athygli, að Smejkal lék 22 fyrstu leikina á 5 mínútum. Hins vegar lék hann næstu leiki mjög hægt og þrítugasta leikmanninum lék hann nokkrum sekúndum fyrir 90 mínútna markið. Smejkal er annálaður tímahraksmaður og honum gengur illa að sætta sig við nýja fyrirkomulagið á Reykja- vikurmótinu, þar sem keppendur þurfa að leika mun hraðar en á venjulegum skákmótum. „Þetta er eina leiðin til þess að sleppa í gegnum þetta nýja kerfi, nefni- lega að fara í gegnum teóríuna á spretthlaupi," sagði Smejkal eftir skákina. Þeir Guðmundur hafa þrisvar teflt saman, fyrstu skák- ina vann Guðmundur, Smejkal þá næstu en sú i gærkvöldi varð jafn- tefli. FYRSTA SKAK FRIÐRIKS OG JÓNS L. Þótt undarlegt megi virðast tefldu þeir í fyrsta skipti saman i gærkvöldi Friðrik Ölafsson stór- meistari og Jón L. Arnason, heimsmeistari unglinga. Þeir - Norska krónan Framhald af bls. 1 Jónas taldi að áhrifa gengisfell- ingarinnar kæmi til með að gæta i óverulegum mæli hérlendis, en gæti hins vegar haft afdrifaríkari verkanir á Svía og Finna. Hann sagði að ráðstöfunin kæmi sér mjög í opna skjöldu þar eð Norð- menn hefðu verið nefndir í hópi þeirra þjóða er hefðu jafnan haft góða stjórn á sínum málum. Bæri þó að hafa í huga að frekar hefur sigið á ógæfuhlið Norðmanna bæði varðandi skipaiðnaðinn og aðrar samkeppnisgreinar. - Svartur blettur Framhald af bls. 1 Ogor Lobanov, blaðafulltrúi so- vézka sendiráðsins í Ottawa, bar því hins vegar við að njósnaákær- urnar væru hlægilegar. Kom fram hjá honum að sovézkum embætt- ismönnum hefði ekki verið látið í té neins konar sannanir til stuðn- ings ásökununum. Annar blaða- fulltrúi, Viktor Mikheev, sagði að öll sendiráð viðuðu að sér upplýs- ingum og væru njósnir því afstætt tefldu hægt til að byrja með og lentu báðir í miklu tímahraki. Friðrik var kominn með vinnings- stöðu en í tímahrakinu lék hann Skák af sér og kapparnir sömdu jafn- tefli. Helgi Ölafsson tefldi með hvítu gegn Browne og fékk um tíma verri stöðu en hann tefldi fram- haldið mjög vel og að mati skák- fræðinga á hann a.m.k. jafntefli í biðstöðunni. Hún lítur svona út: Browne lék biðleik í 51. leik. Larsen og Hort lentu einnig i mjög miklu tímahraki fyrir 30 leikja markið. Larsen vann stöð- ugt á og þegar skákin fór í bið eftir 57 leiki virtist staða Larsens unnin. Biðstaðan er þessi: Svart (Hort) Hvítt (Larsen) FRIÐRIK MÆTIR MILESí DAG Sjöunda umferð Reykjavikur- skákmótsins verður tefld á Hótel Loftleiðum i dag klukkan 14. Þá tefla saman eftirtaldir menn (þeir, sem nefndir eru á undan hafa hvítt): Miles — Friðrik, Ögaard — L:rsen, Browne — Lombardy, Polugaevsky — Kuzmin, Jón L. Arnason — Helgi, Smejkal — Margeir, Hort — Guð- mundur. hugtak. Taldi hann orðið upplýs- ingasöfnun betur við hæfi. I opin- berri tilkynningu sovésku stjórn- arinnar, sem fréttastofan Tass birti, sagði að það væru kanadisk- ir baráttumenn gegn „detente" sem ábyrgð bæru á þessum at- burðum og sennilega væri kana- díska upplýsingaþjónustan viðrið- in þá einnig. Ekki var vitað, þegar síðast spurðist til hvaða aðgerða Sovétstjórnin hyggst grípa sem svar við brottrekstri þrettán- menninganna. — Sómalar Framhald af bls. 1 unna lífi fjölda Sómala legðu þeir niður vopn skilyrðislaust. Sómalíustjórn kvaðst i gær mundu tjalda öllu sem til er til að hefta framrás Eþíópíumanna, er hófst í síðustu viku. I viðtali, sem birtist í v-þýzku blaði í gær, kvaðst Barre Sómaliuforseti hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með linkind Bandarikjastjórnar gagnvart yfirgangi Sovétmanna i deilunni. - Israelsleiðtogar Framhald af bls. 1 Israelsmanna í Sinai skiptu öllu máli fyrir Sadat Ehyptalandsfor- seta. „Hið raunverulega vanda- mál Sadats er að hann getur ekki samið um sérfrið. Hann verður að hafa Hussein Jórdaníukonung með í ráðum,“ sagði hann. Einnig var haft eftir Dayan að hann hefði verið mjög ánægður með friðarviðræðurnar allt fram að þeim tíma að Sadat ákvað upp á sitt eigið eindæmi að slita þeim. Hann áleit liklegustu skýringuna vera þá að Sadat gat ekki snúið hinum Arabaþjóðunum til fylgis við stefnu sina. Að sögn málsvara Gyðinga í Bandaríkjunum er i ráði að Carter eigi í næstu viku viðræður við Dayan. Samkvæmt frásögn ísraelska blaðsins „Jeru- salem Post“ eru sömu heimildir bornar fyrir þvi að Carter hafi hug á að eiga sameiginlegan fund með Begin og Sadat í Washington. A þessu hefur þó ekki fengizt staðfesting. A fyrirhugaðri dagskrá Sadats á morgun í ferð hans um Evrópu hafði verið ákveðið að hann ætti aðeins viðræður við Bruno Kreisky í Vínarborg áður en hann héldi til Rúmeníu. Það mun hins vegar hafa verið kanslaripn sjálf- ur sem stakk upp á því við Sadat að hann hitti einnig Shimon Peres, og kynntist viðhorfum ísra- elsku stjórnarandstöðunnar til ágreiningsmála þjóðanna. Skýrði Kreisky svo frá að það, sem gert hefði fund Sadats og Peresar mögulegan, væri að svo hefði vilj- að til að báðir voru á sama svæði í V-Þýzkalandi samtimis. Sótti Per- es alþjóðlegan fund jafnaðar- manna í Hamborg. Israelski forsætisráðherrann, Begin, neitaði að svara spurn- ingum fréttamanna við komu sína til Jerúsalem frá Sviss i dag, en las stutta yfirlýsingu áður en hann steig upp í bíl sinn og hélt á brott. Þar sagði hann að í för sinni til Sviss hefði hann önglað saman allt að 10 milljónum doll- ara til að hjálpa ísraelskum fjöl- skyldum í nauð. Einnig kvaðst hann bjartsýnn um að samninga-. viðræður hæfust aftur bæði í her- málanefndinni og þeirri pólitísku. Hann kvaðst þó ekki vilja tjá sig meira um málið fyrr en hann hefði rætt við bandaríska sendi- herrann, Samuel Lewis, á morg- un. 1 beinskeyttari yfirlýsingu en heyrzt hefur um langt skeið frá bandarískum yfirvöldum varð- andi stefnu Israelsmanna sagði Vance, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að bústaðir Israels- manna í Sinai væru í andstöðu við alþjóðalög og ættu þeir þar af leiðandi ekki rétt á sér. Lét Vance í fyrsta skipti á sér skilja að þetta mál væri engu síður þrándur í götu friðar en Palestínuvanda- málið. — Alþýðuflokk- urinn . . . Framhald af bls. 44. þeir yrðu gerðir bókhaldsskyldir og gerðu almenningi grein fyrir fjárreiðum sínum, en ég tel mikla nauðsyn bera til að flokkarnir geri opinbera grein fyrir sínum fjármálum. Við höfum tekið það upp í Alþýðuflokknum ein og m.a. kom fram þegar okkur bauðst að- stoð erlendis frá til þess að leysa fjárhagsleg vandamál sem voru okkur ákaflega erfið, en þessi að- stoð bauðst frá Alþýðuflokknum á Norðurlöndum og verkalýðssam- böndum. Um þetta frumvarp hef ég ekkert að segja. Það er þingnefnd að vinna frumvarp um skyldur og réttindi stjórnmáiaflokka og ég tel eðlilegt að taka öll slík mál til úrvinnslu í heild. Það leynir sér ekki að þetta frumvarp er ekki sett fram af siðferðiskennd, heldur til þess að koma pólitísku höggi á okkur Alþýðuflokksmenn. Ég óttast það ekki, því ég hef ekki leynt þjóðina neinu i þessum efnum, en það munu aðrir stjórnmálaflokkar ekki hafa gert um fjárreiður sínar. Það má nefna sem dæmi að þjóðin fær engar upplýsingar um það hvernig Alþýðubandalagið hefur staðið undir 40 millj. kr. halla á s.l. tveimur árum og byggt á sama tíma glæsilegt blaðhús fyr- ir tugi milljóna króna.