Morgunblaðið - 16.02.1978, Page 22

Morgunblaðið - 16.02.1978, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 Frá snjóflóðunum á Norður-Italfu: Slökkviliðsmaður heldur á dreng sem var bjargað undan snjóskriðu f Agordina-dalnum nálægt Belluno í Dólómíta-ölpunum. Sex biðu bana. Kambódía-Thailand: Enn vidburdir á landamærunum Bankok, !5. feb. AP. UM TVÖ hundruð Kambódíuher- menn réðust á afskekkta landa- mærastöð í Thailandi og réðu af dögum landamæralögregluþjón og brenndu til grunna skóla og 15 íbúðarhús, að því er skýrt var frá i aðalstöðvum lögreglu landsins í dag. Forscætisráðherra Thailands telur að n.k. þriðji her hafi verið hér að verki. Síðustu atburðir á landamærum Kambódíu og Thailands eru þeir fimmtu i röðinni á tveimur vik- um, eða frá því Upadit Pachar- iyangkun utanríkisráðherra Thai- lands lýsti því yfir að góð tengsl á milii landanna hefðu verið endur- reist. Fáleikar hafði verið milli ríkjanna frá því kommúnistaherir tóku völdin í Kambódíu í apríl 1975. Arásin á landamærastöðina stóð yfir í 20 mínútur og notuðu K:m- bódíumenn handsprengjur og kinverska riffla í átökúm við heimamenn. Lögreglumaður beið bana og enn er fjögurra manna saknað. Kriangsak Chomanan forsætis- ráðherra Thailands sagði frétta- mönnum á þriðjudag að hann teldi hersveit uppreisnarmanna vera ábyrga fyrir síðustu atburð- um á landamærum K.módíu og Thailands. Sagði hann stjórn sína álíta að hér væri ekki á ferðinní hersveit sem fengi tilskipanir frá stjórninni í Phnom Penh. I báð- um löndunum eru uppreisnar- sveitir, hryðjuverkasveitir, sem hafa það eitt að markmiði að lama tengsl og vináttu landanna," sagði ráðherrann. Þrátt fyrir yfirlýsingar um bætt tengsl landanna tveggja eru sam- eiginleg landamæri þeirra, um 800 km að lengd, enn lokuð. Eng- in samskipti hafa átt sér stað við helztu landamærastöðvarnar. Sovétmenn taka á sig ábyrgðina S.Þ., Ottawa, 15. feb. AP. Reut- er. VIRTUR sovéskur vísindamaður tók í dag afstöðu gegn því að sett yrði á stofn sérstök starfsnefnd í því skyni að koma I veg fyrir óhöpp viðvíkjandi kjarnorku- knúnum gervihnöttum. Hann játti því þó að Sovétmenn bæru ábyrgð á er sovéskt gervitungl féll til jarðar í Kanada hinn 24. jan. sl. Varnarmálaráðherra Kan- anda Barney Danson hefur sagt að kostnaðurinn af því að finna leifarnar nemi nú meira en 450 milljónum fsl. króna. I ávarpi, sem Evgeni Fedorov, háskólamaður og æðstaráðsfull- trúi, flutti í vísindalegri undir- nefnd geimnefndar Sameinuðu þjóðanna, andmælti hann tillögu Japana, Belga, Itala og Kanada- manna þess efnis að setja hömlur við tilraunum með kjarnorku- knúna gervihnetti í geimnum. Hann sagði að notkun hvers kyns vélaútbúnaðar hefði i för með sér vissa áhættu og þótt hugsanlegt væri að eitthvað færi aflaga væri það ekki eitt tilefni til að reisa skorður vió visindalegum fram- förum. Fedorov sagði að í gildi væru sérstakar reglugerðir varð- andi meðferð kjarnorkuknúinna gervihnatta og væri þar kveðið á um að þeim aðila, sem ábyrgur væri ef tjón yrði af völdum gervi- hnattar í öðru landi, væri skylt að bæta það upp. Samkvæmt kana- dískum heimildum gekk ávarp Fedorovs lengra en nokkur opin- ber yfirlýsing sovéskra yfirvalda fram til þessa í þá átt að taka ábyrgðina og fallast á bætur vegna óhappsins. Hann sagði þó ekki berum orðum að Sovétmenn myndu greiða hinn mikla kostnað af leitinni. Þegar Sovétmenn misstu stjórn á gervihnettinum og hann féll til jarðar í Kanada, sagði Federov, buðust þeir til að senda flugvél og sérfræðinga til að finna flak hans, ef eitthvert væri. Þessu tilboði