Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 24

Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Vill stjórnaránd- staðan atvinnuleysi? Fulltrúar ASÍ, BSRB og stjórnarandstöðuflokka i Verðbólgunefnd segja í sameiginlegu áliti m.a : ,.Um hinn sérstaka vanda útflutningsatvinnuveganna gerum við ekki tillögur hér, þar sem Ijóst er að gengislækkun er þegar ákveðin." Þetta sýnir, sagði forsætisráðherra i útvarpsumræðunum í fyrrakvöld, „að ekki er raunverulegur ágreíningur milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu um nauðsyn gengislækkunar . . . enda byggja þessir fulltrúar tillögur sinar um hlíðarráðstafanir á henni." Þegar að hliðarráðstöfunum með gengislækkuninni kom stóð valið milli tveggja leiða. Annars vegar samdráttarleiðar að afstað- inni 10% gengislækkun, hins vegar málamiðlunarleiðar, með 13% ciengislækkun og helmingun verðbóta. Síðari leiðin var valin I því efni kom margt til greina. Ekki sízt sú áherzla, sem ríkisstjórnin leggur á það að koma í veg fyrir atvinnuleysi Samdráttarleiðin fól í sér hættu á atvinnubresú, henni fylgdi veruleg skattahækkun hjá einstaklingum, hún tefldi fjárhag ríkisins í hættu og hafði aukna verðbólgu í för með sér. í tillögum stjórnarandstöðu fólst „skrumskæld samdráttarleið", sagði forsæt- isráðherra, sem stefndi í atvinnuleysi Lagt var til að „svindla" á vísitölunni með því að taka milljarð af beinum sköttum og nýta andvirðið til að lækka visitöluna með lækkun óbeinna skatta og hækkun niðurgreiðslna i stórum stíl. sem stjórnarandstæðingar hafa þó harðlega gagnrýnt áður. Markmiðið er að tryggja kaupmáttarstig ársins 1977 i sessi, sagði forsætisráðherra í útvarpsræðu sinni, en á því ári jókst kaupmáttur launþega um tæp 9% að meðaltali frá þvi árið áður. Miðað við helmingun verðbóta og hliðarráðstafanir frv verður þessi kaupmáttur sennilega 3—4% minni á siðasta ársfjórðungi 1978 en hann var um áramót. Þarna ber að hafa i huga að grunnkaupshækkanir 1. júní og 1. september vega að nokkru upp kaupmáttarrýrnun vegna helmingunar verðbóta. Þá er þess að gæta að skerðing verðbóta á lægstu laun verður verulega minni en á hærri laun, hlutfallslega. Kaupmáttur lægri launa nýtur meiri verndar, sem leiðir til nokkurrar launajöfnunar — en bil hárra og lágra launa hefur breikkað í samningagerð siðustu ára Frumvarpið felur í sér stefnumörkun varðandi visitölukerfið, þ.e., að óbeinir skattar skuli ekki hafa áhrif á verðbótavísitölu, hvorki til hækkunar eða lækkunar, frá komandi áramótum Rökin fyrir þessu eru þriþætt: 1) Beinir skattar reiknast ekki inn i vísitölu Óbeinir skattar eiga þar ekki fremur heima Stjórnvöld þurfa að eiga frjálst val milli þessara skattlagningarleiða. 2) Óeðlilegt er að kauphækkun fylgi hækkun óbeinna skatta, t.d vegna bættrar heilbrigðis- og sjúkraþjónustu, sem rikið kostar og landsmenn fá ókeypis. 3) Beita þarf fjármálum rikisins til jafnvægis svo draga megi úr verðbólgu skv. hinni gömlu reglu, að á góðum árum skuli safna til hinna mögru. „Eg vil taka það skýrt fram," sagði forsætisráðherra, „að ég lit á niðurgreiðslur sem neikvæðan, óbeinan skatt, og það er þvi eðlilegt og rétt, að kauplagsnefnd meti niðurgreiðslur ínn i vísitölu eins og aðra óbeina skatta." Varðandi visitölukerfi okkar vitnaði forsætisráðherra til tveggja forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna Gylfi Þ, Gíslason sagði í umræðum á Alþingi: „Einn af hornsteinum nýs efnahagskerfis þarf að vera að komast út úr vitahring þessa vélræna kerfis. Það, sem mestu máli skiptir fyrir launþega, er að þeim sé tryggð réttmæt hlutdeild í vexti þjóðartekna. En hlutdeild launþega