Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978
15
Herranótt sýnir
,^41bert á brúnni”
Norðurlandanna
Hafnarfjörður:
Malbikun gatna
verði boðin út
Fundur hjá undirneinci oi uannnar. r ra vinstri Magnús Erlingsson (verkfræðingurinn), Margrél Rún
Guðmundsdóttir (Guðnv), Þórhallur Eyþórsson (formaður) og Guðmundur Jóhannsson (Davfð).
„ALBERT á brúnni“ nefnist
leikrit það sem Herranótt
Menntaskólans í Reykjavik
færir upp á svið í ár. Leikritið
er eftir Bretann Tom Stoppard,
og var samið 1968. Leikendur
eru tólf, og fara þau Sveinn
Egilsson og Sigríður Erla
Gunnarsdóttir með aðalhlut-
verkin, Þórhallur Sigurðsson
leikari sér um leikstjórn og
sviðsmynd gerðu nemendur 5.
bekkjar í byggingarlist.
Leikurinn fjallar um ungan
mann Albert að nafni sem
leggur stund á heimspeki i há-
skóla. Albert fær sumar eitt þá
vinnu að mála brú ásamt þrem-
ur öðrum mönnum. Hann
verður mjög hugfanginn af
starfinu og þegar honum býðst
það sem framtíðarstarf þiggur
hann það með þökkum. Fjallar
leikritið um þau áhrif sem starf
hans hefur á hann og líf hans.
Segja má að öðrum þræði sé
„Albert á brúnni“ dæmisaga
um hvernig fer fyrir einstakl-
ingum þegar hann verður fyrir
þrýstingi, og hvernig hann
bregst við.
Höfundurinn Tom Stoppard
Sveinn Egilsson leikur Albert
brúarmálarann ötula.
er einn þekktast leikrita-
höfundur Bretlands í dag, en
þetta mun þó vera í fyrsta sinn
sem flutt er verk eftir hann hér
á landi. Hann sló í gegn með
leikriti sinu „Rosenkrantz and
Guildenstern are dead“, sem
hann samdi árið 1965, en það
var byggt á samnefndum per-
sónum úr Hamlet eftir
Shakespeare. Síðan hefur hann
sent reglulega frá sér leikrit,
það síðasta nú í sumar, „Every
good boy deserves a favour", en
það fjallar um líf andófsmanns
á sovézku geðveikrahæli. Flest
verk Stoppards eru útvarps-
leikrit, og hefur hann fengið
mikið lof fyrir þau serrt.og önn-
ur er hann hefur samið.
„Albert á brúnni" er samið
sem útvarpsleikrit og gefur það
flytjendunum þvi mjög frjálsar
hendur um sviðssetninguna.
Frumsýningin á Herranótt í
ár var í fyrrakvöld, en sýningar
á verkinu verða alls sjö þar af
þrjár fyrir almenning. Verða
þær sýningar 13., 14. og 15.
þessa mánaðar i Breiðholts-
skóla.
Póker sýndur í
s j ónv arpsstöðvum
POKER — sjónvarpsleikrit
Björns Bjarmans rithöfundar,
sem sjónvarpið frumsýndi fyrir
stuttu, mun verða tekið til sýn-
inga á öllum Norðurlöndunum.
Leikrit þetta var boðið fram af
hálfu fslenzka sjónvarpsins á
fundi fulltrúa leiklistardeilda
norrænu sjónvarpsstöðvanna, og
voru þar skoðuð leikrit sem stöðv-
arnar skiptast á næstu mánuði,
auk þess sem rædd var samvinna
stöðvanna. Leikstjóri Pókers er
Stefán Baldursson en upptöku
stjórnaði Taga Ammendrup og
aðalhlutverkið leikur Sigmundur
Örn Arngrímsson.
Meðal þess efnis sem á móti
kemur frá Norðurlöndum má
nefna tvö stutt leikrit frá norska
sjónvarpinu og fjallar annað
þeirra um viðhorf ungra foreldra,
Álit starfs-
háttanefndar
HÉRAÐSFUNDUR Kjalarnes-
prófastsdæmis fer fram í Görðum
á morgun, sunnudag. Hefst hann
með guðsþjónustu kl. 11 árd. í
Garðakirkju. Aðalumræðuefni
fundarins verður álit starfs-
háttarnefndar kirkjunnar. Fram-
sögumenn verða séra Jónas Gísla-
son og séra Jón Bjarman. Fundar-
menn verða gestir sóknarnefndar
Garðakirkju, en formaður hennar
er Helgi K. Hjálmsson.
sem eignast vanskapað barn, en
hitt er einþáttungur eftir Sigrid
Undset um vandamál skilinna
hjóna.
