Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978 25 17. júní nefnd í Reykjavík A FUNDI borgarráós fyrr í vik- unni var samþykkt að tilnefna þau Margréti Einarsdóttir, Ömar Einarsson, Hilmar Svavarsson og Böðvar Pétursson i 17. júní nefnd 1978. Er Margrét formaður nefnd- arinnar. Einnig var samþykkt að Skátasamband Reykjavíkur og íþróttabandalag Reykjavíkur til- nefndu einn fulltrúa hvort i nefndina. 25% hœkkun á gjaldskrá dýralækna Landbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið 25% hækkun á gjöldum samkvæmt gjaldskrá dýralækna og tók hækkunin gildi 26. desember sl. Byggingar- nefnd flug- stöðvar skipuð Samgönguráðuneytið hefur skipað byggingarnefnd flugstöðv- ar á Reykjavíkurflugvelli — að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. I byggingarnefndinni eru: Birg- ir Guðjónsson, deildarstjóri í sam- gönguráðuneytinu, sem er for- maður nefndarinnar, Gunnar Sig- urðsson, flugvallarstjóri á Reykjavikurflugvelli, Jón E. Böðvarsson, deildarstjóri í fjár- málaráðuneytinu, fjárhags- og hagsýslustofnun. — Island send- ir ekki tilboð Framhald af bls. 44. því að halda einvígið hérlendis. Til fundarins mættu fulltrúar frá Ferðamálaráði, ferðamálanefnd Reykjavíkurborgar, Flugleiðum og Skáksambandinu. Fyrir fund- inn hafði menntamálaráðuneytið tilkynnt að það myndi ekki senda fulltrúa til fundarins, þar sem ráðuneytið væri neikvætt gagn- vart þvi að leggja fé í einvígið og ennfremur hafði borizt neikvætt svar frá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga um að taka þátt i einvígishaldinu. Flugleiðir mið- uðu afstöðu sina við afstöðu ríkis- sjóðs og þar sem neikvætt svar barst frá ráðuneytinu svöruðu Flugleiðir einnig neitandi. Samkvæmt nýrri kostnaðrr- áætlun var áætlaður kostnaður við einvígið 220 milljónir króna, þar af 100 milljónir í verðlaun en tekjur voru áætlaðar á bilinu 85—135 milljónir króna. Frestur til þess að skila tilboðum i einvig- ið rennur út á hádegi 16. febrúar n.k. Það var fyrst og fremst vegna hins mikla kostnaðar af einvígis- haldinu og mörgum óvissuþáttum við það að fyrrnefndir aðilar voru neikvæðir gagnvart því að halda einvígið. ------♦--------- — Sjávarút- vegsráðherra . . . Framhald af bls. 44. sögunni. Vissulega verða alltaf til einhverjar undantekningar i þessum efnum, en smáfiskadráp- ið verður aldrei á við það sem áður var,“ sagði sjávarútvegsráð- herra. Matthías Bjarnason sagði, að árangurinn af útfærslu fiskveiði- lögsögunnar úr 50 mílum í 200 hefði nú komið berlega í ljós, með því að víðáttumikið hafsvæði væri nú friðað og floti á þessu svæði hefði um leið minnkað stórlega, sem væru erlendu veiðiskipin, þar á meðal stór verksmiðjuskip. „Þetta eykur trúna á bjartsýni manna og mín trú er hin sama og ég hafði fyrir tveimur árum, og að ég tali nú ekki um fyrir einu ári. Þá var ég bjartsýnni heldur en vísindamenn okkar. Það er vísindamannanna að vera varkár- ir en okkar stjórnmálamannanna að þurfa að taka tillit til svo margra annarra sjónarmiða í leiðinni." Morgunblaðið spurði Matthias Bjarnason hvort til greina kæmi á þessu ári að beina bæði togara og bátaflotanum úr þorskinum í aðrar fisktegundir þar sem fiski- fræðingar bentu á að auka mætti veiði á t.d. karfa, ufsa, grálúðu