Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978
VINNUMAL I
TÚLKUN KJARASAMNINGA
laga og reglugerða.
íslands
vWNUvErmjD^^f0
VIÐSKIPTI
Nýjar
leiðir
EIN AF þeim nýjungum er sá dagsins
Ijós á síðastliðnu ári var beint flug
Flugleiða til Parisar. En hvernig
gafst þessi tilraun? Og hvernig hefur
beina flugið til Þýskaiands gengið
þ.e.a.s. til Dusseldorf og Frankfurt?
Til að fá nánari fréttir um stöðu
þessara mála i dag leitaði Viðskipta-
síðan til Karls Sigurhjartarsonar i
markaðsdeild Flugleiða
Hann sagði að of snemmt væri að
segja eitthvað með fullri vissu um
Parisarflugið þó svo byrjunin lofaði
góðu. Um árangur i Þýskalandsfluginu
sagði Karl að hann væri vel viðunandi
en hafa yrði i huga að á ollum þessum
flugletðum værí einungis flogið á
sumrin, og þá fyrst og fremst með
erlenda ferðamenn Karl sagði að
ákvarðanirnar um flugin hefðu verið
teknar að undangenginni athugun á
fjölda erlendra ferðamanna til íslands
frá umræddum sölusvæðum á þeim
tíma. Onnur meginforsenda fyrir
ákvorðununum er sú staðreynd að far
gjöld til og frá íslandi er yfirleitt mun
ódýrari en önnur fargjöld innan
Evrópu. Þannig er t.d. flugleiðin París-
London aðeins um 1 5% af heildarflug-
leiðinni París London Reykjavik en fyrir
fyrri part ferðarinnar þarf að greiða
erlendum flugfélögum um 27% af
heildarfargjaldinu. Karl gat þess að
lokum að sætanýtingin hjá þeim á
þessum leiðum hefði verið á milli
65—75%.
Túlkun kjarasamninga
OFT HEFUR þvf verið haldið
fram að erfitt eða ill mögulegt
væri að skilja ýmis ákvæði kjara-
samninga atvinnurekenda og
launþega. Til að ráða bót á þessu
hefur Vinnuveitendasamband Is-
lands gefið út handbók er nefnist
Vinnumál I.
Efni bókarinnar er tvíþætt
þ.e.a.s. annars vegar eru spurn-
ingar og svör varðandi túlkunar-
atriði kjarasamninga og hins veg-
ar er fjallað um helztu laga- og
reglugerðaákvæði um réttindi og
skyldur vinnuveitenda á vinnu-
málasviðinu. Sem dæmi um þau
túlkunaratriði sem fjallað er um í
fyrri hluta bókarinnar má nefna
veikinda- og slysatilfelli, orlof,
aukahelgidagar, kauptryggingar-
samningar og iðnnemasamningar.
Þess má geta I lokin að bók þessi
mun verða send öllum meðlimum
Vinnuveitendasambandsins á
næstu dögum.
VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMÁL — ATHAFN ALÍF.
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Fimmtudaginn 9. febrúar s.I.
hélt Stjórnunarfélag Islands aðal-
fund sinn. Að lokinni fundarsetn-
ingu Ragnars Halldórssonar for-
manns félagsins var Snorri Jóns-
son framkvæmdastj. kosinn fund-
arstjóri og Sigurður Helgason
framkvæmdastj. fundaritari. I
skýrslu formanns kom m.a. fram
að þátttaka í námskeiðum á veg-
um félagsins hefði dregist Iftil-
Iega saman á sfðasta ári og kvað
hann það aðallega orsakast af
þeim mikla óróa, sem var á vinnu-
markaðinum á sfðastliðnu ári.
Annars er ekki hægt að segja
annað en að starfsemin hafi verið
blómleg á árinu er leið þvf auk
námskeiðahaldsins var efnt til
ráðstefnu um gerð kjarasamn-
inga og útgáfu og fræðslumál
voru allnokkur.
Einn af athyglisverðari þáttun-
um úr starfi félagsins er sá að það
beitti sér fyrir endurreisn svo- ]
nefnds starfsmannastjóra klúbbs 1
en það er klúbbur þessara mánna
þannig að þeim gefist tækifæri til '
að hittast og skiptast á skoðunum.
4
gjaldkeri félagsins, Brynjólfur
Bjarnason lagði fram reikninga
félagsins og er hagur þess góður
sem m.a. kemur fram í því að
nettóhagnaður nam um 5% af
heildartekjum, í stað 3.6% árið
áður. Þær breytingar urðu á
stjórninni að í stað Brynjólfs
Bjarnasonar og Eggerts Hauks-
sonar, sem ekki gáfu kost á sér til
endurkjörs voru kosnir þeir Ölaf-
ur B. Ólafsson og Björn Friðfinns-
son. Framkvæmdastjóri Stjórnun-
arfélags íslands er Friðrik
Sophusson. Er hinum formlegu
aðalfundarstörfum lauk flutti Er-
lendur Einasson forstjóri Sam-
bandsins fróðlegt erindi um
stjórnskipulag fyrirtækisins.
Fara helstu punktar úr erindi
hans hér á eftir.
Sambandið var stofnað 1902 og
eru nú 49 sambandsfélög aðilar að
þvi, en flest hafa þau orðið 55.
