Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978 Norglobal hefur tek- ið við 14 þús. lestum Bræðsluskipió Norglobal flutti sig af Öxarfirði aust- ur á Bakkafjörð í fyrrinótt og liggur nú þar ekki f jarri landi, en næst verður skip- ið flutt til Seyðisfjarðar en það verður ekki fyrr en loðnan er komin sunnar. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar í gær hjá ís- birninum h.f., sem hefur skipið á leigu, að það væri nú búið að taka á móti 14 þús. lestum af loðnu og bræddi að meðaltali um 1500 lestir á sólarhring. Birgðageymar Norglobal voru einnig fullir í gær, og sömu sögu er að segja af öllum nyrðri hluta Aust- fjarða, þar eru nú allar loðnuþrær fullar eða eru að fyllast. Loðnuverk- smiðja ísbjarnarins á Seyðisfirði var i gær búin að taka á móti 6000 lestum af loðnu. Lagafrumvarp um tölvunotkun: Nefndin stefnir að því að skila af sér í tæka tíð fyrir þetta þing - segir Ármann Snævarr, form. nefndarinnar „NEFNDIN stefnir að því að skila af sér frumvarpinu innan ekki alltof langs tíma, alla vega örugglega í tæka tíð til þess, að dómsmálaráðherra geti lagt frumvarpið fram á yfirstandandi þingi, eins og hann hefur lýst yfir að hann vilji gera,“ sagði Armann Snævarr hæstaréttardómari, formaður nefndar, sem vinnur að samningu frumvarps til laga um tölvunotkun, er Mbl. spurði hann, hvað störfum nefndarinnar liði. Armann sagði, að nefndarmenn fylgdust mjög náið með frum- vörpum sama efnis, sem nú liggja fyrir þjóðþingum Norðmanna og Dana, en Svíar hafa þegar sam- þykkt lög um þetta efni. Enn er góð loðnuveiði austur af Langanesi FRA ÞVl á hádegi f fyrradag fram til hádegis f gær tilkvnntu 16 skip um loðnuafla, samtals 6970 lestir. Fóru skipin öll með aflann til Austfjarðahafna og eru þar nú allar þrær fullar allt suður til Stöðvarfjarðar. Ef góð loðnu- veiði helzt áfram, má reikna með að þrær á syðstu hlutum Aust- fjarða fyllist í dag og á morgun. Veiðisvæðið úti af Langanesi fær- ist sffellt aðeins suður á bóginn, en er engu að sfður miklu norðar en á sama tfma í fyrra. Skipin, sem tilkynntu um afla frá hádegi í fyrradag fram til há- degis í gær, eru þessi: Sigurbjörg ÖF 250 lestir, Arney KE 170, Gísli Arni RE 570, Hilmir SU 530, Ólaf- ur Magnússon EA 180, Hrafn Sveinbjarnarson GK 200, Grind- víkingur GK 600, Pétur Jónsson RE 600, Harpa RE 570, Faxi GK 280, Börkur NK 650, Isleifur VE 320, Náttfari ÞH 400, Breki VE 700, Rauðsey AK 530, Andvari KE 220 og Víkurberg 200 lestir. I.jÓMil.vnd Mhl RAX Hægt og sfgandi lensir daginn og um leið verður fólk sporléttara og glatt í fasi eins og sjá má á þessum tveimur stúlkum í Austurstræti. Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja: Engar forsendur hafabreytzt frá undirritun BSRB-samninga „ENGAR forsendur hafa breytzt síðan samningar við opinbera starfsmenn voru undirritaðir, nema hvað alþingismenn hafa hækkað kaup sitt til muna meira en BSRB samdi um fyrir sfna félagsmenn og Kjaradómur hefur dæmt háskólamönnum í hærri flokkunum meiri hækkun en fé- lagsmenn BSRR fengu,“ segir í ályktun sem samþykkt vará stjórnarfundi BSRB f gær. Alykunin, sem samþykkt var með atkvæðum allra fundar- manna, er svohljóðandi: „Stjórn B.S.R.B. mótmælir kjaraskerðingarákvæðum í frum- varpi rfkisstjórnarinnar um ráð- stafanir í efnahagsmálum. Með riftun samninga við BSRB og kjarasamninga annarra samtaka launafólks er vegið á þann hátt að samningsréttinum og mögu- leikum til að gera marktæka kjarasamninga í framtíðinni, að launafólk getur með engu móti við það unað. Stjórn BSRB telur samtök launafólks eiga þann kost einan að hefja nú þegar undir- búning allsherjarbaráttu fyrir varðveislu grundvallarréttar síns og tilveru samtakanna. Stjórn