Morgunblaðið - 16.02.1978, Page 5

Morgunblaðið - 16.02.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 5 Yfirlýsing frá Blaða- mannafélagi íslands Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Blaðamannafélagi Islands: Blaðamannafélag íslands hefur boðað til verkfalls frá og með föstudeginum 17. febrúar 1978, en vill af þvi tilefni taka fram, að» komi til verkfalls þessa þá er það beint framhald þeirrar kjarabar- áttu, sem félagið hóf með upp- sögn samninga á sl. sumri. Þá gengu öll félög ASl frá samning- um, en Blaðamannafélagið gekk aftur á móti frá samkomulagi við viðsemjendur sína um samræm- ingu á kjörum fréttamanna ríkis- útvarpsins og blaðamanna blað- anna. Samkomulag þetta var þess efn- is, að samræming átti að fara fram á kjörum fréttamanna rikis- útvarps og blaðamanna eftir að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefði gengið frá kjarasamn- ingi sinum. Skyldi sérstök nefnd, sem fjalla átti um málið, komast að samhljóða niðurstöðu um sam- ræminguna, en tækist það ekki gerði samkomulagið ráð fyrir að hvorum aðila um sig væri heimilt að segja upp samningum. Atti samkomulag að hafa tekizt fyrir 20. janúar 1978. Blaðaútgefendur komust hins vegar að þeirri niðurstöðu hinn 19. janúar sl., að algjört samræmi væri orðið þá þegar á kjörum fréttamanna og blaðamanna. Þeir rökstuddu ekki frekar þessa niðurstöðu sína og hafa neitað fulltrúum blaðamanna um að fá að sjá forsendur þeirra útreikn- inga sem þarna liggja að baki, svo og sáttasemjara ríkisins. Blaðamenn hafa með rökstuðn- ingi sýnt fram á að ekki er sam- ræmi milli þessara kjarahópa og m.a. bent á að byrjunarlaun í blaðamennsku samkvæmt taxta B.I. séu nú 109.990.— kr. en byrj- unarlaun í fréttamennsku hjá Ríkisútvarpinu séu 190.911.— krónur samkvæmt taxta BSRB. Af hálfu blaðamanna hefur jafnframt verið óskað eftir því margsinnis, að Kjararannsóknar- nefnd yrði sem hlutlaus aðíli fenginn til að reikna út mismun kjara fréttamanna ríkisfjölmiðl- anna og blaðamanna en þeirri málaleitan hafa útgefendur jafn- an hafnað. Blaðamannafélagi Is- lands var því nauðugur einn kost- ur að segja upp samningum sín- um og hefja nýja kjarasamnings- gerð. Þrátt fyrir að blaðamenn hafi haft samkomulagið um samræm- ingu upp á vasann, hafa blaðaút- gefendur aðeins boðið 4,3% kaup- hækkun á alla launataxta félags- ins. Það þýðir í raun, að samræmi næst með þeim hætti, að blaða- maður með 8 ára starfsreynslu, sem annast verkstjórn eða hefur sambærilega ábyrgð í starfi, fær laun sem eru 9 krónum hærri en hjá byrjanda í fréttamennsku hjá ríkisfjölmiðlunum. Þessu getur Blaðamannafélag íslands að sjálf- sögðu ekki unað og þvi stefnir þessi kjaradeila nú í verkfall. Blaðamannafélag islands verð- ur 80 ára á þessu ári. Það hefur jafnan stýrt kjarabaráttu sinni á þann veg, að ekki hefur komið til verkfalls — utan einu sinni. Það var í ágústmánuði 1963 og stóð þá í um það bil viku. Nú eru því liðin 15 ár tæplega milli þessa fyrsta og Formannaráðstefna BSRB: Skorar á Alþingi að hætta við sam- þykkt þeirra ákvæða sem fela í sér riftun á k j arasamningum formannarAðstefna BSRB hófst að Hótel Sögu á þriðjudag. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, hafði framsögu um viðhorfin i kjaramálum og viðbrögð samtakanna við aðgerð- um ríkisstjórnarinnar en að því loknu urðu miklar umræður með- al fundarmanna, að sögn Kristjáns. Niðurstaðan var að kjósa 9 manna nefnd til að gera tillögu um aðgerðir eða viðbrögð BSRB vegna þessa máls. I níumanna nefndina voru kjör- in Kristín Tryggvadóttir, frá Sam- bandi ísL barnakennara, Agúst Geirsson, Félagi ísl. símamanna, Bergmundur Guðlaugsson, Toll- varðafélagi Islands, Einar Olafs- son, Starfsmannafélagi ríkisstofn- ana, Eyþór Fannberg, Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar, Jónas Jónsson, Landssambandi lögreglumanna, Oddur Pétursson, Félagi opinberra starfsmanna á