Morgunblaðið - 11.02.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1978
31
Oddur Olafsson:
Könnun atvinnulegrar
og félagslegrar stöðu
byggða á Suðurnesjum
Oddur Ólafsson (S) flytur
eftirfarandi tillögu til þings-
ályktunar:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að hlutast til um að
Framkvæmdastofnun ríkisins
kanni atvinnustöðu svo og fé-
lagslega aðstöðu íbúa byggðar-
laganna í nágrenni Keflavíkur-
flugvallar og geri næsta Al-
þingi grein fyrir niðurstöðum
könnunarinnar.
Greinargerð
Staða atvinnuvega á Suður-
nesjum hefur verið mjög erfið
mörg undanfarin ár. Sjávarút-
vegur hefur lengst af verið
grundvöllur atvinnu og afkomu
á svæðinu, en nú upp á síðkast-
ið hafa aflabrögð verið mjög
rýr og samsetning afla breyst
frá því að vera að mestu leyti
þorskur yfir í aðrar verðminni
tegundir, og hefur þessi breyt-
ing haft mjög óhagstæó áhrif á
afkomu þeirra er þessa atvinnu
stunda.
Versnandi afkoma veiða og
vinnslu hefur einnig haft mjög
óhagstæð áhrif á rekstur og af-
komu fjölda þjónustufyrir-
tækja er starfa í sambandi við
sjávarútveginn, og einnig hafa
sveitarfélögin sjálf átt við
mikla fjárhagsörðugleika að
etja, — örðugleika er rekja má
til hinna sömu orsaka. Lita
verður svo á, að ekki hafi verið
brugðið jafnskjótt við til hj :'lp-
ar atvinnustarfsemi á Suður-
nesjum og gert hefur verið þeg-
ar aðrir landshlutar hafa lent í
örðugleikum, og er hugsanlegt
að þar hafi nálægðin við Kefla-
víkurflugvöll haft áhrif. A
Keflavíkurflugvelli fer fram
blómleg og fjölbreytt atvinnu-
starfsemi, og munu ýmsir líta
svo á, að ekki þurfi að hafa
áhyggjur af afkomu Suður-
nesjamanna þar sem þeir hafi
völlinn.
Það er hins vegar skoðun
flutningsmanns, að starfsemin
á Keflavíkurflugvelli hafi að
ýmsu leyti óhagstæð áhrif á
þróun sjávarútvegs á Suður-
nesjum, en geti hins vegar á
engan hátt leyst hann af hólmi
sem grundvöllur undir afkomu
svæðisins. Auk þess fylgja
starfseminni á Keflavikurflug-
velli ýmis félagsleg áhrif, sem
full ástæða er til þess að kanna
rækilega.
# Kortabók
íslands
Sverrir Hermannsson (S),
Ingvar Gíslason (F), Gils Guð-
mundsson (Abl), Eggert G.
Þorsteinsson (A) og Karvel
Pálmason (SFV) flytja tillögu,
þess efnis að skora á ríkisstjórn
að hafa forgang um útgáfu
kortabókar íslands; safn korta,
þar sem margs konar fróðleikur
um land og þjóð er fram settur
á myndrænan hátt (þjóðlands-
atlas). I greinargerð segir m.a.
að slík kortabók verði gagnlegt
heimildarrit fyrir innlenda og
erlenda fræðimenn sem stunda
rannsóknir á ýmsum fræðisvið-
um, auk þess sem hún hafi mik-
ið menntunargildi og yrði nýt
við kennslu á framhalds- og há-
skólastigi og sem handbók og
uppsláttarrit. Setja þarf fram á
kortum á myndrænan hátt ýmis
einkenni lands og þjóðar, þ.á m.
má nefna náttúrufar, sögu, at-
vinnulíf, félagsmál og menn-
ingarmál.