og fleiri tegundum. „Það kemur vel til greina að gera ráðstafanir hlið- stæðar þeim, sem gerðar voru í fyrra, til viðbótar þeim sem þegar eru ákveðnar og þá á ég við þorsk- veiðibann í eina viku i marz n.k. Við skulum ekki gleyma því að við höfum hækkað karfaverð meira en verð á öðrum tegundum. Fyrir hálfu öðru ári hækkaði karfaverð meira en á nokkurri annarri tegund og tilgangurinn var að sjálfsögðu að fá skipin til að auka sókn i þennan stofn. Við þurfum líka að auka sókn- ina stórlega í aðra stofna eins og kolmunnann og ef okkur tekst að fá menn inn á að veiða þann fisk, sem nóg er til af í sjónum, og hinn með skaplegum hætti, þá er mín sannfæring sú, að okkar fiski- skipafloti sé alls ekki of stór," sagði Matthías Bjarnason. Hann sagði einnig að miklu auð- veldara væri nú að halda þorsk- veiðinni I skefjum en áður, þar sem hægt væri að dreifa sókninni miklu meira en t.d. aðeins fyrir ári síðan og menn væru nú farnir að sjá hvernig fiskurinn hagaði sér, þegar við sætum einir að mið- unum. „Höfuðatriði málsins er ekki þyngdin sem kemur á land, held- ur hve margir fiskar það eru sem eru veiddir. Fyrir tveimur árum hefði þurft miklu fleiri fiska í 270 þús. tonn af þorski heldur en nú á þessu ári, eftir að við höfum gert allar þessar breytingar á veiðar- færum og með hærri stærðar- mörkum o.fl. ÍÉg átti sjálfur von á þetta mik- illi bjartsýni i skýrslunni og það sem ég gat búizt við kemur fram i henni í flestum tilfellum a.m.k. Það eru líka dökkir kaflar i henni, eins og með humarinn, en lagt er til að 200 lestum minna verði veitt af honum en í fyrra. Það kemur til af því að sjómenn leggja enga áherzlu á að veiða stóra humarinn, þar sem stærðar- flokkun er fótum troðin í landi og gengið fram hjá þeirri viðleitni að verðleggja skuli vöruna eftir stærðar- og gæðaflokkum. Þegar slíku er ekki hlýtt verður árang- urinn eftir þvi,“ sagði Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra að lokum. — íþróttir Fratnhald af bls. 43. bæ í gærkvöldi. Staðan í leikhléi var 5:5 í leikhléi, en ÍBK hafði þó komizt i 4:0 I upphafi leiksins. í byrjun seinni hálfleiksins náði Breiðablik góðri forystu og var hún mest 11:6. Sigur Breiðabloks var öruggur i leiknum þó Keflavíkurliðið sækti sig undir lok leiksins. Alda Helgadóttir var afgerandi bezt i liði Breiðabliks og skoraði 5 mörk, en Ásta Gunnlaugsdóttir stóð sig einnig vel i seinni hálfleiknum. Af ÍBK stúlkunum var Auður Harðar dóttir fremst i flokki og skoraði 6 mörk i leiknum, en Þuriður Jónas dóttir stóð einnig vel fyrir sinu. í gærkvöldi léku einnig lið ÍR og KA og sigruðu ÍR-stúlkurnar 1 7:1 3. ^ _______— 99 — Engar forsendur . . . Framhald af bls. 2 Á fyrsta stigi viðræðna s.l. haust gekk ríkisstjórnin inn á kröfu BSRB um fullar visitölu- uppbætur á laun á samningstíma- bilinu, og reglur um útreikning framfærsluvísitölunnar, þar sem reiknað er með óbeinum sköttum, þ.