höfðu kanadfsk stjórnvöld þó hafnað sagði hann. Kolaframleiðendur hafna bón Carters Washington, 15. feb. AP. Reut- er. FORSTÖÐUMENN bandaríska kolaiðnaðarins neituðu í dag að verða við tilmælum Carters for- seta um að taka upp samningavið- ræður þegar í stað og binda þar með enda á kolanámuverkfallið, sem nú hefur verið um gervöll Bandaríkin í 72 daga. Mjög ólán- lega horfir f þessum efnum f mörgum ríkjum. Birgðir eru víða af skornum skammti. Þúsundir verkamanna í öðrum atvinnu- greinum eiga það á hættu að verða atvinnulausar. Fari svo fram sem horfir eru einnig líkur á að skammta verði eldsneyti til kyndingar hjá milljónum Banda- ríkjamanna á hörðum vetri. Carter fór fram á það við sam- band kolaframleiðanda, BCOA, og einingarsamtök námuverka- manna, UMWA, á þriðjudag að þau sendu fulltrúa til viðræðna í Hvíta húsið tafarlaust. Forsetinn lét jafnframt á sér skilja að hann hefði í bakhöndinni „áhrifaríkari ráðstafanir" ef úrlausn fengist ekki bráðlega. Verkfallið hefur þegar dregið um helming úr fram- leiðslu á kolum. I bréfi, sem forseti BCOA, E.B. Leisenring, skrifaði vinnumála- ráðherranum Ray Marshall, sagði að það væri misráðið að hefja samningaviðræður að nýju. „Að okkar dómi ætti forsetinn fyrst að kalla á sinn fund höfuðpaurana í verkfallinu, forystumenn UMWA og samninganefnd þeirra," sagði Leisenring. Hann bætti við: „Það væru mistök að auðvelda þeim að gera óhóflegar kröfur með þvi að koma í kring nýjum umræðum." Kom fram hjá Leisenring að framleiðendur töpuðu milljónum dollara daglega af völdum verk- VEÐUR víða um heim stig. Amsterdam 2 skýjað Aþena 15 skýjað Berlin 1 skýjað Briissel 0 snjökoma Chicago + 2 skýjað Frankfurt 0 snjókoma Genf O sólskin Helsinki + 17 bjart Jöh.b. 24 sólskin Kaupm.h. 0 skýjað Lissabon 2 rigning London 4 skýjaS Los Angeles 18 bjart Madrid 10 rigníng Malaga 19 skýjaS Miami 29 bjart Moskva 1 skýjaS New York 0 bjart Ósló + 13 sólskin Palma. Majorca 14 bjart Paris 2 skýjaS Róm 9 bjart Stokkh. + 5 sólskin Tel Aviv 28 bjart Tokyó S bjart Vancouver 9 rigning Vln 0 bjart. fallsins, sem brýn þörf væri fyrir til að koma á fót nýjum eldsneyt- isvinnslustöðvum. Hann kvað þá engu síður vera staðráðna í að láta ekki deigan síga og væru þeir því neyddir til að hafna tilmælum um samningaviðræður. Forstjóri UMWA, Arnold Mill- er, kvaðst á hinn bóginn ánægður með frumkvæði Carters forseta og sagði samtök námuverka- manna reiðubúin til að setjast aft- ur að samningaborðinu. Þau málefni, sem umræðurnar hafa fram til þessa strandað á eru ákvæði samnings til þriggja ára. Telja námuverkamenn eitt atriðið t.d. vera lækkaðar heilsuuppbæt- ur og eftirlaun og fella sig heldur ekki við ákvæði, sem kveður á um harkaleg viðbrögð af hálfu at- vinnurekenda við óleyfilegum verkföllum. Hins vegar höfðu hin- ir síðarnefndu tekið vel í beiðni um 37% launahækkun, sem gæfi verkamönnum 10.15 dollara á tím- ann. Alls hafa um 160.000 námu- verkamenn hætt störfum til árétt- ingar kröfum sínum. Samkvæmt bandarískum lögum hefur Banda- ríkjaforseti vald til að skipa þeim að taka upp störf að nýju í 80 daga. Hefur Carter sagt að þetta sé einn af valkostum þeim, er hann hugleiði nú. Stöðvun i ýmsum iðngreinum ásamt almennri orkuskömmtun vofir nú yfir i nokkrum ríkjum. Ohio, Indiana, Vestur- Pennsylvanía og Vestur-Virginía eru meðal þeirra ríkja, sem verst hafa orðið fyrir barðinu á verk- fallinu. I Ohio munu nú aðeins um 30 daga birgðir af kolum vera Framhald á bls. 26 Fjarskiptabann í írska lýdveldinu London 15. febr. AP. ÖLL viðskipti lágu niðri í írska lýðveldinu