Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978 uinHORr Umsjón: ANDERS HANSEN og TRYGGVI GUNNARSSON. Vésteinn Lúðviksson. STALÍN ER EKKI HÉR leikrit. Hafnar fjarðarprent h.f. prentaði. Ið- unn. Reykjavik 1977. Vésteinn Lúðvíksson er ungur og efnilegur rithöfundur, fæddur 24 október 1944 Hann lauk stúdentsprófi 1964 og dvaldist í Danmörku skamma hríð en siðan í Svíþjóð uns hann fluttist heim 1972. Bækur sem þegar hafa komið út eftir Véstein eru Átta raddir úr pípulögn, Gunnar og Kjartan I — II og síðast 1975 skáldsagan Eftirþankar Jóhönnu en hún hefur verið þýdd á erlend tungumál Leikritið „Stalín er ekki hér” er sannkallað ádeiluleikrit Þar flétt- ar höfundur saman í eitt fjöl- skyldumál, ástir og stjórnmál þannig að orsakasamhengi leik ritsins mótast af þessum þrem þáttum Þeir verða ekki aðskildir þegar ádeilan er vegin og metin Leikritið er ekki pólitískt áróðurs- tæki Vésteins heldur eru ákveðn ar persónur látnar glíma við vanda samtimans Að vísu verð ur greint stjórnmálaviðhorf Vé- steins í aðalatriðum en engin afstaða er tekin til fjölda ágreiningsefna Því verður les- andinn að ráða fram úr Per- sónur koma fram eins og þær eru klæddar og í leikritinu á lesandinn í mörgum tilvikum kost á að finna sjálfan sig, finna erfiðleika sem hann hefur orðið eða verður nú að glíma við Leikritið er svo nátengt þeim málum og atburðum sem við þekkjum svo vel úr daglegu lífi Vandamálin eru einnig oft hin sömu frá degi til dags og ári til árs Áður en lengra er haldið er rétt að greina aðeins frá sögusviði leikritsins, hvernig ástandið var á „farsælda fróni” árið 1957, árið eftit^uppreisnina í Ungverjalandi Talsv/ert var umliðið síðan at- burðirnir 30 mars 1949 áttu sér stað Þó kunna þeir að vera mönnum sem stóðu í eldlínunniá þeirri tíð, eins og Þórði, aðalper- sónu leikritsins, ofarlega « minm Vinstri stjórnin fyrri, með Her- manna Jónasson í forsæti, hafði þá setið að völdum í rúmt ár við litinn orðstír En « þeirri stjórn áttu sæti Framsóknarflokkur, Al þýðuflokkur og Sameingingar flokkur alþýðu- sósíalistaflokkurinn sem setti traust sitt á fjöldamorðingjann Stalín og kallaði uppreisnina i Ungverjalandi fasistauppþot Ár- ið 1957 fóru að birtast leyniræð- ur um Stalín og það fór að renna upp fyrir mönnum Ijós Stalin var glæpahundur sem lét áreið- anlega drepa fleira fólk en okkur annar harðstjóri í veröldinni fyrr og síðar Á þessum timum var með öðrum orðum kominn efa- blær á „sannleikann úr Austri' Leiksviðið er venjulegt alþýðu- heimili á þessum árum og at- burðir og vandamál líðandi stundar eru látin bergmála innan fjölskyldunnar Kjarnafjölskyldan er það sem allt snýst um, hún er miðdepill umræðna, deilna, ásta og stjórnmála í þessum ritdómi er ætlunin að fara nokkrum orðum um per- sónur leikritsins, pólitísk viðhorf þeirra og boðskap ádeilunnar en ég treysti mér ekki til að fjalla um leikritið út frá leikrænu og list- rænu sjónarmiði Það geta aðrir gert Persónur leikritsins eru sex Þórður Karlsson, verkamaður í Landssmiðjunni, virkur félagi í Sameiningarflokki alþýðu, treyst- ir á Kremlbónda og er húsbónd inn á heimilinu Munda, seinni kona Þórðar, hafði áður búið með drykkjuhrút en þegar hann dó brann ofan af he ni húsið, á þrjú uppkomin börn frá fyrra hjónabandi Svandís, dóttir Þórðar af fyrra hjónaandi, starf- rækir hárgreiðslustofu Svandísar og Gerðar Hulda, dóttir Þórðar af fyrra hjónabandi, rauðsokka og stjórnleysingi, hefur dvalist erlendis í þrjú ár en