á m. tollum, söluskatti og vöru- gjaldi í vísitölunni. Nú hefur það gerst, að sama ríkisstjórn sem undirritaði þessa samninga fyrir rúmum þremur mánuðum, hefur lagt fram frum- varp, sem kollvarpar vísitölu- ákvæðum samninganna í fyrsta lagi með þvi, að aðeins er gert ráð fyrir helmingi visitöluuppbóta með litlum frávikum, og í öðru lagi með ákvæði um að óbeinir skattar eða breytingar á þeim verði teknir út úr vísitölunni á samningstímabilinu. Engar forsendur hafa breyst síðan samningar við opinbera starfsmenn voru undirritaðir, nema hvað alþingismenn hafa hækkað kaup sitt til muna meira en BSRB samdi um fyrir sína félagsmenn og Kjaradómur hefur dæmt háskólamönnum í hærri flokkunum meiri hækkun en félagsmenn BSRB fengu. 1 þess- um dómi sátu fulltrúi fjármála- ráðherra og einnig efnahagsráðu- nautur ríkisstjórnarinnar. Stjórn B.S.R.B. skorar á allt launafólk að flykkja sér til bar- áttu fyrir varðveislu samnings- réttar síns.“ — ASÍ Framhald af bls. 3. gerst að ríkisstjórnin með at- vinnurekendavaldið að bakhjarli hefur, áður en samningstiminn er hálfnaður, rift samningunum í grundvallaratriðum með skerðingu verðbótaákvæða þeirra og mikilli gengisfellingu og að nýju teflt friði á vinnumarkaðin- um í voða. Astæður þessara harkalegu aðgerða eru sagðar þær að óbreyttir kjarasamningar mundu leiða til efnahagsöngþveitis og stöðvunar í atvinnulífinu. Hið sanna er að orsakir vandans nú eru fyrst og fremst röng efna- hagsstefna, sem leitt hefur til stóraukinnar verðbólgu og örðug- leika i einstökum greinum atvinnurekstrar. En i stað þess að breyta um þá stefnu, sem leitt hefur til ófarnaðarins, er nú ein- farið valin sú óheillaleið að ráðast á launakjör almennings, rifta gerðum og gildum kjarasamning- um og kasta þannig stríðs- hanskanum gegn verkalýðsstétt- inni og samtökum hennar. Það er staðfast álit miðstjórnar Alþýðusambands Islands, að það sé frumskylda stjórnvalda að halda í heiðri löglega gerða kjara- samninga aðila vinnumarkaðarins og haga efnahagslegum aðgerðum sínum í samræmi við það og að slíkt sé ekki aðeins skylt heldur og fullkomlega fært nú, þrátt fyr- ir þau stórfelldu mistök, sem gerð hafa verið og ríkisvaldið ber ábyrgð á. En um þessi efni hefur Alþýðusambandið ásamt BSRB og fulltrúum þriggja stjórnmála- flokka lagt fram ýtarlegar og raunhæfar tillögur. Með þeirri aðför ríkisvaldsins, sem nú er gerð að kjarasamning- um og launakjörum og studd er af atvinnurekendum, er með öllu rofið það lágmarkstraust, sem ríkja verður í allri sambúð launa- þegasamtakanna annarsvegar og samtaka atvinnurekenda hinsveg- ar, ef friður á að geta ríkt í at- vinnulifinu og farsæl lausn efna- hags- og kjaramála á að vera möguleg. Miðstjórn Alþýðusam- bands Islands lýsir því allri ábyrgð í þessum efnum á hendur ríkisstjórninni og atvinnurekend- um. I annan stað er að því stefnt með aðgerðum þessum að skerða launakjör svo á þessu ári að þau lækki í raun fram til ársloka þessa árs mjög vérulega niður fyr- ir meðaltal sl. árs og trúlega um 9% frá ársbyrjun til ársloka. Og þetta er gert þrátt fyrir að allar forsendur sem fyrir lágu við gerð kjarasamninganna hafa ekki ein- asta staðist, heldur hafa bæði ytri aðstæður og aukning þjóðartekna umfram áætlanir við samnings- gerðina batnað til muna og rennt styrkari stoðum undir möguleika þjóðarbúsins sem heildar til að standa heiðarlega við gerða samn- inga. Við þær aðstæður, sem nú hafa skapast, eiga verkalýðssamtökin þann kost einan að hefja nú þegar öflugan undirbúning baráttu fyr- ir rétti sínum og hagsmunum, fyr- ir fullu gildi kjarasamninga