Morgunblaðið - 16.02.1978, Síða 21

Morgunblaðið - 16.02.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 21 r Islenzk hugmynd að tunnu- verksmiðju í Portúgal „Möguleikar á stórauknum innflutningi frá Portúgal”, segir Hans Kristján Árnason ISLENZKT fyrirtæki, Hans Eide h.f., hefur að undanförnu kynnt í Portúgal og á lslandi hugmynd sfna að byggingu tunnuverk- smiðju I Portúgal sem stofnsett yrði að tilhlutan hollcnzks fyrir- tækis sem Hans Eide h.f. er um- boðsaðili fyrir, en í hugmyndinni er gert ráð fyrir að verksmiðjan seldi tunnur til Islands. Miðað er við verksmiðju sem gæti fram- leitt 200—300 þús. tunnur, hefði um 100 manns f vinnu og fram- leiðsluverðmæti um 1000 millj. ísl. kr. Rætt hefur verið um Oporto sem hugsanlegan stað fyr- ir þessa verksmiðju. Mbl. hafði samband við Hans Krustján Arnason, framkvæmda- stjóra Hans Eide H.F., en hann er nýkominn heim úr viðskiptaferð til Portúgals ásamt Arna Krist- jánsson aðalræðismanni Hollands á tslandi. Aðspurður um aðdraganda og tilgang ferðarinnar sagði Hans Kristján blaðinu að ferð þessi hefði verið farin til að kanna und- irtektir portúgalskra stjórnvalda við því að sett yrði á stofn og starfrækt tunnuverksmiðja í Portúgal með útflutning til ís- lands í huga og yrði verksmiðjan í eigu hollenska fyrirtækisins Hou- tindustrie van Toor B.V. með að- ild þarlendra hgasmunaaðila og etv. fleiri. „Eins og flestum Islendingum er kunnugt," sagði Hans, „af fréttum nú undanfarið hafa við- skipti okkar við Portúgal verið ofarlega á baugi. Portúgal er stærsti kaupandi Islands á salt- fiski og hefur sá markaður geysi- lega þýðingu í útflutningsmálum okkar. Viðskiptin við Portúgal eru hins vegar þannig að við selj- um þangað fyrir marga milljarða á ári hverju, en kaupum sáralítið þaðan í staðinn. Geysimikiil halli er því á þessum viðskiptum land- anna, Portúgölum í óhag. Hafa þeir lýst því margsinnis yfir við íslenzk stjórnvöld og saltfiskselj- endur að viðskipti þessi séu í hættu þar sem erlend gjaldeyris- eign þeirra er nú í algjöru lág- marki og þeir eiga við óhemju greiðsluörðugleika útávið að stríða. Hafa Portúgalar óskað eft- ir því við okkur Islendinga að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma meira til móts við þá og auka innflutning frá þeim til muna frá því sem nú er. Af Islands hálfu hefur verið reynt að gera ýmislegt í málinu, og hefur m.a. verið rætt um að beina í framtíðinni t.d. hluta af skipasmíðum, olíukaupum o.fl., eftir því sem tök eru á, til Portú- gals. I þessu sambandi gerðum við þá tillögu til umbjóðenda okk- ar í Hollandi á síðasta ári hvort þeir væru reiðubúnir til að kanna þann möguleika að setja á stofn verksmiðju í Portúgal i þeim til- gangi að flytja framleiðsiuna (síldartunnur) til íslands og þar með bæta veruléga þann halla sem nú ríkir í viðskiptum land- anna. I janúarmánuði var málið komið á það stig að við fórum til Hollands og áttum þar ýtarlegar viðræður við hollenska fyrirtækið og utanríkisráðuneytið í Haag. Að viðon og málið kynnt frekar fyrir portúgölskum stjórnvöldum. Okk- ur til aðstoðar var sendiráð Hol- lands í Portúgal og deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu i Lissabon. Haldnir voru fundir með öllum viðkomandi ráðuneytum og stofn- unum, m.a. i utanríkisráðuneyt- inu, iðnaðarráðuneytinu, fjár- málaráðuneytinu, útflutningsráði Portúgals og stofnun þeirri er hefur umsjón með erlendri fjár- festingu í landinu. Auk þeirra var aðalræðismanni Islands í Portú- gal kynnt málið í Lissabon, og sendiráði Islands i Portúgal, (en sendiráð tslands í París annast þau mál). Voru undirtektir ofan- greindra stjórnvalda í Portúgal í hvívetna vægast sagt hinar já- kvæðustu og var lýst yfir af öllum viðmælendum okkar að mál þetta væri