í dag, vegna fjarskiptabanns við útlönd, fimmta daginn í röð. Viðskiptamenn segja að landið tapi mörgum milljónum punda á dag, því engir útflutningssamning- ar eru gerðir og öll önnur viðskipti eru í lágmarki. Bannið er til komið vegna níu mánaðar gamallar deilu tækni- manna hjá pósti og síma við ráða- menn, út af endurskipulagningu pósts og síma. Viðskiptamenn hafa sagt að verði banninu fram haldið geti svo farið að mörg fyrirtæki verði gjaldþrota. Bannið hefur einnig áhrif á viðskipti innanlands, og til að bæta gráu ofan á svart hefur bylur mikill gengið yfir Irland og undanförnu og valdið rafmagns- leysi víða um landið. Forsætisráðherrann Jack Lynch boðaði til fundar i stjórn landsins í dag, til að ræða um ástandið, sem fer sífellt versn- andi. Lynch sagði i gær að hann ætlaði sér ekki að blanda sér í deiluna. Methalli hjáDönum Kaupmannahöfn, 14. febrúar. Reuter. GREIÐSLUHALLI Dana við út- lönd varð 12,4 milljarðar danskra króna eða um 549 milljarðar ís- lenskra króna á síðasta ári, en það er mesti halli sem nokkurn tíma hefur orðið hjá Dönum. Endanlegar tölur liggja enn ekki fyrir, en búast má við að hallinn verði heldur minni þegar allt dæmið hefur verið gert upp. Danska stjórnin hét því í upphafi siðasta árs, að hún ætlaði að reyna að minnka greiðsluhallann um tvo milljarða danskra króna á ár- inu, en þó fór sem fór. Forráðamenn flugfélaga í London sögðu að mörg hundruð viðskiptamenn hefðu flogið til London og annarra borga í Vest- ur-Evrópu til að geta notað síma þar. Dæmi eru til þess að við- skiptamenn hafi leigt flugvélar til að fljúga til Norður-írlands til að komast í nothæfan síma. Aðrir létu sér nægja að aka yfir landa- mærin, og öll hótel i borginni Newry i Norður-Irlandi eru að fyllast af viðskiptamönnum frá Dýflini. Fréttir herma að helztu borgir Irlands, Cork, Limerick og Galway, séu sambandslausar við höfuðborgina. Viðskiptamaður einn sagði að í síðustu viku hefði ástandið verið orðið svo slæmt að það hefði tekið allt að átta daga að hringja frá Dýflinni til Cork. Deilurnar hófust í mai síðast- liðnum þegar tæknisérfræðingar hjá pósti og síma kröfðust hærri launa, vegna þess að stjórnvöld hefðu í hyggju að taka upp nýjar vinnuaðferðir án þess að hafa samráð við verkalýðsfélög fyrst. Þetta gerðist 16. febrúar Þetta gerðist 16. febrúar. 1977 — Erkibiskup í Uganda og tveir ráð- herrar í stjórn Idi Amins eru handtekn- ir, sakaðir um að hafa ætlað að steypa Amin forseta af stóli. 1961 — Kýpur stjórn ákveður að sækja um aðild að brezka sam- veldinu. 1959 — Fidel Castro verður forsætisráð- herra Kúbu. 1945 — Bandaríski flugherinn hefur stór- felldar sprengjuárásir á Tokyó. 1943 — Rússneski her- inn nær Karkóv aftur af Þjóðverjum. 1936 — Manuel Azana verður forsætisráð- herra Spánar og stjórnarskráin frá 1931 tekur aftur gildi. 1918 — Þýzkur kafbát- ur skýtur af fallbyss- um sínum á ensku hafnarborgina Dover. 1916 — Rússar taka borgina Erzurum í Tyrklandi. — Banda- ríkjastjórn mótmælir ákvörðun Þjóðverja um að ætla að sökkva vopnuðum kaupskip- um án viðvörunar. 1871 — Stríðinu milli Prússa og Frakka lýk- ur með sigri hinna fyrrnefndu. 1808 — Frakkar ráð- ast inn í Spán. 1804 — Komið er upp um samsæri gegn Napoleon. — Banda- riskir sjóliðar laumast inn í Tripoli-höfn og brenna bandaríska freigátu sem sjó- rærtingjar höfðu náð á sitt vald. I dag eiga afmæli: G.M. Travelyan, brezk- ur sagnfræðingur (1876 — 1964) og | John Schlesinger, brezkur kvikmynda- leikstjóri (1926 — ) Hugleiðing dagsins: Þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.