sinna. Sem fyrsta skref í þá átt ber þegar i stað að segja upp kaupliðum allra kjarasamninga, sbr. 9. og 10. gr. rammasamnings frá 22/6 ’77 og beinir miðstjórnin því til allra sambandsfélaga sinna að bregða skjótt við og ganga frá uppsögninni svo snemma að hún verði alls staðar tilkynnt fyrir 1. mars. Um allar frekari aðgerðir í þeirri baráttu, sem nú er óhjá- kvæmileg, mun miðstjórnin beita sér fyrir nauðsynlegu samráði við og milli aðildarsamtakanna og við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Þá lýsir miðstjórnin því yfir, að hún telur að með því að allar heiðarlegar leikreglur varðandi sambúð verkalýssamtakanna og atvinnurekenda og ríkisvaldsins eru þverbrotnar með fyrirhugaðri lagasetningu, að verkalýðsfélögin og allir einstaklingar innan þeirra séu siðferðilega óbundnir af þeim ólögum, sem rikisvaldið hyggst nú setja." — Polansky Framhald af bls. 20 fyrri loforðum. Handtökutilskip- un á Polanski hefur verið gefin út f Bandaríkjunum, snúi hann þangað aftur. Frakkland fram- selur ekki þegna sína, en Polanski er nú franskur þegn. Polánski ætlar nú að safna and- legum kröftum á ný og einbeita sér aftur að kvikmyndastjórn. Það eru margir sem kunna að meta krafta hans á því sviði, sagði lögfræðingurinn. yfir islensku myndunum sjö og sagði hann, að islenskir kvikmyndagerðar- menn kynnu greinilega til verka. þarna væri um að ræða atvinnuleg vinnu- brögð Hann sagðist hins vegar þvi miður hafa lært lítið um ísland og vandamál íslendinga af þessum mynd- um Ein myndanna skar sig þó úr. sagði Voulgaris. en það var myndin Bóndi (eftir Þorstein Jónsson). hún er á heimsmælikvarða og hefði efnisins vegna alveg eins getað verið gerð í Grikklandi Hann sagðist ekki vita mik ið um fyrirkomulag styrkja til kvik- myndagerðar á íslandi en sagðist vera viss um, að ef fjárframlög yrðu aukin, mundu íslenskar kvikmyndir hafa sitt að segja erlendis Þarna ætti sjónvarp ið einnig að koma inn i dæmið og hjálpa mönnum til að gera myndir. sem eiga erindi um allan heim. sagði Voulgaris að lokum SSP — Gulageyja- klasi Framhald af bls. 21 Þeir urðu mikið varir við Kinverja á svæðinu. Kinverskir læknar og hjúkrunarliðar voru í búðunum og þeir sáu kín- verska hermenn og verkamenn. Auk þess sáu þeir kínversk tæki og kinverskar flugvélar sem flugu yfir svæðið. Handtökur mannanna sem eru í búðunum hófust skömmu eftir fall stjórnar Savang Vatthana konungs 2. sesember 1975. Aðallega voru handteknir menn sem voru grunaðir um tengsl við Bandaríkin, menn úr her Vatthana konungs og ætt- flokkastríðsmenn sem eitt sinn börðust í harðsnúnum málaliða- her sem CIA studdi. Amnesty International hefur tvívegis sett sig isamband við stjórnina í Laos vegna mála óbreyttra borgara sem hafa verið handteknir og skorað á hana á leysa konunginn úr haldi. Hann var handtekinn í marz i fyrra sakaður um þátt- töku í uppreisnartilraun and- stæðinga kommúnista og hefur ekki sézt síðan. — Bridge Framhald á bls. 25. — Þorvaldur Matthiasson 303 Gisli Viglundsson — Þórarinn Arnason 240 Öli Kr. Björnsson — Vilhjálmur Einarsson 220 Ásgeir Ásbjörnsson — Gisli Arason 213 Magnús Halldórsson — Magnús Oddsson 204 Halldór Helgason — Sveinn Helgason 188 Sigrún Isaksdóttir — Sigrún Ölafsdóttir 176 