Frá danska sjónvarpinu kemur
leikrit í tveimur hlutum, sem ber
nafnið „Else Kant“. Byggist það á
skáldsögum, sem komu út á síð-
asta áratug 19. aldar, eftir dönsku
skáldkonuna Amalie Skram og
byggjast á lffsreynslu hennar
sjálfrar. Þótt efni þetta sé nokkuð
komið til ára sinna, þykir mega
lesa úr því ýmislegt, sem bendir
fram á við til kvennahreyfinga
nútímans.
Frá sænska sjónvarpinu kemur
leikritið „Nationalmonumentet"
eftir Tor Hedberg. Þetta er gam-
anleikrit með alvarlegum undir-
tón, sem m.a. fjallar um aðstöðu
og hlutverk listamannsins í þjóð-
félaginu, og mun vera jafntíma-
bær í dag og þegar leikritið kom
fyrst fram fyrír um það bil hálfri
öld.
Á fundinum f Stokkhólmi var
m.a. rætt um samvinnu norræMi
stöðvanna við norður-þýska sjón-
varpið í Hamborg um gerð kvik-
myndar, er byggist á „Paradfsar-
heimt" Halldórs Laxness. Mál
þetta hefur verið alllengi á döf-
inni, enda er um störviki að ræða:
Framhaldsmynd í þremur þátt-
um, er alls verði 4—5 klst. að
lengd. Áhugi á gerð þessarar
myndar er mikill, bæði á Norður-
löndum og í Hamborg, en þó lítur
út fyrir, að ekki geti orðið úr
framkvæmdum fyrr en sumarið
1979. Kostnaður við verkið hefur
verið lauslega áætlaður á þriðja
hundrað millj. ísl. kr.
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hef-
ur samþykkt að fela bæjarverk-
fræðingi að bjóða út lagningu
varanlegs slitlags á eftirtaldar
götur:
Krókahraun, Móabarð botn-
langar, Mosabarð, Háabarð, Sval-
barð, Hringbraut, Lækjarkinn,
Merkurgata, Vörðustígur, Unnar-
stígur, Krosseyrarvegur, Lang-
eyrarvegur, Skerseyrarvegur,
Brunnstígur, Þórólfsgata, Garða-
vegur, Hellubraut, Kaldárstfgur,
Herjólfsgata, Drangagata, Kletta-
gata, Norðurvangur, Hjallabraut
á milli Breiðvangs og Skjólvangs,
Ölduslóð frá Selvogsgötu að Mel-
holti, Vesturgata að Þórólfsgötu,
botnlanga við Hjallabraut, botn-
langa viö Breiðvang og Fornubúð-
ir milli Hvaleyrarbrautar og Ös-
eyrarbrautar.
Kjartan Jóhannsson óskaði bók-
að:
„Ég er samþykkur því að bæjar-
verkfræðingur bjóði þegar út
nefndar gatnaframkvæmdir, en
vil jafnframt leggja áherslu á að
þegar á þessu sumri verði lagt
varanlegt slitlag á efsta hluta
Lækjargötu og Brekkuhvamm,
enda á að verða svigrúin til þess
samkvæmt fjárhagsáætlun."
Merkjasöludag-
ur Kvenfélags
Laugamessóknar
ZONTAKLÖBBURINN á Islandi
hefur frá upphafi unnið að mál-
efnum mál- og heyrnarskertra og
gerir enn. Veitir Zonta kennurum
styrki til sérhæfingar f kennslu
þeirra sem hafa skert mál eða
heyrn, en skortur er á sérmennt-
uðu fólki á þvf sviði. Einnig hefur
félagsskapurinn gefið tæki f sama
augnamiði. Og hefur nú hug á að
koma upp talveri fyrir börn með
talgalla, þangað sem hægt er að
leita með þau.
í fjáröflunarskyni efna Zonta-
konur til flóamarkaðar á sunnu-
dag á Hallveigarstöðum og hefst
hann kl. 2 e.h. Hafa þær að
undanförnu safnað eigulegum
munum og fatnaði, sem selt'
verður á hagstæðu verði á flóa-
markaðinum. Zonta hefur aldrei
áður staðið fyrir flóamarkaði og
þvi hefur komið sitt af hverju
gömlu úr geymslum og háaloftum
hjá félagskonum og öðrum.
BÍLASÝNING
Sýnum laugardag og sunnudag frá kl. 1 -6
BMW 316 - BMW 320 - BMW 520
Komið og skoðið vinsælu BMW-bílana í húsakynnum okkar að Suðurlandsbraut 20.
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLAN DSBRAUT 20, SÍMI 86633
--- 11 " ' --- "...?’ ......... 1