# Suðurnesja-
áætlun
Gils Guðmundsson (Abl) og
Geir Gunnarsson (Abl) flytja
svohljóðandi tillögu um Suður-
nesjaáætlun:
Alþingi ályktar að fela Fram-
kvæmdastofnun ríkisins:
NÝ'
ÞINGMÁL
I. Að láta undirbúa og gera
framkvæmda- og fjármögnun-
aráætlun um alhliða atvinnu-
uppbyggingu á Suðurnesjum.
Verði áætlunargerðinni flýtt
eftir föngum og áfangaskýrslur
gefnar út strax og við verðum
komið.
Við áætlunargerð þessa um
uppbyggingu atvinnulifs á Suð-
urnesjum skal leitast við að ná
eftirtöldum markmiðum:
a) Að koma á sem nánastri
samvinnu og skipulagi um öfl-
un hráefnis til fiskiðnaðar og
iöndun þess, og skal að þessu
leyti litið á allt Suðurnesja-
svæðið sem eina heild.
b) Að gera áætlun um hæfileg-
an og nógu fjölbreyttan skipa-
stól, sem gæti þjónað Suður-
nesjasvæðinu öllu og tryggt
sem jafnasta hráefnisöflun og
atvinnuöryggi þess fjölda sem
við sjávarútveg vinnur. Verði
sérstaklega leitast við að draga
úr þeim sveiflum, sem lengi
hafa átt sér stað um hráefnis-
öflun, þegar meira en helming-
ur ársaflans berst á land á
þrem mánuðum, en fisk-
vinnslustöðvar skortir verkefni
meira en hálft árið.
c) Að gera áætlun um nauðsyn-
lega endurnýjun og uppbygg-
ingu fiskvinnslustöðva á svæð-
inu, þar sem lögð er áhersla á
hóflegan fjölda og hágkvæma
stærð. Höfð skal I huga æskileg
verkaskipting milli einstakra
útgerðarstaða. Áætlun um
mjöl- og lýsisverksmiðjur verði
einn liður þessarar skipulagn-
ingar.
d) Að gera tillögur um ýmsan
iðnað annan en fiskiðnað, svo
og atvinnurekstur af öðru tagi,
með það I huga að auka fjöl-
breytni atvinnulífs á Suóur-
nesjum. Skal það sérstaklega
haft I huga við slíka tillögu-
gerð, að hægt verði að tryggja
því fólki, sem vinnur á Kefla-
víkurflugvelli eða við önnur
störf tengd dvöl erlends her-
liðs, atvinnu við innlendan og
þjóðhagslega arðbæran at-
vinnurekstur.
II. Að undirbúa nú þegar og
leggja fram svo fljótt sem við
verður komið rökstuddar tillög-
ur um bráðabirgðaskipulag hrá-
efnisöflunar og skynsamlega
nýtingú fiskvinnslustöðva á
Suðurnesjum, með það fyrir
augum að bæta rekstur og
tryggja fulla atvinnu. Þess sé
gætt, að umræddar bráða-
birgðaaðgerðir geti orðið þáttur
i þeirri alhliða atvinnuupp-
byggingu til frambúðar, sem
um er fjallað í 1. lið tillögunn-
ar.
III. Verk það, sem um getur í I.
og II. lið þessarar tillögu, skal
unnið í samvinnu við Sam-
starfsnefnd sveitarfélaga á
Suðurnesjum eða einstakar
sveitarstjórnir, ef hentara þyk-
ir, svo og fulltrúa verkalýðsfé-
laga og sjómannafélaga.
# Endurnýjun
og uppbygging
strandferða-
þjónustu
Þrir þingmenn Framsóknar-
flokksins, Steingrímur Her-
mannsson, Tómas Árnason og
Ingi Tryggvason, flytja tillögu
til þingsályktunar um endur-
nýjun og uppbyggingu strand-
ferðaþjónustunnar. I tillögunni
er skorað á ríkisstjórnina að
hraða athugun á þessu sviði hjá
Skipaútgerð ríkisins og leita
leiða til þess að fjármagna slfka
endurnýjun í því skyni að:
1) auka og bæta strandferða-
þjónustu við dreifbýli landsins,
2) stuðla að hallalausum
rekstri Skipaútgerðar ríkisins.
