Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978 Seldi börná svörtum markaði Now York. 10. fobrúar. AP. MAÐUR nokkur hefur verið tek- inn fastur og sakaður um að hafa orðið sér úti um 173 þúsund doll- ara með því að selja börn á svarta- markáði. Stanley Michelman var hand- tekinn á fimmtudag en hann hefur neitað ásökunum um að hafa viðhaft ólöglegt athæfi við ættleiðingu 24 barna. í 192 liða ákæruskjali er ' Stanley sagður hafa selt börnin fyrir allt að 10 þúsund dollara stykkið. Stanley viðhafði ýmsar aðferðir við iðju sína, en til að dylja sölu- mennskuna laug hann til um ýmis atriði á ættleiðingarskjölum. Hann komst yfir ungabörn með því að fá m.a. starfsfólk á sjúkra- húsum í lið með sér. Sagði það honum af ungum, ógiftum konum sem líklega væru ekkert of hrifn- ar af því að verða mæður. Komst hann þannig yfir nokkur börn. Einnig aðstoðaði hann ungar, ófrískar konur fjárhagslega og skaut skjólshúsi yfir þær til að fá börnin í staðinn. Svíþjóð: LítU hreyfing í samn- ingamálum Frá Jakobi Jónssyni, fréttamanni Mbl. í Stokkhólmi. Í GÆR var gert opinber tilboð sem sænska atvinnurekendasam- bandið, SAF, lagði fyrir sænska alþýðusambandið LO, og sam- band starfsmanna einkaf.vrir- tækja, PTK, en deiluaðilarnir hafa ekki ræðzt við sfðan samningar féllu úr gildi um mánaðamótin jan.-feb. sbr. frétt í Mbl. 20. janúar. Tilboð það var því ekki lagt fyrir aðalsamninganefndir aðila fyrr en í dag. 1 tilboðinu leggja atvinnurekendur til að samið verði til 21 mánaðar eða til 31. október 1979 og að fyrstu launa- hækkanir samningstímans verði 1. nóvember á þessu ári. En þó er gert ráð fyrir að þau rauðu strik sem SAF og LO/PTK höfðu áður komið sér saman um að yrðu í samningunum verði tvsivar á tímabilinu, 1. september ’78 og 1. september ’79. Engar tölur voru þó nefndar í þessu tiiboði. Sam- kvæmt fréttum sænska útvarps- ins í gærkvöldi þótti ljóst að þetta væri tilboð sem launþegasam- böndin gætu ekki gengið að, og var það staðfest í dagblöðum i morgun. A tilboðinu þykir þó ljóst að SAF er reíðubúið að slá af upphaflegum kröfum sínum sem hljóðuðu upp á samning til 3ja ára án kauphækkana á 1. ári. Einnig þýkir ljóst að launþega- samböndin eru líka reiðubúin til að draga að einhverju leyti úr upphaflegum kröfum sínum en það er helzt til marks um það, að þau hafa kallað saman aðal- samninganefndir sínar sem rætt hafa tilboðið í dag. Upphaflegu kröfur LO/PTK hljóðuðu upp á að samið yrði til árs og að almennar kauphækkan- ir yrðu á árinu auk sérstakra lág- launauppbóta er næmu rúmum 2%. Engar fréttir hafa enn borizt af viðræðunum í dag. Samkomulagi í Rhódesíu spáð Gwelo, 10. febrúar. AP. IAN Smith forsætisráðherra full- vissaði í dag herafla Rhódesfu um að stjórn hvfta minnihlutans mundi ekki fallast á nokkrar breytingar á skipulagi og yfir- stjórn heraflans. Bæði blökkumannahreyfing- arnar í Rhódesíu og skæruliða- hreyfingar handan landamær- anna setja það skilyrði í viðræð- um um friðsamlega lausn Rhódesíudeilunnar að þær hafi á hend.i stjórn öryggismála á aðlög- unartíma þeim sem gert er ráð fyrir áður en meirihlutastjórn blökkumanna verður komið á laggirnar. Bretar og Bandaríkja- menn stungu fyrst upp á friðar- gæzlu á vegum Sameinuðu þjóð- anna, en lögðu síðan til að friðar- gæzla yrði í höndum sameiginlegs liðsafla Rhódesíumanna og skæruliða. Smith sagði að öryggissveitir Rhódesíu efldust með hverjum degi og styrktu þar með samn- ingsaðstöðu hans. Hann sagði að þeir sem héldu að hvitir menn gætu haldið áfram að lifa þvi lífi sem þeir hefðu lifað undanfarin 50 ár byggju í fílabeinsturni. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er tilkynningar ef til vill að vænta snemma í næstu viku um samkomulag í viðræðum Smiths við Abel Muzorewa biskup, séra Ndabaningi Sithole og Jeremiah Chirau ættarhöfð- ingja um lausn Rhódestudeilunn- ar. Samkomulagið hefur tafizt vegna ágreinings um hvort kjör- skrá skuli vera ein eða tvær, önn- ur fyrir svarta menn og hin fyrir hvíta. Afstaða biskupsins ræður úrslitum og hann hyggst taka af- stöðu um helgina. Hann hefur orðið fyrir þrýstingi frá stuðn- ingsmönnum sem hafa samúð með leiðtogum skæruliðahreyf- inganna, Joshua Nkomo og Robert Mugabe. Samningur Færeyja og EBE staðfestur SAMTAKA NÚ — Þrír menn í 20 manna vinnuflokki sem reisir nú pýramída að fornum hætti leggja hér hart að sér við að færa til stóran stein. Verður steinninn h.vrningarsteinn pýramída sem verður sá fvrsti sem rís í Egyptalandi í 4000 ár. Það eru Japanir sem beita sér fyrir smíðinni, en þeir hafa fengið egypzka verkamenn til liðs við sig. AP-mvnd. Þórshöfn, 10. febr. Einkaskcyti til MorKunblaðsins. LÖGÞING Færeyja hefur staðfest fiskveiðisamning þann sem var gerður 1 fyrri viku milli fulltrúa landsstjórnar Færeyja og Efna- hagsbandalagsins. Var samning- urinn staðfestur í Lögþinginu með nítján atkvæðum, en sjö greiddu ekki atkvæði. Samning- urinn felur í sér að friður verði varðandi fiskveiðimál milli Fær- eyja og EBE allt árið 1978. í samningnum er gert ráð fyrir Polanski hefst aftur handa við kvikmyndun að brezk skip megi veiða sjö þús- und tonn af þorski og ýsu við Færeyjar. Er þetta minni kvóti en á árinu 1977, Franskir og vestur- þýzkir togarar mega veiða 25 þús- und tonn af ufsa á færeyskum miðum. Auk þess mega þeir veiða 7 þúsund tonn af karfa, 6 þúsund tonn af blálöngu, 1500 tonn af löngu og 500 tonn af keilu. A móti kemur að færeysk skip mega veiða 29 þúsund tonn af skítfiski í Norðursjó, 10 þúsund tonn af tóbis og 30 þús. tonn af brislingi. Færeysk skip mega veiða 1000 tonn af síld í Skagerak og annað eins vestur af Skotlandi og loks fá Færeyingar heimild til að veiða 8500 tonn af rækju við Vestur-Grænland. Þess má geta að einn fulltrúi Lýðveldisflokksins Erlendur Pat- ursson sem er formaður markaðs- nefndar Lögþingsins greiddi ekki atkvæði með tillögu landsstjórn- París 10. feb. Reuter Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski, sem nýlega flýði frá Bandarfkjunum, ætlar sér að dvelja til langframa í Frakklandi og einbeita sér á ný að kvik- myndastjórn, að því er lög- fræðingur hans skýrði frá í dag. Polanski hefur ákveðið að snúa ekki til Bandaríkjanna til að vera þar viðstaddur réttarhöld sem fjalla um meint kynferðislegt samband hans við 13 ára gamla stúlku. Lögfræðingur Polanskis, Georges Kiejman, sagði að leik- stjórinn tryði ekki lengur á sann- gjarnt réttarhald í máli sinu þar sem dómarinn hefði þegar gengið á bak orða sinna í ýmsum atrið- um. Sagði lögfræðingurinn, að dómarinn hefði haft í hyggju að dæma Polanski til fangelsisvistar og síðan að gera hann landrækan. Upphaflegar sættir i máli leik- stjórans voru á þá leið, að hann dveldi í fangelsi í 90 daga til sálfræðilegrar rannsóknar. Rannsókninni lauk eftir 42 daga og var ekki talin ástæða til að Polanski sæti í fangelsi þá daga sem á vantaði. Hvarf Polanski úr landi þegar hann komst á snoðir um áætlanir dómarans, sem hann taldi brot á Framhald á bls. 25. Erfiðleikar í norskum skipasmíðum á árinu r j i Þetta gerðist 1L febrúar 1977 Jimmy Carter Bandaríkjaforseti seg- ist hafa á prjónunum áform um að senda bandaríska nefnd til Norður-Víetnams til að ræða um týnda bandaríska fanga og fleiri atriði. 