kemur svo heim sem breytt manneskja Kalli, sonur Þórðar af fyrra hjónabandi. gamansamur, lífgar upp heimilislífið að mati lesenda, en háð hans mætir skilningsleysi á heimilinu Stjáni, unnusti Svandísar og tilvonandi tengda sonur Þórðar, hafði misst for- eldra sína og býr því á heimili Þórðar, er frekar eigingjarn og leiðinlegur Söguþráður leikritsins er i stuttu máli þessi: Hulda kemur heim frá Kaupmannahöfn. Hún var áður en hún fór utan sannur sósíalisti að dómi Þórðar en þeg- ar hún kemur aftur hefur heims- mynd föður hennar hrunið í huga hennar og hún er orðin vinstrisinnuð með ívafi af stjórn- leysisstefnu Gamlar syndir flétt- ast inn í þetta Hulda hafði verið hrifin af Stjána en Svandís hafði tekið frá henni elskhugann og dró ekki fjöður yfir það Hulda hefur breyst meðan hún var úti og segist hafa fyrirgefíð allt Það gengur ekki allt að óskum í sam- lifi Svandisar og Stjana Hulda hefur vafalaust flutt með sér tískukenningar um kvenréttindi og hin o ákveðna og áráðsetta Svandís lætur hræra í sér Svan- dis á von á barni og allt i einu vill hún skilja við Stjána og gefa barnið Hún vill fyrst finna lífs- neistann í sjálfri sér áður en hún fer að ala upp barn Mitt líf og mína framtíð á ég sjálf, segir hún Stjáni tryllist þegar hann fréttir þetta en Þórður sem rétt- látur og skilningsríkur komm- únisti fellst á sjónarmið Svandís- ar En þegar hann fréttir að dóttir eins mesta pólitiska andstæð- ings hans, þó að víða væri leitað, á að fá barnið þá fellur honum allur ketill í eld Þórður neytir nú allra bragða til að koma i veg fyrir að fyrsta barnabarn hans lendi hjá „nasista” og „verkfalls- brjót" Það tókst fullkomlega en Þórður splundraði bara fjöl- skyldu sinni alveg jafnfullkom- lega fyrir bragðið Og hvort var svo betra? Svandís og Stjáni héldu saman en Hulda og Kalli yfirgefa „Stalin heimilisins” þótt Stalín sé ekki hér Hulda og Kalli höfðu ekki sömu stjórnmálaskoð- anir og Þórður, faðir þeirra, þess vegna voru þau hálfvegis gerð brottræk af heimilinu Annars má túlka söguþráðinn á marga vegu því að Vésteinn skilur eftir margar eyður sem lesandinn get- ur fyllt upp í eftir eigin andagift Leikritið Stalin er ekki hér er ádeila á íslenskt þjóðfélag, jafnt þjóðfélagið sem heild og hinar smærri einingar þess á árunum kringum 1957 En þessi ádeila gæti alveg eins átt við núna enda leikritið skrifað á 8 tug 20 aldar íslenskt þjóðfélag er áfram vestrænt lýðráeðisþjóðfélag eða „arðránsþjóðfélag" eins og Vé- steinn kýs að nefna það íslensk ir kommúnistar hafa lítið batnað þó að þeir hættu að trúa á Stalín Sameiningarflokkur alþýðu heitir nú Alþýðubandalag en á þeim vigstöðvum er nóg til af „slikum Þórðum” þó að þeir séu eins og úlfar í sauðagæru En eftir að ég hafði lesið leikritið furðaði mig mikið að Vésteinn skuli vera flokksbundinn Alþýðubandalags- maður Þeir sem fylgja Þjóðvilj- anum að málum telja að í Ráð- stjórnarríkjunum sé hin rétta framkvæmd sósíalismans, þó að þeir láti annað i veðri vaka í seinni tíð Það er deilt á margt í leikrit- inu Hart er deilt á efnishyggju Mundu, þ e sókn hennar eftir verandlegum gæðum, en inn í þetta fléttast skemmtileg gagn- rýá Þórð fyrir að láta mikinn hluta af launum sinum renna til flokksins og þeim grun er lætt inn að margir efnameiri menn í flokknum sleppi betur frá fjár- plógsstarfsemi hans En Þórður er fastur fyrir og segir að fyrr sé hann dauður en hann hætti að greiða skuld sína við málstaðinn. Þarna kemur i Ijós gagnrýni