bandalagsins ákveður að leita samráðs við Alþýðusamband Islands i þessu stórmáli. Stjórn BSRB lýsir stuðningi við þá ákvörðun formanns banda- lagsins að kalla saman formanna- ráðstefnu BSRB þegar í byrjun næstu viku til þess að fjalla um viðbrögð samtakanna við þeim samningsrofum, sem verið er að undirbúa af hálfu stjórnvalda. Fyrir rúmum þremur mánuðum undirritaði fjármálaráðherra f.h. rikisstjórnarinnar aðalkjara- samning við BSRB, og sveitar- stjórnir gerðu kjarasamningavið félög bæjarstarfsmanna í BSRB. Að ófrávíkjanlegri kröfu ríkis- stjórnarinnar við setningu kjara- samnin^alaganna 1976 er gildis- tími þessara samninga tvö ár. Framhald á bls. 25. Loðnan magrari en í fyrra SVO VIRÐIST sem loðnan, sem veiðist í vetur, ætli að vera nokkru magrari en á vertíðinni í fyrra, a.m.k. það sem af er vertíð. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar hjá Jóhanni Þorsteinssyni hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins, að þann 5. febrúar s.l. hefði fituinnihald loðnunnar rcynzt vera að meðaltali 9.1% og fitu- frítt þurrefni 16.1% sama dag. A sama tfma í fyrra kvað Jóhann fituna hafa verið 10,2% og þurr- efnið 16.0%. Jóhann sagói, að fituinnihald loðnunnar nú virtist vera svipað og það var i byrjun loðnuvertíðar 1974, en enn væri skammt liðið á vertíðina og því væri engu hægt að spá um hver meðalfita vertíð- arinnar yrði. Mikið tjón er kvikn- aði í verkstæði Vegargerðarinnar im RÉTT um, kl. 21 í gær- kvöldi var slökkviliðið kallað að verkstæðisb.vgg- ingu Vegagerðar ríkisins við Borgartún-Sætún, en þá logaði mikið í nyrzta enda verkstæðisins. Tals- vert tjón varð I brunanum, meðal annars skemmdist húsnæðið töluvert og enn- fremur Michigan ámokstursvél, sem að líkindum er ónýt, Þegar slökkvióiðið kom á vett- vang, stóðu eldtungur upp úr risi verkstæðisins, en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Virðist sem eldurinn hafi komið upp í ámokstrusvélinni og mest logað þar og í þaki hússins. Stór jarðýta af gerðinni Caterpillar D7 stóð skammt frá ámokstursgröfunni og skemmdist ekkert. Ekki var í gærkvöldi búið að meta tjón af völdum brunans, en þess má geta að ámokstursgrafa af þeirri gerð, sem eyðilagðist í brunanum, kost- ar um 15 milljónir króna. Þá má geta þess, að þessari sömu ámokstursgröfu hvolfdi í Ólafs- víkurenni í fyrraog beiðþámaður bana. Slökkviliðsmenn slökkva eldinn í ámokstursgröfunni í verkstæðishúsí Vegagerðarinnar í gærkvöldi. Lj,)sm M,„„i k m Kosning 1 Starfsmannafélagi Rvíkurborgar á sud og mánud. STJÓRNARKJÖR fer fram í Starfsmannafé- lagi Reykjavfkurborgar á morgun, sunnudag og mánudag, og verður kosið í félagsmiðstöð- inni, Grettisgötu 89, á þriðju hæð. A sunnudag fer kosningin fram milli kl. 10 og 18, og á mánudag milli kl. 13 og 20. Kosningarétt hafa aliir sem taka laun hjá Reykjavfkurborg, þar með taldir þeir sem vinna hluta úr starfi og einnig eftirlaunamenn. Kosið er á milli ann- ars vegar framboðs upp- stillingíjnefndar, þar sem Þórhallur Halldórs- son, núverandi formað- ur, er í kjöri til for- mannssætis og til stjórnar eru i kjörí * - dís Þórðardót Fannberg, Guðmundur Eiríksson, Ingibjörg Agnars og Ingibjörg M. Jónsdóttir, — og hins vegar framboðs Nýrrar hreyfingar, þar sem Gunngeir Pétursson er í kjöri til formannssætis og til stjórnar Anna Karen Júliussen, Helgi Eggertsson, Jónas Engilbertsson og Þor- gerður Hlöðversdóttir. Setja skal kross fram- an við nafn þess sem maður vill kjósa. Öll önnur merki eða áritan- ir ógilda kjörseðilinn. Kjósa ber einn mann til formannssætis og fimm í stjórn. Sé ekki kosin rétt tala stjórnarmanna í öðrum hvorum reit kjörseðils er sá reitur ógildur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.