Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 15

Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 15
MORGUNBLAÐÍðVFIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 15 „Verst hvað menn Ijúga mikið" Alan, Davíð Atli og Þóra á heimili sínu á Raufarhöfn. Rætt viö Alan Jones, Englending, sem tekið hefur sér búsetu á Raufarhöfn Um þær mundir sem tslending- ar færðu fiskveiðilögsögu sína út f 50 sjómílur fluttist til Raufar- hafnar Englendingur nokkur og tók þar búsetu. Maðurinn heitir því rammenska nafni Alan Jones og hefur upplifað tvö þorskastrfð á Íslandi. Blaðamanni Mbl. þótti tilhlýðilegt að spjalla við Eng- lendinginn og fjölskvldu hans sem komið hefur sér upp snotru einbýlishúsi á Raufarhöfn. Alan var nýkominn á fætur er Mbl. bar að garði, átti að mæta á vakt í loðnubræðslunni eftir VA klukkutíma. „Ég kann ágætlega við mig hér,“ sagði Alan, „maður þekkir hér orðið alla og hef ég samlagast þorpsbragnum,“ bætti hann við. Alan talar ágætis ís- lenzku sem hann hefur að mestu lært á allra síðustu misserum. Orðaforðinn er hinn sæmilegasti, hann kann m.a. nokkur nauðsyn- legustu blótsyrðin í tungu lands- manna. Alan Jones er frá Grimsby, þeim þekkta fiskveiðibæ á austur- strönd Englands. Kynnist hann þar konu sinni Þóru Jónsdóttur er hún vann þar sem au-pair stúlka. Eiga þau eitt barn, Davíð Atla, sem er tæpra tveggja ára, Hingað til lands kom hann 1972. I fyrstu reri hann til fiskjar með tengdaföður sínum og s'egist Alan hafa kunnað vel við sig á sjónum. í seinni tið hefur hann starfað meira í landi, m.a. í frystihúsi staðarins og nú síðast hjá Síldar- verksmiðju ríkisins við loðnu- bræðslu. „Ég byrjaði í verksmiðj- unni í ágúst í fyrra. Það er ágætt að vinna þar og kaupið er fínt. Þó er vinnuaðstaðan ölJu lélegri en í brezkum verksmiðjum. Hér er t.d. engin kaffistofa sem heitið get- ur.“ tslendinga skortir ábyrgðartilfinningu Eins og þeim er kunnugt sem til þekkja er ábyrgðartilfinning Breta með eindæmum. Þeir skila sínu verki vel og vinna það af alúð. Það lá þvi við að spyrja Alan hvernig honum þætti að starfa mað tslendingum, en hann hefur nú nokkuð góð kynni af þeim. „Islendingar eru ágætir. Þeir eru skemmtilegir og kátir alla tíð. Mér finnast þó menn oft nokkuð kærulausir við störf sín, það er eins og íslendingar finni ekki til ábyrgðar í starfi. Það sem mér finnst þó verst við íslendinga er hvað þeir ljúga miklu, bæði á vinnustað og utan vinnutíma. Einn segir þetta og annar hitt. Sumir samstarfsmenn mínir ljúga alltaf svo mikið að þeir trúa því orðið sjálfir að þeir séu að segja satt. Mér finnst verst hér hvað menn ljúga rnikið," sagði Alan og skemmti sér með þvi að nefna nöfn nokkurra heimamanna, sem þó verða ekki tilfærð hér. Fólk reynir aó bjarga sér sjálft Alan og Þóra hafa komið sér upp skemmtilegu einbýlishúsi í nýlegu hverfi smekklegra húsa á Raufarhöfn. „Vinna við grunninn hófst 1974,“ sagði Þóra, „siðan var unnið við þetta í áföngum. Húsið varð fokhelt sumarið 1976 og við fluttumst inn á siðasta sumri.“ „Það er nokkuð erfitt og dýrt að byggja á svona litlum stöð- um,“ segir Alan, og bætir við: „Erfitt er að fá fagmenn til að vinna hin ýmsu verk, það tekur langan tima að fá hlutina gerða, ekki hlaupið að þessu eins og á stærri stöðum.