Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978 11 Albert á brúnni eftir Tom Stoppard framhjá undirrituð- um þegar það var leikið í út- varpi sumarið 1975. Þórhallur Sigurðsson leikstýrði verkinu og það gerir hann einnig nú. Eitthvað erum við fáfróðir um breska leikritun. Tom Stoppard sem er fertugur og kunnur höfundur í heimalandi sínu er okkur jafn framandi og smástirni í kvikmynd. En eftir að hafa kynnst Albert á brúnni (Albert’s Bridge) eftir hann ■ er áhuginn vakinn og vonandi eigum við eftir að sjá fleiri leikrit hans á islensku leik- sviði. Hinum ungu leikendum Herranætur Menntaskólans í Reykjavík skal þakkað þetta framtak. Þórhallur Sigurðsson hefur að mínu viti unnið afrek með uppsetningu Alberts á brúnni. I leikritinu er stígandi sem ákaflega vel kemst til skila. Það einkennist af stutt- um atriðum, hnitmiðuðum setningum sem hljóma hvers- dagslega en segja þó mikið. Olga Guðrún Árnadóttir hefur þýtt leikritið á lifandi íslenskt mál. Leikendur ná allir góðum tökum á hlutverkum sínum, ekki síst þegar þess er gætt að hér er um skólasýningu að ræða. Mest mæðir á tveim leikurum: Sveini Yngva Egils- syni sem leikur Albert og Sigriði Erlu Gunnarsdóttur sem leikur Kötu konu hans. Sveinn Yngvi er greinilega gott leikaraefni. Hann leikur Albert af öryggi og eins og áreynslulaust. Mér er ekki ljóst hvort hann nýtur fyrst og fremst áskapaðra hæfileika sinna eða leiðsagnar Þórhalls Sigurðssonar. En það kemur í sama stað. Hann gerir Albert trúverðugan í augum okkar. Sigríður Erla er hin jarð- bundna Kata, algjör andstæða Alberts, konan sem dreymir um hjónabandshamingju og sumarleyfisferð til Parísar. Hógvær túlkun Sigríðar Erlu er meðal þess sem athyglis- verðast er um þessa sýningu. Um hvað fjallar svo Albert á Gunnar Hjaltason í Norræna húsinu ÞAÐ ERU ekki miklar fréttir i okkar þjóðfélagi, að gullsmiður fáist við að mála myndir. Gunnar Hjaltason er einn af þeim sam- tíðarmönnum okkar sem er gull- smiður að mennt og stundar hand- verk sitt, að ég held i Hafnarfirði. Hann hefur um langt árabil einnig fengist við að gera myndir, en ef til vill ekki haft árangur sem erfiði á því sviði. Nú hefur hann efnt til stórrar sýningar í Norræna húsinu og sýnir þar gullsmið, mál- verk, pastelmyndir og teikningar. Eg fer ekki dúlt með það, að þessi sýning Gunnars Hjaltasonar var mér ekki til mikillar ánægju eða uppörvunar. Mér dettur ekki í hug að amast við þvi, að menn fáist við að mála sér til dundurs og þroska, en þvi miður fer að hitna i kolunum, ef menn taka sig of al- varlega og halda sig gjaldgenga og jafnvel meir en það. Ekki veit ég neitt um, hvert álit Gunnar hefur á sér sem myndlistarmanni, en ég heid, að hann hafi ekki þá þekk- ingu og kunnáttu, sem ég álít, að til þurfi til að koma saman góðu verki. Litir hans eru yfirleitt nokkuð hráir, og teikning hans er ekki hugmyndrik og fylgir um of því, er hann hefur að fyrirmynd á stundum. Það eru að vísu snotrar myndir finnanlegar á þessari sýn- ingu, og nefni ég sem dæmi nr. 14, Vetur, sem ég held, að sé toppur- inn af oliumyndunum. Ennfremur fannst mér nr. 47, Ben Lomond, Skotlandi bera af pastelmyndun- um á þessari sýningu. En þetta er allstór sýning, Gunnar Hjaltason sýnir hvorki meira né minna en hundrað myndir fyrir utan gull- og silfurmuni. Eg skal ekki fjölyrða um þessa sýningu, enda ekki tilefni til lang- brúnni? Um einstaklinginn sem vill fá að vera hann sjálf- ur, er á flótta undan öðrum inn í sjálfan sig. Albert er háskóla- menntaður, en tekur að sér að mála brú. Vinnan er honum takmark og veitir honum þá