Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. P'EBRUAR 1978
21
Washington, 10. febrúar. Reuter.
tSRAEL og Filippseyjar eru
gagnrýnd fyrir brot á mannrétt-
indum í árlegri mannréttinda-
skýrslu sem er send þinginu sem;
hefur hana til hliðsjónar við veit-
ingu efnahagslegrar og hernaðar-
legrar aðstoðar við erlend rfki.
I skýrslunni segir, að fólk á
herteknum svæóum ísraelsmanna
njóti ekki þeirra mannréttinda
sem ísraelsmenn sjálfir njóta.
Sagt er að sannanir liggi ekki
fyrir um pyntingar í stórum stíl á
herteknu svæðunum, en hins veg-
ar liggi fyrir skjalfestar sannanir
um að beitt sé miklum líkamleg-
um og sálrænum þrýstingi í yfir-
heyrslum og að ekki sé hægt að
útiloka að grimmdaraðferðum sé
beitt í sumum tilfellum.
Um Filippseyjar segir, að þótt
stjórn landsins hafi slakað á
taumunum á undanförnum mán-
uðum hafi hún engar raunveru-
legar ráðstafanir gert til þess að
koma á lýðræðislegum stjórnar-
háttum og binda enda á alvarleg
brot á mannréttindum.
Því er bætt við að sumir Fil-
ippseyingar hafi setið i fangelsi
árum saman án réttarhalda og að
sumir pólitískir fangar hafi sætt
grimmdarlegri, ómannúðlegri og
niðurlægjandi meðferð.
Washington, 10 feb., Reuter.
ERLEND ríki hafa nú þegar
greitt Bandaríkjunum 11 milljón-
ir dollara f.vrir að fá að veiða í
bandarískri fiskveiðilögsögu árið
1978, að því er skýrt var frá í dag.
Alls munu um 800 erlend skip
veiða í bandarískri lögsögu á ár-
inu, flest frá Japan og Sovétríkj-
unum.
Að sögn bandarlsku fiskimála-
stofnunarinnar hafa nú þegar
verið greiddir 900 þúsund dollar-
ar í leyfisgjöld og 10,1 milljón
dollara fyrir veiðileyfi. Hafa hinir
erlendu aðilar rétt til að veiða
rúmlega 1,5 milljónir tonna af
fiski I 200 mílna lögsögu Banda-
ríkjanna sem tók gildi 1. marz ‘77.
Flest skipanna sem veiðileyfi
hafa fengið eru frá Japan, eða 450
talsins. Greiddu Japanir 5,9 millj-
ónir dala fyrir að fá að veiða 1,1
milljón tonn. Sovétmenn munu
senda 200 togara á miðin við
strendur Bandaríkjanna, og fyrir
það greiða þeir 3,5 milljónir doll-
Hrapar Skylab
tiljardar ’79?
Hersveitif í Hvíta-Rússlandi hófu nýlega æfingar sem ganga undir heitinu „Berezina". IVtyndin er tekin a
upphafsdegi æfinganna sem voru í nágrenni Minsk, Orsha og Polotsk. Æfingarnar voru að því leyti
sérstæðar, að hernaðarsérfræðingar NATO fengu að vera viðstaddir. AP-mynd.
_____
Israelsmenn sakaðir
um mannréttindabrot
Washington. 10. feb.
Reuter
BANDARÍSKA geimrannsókna-
stöðin Skylab kann að hrapa til
jarðar eða öllu heldur steypast í
sjóinn einhvern tíma seint á
næsta ári eða f.vrri hluta árs 1980
að sögn starfsmanna bandarísku
geimrannsóknastofnunarinnar
NASA.
Skylab er 85 lestir og er stærsti
gervihnöttur sem hefur verið
skotið út í geiminn en í honum er
enginn kjarnaofn eins og í
sovézka gervihnettinum sem
hrapaði til jarðar í Kanada.