1976 Bandaríska leyniþjónustan CIA bannar aó bandariskir blaðamenn og trúboð- ar séu ráðnir í CIA 1975 Margaret Thatcher er kjörin leiðtogi brezka íhalds- flokksins, fyrst kvenna til að leiða stjórnmálaflokk í Bretlandi. 1972 Bandaríkin og Sovétríkin gera með sér samning um felur i sér samvinnu á sviði krabbameinsvarna og lækninga. 1970 William Rogers, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, situr fund með Haile Selassie Eþíópiukeis- ara í Addis Abeba. 1968 1 Suður- Víetnam taka her- menn kommúnista af lífi 300 óbreytta borg- ara og dysja þá í fjöldagröf við Hue. 1965 T: ss- fréttastofan segir frá því að eitt hundrað sjómenn að minnsta kosti hafi drukknað er fjórir sovézkir togarar farast í ofsaveðri í Beringshafi. 1964 Grikkir og Tyrkir berjast við Limassol á Kýpur. 1963 Bandaríkja- stjórn viðurkennir nýja stjórn í irak eftir byltingu. 1959 Laos tilkynnir að það muni viður- kenna Sameinuðu þjóðirnar sem sátta- semjara í alþjóðadeil- um 1945 Yaltasamkomu- lagið er undirritað af Roosewelt Bandaríkja- forseta, Churchill for- sætisráðherra Breta og Stalín forsætisráð- herra Sovétríkjanna. 1922 Niuríkja- samningurinn undir- ritaður í Washington til að tryggja sjálf- stæði Kína. 1920 Viðskiptanefnd Þjóðabandalagsins heldur sinn fyrsta fund í London. 1810 Napoleon gengur að eiga Marie Lousie af Austurriki. 1798 Franskar her- sveitir taka Róm 1744 Sjóorrusta við Toulon milli Breta annars vegar og sam- einaðra sveita Frakka og Spánverja hefst. 1531 Hinrik VIII viðurkenndur sem æðsti maður kirkjunn- ar í Englandi. Afmælisbörn dags- ins: Thomas Alva Edi- son, bandarískur upp- finningamður (1847 — 1931), Sir Vivian Fuchs brezkur land- könnuður (1908 — ), Kim Stanley, banda- rísk leikkona (1925 -). Orð dagsins: Hvert göfugt verk virðist í fyrstu óviðráðanlegt, — Thomas Carlyle, skozkur rithöfundur og sagnfræðingur (1795 — 1881). BÚIZT er við vaxandi erfiðleik- um í norskum fiskiskipaiðnaði á árinu 1978 að því er segir í frétt- um frá Noregi. 1 könnun sem gerð hefur verið á vegum opinberra aðila kemur í Ijós að þrjátíu af sjötfu skipasmíðastöðvum sem hafa sérhæft sig í að byggja fiski- skip gera ráð fyrir atvinnuleysi eða verkaskorti á árinu og hafa niðurstöður skýrslunnar verið sendar til viðkomandi ráðuneytis. Hafa færri pantanir borizt um skipasmíði en áður. Til að tryggja vinnu á svipuðu stigi og nú myndu stöðvarnar þurfa fjörutíu pantanir á bátum sem eru milli 50 og 150 fet að stærð. Til að fjármagna smíði svo margra báta myndi þurfa að minnsta kosti 200—300 millj. norskar krónur en útlánamörk Útvegsbankans norska eru nú slík að hann gæti aðeins veitt hluta af þessari upphæð. Talsmenn bank- ans segja að þörfin sé mikil fyrir að viðhalda stöðugleika í vinnu og er búizt við niðurstöðu fljótlega um hvort bankinn treystir sér til að gera breytingar á útlánaregl- um sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.