Tillögunni fylgir ftarleg
greinargerð um gildi strand-
ferðaþjónustu fyrir lands-
byggðina og framleiðsluat-
vinnuvegina, sem og um áætlun
Skipaútgerðarinnar sjálfrar um
endurskipulagningu þjónust-
unnar, nauðsyn nýrra skipa og
bættrar hafnaraðstöðu o.fl.
Matthfas A Mathisen fjármálaráðherra. n.k. aðhaldsráðherra í ríkis-
kerfinu, og Vilhjálniur Hjálmarsson menntamálaráðherra, sem verður
að láta sér nægja „takmarkað" fjármagn til menntunar, fróðleiks og
lista þjóðarinnar.
Menntamálaráóherra:
N ýtt f rum varp
um Þjóðleikhús
„Hóflega i sakir farið”
VILHJÁLMUR Hjálmars-
son menntamálaráðherra
mælti fyrir stjórnarfrum-
varpi um Þjóðleikhús í efri
deild Alþingis s.l. fimmtu-
dag. Efni fraumvarpsins
hefur áður verið rakið á
þingsfðu Mbl. Hér fer á
eftir meginmál í framsögu
ráðherrans.
Að nokkru leyti eru þau atriði,
sem í frv. felast staðfesting á
þeim starfsháttum, sem þegar
hafa verið upp teknir ellegar að
hliðstæð ákvæði eru í þeim lög-
um, sem nú gilda.
En að hluta er hér gert ráð fyrir
nýjum þáttum í starfsemi Þjóð-
leikhússins ellegar aukinni
áherslu á einstaka starfsþætti,
sem þegar eru upp teknir.
Nokkur atriði í frumvarpinu
hafa aukinn kostnað i för með sér.
En þess ber að gæta, að í 18. gr.
frumvarpsins segir svo:
„Eigi skal ráða í nýjar stöður
samkvæmt lögum þessum fyrr en
fé er veitt til þess á fjárlögum."
— Þetta ákvæði er raunar óþarft,
því að þessi er hin löglega með-
ferð mála. En það er eigi að siður
sett hér inn til þess að árétta
skilning höfunda frumvarpsins
og löggjafans á þessu atriði.
Það er skoðun mín og ég hygg
að allir geti verið sammála um
það, að ný löggjöf um stofnun
eins og Þjóðleikhúsið hlýtur að
fela I sér möguleika til aukinnar
starfsemi, til nokkurrar þróunar
og hún hlýtur því alltaf að hafa
einhvern mögulegan kostnaðar-
auka í för með sér. En ég tel, að í
þessu frumvarpi sé það hóflega i
sakir farið, að ekki þurfi að hika
við afgreiðslu þess af ótta við
óhæfilega aukningu tilkostnaðar.
Breytingar þær, sem gerðar
hafa verið á frumvarpinu frá því
að það vár lagt fyrir á siðasta
þingi, varða einvörðungu fyrir-
komulag lifeyrisgreiðslna. Þótti
rétt við nánari athugun og að
höfðu samráði við fjármálaráðu-
neytið og stjórn Lifeyrissjóðs op-
inberra starfsmanna að gera þess-
ar breytingar. Er þá tekið tillit til
þeirrar þróunar i lífeyrismálum,
sem orðið hefur frá því að frum-
varp þetta var í letur fært i fyrst-
unni.
Ég vil geta þess, að mennta-
málanefnd deildarinnar voru i
fyrra sendar upplýsingar um fjár-
hagslegu hliðina. Þær upplýsing-
ar má að nokkru framreikna með
tilliti til verðhækkana, en allar
nánari upplýsingar, sem óskað
kann að vera af nefndarinnar
hálfu verða að sjálfsögðu í té látn-
ar.