Sennilegast er talið, að Skylab
hrapi i sjóinn þar sem braut geim-
stöðvarinnar er aðallega yfir út-
höfunum.
Vísindamenn athuga möguleika
á því að senda upp geimfar sem
gæti þeytt geimstöðinni út í
geiminn eða stýrt henni aftur til
jarðar.
Skylab var skotið á loft í maí
1973 og bandarískir geimfarar
hafa þrisvar sinnum dvalizt i
stöðinni seinast i febrúar 1974.
Jafnframt hefur verið skýrt frá
því í Washington að hafin verði
rannsókn á 300.000 mönnum sem
voru viðstaddir kjarnorkuvopna-
tilraunir á árinum fyrir og eftir
1950 til að ganga úr skugga um
hvort þeir hafi fengið krabba-
Bandaríkjamenn selja
veiðileyfi í 200 mílna
fiskveiðilögsögu sinni
ara. Hafa Sovétmenn leyfi til að
veiða 494 þúsund tonn af fiski í
bandarísku lögsögunni.
Sovétmenn og Japanir stunda
svo til eingöngu ufsa- og háfsveið-
ar við Bandarikjastrendur. Eru
það fiskitegundir sem bandarísk-
ir fiskimenn sækjast lítt eftir
sjálfir. Önnur lönd sem hafa aflað
veiðiréttinda innan bandariskrar
fiskveiðilögsögu í ár eru Suður-
Kórea, Spánn, Ítalía, Búlgaria,
Formósa, Mexikó, Pólland og
Kúba.
VEÐUR
víða um heim
Amsterdam 0 bjart
Aþena 16 bjart
Berltn -1 skýjað
Brussel -1 snjókoma
Chicago -2 skýjað
Frankfurt 0 skýjað
Genf . 0 skýjað
Helsinki -13 skýjað
Jóh.borg 25 sólskin
Kaupm.höfn -4 snjókoma
Lissabon 14 skýjað
London 1 sólskin
Los Angeles 17 rigning
Madrid 11 skýja
Miami 21 skýjað
M oskva -4 skýjað
New York 2 skýjað
Ósló -16 sólskin
Palma 12 skýjað
Parfs 1 skýjað
Róm 13 skýjað
Stokkh. -9 skýjað
Tel Aviv 18 skýjað
Tokyo 9 skýjað
Vancouver 12 skýjað
Vfn -4 skýjað
Gulageyjaklasi með
tugþúsundum í Laos
Bangkok, 10. febrúar. AP
FYRRVERANDI fangar og sér-
fræðingar í málefnum
Indókína hafa skýrt frá illri
meðferð sem tugir þúsunda
pólitískra fanga hafi sætt í
fangabúðum og vinnubúðum
sem hafa verið reistar síðan
kommúnistar tóku völdin í
Laos fyrir tveimur árum.
Eitt sinn var sagt að
kommúnistar hefðu gert „bylt-
ingu með mildu yfirbragði" í
Laos en nú er svo koniið að í
landinu eru fleiri pólitískir
fangar miðað við fólksfjölda en
í nokkru öðru landi i heiminum
samkvæmt heimildunum.
Stjórn Souphanouvongs
fursta hefur viðurkennt að i
landinu séu 40.000 af 3.4
milljónum íbúa landsins í
,,endurmenntunar“-búðum víðs
vegar um landið, en samkvæmt
vestrænum heimildum eru
60.000 manns í unt 50 búðum í
Laos og margir þeirra hafa litla
von um uppreisn æru.
Nýlega slepptu yfirvöld í
Laös fimm Thailendingum úr
haldi og þeir hafa lýst slæmum
aðbúnaði sem þeir sættu í
búðum í héraðinu Phong Saly í
Norður-Laos í viðtali við AP.
Þeir segja að matur hafi verið
af skornum skammti í búðun-
um, að þeir hafi verið illa
klæddir og að þeir hafi sætt
árásum og hótunum fangavarða
sem vildu neyða þá til að játa að
þeir væru útsendarar CIA.
