Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 12

Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 Ávarp ,,lýdrædissinnadra kommúnista” í Austur- Þýzkalandi 2. grein 1 fyrsta sinn f sögu Þýzka al- þýðuiýðveldisins er komin fram stesk andspyrnuhreyfing innan kommúnistaflokkssins, SED. Hin .lýbakaða og vitanlega ólöglega stjórnar- og flokksandstaða leysir hér frá skjóðunni á mjög opinská- an hátt. Andófsmennirnir ganga hiklaust til verks í hvassri gagn- rýni sinni á stefnu Flokksins og sovézkan línudans stjórnarinnar. Þeir nefna öll helztu pólitísku vandamál Alþýðulýðveldisins réttum nöfnum. Höfundar þessa ávarps „Samtaka lýðræðissinn- aðra kommúnista“ ættu að vita gjörst hvar skórinn kreppir í Austur-Þýzkalandi og f Ráð- stjórnarríkjunum, því þeir eru sumir sagðir háttsettir innan Flokksins og stjórnsýslu lands- ins. I STRÍÐOG FRIÐUR 1. Við höfnum hinu þoku- kennda „almenna þróunarlögmáli marxismans“. Sannleikurinn er alltaf hlutlægur og raunveruleg- ur. Innsti kjarni marxismans er hlutlæg greining á hinu raun- verulega ástandi hverju sinni. Hættan af risaveldunum 2. Hin ólíka þróun ríkisauð- valdsins hefur leitt til þess, að nú eru í heiminum tvö heimsvalda- sinnuð risaveldi, þ.e. Bandaríkin og Ráðstjórnarríkin. Svo að tryggja megi frið í heiminum, verðum við að vona, að á alþjóóa- vettvangi verði með mest dreifing á styrkleikahlutfalli milli ríkja heimsins. Lýöskrum frá Moskvu 3. Frá hinum tveim heims- valdaasinnuðu höfuðstöðvum stafar styrjaldarhættu. Hin hrottalega notkun Ráðstjórnar- ríkjanna á napalmi gegn landa- mærasveitum Alþýðulýðveldisins Kína, og hinar stöðugu viðsjár á landamærum Ráðstjórnarríkj- anna og Kína, færa okkur fullar sönnur á, að sú kenning að Ráð- stjórnarríkin tryggi friðinn með veldi sínu, er hreint og beint lýðs- krum. Hættan á stríðsátökum eykst í kjölfar aukinnar hervæð- ingar risaveldanna. Það verður að koma á afvopnun. Hinir mettu og makráðu 4. í hinu vestræna kerfi heims- valdasinna eru hin einstöku ríki orðin gjörsamlega háð hvert öðru innbyrðis, bæði á sviði efnahags- mála, stjórnmála og menningar. Hinum einstöku iðnríkjum auð- valdsins stafar því engri striðs- hættu lengur hvert af öðru. Sovézkar nýlendur 5. Vígbúnaður Ráðstjórnarríkj- anna á landi, sjó og í lofti, hinar beinu hvatningar sovétmanna til átaka á styrjaldarsvæðunum í Af- riku og I arabalöndunum með vopnasendingum, aðstoðarmönn- um og herþjálfurum, hinn sívax- andi hernaðarandi, sem einkenn- ir orðið allt opinbert líf í Austur- Evrópu, — allt þetta stofnar heimsfriðnum í hættu. Það verður að knýja Ráðstjórn- arríkin á afvopnunarráðstefn- unni í Vínarborg til samninga um jafn mikla afvopnun, og um brott- flutnfng hersveita þeirra frá Austur-Evrópu. Einnig nýlendu- kerfi hinna rauðu heimsvalda- sinna verður að afnema. Afvopnun Þýzkalands 6. Hinar bandarisku Nato- hersveitir verða að hverfa frá Vestur-Evrópu. Vestur-Þýzkaland verður að segja sig úr Atlants- hafsbandalaginu, Austur- Þýzkaland úr Varsjárbandalag- inu, og allt Þýzkaland verður að afvopnast algjörlega. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna getur tryggt hlutleysi Þýzkalands. Þeir fjár- munir, sem varið hefur verið til vígbúnaðar í Þýzkalandi, verði látnir renna til Sameinuðu þjóð- anna, sem svo ráðstafi fénu til örbirgðar-þjóðanna. Rússland á nóg landrými 7. Það verður að koma á friðar- samkomulagi við Þýzkaland sam- kvæmt hinu viturlega orðalagi Lenins „frið án skattskyldu hinna sigruðu og innlimunar". Rússland ræður yfir risavöxnum landflæm- um, til hvers þarf þá þetta ríki að koma fram sem landræningi? Við Valdamenn Ráðstjórnarrfkjanna skilja ávarp „Samtaka lýðræðissinnaðra kommúnista" um endurvakinn fögnum stefnu hinna japönsku fé- vilja Þjóðverja til að land þeirra verði sameinað á ný. Kreml er við öllu búin. Myndin sýnir sovézka laga okkar í deilunni um Kúril- hermenn við Brandenborgarhliðið í Berlín. Sjá roðann í austri eyjar. Þeir hafa á réttu að standa. Stefna og afstaða Ráðstjórnarríkj- anna er stórveldishrokí jafnt í Asíu sem Evrópu. Klókar blekbullur 8. Ráðstjórnarríkin hafa sam- þykkt slökunarstefnuna einungis af efnahagslegum og tæknilegum ástæðum. Samtímis gera Ráð- stjórnarríkin allt til að koma hernaðarvél sinni með vestrænni aðstoð í yfirburðarstöðu, með