Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978 Tónleikar í Bústaðakirkju A LAUGARDAG kl. 16 verða haldnir tónleikar í Bústaða- kirkju. Flytjendur eru Camilla Söderberg sem leikiir á blokk- flautur og Snorri Örn Snorrason sem leikur á lútu og gítar. Flutt verður tónlist eftir 20. aldar tón- skáldin Britten, Stokes og Hans Martin Linde svo og frá rcnaiss- ance- og barrokk-tímabilinu. Camilla Söderberg lauk burt- fararprófi í flautuleik frá tónlist- arháskólanum í Vínarborg og stundaði síðan framhaldsnám við sama skóla. Snorri Örn Snorrason lauk einnig burtfararprófi frá tónlistarháskólanum í Vínarborg og hafði þá stundað gítarnám í 5 ár og hefur hann s.l. tvo vetur stundað framhaldsnám í Basel í Sviss. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og fást aðgóngumiðar við inngang- inn. Camilla Söderberg og Snorri Örn Snorrason. • » »--------------- Röng fyrirsögn RÖNG fyrirsögn birtist í gær á blaðsíðu 2 yfir frétt um að blaða- menn hefðu boðað verkfall frá og með föstudeginum 17. febrúar. Fyrirsögnin var um að blaðamenn hefðu sagt upp samningum. All- nokkuð er síðan það gerðist, en fyrirsögn fréttarinnar í gær átti að sjálfsógðu að vera ,,Blaðamenn boða verkfall". Kökubasar og flóamarkaður vélskólanema Vélskólanemar halda í dag, laugardag, kökubasar og flóa- markað í Sjómannaskólanum. Hefst hann kl. 14 og verður boðið uppá kökur og ýmsan varning. Afraksturinn á að ganga til námsferðar 4. stigs vélskólanema en það eru þeir sem standa fyrir flóamarkaðnum. Ein af myndum Guðbergs Auðuns- Guðbergur og Ómar á Kjarvalsstöðum: Málverkatúlkun með trommum og mynda- raðir úr lífsleiknum Línuveiðar bannað- ar úti af Malarrifi SJAVARÚTVEGSRAÐUNEYT- IÐ hefur nú bannað allar línu- veiðar frá Ifnu réttvfsandi suður af Malarrifsvita, að lfnu réttvfs- andi vestur frá öndverðarnesi og innan línu, sem dregin er 4 sjó- mílur utan viðmiðunarlínu. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt tillögum Hafrannsókna- stofnunarinnar, en við athugun á afla línubáta af þessu svæði kom í ljós, að smáþorskur var verulegur hluti aflans. Bann þetta tekur gildi frá og með 13. febrúar n.k. og gildir þar til annað verður ákveðið, en Haf- rannsóknarstofnunin mun fylgj- ast með þessu svæði. Meðfylgjandi kort sýnir bann- svæðið. TVEIR listmálarar, Guðbergur Auðunsson og Ómar Skúlason, eru með einkasýningar á Kjarvals- stöðum og er síðasta sýningarhelgin nú i viku- lokin. Guðbergur sýnir liðlega 20 myndir og hafa 5 myndir þegar selzt. Þar af hefur Listasafn íslands keypt eina og Listasafn SÍS eina, en sömu aðilar keyptu einnig myndir af Ómari Skúlasyni. Á sýningu Guðbergs í dag kl. 4 mun Sigurður Karlsson trommuleikari .leika trommu- konsert með aðstoðartækjum og ætlar hljóðfæraleikarinn að túlka verk listmálarans. Ágæt aðsókn hefur verið að sýningu Guðbergs Ómar Skúlason sýnir nokkrar myndraðir á sinni sýningu Viðfangsefni i eina Omar Skúlason við hluta úr myndröð. Ljósmynd Mbl. kee. röðina er sótt í Njálu. önnur er um lifið eftir dauðann, þriðja er um hund og kött og fjórða er gömul frá 1971 Ein röðin er um hlutverk konunnar í nútimaþjóðfélagi, t.d. konan i auglýsingunni og konan í lögreglunni. Ómar hefur selt nokkrar myndir og gefið nokkrar sagði hann í viðtali við Morgunblaðið i gær. Ágæt aðsókn hefur verið að sýningunni. ^> ^m^ií \ lOKAÐ ALLT ARIÐ : ^^ \\ \TYRIR NET - ' jf \I LÍNUVEIOAR BANNAOAR 'OAKV ,_ ^-^ I.OKAO ALLT ARtí>7 ^^pjf 5 hlutu styrki úr Rannsóknasjóði IBM FYRIR stuttu var úthlutað styrkj- um úr Rannsóknasjóði IBM vegna Reiknistofnunar Háskóla Islands. Er þetta i þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum, og bárust ails 7 umsóknir. Fimm umsækj- endur hlutu styrk, samtals 1.567.553 kr., og voru það þessir: Rannsóknarnefnd félags lækna- nema, 150 þúsund krónur, til áframhalds könnunar á ofnæmis- sjúkdómum á íslandi. Rannsóknastofnun land- búnaðarins, 400 þúsund krónur, til úrvinns'lu gagna er varða gróðurfar, gróðurskilyrðí og beit- arþol íslenskra gróðurlenda. Dr. Þorkell Helgason dósent 400 þúsund krónur, til að koma upp forritasafni til kennslu og rannsókna á sviði bestunar og fleiri þáttum tölulegrar greining- ar. Baldur Jónsson léktor 300 þús- und krónur, til rannsókna á sviði máltölvunar. Dr. Stefán Aðalsteinsson, 317.553 krónur, til rannsókna á því, hvernig skipuleggja megi jöfnun heyforða milli lands- svæða. }////.)>¦//ir/i//r//r/r/<y , Jj/s///r/.i /c//;/.v/> //(ýia,'/ áOKÍi or/ A~/'rr)f/// í /f/r//// 50 rhr/ r/fmr/r//'.t f//r//y.)///i /////// %(/. fa/t-tint j. /. - / // :>ti nUtcuz w//.íilci orj i'//ir'///r/, r'/ /r/rtr/tiiu />nr oý/ir/ rí /ir.>itim mr'iÁ'tt /tiiirii/ióftim. inttn t'rldrt /i/it /ivohunq' tít atf/ctiinri ifri'i/ri ri /i/¦¦f/i.<rtnqi j///.)n/<rt/i/a- oiq fjfS'/ qii rui i ii/rí/n . Stjórn. SVFÍ. UTSALA Torgsins í Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1 Allra síðasti dagur Austurstræti 10 'sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.