“ Mbl. spurði Benedikt hvað hann ,hefði um það að segja að einn af flutningsmönnum frum- varpsins væri þingmaður Alþýðu- flokksins. Hann kvaðst ekkert hafa um það að segja. Þá spurði blaðið Benedikt um þá styrki sem um væri að ræða erlendis frá. „Það er um að ræða styrk varðandi flokkinn sjálfan og hef- ur sá styrkur verið veittur um eins árs skeið og peningarnir lagðir inn á reikning í Lands- bankanum." Aðspurður um upp- hæðina kvaðst Benedikt ekki hafa töluna á reiðum höndum. „Erlendir styrkir til Alþýðu- blaðsins komu hins vegar til tals nýlega," sagði Benedikt, „og það er von á þeim innan skamms, en ekki er ljóst um upphæðir ennþá. Þó hefur verið rætt um að styrkurinn verði í formi fyrir- greiðslu i sambandi við pappirs- kaup, en þetta er þó ekki ljóst ennþá, enda kostnaður við blaða- útgáfu fjölþættur og mikill." — Miðar að tekjujöfnuði Framhald af bls. 44. Framkvæmd ákvæða 2. greinar verður ýmsum erfiðleikum háð, þar sem lágmarksbætur tengj- ast ekki ákveðnum kauptöxtum heldur ráðast einnig af yfir- vinnu- og álagsgreiðslum. Um framkvæmd þessa ákvæðis þarf að setja reglugerð." Þá eru i frumvarpinu tillögur um ráðstafanir til þess að milda áhrif helmingunar verðbóta á kaupmátt og lifskjör almenn- ings og lækka verðlag með nokkurri lækkun skatta og aukningu niðurgreiðslna. Barnabætur eru hækkaðar um 5%, en það léttir skattbyrði barnmargra fjölskyldna og gert er ráð fyrir lækkun sérstaks vörugjalds úr 18% í 16%. Þá er gert ráð fyrir að bætur al- mannatrygginga hækki með launum, og á sömu dögum, og auk þess er gert ráð fyrir sér- stakri hækkun tekjutryggingar og heimilisuppbótar umfram launahækkun hinn 1. marz næstkomandi. Loks hyggst ríkisstjórnin auka niður- greiðslu landbúnaðarvöruverðs um 1.300 milljónir króna, en það jafngildir 1% í kaupmætti ráðstöfunartekna. Kaupmáttaráhrif þeirra ráð- stafana, sem hér hafa verið nefndar, jafngilda, þegar allt er talið saman, tæplega l'A% aukningu kaupmáttar ráðstöf- unartekna frá því sem ella hefði orðið. Með þessu gæti kaupmattur ráðstöfunartekna a mann árið 1978 orðið nálægt þvi sá sami og á árinu 1977, en þá var hann u.þ.b. jafn mikill og hann hefur mestur orðið áð- ur, á árinu 1974. Hér er að vísu um að ræða nokkra kaupmátt- arfórn frá því, sem að var stefnt með kjarasamningunum en sá kaupmáttur var sýnd veiði en ekki gefin — eins og Geir Hallgrímsson komst að orði í ræðu sinni. Hins vegar kvað hann nú von til þess að takast mætti að treysta þann kaupmátt, sem náðist á síðasta ári. Vegna reglna um skerðingu verðbótaákvæða, sem getið var hér að framan má bæta því við, að um eins konar verndunar- ákvæði láglauna er að ræða. Ætti því nú að takast að trýggja þessi ákvæði, en í síðastliðnum kjarasamningum, 1974 til 1977, hefur hin opinbera stefna verkalýðshreyfingarinnar verið að gera láglaunasamninga, en klókir samningamenn hafa jafnan komizt undan þeirri stefnu, og tryggt hátekjumönn- um í launþegasamtökunum meir hækkanir en lágtekju- fólki. — Enn barizt Framhald af bls. 1 Beirut. A hinn bóginn var hvorki um jafn víðtæk né alvarleg átök að ræða og blossað hafa upp á þremur siðastliðnum