Félagsmannatala aðildarfélaga er
nú um 41 þúsund. Fulltrúar þess-
ara félagsmanna á siðasta aðal-
fundi Sambandsins voru 111 en
þeir kjósa siðan 9 manna aðal-
stjórn. Auk þessara 9 manna sitja
stjórnarfundi tveir fulltrúar
starfsmanna þ.e.a.s. einn frá
Reykjavík og einn frá Akureyri.
Erlendur taldi setu fulltrúa
starfsmanna hafa gefið góða
raun. Aðalstjórn ræður forstjóra
og framkvæmdastjóra 8 deilda.
Um samskipti sín og fram-
kvæmdastjóranna sagði Erlendur
að fastur liður á dagskrá þeirra
allra væru vikulegir sameiginleg-
ir fundir. Hann kvað það sína
persónulegu skoðun að oft væri
einungis hið formlega gildi slíkra
funda metið en það væri oft á
tiðum ekki minna gildi í hinu
óformlega. Sem dæmi um stöðu
deildanna gagnvart aðalskrifstofu
nefndi Erlendur Iðnaðardeild
Sambandsins en hún hefur höfuð-
stöðvar sínar á Akureyri og hefur
sinn sjálfstæða fjárhag. Um stöðu
fyrirtækja Sambandsins er starfa
erlendis sagði hann að auk fisk-
réttarverksmiðju í Bandarikjun-
um væru tvær Þjónustuskrifstof-
ur þ.e.a.s. í Hamborg og i London.
Skrifstofan í Hamborg var sett á
stofn 1927 en í Bretlandi 1920 og
væru þær báðar sjálfstæðar og
heyrðu beint undir aðalforstjóra.
Hlutverk þessara þjónustumið-
stöðva væri þriþætt þ.e. þær selja
íslenskar afurðir erlendis, þær að-
stoða við innkaup og þær miðla
upplýsingum um almenn atriði til
deilda og aðalskrifstofu.
Ragnar Halldórsson formaður.
Forsfða hinar nýju bókar VSl
Opinber stjórnsýsla
EKKI mun þaö fátítt að
hið opinbera sé álitið
óvirkt og illa skipulagt.
Hagræðing sé orð, sem
ekki þekkist á þeim bæjum
o.s.frv., o.s.frv. Til að afla
upplýsinga um nokkra
þætti opinbers rekstrar
kannaði Viðskiptasíðan
hvernig þróunin hefði ver-
ið í nokkrum rekstrarþátt-
um Reykjavíkurborgar.
Ekki er hægt að segja ann-
að en að margt fróðlegt
hafi borið á góma til dæm-
is sú staöreynd að Borgin
var langt á undan sinni
samtíð þegar um hagræð-
ingu var að ræða. í því
sambandi má minna á að
allt frá árinu 1958 hefur
verið til embætti hagsýslu-
stjóra Reykjavíkurborgar.
Ef stikað er á stóru síöan
þessi atburður átti sér stað
þá má nefna atriði eins og
sameiningu innheimtu rík-
is og Borgarinnar við
stofnun Gjaldheimtunnar.
Eitt var það sem kom skemmti-
lega á óvart í þessari lauslegu
könnun en það var hvað starfs-
mannahald virðist vera f lágmarki
þó svo þjónustan sé sú sama eða
jafnvel meiri. Áður hefur verið
minnst á tölvuvæðingu. Eitt mik-
ilvægasta verkefnið sem unnið er
á þann hátt eru launamálin. A
launaskrá munu nú vera hátt á
fjórða þúsund manns og hefur sú
tala aukist til muna að undan-
förnu en engu að síður eru starfs-
menn launadeildar aðeins um 6
starfsmenn. Annað dæmi um litla
yfirbyggingu má nefna fyrirtæki
eins og Hitaveitu Reykjavíkur. 1
átað þess að fyrirtækið hafi allt á
sinni könnu hefur sú leið verið
farin að verk út á almennum
markaði. Þar sem veruleg sam-
keppni hefur oftast ríkt á þeim
markaði þá hefur Hitaveitunni
tekist að halda tilkostnaði í lág-
marki.
Af framansögðu er augljóst að
hinn neikvæði orðrómur sem oft
heyrist um starfshætti hins opin-
bera er ekki ávallt á rökum reist-
ur. Vandinn virðist hins vegar
vera í því fólginn að annað hvort
kynna borgararnir sér málin ekki
-nægilega vel eða það að yfirvöld
kynna málin ekki nógu vel fyrir
þeim. Sjálfsagt hvorutveggja.
Ræsting stofnana svo og vinnu-
tilhögun við sorphreinsun hafa
verið endurskipulögð þannig að
afköst eru metin til launa. Hvoru
tveggja var gert í samráði við
launþegafélögin. Reykjavíkur-
borg var frumkvöðull á sviði sjálf-
virkrar gagnavinnslu ásamt Hag-
stofu. Vélakostur hefur verið
sameinaður undir vélamiðstöð
Borgarinnar og ef taka á síðasta
dæmið þá má nefna að trygging-
armálin hafa nýlega verið tekið
til endurmats með tilliti til hag-
ræðingar og sparnaðar.
Aðalfundur Stjóm-
unarfélags íslands