ánægju sem hann sækist eftir. Hann horfir niður til hinna og í augum hans eru þeir ósköp smáir. Fulltrúar kerfisins hafa komist að þeirri niðurstöðu að unnt sé að spara með því að láta einn mann mála brúna. Albert fær að vísu ekki að vera lengi einn á brúnni. Maður í Sigríður Erla Gunnarsdóttir í hlutverki Kötu. sjálfsmorðshugleiðingum fer að venja komur sinar upp til hans. Kerfismenn skilja að lok- um að verkið gengur of seint og senda 1799 málara Albert til aðstoðar. Það hefur hræði- legar afleiðingar fyrir Albert og brúna. Það er semsagt skemmtileg hugmynd sem er kveikja þessa sérkennilega verks. Ein sér kæmi þessi hugmynd að litlu gagni. Aftur á móti nýtist hún Tom Stoppard vel. Hann virð- ist einn þeirra höfunda sem kann að greina milli þess sem á heima á leiksviði og þess sem er betur geymt utan þess. Ljósmyndasýning Markus Leppo „FATTIGGUBBAR" heitir sýn- ing sem nú stendur í anddyri og bókasafni Norræna hússins á ljós- myndum eftir finnska ljós- myndarann Markus Leppo. Hér er á ferð mjög skemmtileg sýning, sem ég held, að margir komi til með að hafa ánægju af. Ljósmyndirnar sjálfar eru sérlega vel teknar og gefa ágæta hug- mynd um þær fyrirmyndir, sem þær túlka. Þetta eru ljósmyndir af finnskum tréskurðarmyndum, sem eiga sér víst ekki hliðstæðu meðal annarra þjóða og eru því einstakt fyrirbæri i listasögu Evrópu og jafnvel veraldar. Þess- ir „Fattiggubbar" eða ölmusu- menn höfðu sérstöku hlutverki að gegna í þjóðlífi Finna eftir siða- bót. Áður fyrr í kaþólskum sið voru svokallaðar Guðskistur eða Ölmusustokkar í eða við kirkjur, þar sem kaþólska kirkjan hafði fundið upp eitt ágætt ráð til að ná fé af almenningi. Þessir stokkar eða Guðskistur voru oft á tiðum fagurlega skreytt verk með helgi- myndum, og sum þeirra eru enn á söfnum og eru hin mestu gersemi. Eftir að kirkjur voru hreinsaðar af helgimyndum og öðru kaþólsku skrauti, hurfu þessir ölmusu- stokkar og voru bannaðir með lög- um. En árið 1645 fyrirskipaði Kristína drottning, að söfnunar- baukar skyldu settir upp á al- mannafæri og gefið í þá til fá- tækra og sjúkra. En nú voru helgimyndirnar forboðnar. Ekki leið á löngu, þar til þessir betli- baukar fóru að taka á sig manns- mynd, og voru það útskurðar- menn í sveitum landsins, er gerðu þessar tréskurðarmyndir, og var þeim komið fyrir við kirkjur og þannig úr garði gerðar, að pening var troðið inn í holan búkinn og þeim fjármunum, er þannig urðu til, síðan skipt milli þurfenda. Þessir kallar voru ekki geistlegir, en báru mikinn svip af hinum almenna borgara, og því mætti ef til vill líta á þá sem spegilmynd af Finnum á vissu tímabili. Á þess- ari sýningu sjáum við mjög svo mannlegt fólk skorið i tré, og ef ég hef rétt skilið, þá er megnið af því, sem sýnt er í Norræna húsinu komið frá Österbotten. „Ben Lomond". ein af m.vndum Gunnars Hjaltasonar. loku. Það má vel vera, að það sé mín sök, hve lilið ég sé i þessum verkum Gunnars Hjaltasonar, og ef svo er, biðst ég forláts. Það er ekki létt verk að vera sanngjarn og Myndlist eftir VALTY PÉTURSSON Tréskurður eftir Erkki Larrila frá því um 1850. Þetta er sérlega skemmtileg sýning, sem kom mér í mjög gott skap. Það er eins og maður hafi þekkt þetta fólk, og samt er það framandi. Ljósmyndirnar eru einnig þannig gerðar, að þær ná að sannfæra riaann um, að þessir náungar séu raunverulega starf- andi góðgerðarfélag, sem á sér uppruna og samastað í sinni sveit, eins og við segjum hér á íslandi. Ljósmyndarinn Markús Leppo hefur unnið merkilegt starf með því að koma þessum trékörlum á filmu. Það mun hafa verið vitað