“ Þess má hér geta að þau hjónin störfuðu mikið við húsbygginguna, fólk reynir að bjarga sér sjálft á smærri stöðum landsbyggðarinnar, sögðu sumir viðmælendur Mbl. á Raufarhöfn. Landinn verri en tslendingar Alan Jones varð hugsi um stund er hann var spurður að því hvort hann hefði Ient í orðaskaki um fisveiðimál á dögum þorskastríða. Hann svaraði á þá lund að sá tími á Raufarhöfn hefði verið svo til jafnfriðsæll og aðrir tímar. „Það var undantekning að ég yrði fyrir nokkru aðkasti. Það var öllu fremur að málin væru rædd í bróðerni og rólegheitum. Annars er nú nokkuð liðið frá því að friður komst á og maður því far- inn að gleyma þessum málum. Helzt var að menn væru með derr- ing og röfl á böllum í fyllerii." Alan sagðist hins vegar hafa lent í orðaskaki við togaraskipstjóra í Grimsby er hann brá sér þangað á dögum þorskastríðsins. „Ég ætla að spyrja skipstjórann um hvern- ig hann og sjómenn ytra litu á málin. Þegar hann komst að því að ég bý á íslandi varð hann æfari og æfari, en ég reyndi að lýsa mikilvægi fiskveiða fyrir Islend- inga og fyrir t.d. þorp eins og Raufarhöfn. Maðurinn var á endanum órðinn snarvitlaus svo ég sá mitt óvænna og hypjaði mig úr skipi hans,“ sagði Alan á sann- færandi máta. Styður Sólnes í bjórmálum „Það er eitt sem vantar á Is- landi og það er bjórinn. Ég get ómögulega skilið af hverju bjór er bannaður hér. Menn brugga í heimahúsum ógrynnin öll af bjór og spara menn þá ekki sykurinn til að fá styrkleikann upp. Ég styð Sólnes og tillögu hans í þinginu, Framhald á bls. 45. Eini kvenlögreglu- þjónninn utan höf- uðborgarsvæðisins Hann er valdsmannslegur svipurinn á Kollu þegar hún opnar hurðina að öðrum fangaklefunum í lögceglustöðinni á Raufarhöfn og sýnir blm. þangað inn. „ÉG VAR sett í embætti 3. október sl.,“ sagði Kol- brún Þorsteinsdóttir sem er að því er bezt verður kpmist eini kvenlög- reglumaðurinn utan höf- uðborgarsvæðisins. „Ég kann ágætlega við mig í starfinu, staðurinn er einkar rólegur, þorpsbú- ar ósköp gott fólk og þægilegt,“ bætti Kolla við, en undir því nafni gengur hún meðal þorps- búa. Kolbrún sagði að ferill sinn í starfi gæti vart tal- ist annasamur. Hún sagð- ist hafa staðið fimm dans- leiki frá því hún varð lög- regluþjónn. Auk þess að vera við almennar sam- komur sagðist Kolbrún svo til eingöngu starfa í sambandi við einstök út- köll. Þó fylgir starfanum að annast tollskoðun í skipum sem koma til Raufarhafnar beint frá erlendum höfnum. Kol- brún starfar með föstum Kolbrún Þorsteinsdóttir, eini kvenlögregluþjónninn utan höf uðborgarsvæðsins. lögregluþjóni staðarins, sem að jafnaði er á lög- regluvakt í smekklegri aðstöðu í kjallara félags heimilisins. „Mér er sagt að þess; vetur hafi verið talsvert rólegri en samsvarandi tími árið áður. Kemur hér einkum til stöðug og mikil atvinna í frystihús- inu og síldarverksmiðju. Við höfum vegna þessa aðeins þurft að setja menn tvisvar inn fyrir slæma hegðan," sagði Kolla. Kolbrún sagði að lög- reglunni hefði verið búin góð aðstaða á Raufar- höfn, „svo góð að mörg lögregla dreifbýlisins öf- undar okkur af henni.“ Auk bjartra, rúmgóðra og þægilegra vistarvera lögregluþjónanna í kjall- ara félagsheimilisins eru tveir fangaklefar á Rauf- arhöfn. „Það væsir ekki um menn sem verða að gista í þeim, bekkurinn er stoppaður og menn hafa nóg af teppum til að breiða yfir sig,“ tjáði Kol- brún blm. er hún sýndi honum klefana. „Menn eru settir inn ef hegðan þeirra, t.d. á dansleik, veldur vand- ræðum. Það er bezt fyrir mennina sjálfa að vera settir inn undir slíkum kringumstæðum. Það hefur t.d. lítinn tilgang að fleygja mönnum bara út úr húsinu, þá fyrst hefjast erfiðleikar þeirra,“ sagði Kolbrún er hún var spurð undir hvaða kringumstæðum menn væru settir inn. „Nei, ég hef ekki orðið fyrir neinu aðkasti. Menn hafa tekið mér vel og ekki sett á sig neinn snúð þegar kona hefur birzt þeim í lögreglubún- ingi hér,“ svaraði Kolla spurningunni um hvort menn hefðu orðið hissa á að sjá konu í lögreglu- skrúða. „Annars er starf- ið einstaklega rólegt, þrátt fyrir t.d. mikla um- ferð flutningaskipa og loðnubáta í Raufarhöfn. Ætli fólkið sé bara ekki almennt að róast," sagði Kolbrún lögregluþjónn að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.