Þeir segjast lítið hafa orðið
varir við pólitísk innrætingar-
námskeið og sáu aðeins einn
mann skotinn lil bana. En þeir
telja að 10—15% fanganna hafi
dáið úr malaríu, vannæringu og
öðrum sjúkdómum þá 15 mán-
uði sem þeir voru í búðunum.
Þeir sögðust hafa borðað blöm,
lauk og allt annað sem þeir hafi
fúndið í frumskóginum.
Einn þeirra sá fanga drepa
hund sem einn fangavarðanna
átti og verðirnir hótuðu að
drepa 10 fanga i hefndarskvni
en létu málið niður falla þégar
þeir höfðu látið tvo fanga v’era í
einangrun í tvo daga.
Framhald á bls. 25.
mein eða á annan hátt orðið fyrir
heilsutjóni vegna tilraunanna.
Ráðuneytið hefur einnig skýrt
frá því að allt að 200.000 hermenn
kunni að hafa orðið fyrir
geislunaráhrifum frá kjarnorku-
vopnatilraunum fyrir 20 til 30 ár-
um.
Bandaríkin:
Skrifstofu-
byggingar
hálftómar
vegna flensu-
faraldurs
Atlanta, 10. feb. AP
INFLÚENSUFARALDUR fer nú
um gervöll Bandaríkin og standa
stórar skrifstofubvggingar hálf-
tóniar af þeim sökum. Hefur ver-
ið tilkynnt um meira en 3000 and-
lát vegna flensu og lungnabölgu
síöustu fjórar vikurnar.
Rússneska flensan er að stinga
sér niður í landinu, en ekki er
álitið að dauðsföllin eigi rætur
sínar að rekja til hennar, að því
er bandaríska heilbrigðiseftirlit-
ið skýrði frá í dag.
Athuganir í rannsóknastofum
að undanförnu sýna að rússneska
flensan er oftast veikindaváldur
upp á siðkastið. Aðrar vírusteg-
undir sem gert hafa usla í flestum
ríkja Bandaríkjanna eru
vírusarnir A-Texas og A-Viktoría.
Bandariska heilbrigðiseftirlitið
skýrði frá að hingað til hafi aðrir
vírusar en sá rússneski valdið
mestum skaða. Segir stofnunin
rússngska virusinn líklegan til að
valda talsverðum usla á næstu
vikum, þar sem það hafi tekið
hann yfir sex vikur að breiðast
um Sovétríkin.
Noregur—EBE:
Enn ágrein-
ingur um
skiptingu
leyfilegs
aflamagns
Bergen, 10. feb. Reuter.
ENN ER uppi ágreiningur meöal
Norðmanna og Efnahagsbanda-
lagsins um skiptingu leyfilegs
aflamagns, að því er Knut
Vartdal. fiskimálastjóri Noregs,
skýrði frá í dag. Þö sagöi fiski-
málastjórinn að umtaisverður
árangur hefði náðst í átt til al-
menns samkomulags um skipt-
ingu leyfilegs aflamagns í fisk-
veiðilögsögu aðilja.
Agreiningurinn á miili Norð-
manna og Efnahagsbandalagsins
snýst einkum um skiptingu leyfi-
legs aflamagns ákveðinna fiskteg-
unda í Norðursjó. Barentshafi og
við Grænlandsstrendur. Sérstak-
lega snýst ágreiningurinn um
hvor aðili skuli taka á sig skert
leyfilegt aflamagn ýsu og kola í
Norðursjónum. llafa fiskifræð-
ingar lagt á það mikla áherzlu að
veiði þessara tegunda verði stór-
minnkuð.
Samninganefndir bíða nú nýrra
fvrirskipana yfirmanna sinna. eij
næstu fundir verða i Brússel
miðvikudag og fimmtudag.