Morgunblaðið - 16.02.1978, Síða 14

Morgunblaðið - 16.02.1978, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 Raufarhafnarrall — 1. hluti Texti og myndir: Ágúst Ásgeirsson Svipmynd úr Hafnarbúðinni. Afgreiðslufólkiö á þönum við sín störf og Karl virðir erilinn fyrir sér. þar sem félagið þyrfti hvort eð er að halda uppi reglulegum ferðum hingað. Nú ríkir góð samvinna milli Hafnarbúðarinnar og kaup- félagsins og hafa báðir aðilar not- ið samkeppninnar," sagði Karl. Hann bætti því við að Raufar- hafnarbúar vissu varla af skipum Skipaútgerðar ríkisins. Kvað hann nýtt fyrirkomulag á þjónustu þeirra hafa fækkað ferðum. „Maður forðast og helzt að fá vörur með skipum útgerðar- innar, því nánast alltaf er um vanskil á vöru að ræða eða skemmdir og hefur Skipaútgerðin reynst afar illa hvað bætur snertir," sagði Karl Agústsson. menn ólaunaðir starfsmenn hins opinbera. Okkar álagning í almennri matvöru er að jafnaði innan við 20%, en við innheimt- um 20% söluskatt af öllu saman fyrir hið opinbera", sagði Karl. í spjallinu við Karl Ágústsson kaupmann í Hafnarbúðinni á Raufarhöfn kom fram að hann hefur um 60% af verzluninni á staðnum og kaupfélagið um 40% . Sagist hann eiga mikil viðskipti við loðnuflotann og því síður en svo nokkur deyfð yfir vetrar- mánuðina í verzluninni. Þá kom fram að verzlun Karls verður 10 ára í vor, hún hóf starfsemi sína í maí 1968 og hefur vaxið og dafnað Hafnarbúðin, Raufarhöfn: Eini matvömkaup- maðurinn frá Akureyri til Seyðisfjarðar TVÆR alhliða verzlanir eru starfræktar á Raufarhöfn. Það kann að virðast ótrúlegt að tvær verzlanir sem byggja afkomu sfna á matvöruverzlun skuli þrffast f rétt rúmlega 500 manna sjávar- þorpi þar sem verzlun við fá- mennar nágrannasveitir er Iftil. Þær þrífast þó sæmilega, verzlun K.N.Þ. og Hafnarbúðin, og f til- efni þess að sú sfðarnefnda er eina kaupmannsverzlunin á svæðinu frá Akureyri til Seyðis- fjarðar röbbuðum við Iftillega við Karl Agústsson kaupmann. Hafnarbúðin var næstum full af fólki. Þrjár konur voru á þön- um við afgreiðslustörf en Karl sparar þeim sporin og tekur þátt í afgreiðslu þegar önnur sýslan við verzlunarstörf kallar ekki að. „Hér er alltaf nóg að gera alla daga. Mest er þó um að vera þegar billinn kemur, einkum ef ein- hverja vöru hefur vantað," sagði Karl, og bætti við að hann væri nýbúinn að taka á móti vörum sem flutningabíllinn kom með fyrr um daginn. Karl sagði í spjallinu við Mbl. að aðföng til verzunarinnar hefðu verið með ágætum undanfarin misseri. Fær hann flestarsinar vörur með flutningabíl K.N.KÞ. og mjólkurbílnum, sem hann sagði koma undantekningarlítið 1—2var í viku til Ra'ufarhafnar. „Fyrstu árin vildi kaupfélagið ekki flytja vörur fyrir mig og leit á Hafnarbúðina sem fjandsam- legan keppinaut. Þetta breyttist þó með nýjum kaupfélagsstjóra sem sá að tilvera mín var stað- reynd og að það væri hagur kaup- félagsins að flytja vörur fyrir mig Karl 60% — -Kaupfélagið 40% Karl sagði að samkeppni verzlunar hans og kaupfélagsins hefði leitt til fjölbreytts og nægs vöruvals fyrir þorpsbúa. Hann sagði að afkoman hefði verið sæmileg. „Maður hefur skrimt yfir erfiðustu hjallana vegna mikillar launalausrar vinnu fjöl- skyldunnar í fyrirtækinu. Aðai- umskiptin eru í matvöruverzlun- inni