um nálægt 30 slfka ölmusumenn í Finnlandi, Markus Leppo hefur dregið um hundrað og tuttugu fram í sviðsljósið. Leppo hefur skrifað bók um þessar styttur og haldið sýningu á myndum sínum í Helsinki. Nú hefur hann fengið fé úr Norræna menningarsjóðnum til að sýna myndir þessar á öllum Myndllst eftir VALTY PÉTURSSON Norðurlöndunum og byrjar hér í Norræna húsinu. Þessi sýning varð mér til mikill- ar ánægju, og ég hafði sérlega gaman af þessum tréskurði. Finn- ar eiga sér mikla hefð i slíkum hlutum, enda vex þar viður um víðáttur. Hafi Markus Leppo mikla þökk fyrir komu sfna með myndir sín- ar. Sýningar sem þessi væru óhugsandi, ef ekki væri Norræna húsið, og mikið hefur það hresst upp á sál manna f þessari borg. Valtýr Pétursson. r I þögn mættust maður og skuggi 99 um leið sjálfum sér samkvæmur. þegar slíkur efniviður rekur á fjörur manns sem þessi sýning Gunnars Hjaltasonar. Það sem er til sóma fyrir Gunnar Hjaltason á þessari sýningu er að minum dómi silfursmiði sú, er hann sýnir. Af þeim hlutum var einn kútter, er sérlega vakti áhuga minn, og ég sá ekki betur en, að þar væri smið með listilegu handbragði. Ef myndlistin áþessari sýningu hefði verið í likingu við það, hefði.verið annar tónn i þessum fáu linum. Vallvr Pélursson. Ursula K. Guin. Galdramaðurinn. Guðrún Bachmann og Peter Cahill þýddu. Prentsmiðjan Edda h.f. Iðunn Reykjavfk 1977. „Hátt yfir stormasömum Norð- austursjónum gnæfir tindur eyj- unnar Gont. Eyjan er fræg fyrir galdramenn og margir ungir menn hafa haldið af stað úr borg- um f djúpum dölum eða úr höfn- um við dimmar þröngar víkurnar til að þjóna höfðingjum Eyjaklas- ans sem galdramenn í borgum þeirra.“ Þannig hefst bókin um Galdra- manninn sem í bernsku var kallaður Duni, því nafni er móðir hans gaf honum í vöggu, en hún dó þegar drengurinn var á fyrsta ári. Drengurinn átti frænku sem var seiðkerling. „Þegar hún komst að því að hann vissi ekkert en hafði samt lokkað geiturnar til sín með stef- inu og þvingað þær til að fylgja sér, þá þóttist hún fá vísbendingu um mátt þann sem í honum bjó. Meðan hann var einungdis systursonur hennar var hann einskis virði í hennar augum. En nú sá hún hann í nýju ljósi“ Og frænka hans seiðkerlingin byrjaði að kenna honum galdra. „Hann var fljótur að læra. Seið- kerlingc hrósaði honum og börnin i þorpinu fóru að hræðast hann.“ Þegar Duni var 12 ára hafði hann numið mest af því sem seið- kerlingin kunni. Kargaveldið var nálægt Eyja- klasanum. Um íbúana í Karga- veldi: „íbúarnir eru villimannlegir hvítir á hörund gulhærðir og grimmir. Þeir gleðjast af að sjá blóð og finna lykt af brennandi borgum." Dag nokkurn ráðast þeir að eyj- unni Gont. Drengurinn Duni bjargaði Eyjarskeggjum. Hann óf þokuna. En sá galdur gekk nærri Bðkmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR mætti hans. Nokkrum dögum seinna kom Ógion hinn þögli — sá sem hamdi jarðskjálftann — „Hann hafði heyrt um afrek drengsins til heimkynna sinna. Hann hressti drenginn við. Daginn sem Duni varð 13 ára kom Ögion hin þögli aftur -og vfgði drenginn með nýju nafni: Gjafar. Og með honum fór drengurinn burtu úr fæðingarstað sínum, eyj- unni Gont, sem hafði í heiðri tvö spakmæli: „Sjaldan heppnast kvennaseiður og — sjaldan galdr- ar kona til góðs.“ Hann hélt af stað með hinum mikla galdrameistara og gerðist lærisveinn hans. — Galdra- meistarans sem sagði á leiðinni: „Til þess að heyra þarf fyrst að Þegja.“ Ogion átti heima í bænum Re Albi. Þar kynntist Gjafar stúlku sem átti eftir að hafa áhrif á líf Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.