ísafirði, Sigurveig Sigurðardóttir, Hjúkrunarfélagi íslands, og Snorri Jónsson, Landssambandi framhaldsskólakennara. Formannafundinum var svo haldið áfram klukkan 14 í gær. I fundarlok var eftirfarandi sam- þykkt með 58 atkvæðum gegn 2, en að sögn Haralds Steinþórsson- ar, framkvæmdastjóra BSRB, sátu 2 eða 3 fundarmanna hjá við atkvæðagreiðsluna. Mótatkvæðin annars verkfalls í sögu félagsins, þ.e.a.s. ef af verkallinu nú verður. Kjör blaðamanna hafa frá 1. desember 1976 hækkað um 47% á sama tima og kjör annarra stétta í þjóðfélaginu hafa hækkað um allt að 80%. Því miður verður að segj- ast, að sá lærdómur sem blaða- menn hafa dregið af þessari þró- un, er sá að kjarabaráttu hérlend- is er ekki ufint að reka með árangri nema með því að beita verkfallsvopninu. Viðsemjendur Blaðamannafé- lags tslands eru nýgengnir í Vinnuveitendasamband tslands. Ein af grundvallarreglum þeirra samtaka er að greidd skulu sömu laun fyrir samsvarandi vinnu án tillits til þess hjá hverjum hún sé unnin. Blaðamannafélag íslands væntir þess, að viðsemjendum þess, nýliðunum í Vinnuveitenda- sambandinu, sé ljóst þetta grund- vallarsjónarmið þeirra samtaka, sem þeir hafa gerzt félagar í. Þá mun þessi kjaradeila þeirra við blaðamenn hljóta farsælar lyktir. Kristján Thorlacius sagði Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, í samtali við Mbl. eftir að formannaráðstefnu BSRB lauk-á Hótel Sögu síðdeg- is í gær. „Hverjar þær aðgerðir eru, get ég ekk,ert sagt um á þessu stigi, en í samþykkt formanna- ráðstefnunnar segir að stjórn BSRB skuli gangast fyrir víð- tækri þátttöku félagsmanna í þeim aðgerðum, sem samkomu- lag næst um, og að komi til vinnustöðvunar, skuli stjórnin taka þátt i stjórnun hennar af þess hálfu." Þegar Mbl. spurði, hvort þetta þýddi að stjórn BSRB myndi hvetja félags- í samþykktinni felst að um geti orðið að ræða vinnu- stöðvanir í einhverri mynd - segir Kristján Thorlacius, form. BSRB „ÞESSI ályktun formannaráð- stefnu BSRB þýðir það að við bíðum eftir niðurstöðu for- mannaráðstefnu ASl og síðan munum við taka upp viðræður við önnur samtök launafólks um hugsanlegar aðgerðir," menn til verkfallsaðgerða, enda þótt þeir hefðu ekki verkfalls- rétt, svaraði Kristján: „Það er rétt að við höfum ekki verk- fallsréttinn, en við munum ekki skorast undan þeim aðgerðum, Framhald á bls. 26 éjörfo '*HVy?£ "W&W#®7* -V - Hf j&*** \ fmSm/ÆÉí - i V 0 > Vfj&R ■<. >••• sagði Kristján Thorlacius hafa komið til vegna óánægju viðkom- andi með það „hversu lin ályktun- in væri“: „Með kjarasamningum samtaka launafólks á s.l. ári var réttur hlutur launamanna eftir langvar- andi stórfellda kjaraskerðingu, er leiddi af riftun kjarasamninga vorið 1974, þegar hætt var að greiða umsamdar vísitöluuppbæt- ur á laun. Með frumvarpi því, sem rikis- stjórnin hefur nú lagt fyrir Al- þingi um ráðstafanir í efnahags- málum, er enn á ný rift nýlega gerðum kjarasamningum. A þennan hátt er komið í veg fyrir að launafólk geti í frjálsum samn- ingum samið um launakjör sín eins og lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938 og lög um kjarasamninga Bandalags starfs- manna ríkis og bæja frá 1976 gera ráð fyrir. Formannaráðstefna BSRB 1978 ályktar að ekki verði lengur við það unað, að fjárskuldbindingar þær er felast í kjarasamningum, séu að engu hafðar af ríkisstjórn ogAlþingi. Því ákveður formannaráðstefn- an að stjórn Bandalags starfs- manna ríkis og bæja leiti sam- starfs við önnur samtök launa- fólks, sérstaklega Alþýðusam- Framhald á bls. 26 W' fc" -f,. Björk Guðmundsdóttir er aðeins 11 ára Reykvíkingur. Hún syngur, hún spilar og hún semur lög. Nú hefur hún sungið á plötu tneð aðstoð nokkurra af þekktustu popptónlistarmönnum landsins. Þetta er einstök plata sem á án efa eftir að veita æskufólki á hvaða aldri sem er mikla ánægju. GÓÐA SKEMMTUN! FALKIN N

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.