og ekki mikið upp úr henni að hafa. 1 raun eru matvörukaup- með hverju árinu, að sögn Karls. Verzlar Karl með flest það sem hugsazt getur, þó eru bygginga- vörur ekki á vörulista hans. Þess má í lokin geta að Karl ^Agústsson verkar grásleppuhrogn á hrognkelsavertíðinni sem stend- ur yfir frá marz og fram í maí. Er Karl eini kaupandi grásleppu- hrogna á Raufarhöfn, nokkrir sjó- menn verka hins vegar sjálfir sinn'afla. Á síðustu vertíð verkaði Karl um þrjú hundruð tunnur af hrognum, rúmlega þúsund voru verkaðar á Raufarhöfn. Á Raufarhöfn er konuríki Margir viðmæl- endur Mbl. á Raufar- höfn sögðu þorpið vera konuríki. Og þeir sögðu, sðrstak- lega þó eiginmenn, að með f jöJgun kven- fólks í hinum ýmsu æðri störfum hefðu konur „vaðið meir uppi“ og meira og minna tekið völdin á heimilunum f sfnar hendur. Þegar að var gáð kom f ljós að fullyrðingar um konurfki á Raufar- höfn áttu við rök að styðjast. Hreppstjóri staðarins er kona, kona gegnir þar lög- reglustörfum, um- sjón bankans er nú að mestu í höndum konu og loks hefur lengi verið kvenmað- ur fyrir verzlun Kaupfélags Þingey- inga, en hún lét af störfum daginn áður en Mbi. bar að gerði, Auk þessa hafa fleiri konur með mikil- væga sýslan að gera á Raufarhöfn. Tilval- ið þótti að taka tali tvo kvenskörungana, lögregluna og hrepp- stjórann. „Hefði aldrei sótt um svona starf" „ÞAÐ er reyndar ekki nema rúmur mánuður síðan ég tók við starfan- um, er skipuð frá ára- mótum, og því get ég nú ekki frætt þig sérlega mikið um hvert embætti hreppstjóra í raun og veru er,“ sagði Hrefna Friðriksdóttir hrepp- stjóri á Raufarhöfn er Mbl. leit við hjá henni í ferð sinni um staðinn. Hrefna var að sinna erindum eins heima- manna er við bönkuðum uppá. Heima hjá henni var fullt hús af börnum, í heimili eru 6 manns og barnabörn voru einnig í heimsókn að þessu sinni. „Starf hreppstjóra Raufarddhafnarhrepps hefur orðið umfangs- minna með árunum, eða frá því að fastur lög- regluþjónn kom hingað,“ sagði Hrefna. Hún sagði að í stórum dráttum væri það hlutverk hennar að greiða út allar almanna- tryggingar til hreppsbúa, veita vottoró ýmiskonar, sjá um skráningu bif- reiða og skráningu skips- hafna og síðast en ekki sízt að veita fyrirgreiðslu í sambandi við skattamál. „Hjá mér borga menn inn á skatta sína og ég tek einnig við skatta- skýrslum, geng m.a. á eftir þeim sem ekki skila á tilskildum tíma.“ Hrefna sagði að starfið hefði ekki verið anna- samt það sem af væri embættistíð hennar. „Það hefur verið nokkuð mikið að gera í dag og í gær við útborgun almannatrygginganna. Annars á ég eiginlega alveg eftir að gera mér ljóst hversu umfangs- mikið starfið er, hvað embættið felur í sér o.s.frv. Það hefur sam- lagast húsmóðurhlut- verkinu ágætlega. Margt á þó eftir að koma í ljós ennþá. Þetta kemur með tímanum." Að lokum var Hrefna spurð hver hefðu verið tildrög þess að hún varð hreppstjóri. „Það er sýslumaður sem skipar í þetta embætti eftir uppá- stungu hreppsnefndar. Það að hann skipar konu er að sennilega hefur hann haft góða reynslu af kvenhreppstjóranum á Kópaskeri. Hrepp- stjóraembættið er nokk- uð sem ekki er sótt um. Ég held að mér hefði aldrei dottið í hug að sækja um svona starf.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.