á þá sem ekki vilja skipta sér af stjórn- málum og hugsa einungis um að ná sem lengst í lífsgæðakapp- hlaupinu og eins þá sem fórna aleigunni fyrir málstaðinn en geta hvorki fætt sig né klætt Ávallt ve'rðum við að hafa hinn gullna meðalveg að leiðarljósi Ekki er farið lofsamlegum orð- um einkarekstur Svandísar á hár- greiðslustofunni Það er látið í það skína að allir, sem annist bókhald, „reyni að bjaiga sér" eða með öðrum orðurti svíkja undan skatti Inntakið er að eng- inn sem vinnur við milliliða- eða verslunarstörf geti verið heiðar Sigurbjörn Magnússon: Hnyttin ádeila legur en heiðarlegir menn séú aðeins verkamenn Þó að Vé- steinn hafi fastmótaðar pólitískar skoðanir þá tekst honum að dylja þær mjög oft fyrir lesendum og framsetningin er í einu orði sagt ágæt, t.e 2egar Svandís segir Þórði að þær geti ekki látið Þjóð- viljann liggja frammi á hár- greiðslustofunni vegna þess að það fæli viðskiptavinina frá. Þá segir Þórður Sem sé: sannfær- ingunni stungið undir stól til að þið getið haldið áfram að gums- ast « hárinu á íhaldskerlingum bæjarins. Ádeila á milliliðina er hörð, að þeir stingi sannfæring- unni undir stól aðeins til að græða peninga En sögnin að græða er víst bannorð í herbúð- um kommúnista Þegar Þórður gefur í skyn að Svandís sé ekki sannur sósíalisti þá kemur það glöggt í Ijós að samkvæmt leik- ritinu geta menn ekki verið sósíalistar og rekið fyrirtæki sem ef til vill græðir, svo voðalegt sem það nú er Hárgreiðslustofa er sennilega mjög auðvaldskennt fyrirbrigði að dómi kommúnista Eins er ætlast til að menn lifi í samræmi víð pólitískar skoðanir sínar en stingi ekki neinu undir stól Foreldrar og börn þeirra eru ekki eitt og hið sama og Þórður fær harða útreið fyrir að dæma félaga barna sinna eftir gjörðum og stjórnmálaskoðunum foreldra þeirra Þegar Stjáni ætlar í jakka- fötum til Geira, skólabróður síns, en pabbi hans er yfirlæknir, kall- ar Þórður það undirlægju- og skriðdýrshátt að fara uppdubb- sagt einhver ágætur íhaldsmaður úti í bæ en í augum Þórðar var hann „afturhaldsgersemi” og „dómadagslygari”, „nasisti” og „verkfallsbrjótur” Orðfæri Vé- steins er skemmtilegt og hnyttið Verra gat það nú varla verið að fyrsta barnabarn Þórðar væri gefið „dóttur þessa manns” Það kom ekki til greina Víst gat dótt- ir Valla sleggju verið á allan hátt afbragðskona þó að faðir hennar væri íhaldsmaður og gæfi sig að pólitík Vésteinn er örugglega andstæður því að afkvæmi sé dæmt eftir foreldri og um það er ég sammála honum. Enginn er maður með mönn- um ef hann hefur ekki komið til útlanda Þetta er oft viðkvæði manna á okkar tímum og þá er sama hvert er farið ef það er bara eitthvað út í hinn stóra og fram- andi heim. Það er ekki laust við að þessi árátta sé gerð svolítið hjákátleg í leikritinu Svandís: Heldurðu að það sé Ég er að verða 25 ára og ekki enn þá farin að komast til útlanda Munda: Ég er nú ekki enn þá farin að komast norður á Akureyri Kyn- slóðabilið segir til sín Munda er af gamla skólanum og gerir sér minna að góðu, lætur sér nægja það sem litið er að dómi Svan- dísar Svandís veit ekki hvað hún vill og lætur hræra í sér, þó má segja að leikritið í heild sé ekki ádeila á það heldur á hagi henn- ar Hún rekur hárgreiðslustofu og gerir Stjána kleift að fara menntaveginn En Stjáni kann greinilega ekki að meta fórnfúst starf Svandísar. Hann er ekkert nema hortugheitin og ekki bætir úr dekur Mundu við hann en af því leiðir að Stjáni fer að bera saman