dögum, en eftir þau átök liggja um 150 í vainum. Eftir að húma tók komst kyrrð á og skiptust sýrlenskir og líbanskir herforingjar úr röðum kristinna á orðsendingum þess efnis að semja frið. Fór leiðtogi kristinna, Camille Chamoun, fögr- um orðum um frumkvæði Sýr- landsforseta, Hafez Assad, er kom því til leiðar að borgarastríðið var ráðið til lykta fyrir 15 mánuðum. I þeim átökum sem alvarlegust hafa orðið nýlega beindu Sýr- lendingar skothrið að þéttbýlum svæðum í Ein Rummaneh og Ashrafiyeh nærri höfuðborginni miðri. Svöruðu hersveitir Chamouns með vélbyssuskothríð, en notuðu hvorki þungavopn né eldflaugar. Leiðtogi þjóðfrelsishreyfingar kristinna, Raymond Edde, sem nú er búsettur í París, gagnrýndi Sýrlendinga harðlega í dag og sagði að átökin gætu orðið til þess að ísraelsmenn færu að láta til sín taka að nýju í S-Libanon. — Lágmarksverðbætur Framhald af bls. 25. nefnd stjórnvalda og hagsmunasamtaka, sem fjalli um þessa stefnumótun. Allar þessar ábendingar nefndarinnar tel ég mikillar athygli verðar, en í skýrslunni segir með leyfi hæstvirts forseta: „Reynsla undanfarinna ára og áratuga sýnir glöggt þörfina fyrir samræmda efnahagsstefnu, sem ekki styðst aðeins við þingfylgi rikisstjórna, en nýtur einnig viðurkenningar og skilningshagsmunasamtaka almenn- ings. Meginforsenda fyrir árangursríkri hagstjórn, þar sem komist sé nálægt viðunandi niðurstöðu að því er varðar helstu markmið efnahagsstefnu — að verðlags- þróuninni meðtalinni — er eins konar málamiðlun milli þeirra, sem taka mikilvægustu ákvarðanir í efna- hagsmálum þjóðarinnar af hálfu stjórnvalda annars vegar og aðila vinnumarkaðarins hins vegar.“ Eg tel nauðsynlegt að stofnað verði til skipulegs samráðs af því tagi, sem þarna er gert ráð fyrir, i kjölfar þeirra ráðstafana, sem nú hafa verið gerðar til þess að stuðla að þjóðhagslegu jafnvægi og draga úr verðbólgu í bráð. Fyrsta verkið ætti að vera að vinna úr ábending- um Verðbólgunefndar um umbætur í stjórn efnahags- mála, á þeim sex sviðum, sem ég taldi upp áðan. Það er þjóðarnauðsyn, að allir áhrifaaðilar í efnahagsmálum, bæði ríkisvaldið og hagsmunasamtökin, reyni að nálgast sameiginlegt mat á framleiðslugetu þjóðarbúsins, sjálf- um grundvellinum fyrir varanlegum kjarabótum, til viðmiðunar við gerð næstu fjárlaga, lánsfjáráætlunar og kjarasamninga. Á þessu ári hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir nokkr- um samdrætti í opinberum framkvæmdum í heild, en slík stefna skilar ekki árangri nema henni sé franlfylgt á öllum sviðum efnahagslífsins og samfellt yfir alllang- an tima. Að þvi verður að stefna á næstu árum, að ná enn betri tökum á heildareftirspurninni í landinu til að tryggja jafnar framfarir og sem hægastar verðbreyting- ar. Jafnan skyldu menn þó gæta þess, að hversu góðar aðferðir, sem fundnar verða til þess að stjórna þjóðar- búskapnum, og hversu hyggilega sem þeim væri beitt, verður ekki úr verðbólgunni dregið til lengdar nema með miklu aðhaldi í útlánum og rikisfjármálum, það hefur verið okkar veikleiki, að vilja gera of margt i senn. Þjóðin er orðin þreytt á yfirboðum og sprengihækk- unum í útgjöldum, útlánum og launum, sem ekki skila raunverulegum árangri. Nú þurfum við að bregða á betri ráð. Vandi verðbólgunnar verður aldrei farsæl- lega leystur nema með sameiginlegu átaki áhrifaaðil- anna í efnahagsmálum og reyndar þjóðarinnar allrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.