samkomulagi um samvinnu við vestrænar þjóðir á ýmsum svið- um, t.d. vísinda- og tæknisam- vinnu við vestræn lönd. Ef kæmi til nýs kalds stríðs, þá myndi viðleitni Ráðstjórnarríkj- anna beinast að enn frekari her- væðingu. Þess vegna er ekki um neinn valkost að ræða nema slök- unarstefnuna eina. Aðeins þessi stefna skapar möguleika á, að inn- an Ráðstjórnarríkjanna sjálfra verði gerðar gagngerðar endur- bætur á friðsamlegan hátt, þann- ig að sovétmenn hverfi frá hinum asísku framleiðsluaðferðum, sem stjórnað er af blekbullusjúku rík- isauðvaldi, en taki upp sósíalíska efnahagsstefnu og sósfalískt þjóð- skipulag. II SIÐBÓTAR- KOMMÚNISTAR OGSOVÉZKUR RÉTTTRÚNAÐUR „ Allt, sem á að gagntaka mann- inn, verður að fara í gegnum heila Ráðstjórnarrfkin fá heldur siæma einkunn hjá austur-þýzku andófsmönnunum, og sovézka kerfinu er fundið flest til foráttu. Sovézkum valdamönnum er líkt við einvalda fursta. hans, segir Marx. Við bætum við: En fyrst verður hið rétta að fara inn í höfuðið á honum. Tilkoma mannréttinda í Vestur-Evrópu hélst sögulega séð i hendur við uppfinningu og útbreiðslu prent- listarinnar með tilkomu bæklinga og blaða. Tilkoma mannréttinda í Austur-Evrópu nú á dögum helst í hendur við fréttamiðlun fjölmiðla alls staðar að úr heiminum, það á sérstaklega við um sjónvarpið. Fréttaspúandi gervihnettir Þess vegna hinn furðulegi ótti hinna rauðu páfa í Kreml við fjöl- miðla, þess vegna hin heimsfræga tillaga þeirra um bann við frétta- sendingum með gervihnöttum, sem sovétmenn lögðu fram á þingi Sameinuðu þjóðanna. Mun marxisminn þá halda velli vegna þess að áhangendur hans hafa svo þröngsýnar skoðanir og trénaða sannfæringu, eða hins vegar vegna þess að haldið er fast við þá grundvallarreglu, sem marxism- inn hófst á, þ.e. að ætíð beri að finna beztu lausnina á hverju pólitísku vandamáli með því að færa ser í nyt andstæðar skoðan- ir. Andbyltingarsinnar 2. Hinn flokksstýrði rétttrúnað- ur Moskvu er orðinn beinlínis andbyltingarsinnaður. Til þess að verja hagsmuni heimsvaldasinn- aðrar valdbeitingar, hindrar þessi rétttrúnaðarstefna hin kommún- ísku öfl i heiminum í að sjá hlut- ina í nýju ljósi, kynnast nýjum kenningum eða taka ný raunhæf skref. Þessi rétttrúnaðarstefna rekur stórveldispólitík alveg án tillits til hinna alþjóðlegu sam- taka verkalýðsins eða hinna svo- nefndu bræðraþjóða. Spákaupmennska í olíu Rétttrúnaðarklíkan í Moskvu hefur samvinnu um verðlagningu á oliu við hin illræmdustu and- byltingarsinnuðu lénsríki verald- arinnar, og hið síhækkandi olíu- verð veldur beinni verðbólgu fyr- ir verkamenn jafnt í auðvaldsríkj- unum sem í hinum sósíalísku ríkj- um. Rétttrúnaðarklíkan heldur uppi spennu í kringum Vestur- Berlín, sendir kúbanska málaliða til þróunarlandanna og svo fram- vegis. Allt þetta er hrein and- stæða framfarasinnaðrar stjórn- málastefnu. Mótuð af miðöldum 3. Siðbótin náði aldrei til Rúss- lands, ekki heldur upplýsinga- tímabilið, og þar hefur aldrei komist á frjálslynt menningar- þjóðfélag. Flokkurinn og sjálft ríkið í hinum núverandi Ráð- stjórnarríkjum eru mótuð sam- kvæmt því. Það er þjóðfélag kirkjuveldisins með goðsagnir frá því fyrir daga Krists, sem sum- part eru enn í fullu gildi. Ráð- stjórnarríkin halda uppi stórrúss- neskri þjóðernisstefnu með and- gyðinglegum, andlýðræðislegum, andþjóðernislegum hugsunar- hætti, talsmáta og framkomu, og það hlýtur aðeins að vekja viðbjóð í Vestur-Evrópu. Við stöndum fast á þeim rétti okkar að fara okkar eigin þýzku, þjóðlegu leið til sósíalisma, en þessu hefur Moskva stöðugt tjáð sig fylgjandi i orði, enalltaf neitað okkur um pólitískt. Sjálft ríkið einokað 4. Stalinisminn var ekkert um- ferðaslys, hann er kerfi. Stalin- ismi og fasismi eru tvíburar mót- aðir af baráttunni um að auka völdin með því að einoka allt rík- ið. Við minnum á orð eins fyrrver- andi fanga úr fangabúðum nas- ista, Kurts Schumachers, að stal- inisti væri ekkert annað en rauð- lakkaður nasisti. Hjálparhella Hitlers Stalin hjálpaði Hitler til valda með þvf að siga þýzka kommún- istaflokknum á „sósíalfasistana" i þýzka jafnaðarmannaflokknum. Austur-þýzku gagnrýnendurnir segja að sovézkur verkalýður sé arðrændur og sé ekki einu sinni frjáls ferða sinna í eigin landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.