fullkomlega í samræmi við stefnu Portúgals til aukinnar at- vinnu og gjaldeyristekna, en óþarft má vera að lýsa þörfum Portúgals í þessum efnum, svo brýnar sem þær eru í dag. Tekið var sérstaklega fram af hálfu Portúgalanna og lögð á það rík áherzla, að hér væri um mál að ræða sem hefði sérstaklega já- kvæð og heillavænleg áhrif á við- skiptastöðu Portúgala við Islend- inga, en á því sviði sögðu þeir stöðuna vera sér algjörlega óvið- unandi. Vert er í þessu sambandi að benda á að háttsettir embættis- menn i iðnaðarráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu, sem ekki bera beina ábyrgð á utanríkisvið- skiptamálum Portúgala, tóku mjög sterkt til orða um brýn'a nauðsyn þess að Islendingar ykju vörukaup sin frá Portúgal, svo ekki sé minnst á þá áherslu sem lögð var á málið í utanríkisráðu- neytinu. Fer því ekki á milli mála að þessi afstaða Portúgals er i senn mjög ákveðin og almenn. Tillögur Hollendinganna fengu auk þess sérstakan hljómgrunn vegna þess að hér er um að ræða framleiðslu til útflutnings sem stendur undir sér, bókstaflega tal- Hans Kristján Arnason að, svo til án nokkurs erlends tilkostnaðar, að undanskildum hluta stofnkostnaðarins. Atvinnuleysi í Portúgal er að auki mjög mikið, eða um 15% og myndu við þetta skapast ný at- vinnutækifæri. 1 tilboði hollenska fyrirtækisins felst að stofnsett verði tunnuverksmiðja sem fram- leiða mun u.þ.b. 200—300 þús tunnur, að útflutningsverðmæti nálægt eitt þúsund milljónum króna. Ef framleiðslan yrði öll flutt til Islands myndi innflutn- ingur frá Portúgal vegna þessarar einu vörutegundar margfaldast miðað við viðskiptln síðustu árin. Ef um semst er rétt að undir- strika að hér er um að ræða árviss viðskipti, að því gefnu að síldar- söltun á Islandi haldi áfram eins og nú horfir. Houtindustrie Van TOOR B.V. í Hollandi hefur ein- mitt keypt allt sitt hráefni í tunnuframleiðsluna frá Portúgal (úr portúgalskri furu) í áratugi og hefur gömul og trygg sambönd þar í landi. Hollenska fyrirtækið er hið stærsta sinnar tegundar í Hollandi og er að sjálfsögðu vel að sér í öllu er varðar sildar- tunnuframleiðslu enda á Holland líklega lengri sögu en nokkur önnur þjóð í heiminum í síldar- neyslu og síldarviðskiptum, eins og við þekkjum úr landafræðinni. Til gamans má geta þess að Houtindustrie Van Toor B.V. var valið úr hópi margra tunnufram- leiðenda fyrir skömmu til að framleiða bjórtunnur fyrir Heineken á stórafmæli brugg- verksmiðjunnar heimsþekktu. Það skilyrði var m.a. sett af hálfu hollenska fyrirtækisins i tilboð- inu til portúgölsku stjórnarinnar fyrir þessari fjárfestingu og áhættu að því yrði tryggður markaður á Islandi fyrir tunnu- þörf Islendinga i a.m.k. 5 ár eftir að rekstur verksmiðjunfær að verði og gæðum við það sem Is- lendingar hefðu notað. Þegar heim var komið var málið siðan lagt fyrir viðskiptaráðu- neytið, og skýrsla um gang við- ræðnanna afhent. Þá var málið einnig kynnt Sölusambandi ís- lenskra fiskframleiðenda, sem annast útflutning á öllum salt- fiski okkar. Málið var að sjálf- sögðu einnig kynnt Sildarútvegs- nefnd, sem annast hefur kaup og dreifingu á síldartunnum hér- lendis og er málið þar til umfjöll- Hér er óneitanlega um það stórt hagsmunamál að ræða bæði fyrir Portúgal og íslendinga að það er von mín að málið fái fullan stuðn- ing hérlendra aðila og tryggi þannig frekar viðskiptatengsl þjóðanna, sagði Hans Kristján að lokum, er blaðamaður Mbl. kvaddi hann. HARP0 ásamt 5 manna hljómsveit. í Sigtúni sunnudaginn 19. feb. kl. aldurstakmark 18 ár. f Sigtúni 21 mánudaginn 20. feb. kl. 20. 30 aldurstakmark 13 ár. Aðeins 2 hljómleikar MISSIÐ EKKI AF STÓRKOSTLEGUMff ....... H V T0NLEIKUM Hafnarfirði og A.A. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.