Eg árétta svo tilmæli mín til
háttvirtra þingmanna að taka
þetta mál til efnislegrar meðferð-
ar og afgreiðsiu, ef unnt reynist
og legg til, að frumvarpinu verði
að lokinni þessari 1. umr. visað til
menntámálanefndar.
— Minning
Kristleifur
Framhald af bls. 27
viðbrugðið, en vinna við vega-
gerðina var mestöll unnin með
handverkfærum framan af, eða
þar til á árum síðari heimsstyrj-
aldarinnar. Fram til þess tfma var
það hakinn og skóflan sem notuð
voru við vegalagningarnar.
Sumarið 1936 bættist góður
starfskraftur í vegavinnuflokk
Kristleifs. Það var Sigriður Jens-
dóttir frá Eyrarbakka, sem reðst
vestur sem ráðskona. Fór vel á
með þeim Kristleifi og Sigríði og
gengu þau i hjónaband tveim ár-
um síðar. Bjuggu þau sér heimili í
Reykjavík, fyrst að Barónsstíg 10
og síðar að Laugalæk 3.
Ekki létu þau hjónin þó af
störfum fyrir Vegagerðina. Héldu
þau áfram störfum úti á lands-
byggðinni á sumrum og höfðu
börn sin þá með sér, þótt ung
væru að árum. Þennan hátt höfðu
þau á í 30 ár, eða þar til 1968 að
þau létu af störfum.
Börn þeirra Kristleifs og Sigríð-
ar eru þrjú: María Elísabet,
hjúkrunarfræðingur, Jens, mynd-
listarmaður og kennari, kvæntur
Guðrúnu Magnúsdóttur frá Bol-
ungarvik, og Björn, arkitekt,
kvæntur Þuríði Backman frá
Reykjavfk.
Kristleifur andaðist á Landa-
kotsspítala í Reykjavik 29. janúar
s.l. af völdum hjartaslags. MINN-
AST GÓÐS OG HJARTAHREINS
MANNS ÞAR SEM Kristleifur
var- Jón Birgir Pétursson
— Bókmenntir
Framhald af bls. 11.
hans og galdraferil, sem hófst nú
erfiður en óslitinn. Um stúlkuna:
„Hár hennar flóði svart og slegið
niður á bakið líkt og svartur foss.
Gjafari þótti húrf mjög ljót en
hann vildi geðjast henni og hljóta
aðdáun hennar og sú löngun óx
meðan þau töluðu saman."
Það var hún sem ögraði honum
er hann færðist undan að fremja
hamskiptatöfra.
Og hann fór að leita í tveim
Fróðleiksbókum Ogions.
„Gjafar skildi þó einhvern
hluta af þvi sem hann reyndi að
lesa og með hugann fullan af
spurningum og háði stúlkunnar
nam hann staðar á opnu þar sem
voru letruð galdratákn til að særa
upp anda hina framliðnu . ..“
Saga þessi er löng og efnismik-
il. Atburðir margir og oftast
óhugnarlegir. Hættulegasti óvin-
ur Gjafars varð Skugginn sem
reyndi að draga úr honum allan
mátt og galdra.
„— Það var myrkrið sjálft sem
hafði beðið hans, skapnaðurinn
sem ekkert nafn hafði, veran sem
heyrði ekki þessum heimi til,
skugginn sem hann hafði leyst
eða skapað. Við mörkin milli lífs
og dauða hafði skugginn beðið
hans þessi löngu ár og nú hafði
hann fundið hann að lokum —“
Ekki trúi ég þvi að börn innan
fermingaraldurs lesi þessa bók
sér til skemmtunar, til þess er
hún of þung. En fyrir það ungt
fólk og fullorðið sem gaman hefur
af dulúðgum spennandi frásögn-
um er hún áreiðanlega ágæt til
skemmtilesturs. Frágangur er
góður.