Svandísi og Mundu en við þann samanburð reynist Svandís ekki nógu mikill þræll, þ e. hún er ekki nógu dugleg að klóra honum á bakinu og stjana við hann á allan hátt Stjáni gleymir alveg hve hann stendur í mikilli þakkarskuld við Svandísi, hún veitir honum heimili og gerir honum kleift að stunda nám En þegar Svandís biður hann um smámuni eins og að lakka nátt- borðið sitt, þá dregur hann það á langinn og svo virðist sem hon- um sé ekki mjög annt um að gera það Margir gleðjast yfir litlu, segir máltækið og hefði hann aðeins gert þessa smámuni með glöðu geði þá hefði ýmis- legt getað farið öðruvísi. Hulda segir réttilega um Stjána að hann reynist þeim verst sem séu honum bestir Karl Þórðarson eða Kalli er tvímælalaust sú persóna sem gerir leikritið hvað skemmtileg- ast aflestrar og á að horfa Með hnyttni sinni á alvarlegum stund- um fjölskyldudeilna kemur Kalli lesandanum til að skella upp úr þegar hann hefur fengið nóg af fjölskylduerjum og rifrildi T d í einni hörðustu sennunni milli Stjána og Svandísar, Huldu og Þórðar segir Kalli: Maður þarf ekki að fara í bíó næsta mánuð- inn Villta vestrið er bara komið heim til manns En Kalli er langt frá því að vera heimskur eða óskynsamur, hnyttni hans mætir takmörkuð- um skilningi heima fyrir, auk þess sem háð hans er oft biturt Kalli gerir gys að því að fara eftir leiðastjörnum frá Moskvu eða Peking og þvi að allt eigi að fara í sama farið og þar Eins mót- mælir hann kenningu föður sins um skipulagða forystusveit sem á að teyma alþýðuna réttu leið- ina til sósíalismans en við það mundi alþýðan forheimskast, verða framtakslaus og ósjálf- bjarga En völd þessarar úrvals- sveitar mundu leiða af sér kúgun og ofbeldi Kalli er eini frjáls- hyggjumaðurinn í fjölskyldunni, a m k segir hann þegar Þórður segir honum að halda kjafti: Samkvæmt leikreglum hins lýð- ræðislega miðstjórnarvalds halda fíflin sig á mottunni Þó að menn vilji andæfa þá verða þeir nauðugir viljugir að láta undan síga og semja sig að fyrirskipuð- um skoðunum Nú kemur sá vandi til sögunn- ar að Svandís vill gefa barnið sitt, lifa sínu eigin lifi en ekki binda sig á klafa húss og heimil- is Hún vill berjast á móti þeirri skuldbindingu sem hún hefur tekist á hendur, skilja við Stjána og gefa barnið Hana langar til að fá meira út úr lífinu, ferðast og kynnast framandi fólki en ekki loka sig inni á heimili fyrir fullt og allt með öllum kvöðum þess og skyldum Leikritið fær okkur í þessu til- viki upp í hendurnar vanda sem alltaf er til í nútimasamfélagi, þ e. Er réttlætanlegt að gefa barn? Rökin sem færð eru fyrir Framhald á bls. 29 Frá sýningu Þjóðleikhússins á „Stalín er ekki hér“. aður til sonar yfirlæknis Þórði finnst að allir séu að viðra sig upp við þá sem hærra eru settir og Vésteinn túlkar þetta skemmtilega Stjáni: Hitt er ann- að mál að maður leikur sér ekki að því að fá fólk á móti sér að óþörfu Þórður: Það segja krat- arnir líka. Þórður ruglar ætíð saman afkvæmi og foreldri og einna gleggst kemur það fram þegar Svandís segist vilja gefa frumburð sinn Þórður er komm- únisti og á þess vegna að vera bæði réttlátur, umburðarlyndur og heiðarlegur Hann getur því ekki sagt annað en að Svandis fái að ráða þessu sjálf ef það sé einlægur vilji hennar En þegar hann fréttir hverjum á að gefa barnið snýst dæmið við —Dótt- ur þessa manns” Didda, barn- laus dóttir Valla sleggju, átti að fá barnið Valli sleggja var sjálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.