Margrét Margeirsdóttir — Júliana Isebarn 169 — Kvikmynda- hátíð Framhald af bls. 19 der Autoren). en þrátt fyrir algjört skipulagsleysi sí þeim efnum senda grískir kvikmyndagerðarmenn um 20 myndir út um heim á án Taldi Voul- garis mjög brýnt. að i þeirri endurskoð- un laga um kvikmyndagerð. sem nú stæði fyrir dyrum. yrði skipulagi komið á dreifingarmálin svo og önnur sérmál eins og afnám skatta af sýningum grískra mynda og afnám tolla á öllu hráefni til kvikmyndagerðar Voulgaris sagðist hafa vitað litið um ísland. þeg- ar hann frétti af boðinu hingað og fletti hann i snarheitum upp i alfræðibók, en sagðist eftir lesturinn hafa vitað enn minna Hann var ánægður yfir því að fá tækifæri tii að koma hingað og sagði, að íslendmgar og Grikkir ættu greinilega margt sameiginlegt. þvi honum fyndist eins og hann væri með al samlanda sinna Eins og áður hefur komið fram, telur Voulgaris að mjög vel hafi til tekist um myndaval á þessa fyrstu kvikmyndahátið hér á landi og segir myndavalið vera fjölbreytt sýnis- horn þess helsta, sem sé að gerast í kvikmyndaframleiðslu heimsins i dag Hann furðaði sig mjög á banninu á japönsku myndinni, sem hann sagði að hefði ekkert með klám að gera. heldur lýsti myndin dýpri og mannlegn vandamálum. ekki aðeins yfirborðs- kenndu ástarsambandi Voulgaris var að lokum spurður að þvi, hvernig honum litist á það sem hann hefði séð af islenskri kvikmynda- gerð Voulgaris situr i dómnefndinni — Skák Framhald af bls. 16 vegna veikleikans á e6. Larsen hafði hér notað meiri tíma en hér missir hann um stundarsakir stöðuyfirburði sína ) — e5. 20. Rd3 — De7. 21. Rfel — f5 (Betra hefði verið Re6. og reyna að halda e5 reitinum ) 22. Bxc6 — exc6. 23. c5 — e4. 24. cxd6 — Dxd6, 25. Rf4 — Rd5. (Betra var Bd5 með aðeins betra tafl á hvit Guðmundur missir nú öll tökin á stöðunni og svarta staðan hrynur i rúst.) 26. Da7+ — De7, 27. Dxe7 — Rxe7. 28. Hd7 — Kf6. 29. Hc-d1 — Hb6. 30. H1- d6+ — Ke5, 31. Rf-d3 — GEFIÐ. Hvítt: Hort Svart: Lombardy Nimso indversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6. 3. Rc3 — Bb4, 4. e3 — b6, 5. Rge2 — Ba6 (Venjulega er leikið Bb7) 6. a3 — Bxc3+ (Til greina kom Be7 ) 7. Rxc3 — d5. 8. b3 — 0 0. 9. Be2 — Rc6 (Mögulegt er einnig Rbd7) 10. 0-0 — Ra5 (Svartur beinir spjótum sinum að c4 peðmu.) 11. Hb1 — c6 (Ekki dxc4, 12. b4 — Rb3, 13 Hxb3 — cxb3, 14 Bxa6. eða Rc6 eða Rb7, 13. b5) 12. a4 (Með sömu hugmynd) De7, 13. Bd2 — Hfe8, 14 De1 — Rb7. 15. Rb5 (Biskupinn á a6 er hálfgert vand- ræðabarn og Hort notfærir sér það skemmtilega ) 15. Bxb5, 16. axb5 — c5, 17. Bc3 (Biskupar hvíts og möguleikar til að opna stöðuna tryggja hvitum öflugt frumkvæði ) Hac8, 18 Hal — Rd6. 19 Ha4 — Rf-e4, 20. Bb2 — Hc7, 21 Bd3 — He-c8. 22. f3 — Rf6. 23 e4 — dxc4, 24. bxc4 — exd4 (Ljótur fingurbrjótur. betra var Rd7 Lok skákarinnar er leikur kattarins að músinni ) 25. e5 — 1 & i i §iii i i! & i s “ Wm n nnn Rxc4. 26. exf6 — gxf6, 27. De4 — f5. 28. Dxd4 — e5 29. Df2 — Rxb2. 30 Dxb2 — Dd7. 31 Dbl — e4, 32. fxe4 — Hc3. 33. Hd1 — a5, 34. Bfl — De7, 35. Had4 — f4, 36. Da2 — Hc2. 37. Dd5 — Dh4, 38 e5 — Df2 + . 39 Khl — H2 c5. 40. Dd7 — Hc1. 41. Dg4+ — Kf8 og svartur gafst upp um leið. S.Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.