Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 1
48 SIÐUR
39. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Samkomulag tilkyrint um
lausn Rhódesíudeilunnar
Þeir náðu samkomulagi
í Rhódesíudeilunni
(talið frá vinstri): Abel
Muzorewa biskup. dr.
Elliot Gabellah (stað-
gengill séra Sithole),
Jeremiah Chirau ættar-
höfðingi og Ian Smith
forsætisráðherra.
Salishury. 15. febrúar. Reuter. AP.
LEIÐTOGAR blökkumanna og hvltra manna I Rhódesfu tilkynntu í
dag að þeir hefðu náð samkomulagi i meginatriðum um nýja stjórnar-
skrá og myndun meirihlutastjórnar blökkumanna í Rhódesfu þannig
að öryggi hvítra manna yrði tryggt og kváðust gera ráð fyrir þvf að
bráðabirgðastjórn yrði mynduð bráðlega.
lan Smith forsætisráðherra og leiðtogar blökkumanna skýrðu frétta-
mönnum frá samkomulaginu að loknum 37. fundi sfnum síðan viðræð-
urnar hófust 2. desember og feku á als oddi, hlógu og gerðu að gamni
sfnu. Þetta er f fyrsta skipti sem Smith hefur rætt við blaðamenn f
návist leiðtoga blökkumanna sem berjast fyrir endalokum 90 ára
yfirráða hvftra manna og þessi eindrægni þeirra á sér enga hliðstæðu.
„Við erum mjög hamingjusam-
ir,“ sagði Abel Muzorewa biskup,
leiðtogi Sameinaða afriska þjóð-
arráðsins (UANC) sem olii
þriggja vikna þráskák í viðræðun-
um vegna þess að hann var ósam-
mála viðsemjendum sinum um
fjölda hvítra fulltrúa á þingi sem
verður komið á laggirnar er
meirihlutastjórn blökkumanna
tekur við völdum í Rhódesiu sem
þeir kalla Zimbabwe.
Smith kallaði samkomulagið
„sigur fyrir hófsemi“ og kvað það
hafa náðst vegna mikillar þraut-
seigju samningsaðila sem hefðu
verið staðráðnir i að gefast ekki
upp.
Föðurlandsfylkingin, sem
skæruliðar þeir er bækistöðvar
hafa í Mozambique og Zambiu og
heyja harða styrjöld gegn öryggis-
Bretar deila
á Færeyinga
London, 15. febrúar. AP.
EFNAHGSBANDALAGIÐ hefur
verið beðið að leiðrétta misskiln-
ing sem virðist hafa risið milli
Breta og Færeyinga út af nýjum
fiskveiðisamningi sem kann að
verða rift aðeins einni viku eftir
að samkomulag náðist um hann.
Gengið var frá samningnum i
síðustu viku að loknum erfiðum
viðræðum og samkvæmt honum
mega Færeyingar veiða í brezkri
lögsögu og Bretar i færeyskri, en
brezkur embættismaður sagði í
dag að samningurinn jaðraði við
að vera óviðunandi.
Bruce Millan Skotlandsráð-
herra kvaðst vera að reyna að
ganga úr skugga um hvað hæft
væri í frétt um að færeyska lands-
stjórnin vildi meina Bretum veið-
ar á miðum sínum fram í maí af
„verndunarástæðum."
Hann sagði reiðum þingheimi
að brezka stjórnin mundi ekki
sætta sig við slíkt skilyrði og
Framhald á bls. 26
sveitum Rhódesiustjórnar til-
heyra, tók ekki þátt í viðræðunum
og er þvi ekki aðili að samkomu-
laginu. Rúmlega 600 menn hafa
Framhald á bls. 26
Sex böm
fórust í
eldsvoða
Noyelles Godault, 15. feb. AP.
SEX börn á aldrinum fimm til
17 ára fórust í eldi sem kom
frá olíuhitunartæki á heimili
þeirra í Noyelles Godault í
Frakklandi í morgun.
Móðir þeirra og tveir gestir á
heimilinu fórust einnig í elds-
voðanum. Þau voru öll í fasta-
svefni.
Olíuhitunartækið var á jarð-
hæð hússins og sprakk í loft
upp. Eldurinn læsti sig um tvö
herbergi á efri hæð þar sem
fólkið svaf.
1 Boulogne-Billancourt, út-
borg Parísar, létust tvö börn,
eins og tveggja ára gömul, í
Framhald á bls. 26
Begin segir þotusölu
ógna friðartilraunum
Jerúsalem, 15. febrúar. AP. Reuter.
MENACHEM Begin forsætisráð-
herra mótmælti harðlega í dag
Sprengjuþotu
sagt að lenda
Nairobi, 15. febr. Reuter.
KENVSKAR þotur neyddu f dag
egypzka flugvél af gerðinni
Boeing 707 hlaðna sprengjum,
sem hún ætlaði að flytja til Sóma-
líu, til þess að lenda á flugvellin-
um í Nairobi að sögn stjórnar
landsins.
Talsmaður stjórnarinnar sagði
að Kenyastjórn hefði lýst áhyggj-
um vegna vopnasendinga Egypta
til Sómalíu, að flugvélin hefði rof-
ið lofthelgi Kenya og að yfirvöld
landsins hefðu ekki átt um annað
að velja en neyða flugvélina til að
lenda.
Hann sagði að í flugvélinni
hefðu verið 170 kassar af sprengi-
kúlum og sprengiefni. Hann sagði
að farmurinn hefði verið gerður
upptækur og sjö menn sem flugu
Framhald á bls. 26
fyrirhugaðri sölu á bandarfskum
herþotum til Egyptalands og
Saudi-Arabíu og kvað samning-
inn um söluna stofna friðartil-
raunum f hættu.
Begin skýrði einnig frá því f
þingræðu að hann ætlaði að fara
til Washington í næsta mánuði til
þriggja daga viðræðna við Carter
forseta og freista þess að gera út
um þann ágreining sem er risinn
með Israelsmönnum og Banda-
rikjamönnum.
Hann sagði að sala herflugvél-
anna yrði til þess að styrkja það
sem hann kallaði úrslitakosti er
Anwar Sadat forseti hefði sett
fram og ýta undir vopnaskak
Egypta.
En hann sagði að hótanir um
stríð og árás gætu ekki fengið
ísraelsmenn til að taka ákvarðan-
ir sem yrðu hættulegar stöðu
þeirra, réttindum og framtíðar-
öryggi.
Hann bað Carter forseta að end-
200 manns bjargað úr log-
andi farþegaþotu á Tenerife
Santa (’ruz de Tenerife,
15. febrúar AP. Reuter.
BOEING 707 þota belgíska
flugfélagsins Sabena eyðilagð-
ist f eldsvoða skömmu eftir
lendingu á flugvellinum i
Santa Cruz de Tenerife á Kana-
rfeyjum f dag, en 189 farþegar
og sjö manna áhöfn flugvélar-
innar sluppu við alvarleg
meiðsli.
Orsök slyssins var bilun í
lendingarbúnaði flugvélarinn-
ar sem var nýlent á Los Rodeos-
flugvelli þegar eldur kom upp f
henni. Fiugvélin fuðraði upp
en flugvallarslökkviliðið brá
skjótt við og bjargaði öllum úr
flugvélinni út um neyðarút-
ganga.
Tiu manns meiddust lítils
háttar og voru flutt í sjúkrahús-
ið í Tenerife, þar á meðal Belgi
sem mun hafa fengið hjarta-
áfall. Farþegarnir voru allir
skemmtiferðamenn sem komu
frá Brtissel. Sabena hafði leigt
flugvélina belgíska félaginu
Sobelair.
Farþegunum var bjargað úr
flugvélinni á átta mínútum en
þrír þjóðvarðliðar fengu smá-
vegis brunasár þegar þeir klifr-
uðu um borð í flugvélina til að
bjarga áhöfninni sem fékk
vatnsgusu frá slökkviliðs-
mönnunum sem sprautuðu á
vélina.
Eftir slysið var flugvellinum
á Tenerife lokað og flugvélum
sem ætluðu að lenda var beint
til annarra flugvalla á Kanarí-
eyjum eins og í Las Palmas,
Arrecife og Fuerteventura.
í marz í fyrra fórust rúmlega
570 i árekstri Boeing 747 flug-
véla Pan American og KLM á
Los Rodeos. Það er mesta flug-
slys sem um getur.
urskoða ákvörðun sína þar sem í
henni fælist „alvarleg hætta fyrir
tilraunir til að koma á friði og
fyrir öryggi Israels."
I Kairó er ákvörðun Carters tal-
in fyrsti áþreifanlegi stuðningur-
inn sem friðartilraunir Sadats
hafi fengið frá Bandarikjamönn-
um, þótt egypzki forsetinn telji
flugvélarnar lítils virði.
Egyptar fá alls 50 orrustuflug-
vélar af gerðinni F-5 og Sadat
hefur kallað þær „10. flokks“.
Framhald á bls. 26
Sómalskir
stúdentar
heimleiðis
Moskvu, 15. febrúar. AP.
ÞRJATÍU sómalskir stúdentar
fóru heimleiðis frá Moskvu í dag
með áætlunarflugvél, fyrstir um
370 stúdenta sem Sómaliustjórn
hefur kallað heim.
Stúdentarnir fóru með flugvél
japanska flugfélagsins til Rómar
þar sem þeir halda áfram ferð
sinni til Mogadishu, höfuðborgar
Sómalfu.
Stúdentarnir sögðu fyrir brott-
förina að gagnstætt því sem
Sómalíustjórn hefði sagt hefðu
þeir ekki verið teknir fastir eða
reknir frá stúdentagörðum.
Hins vegar sögðust nokkrir
stúdentar hafa fengið þær upplýs-
ingar i sómalska sendiráöinu í
Moskvu að sovézk yfirvöld hefðu
neitað að leyfa sómalskri flugvél,
sem átti að koma frá Róm til að
sækja þá, að lenda í Moskvu.
Sómalíustjórn ákvað að kalla
stúdentana heim vegna hrið-
versnandi sambúðar Sómalíu og
Sovétríkjanna út af stuðningi
Rússa við Eþíópíumenn í Ogaden-
stríðinu.