i vaxandi þjóðartekjum mætti tryggja með því að tengja vísitölu um þróun þjóðartekna " — Lúðvík Jósepsson sagði í þingræðu i endaðan ágúst 1974: „Það þarf að koma í veg fyrir það, að kaupið, eftir einhverjum visitölureglum eins og þeim sem við höfum búið við, æði upp á eftir verðlagi, því það kippir vitanlega fótunum undan eðlilegum rekstri eins og nú er ástatt." „Það eru látalæti," sagði forsætisráðherra, „ef þessir tveir háttvirtu þingmenn telja 3. gr frv. árás á launastéttir. Þeir hafa öðrum fremur bent á skaðsemi núverandi vísitölukerfis " Það eru alltaf neyðarúrræði að gripa til gengislækkunar eða inn í gerða kjarasamninga. Slíkt getur þó verið nauðsynlegt, til að tryggja rekstur útflutningsgreina þjóðarbúsins, atvinnuöryggi landsmanna og styrkja stöðu landsins gagnvart öðrum löndum. í þessu tilfelli er jafnframt verið að tryggja núverandi kaupmátt launa og leggja grundvöllinn að marktækari verðbólguhömlum og auðfarnari leið til bættra lífskjara almennings i náinni framtíð Undirstöðugrein þjóðarbúsins, verðmætasköpunar þess og gjald- eyrisöflunar, var komin á mörk rekstrarstöðvunar, sem þýddi hvort tveggja: innreið atvinnuleysis og stórskert heildarlífskjör þjóðarinnar. Verðbólgan hafði magnast á ný í kjölfar launaþróun- ar á liðnu ári. Það var þjóðfélagsleg skylda ríkisvaldsins að gripa inn i framvíndu mála og forða vá, sem komin var milli stafs og hurðar á þjóðarheimilinu. Ríkisstjórnin brást ekki þessari skyldu sinni Þjóðin mun meta réttilega timabær og ábyrg viðbrögð réttkjörinna stjórnvalda sinna, enda er hóflegar farið í sakir en allur almenningur reíknaði með, miðað við aðstæður og mála- vexti. Jónas H. Haralz: Til höfundar Rey k j avíkurbréfs í Reykjavíkurbréfi s.l. sunnu- dag, þann 12. þ.m., er að finna þau ummæli, að verðbólgan hafi hjálpað mörgum Islending- um, einkum ungu fólki, til að koma upp þaki yfir höfuðið. Síðar í bréfinu er svo ítrekað að íslendingar hafi notað verð- bólguna í baráttunni við að komast úr köldum torfkofum í mannsæmandi ibúðir. Það er varla von, að fólk sé þess fýs- andi að losna við ,,meinvætt“, sem slíkri blessun veldur. En hér er, í þessu annars ágæta bréfi, á ferðinni hrapallegur misskilningur, eða öllu heldur skynvilla, sem ástæða er til að fara um nokkrum orðum. Það er að sjálfsögðu rétt, ^ð fjármagn tii íbúðarkaupa hér á landi er af skornum skammti, kaupendur íbúða verða því að láta sér lynda að taka veruleg- an hluta íbúðaandvirðis að láni til skamms tíma með tiltölulega háum nafnvöxtum. Afborganir og vextir eru því oft svo háir, einkum fyrstu árin, að torvelt er að sjá, að við þær greiðslur yrði ráðið, ef tekjur færu ekki hækkandi vegna verðbólgunn- ar á sama tíma og fjármagns- kostnaður stendur óbreyttur. Er því e.t.v. ekki furða, þótt menn ímyndi sér, að verðbólg- an hafi beinlínis gert þeim kleift að eignast húsnæðið. En þá átta menn sig ekki á, að ef verðbólgan hefði verið lítil eða engin, hefði fjármagnskostnað- ur frá upphafi verið minni. Framboð fjármagns til íbúðar- kaupa hefði verið mun meira, lánstími lengri og nafnvextir lægri. Greiðslur afborgana og vaxta hefðu þá verið viðráðan- legar frá upphafi, án þess að Jónas H. Haralz. tekjuhækkanir af völdum verðbólgunnar hefðu komið til sögunnar. Að þessu er á þennan veg farið, geta menn sannfærzt um, ef þeir líta til þeirra landa, sem búið hafa við litla verð- bólgu. Það er því ekki ástæða til að þakka verðbólgunni góðan húsakost Islendinga. Raunar þvert á móti. Siðastliðna ára- tugi hefur þjóðarframleiðsla hér á landi á mann aukizt tals-"' vert hægar en í flestum öðrum löndum Evrópu. Ein aðalástæð- an fyrir þessu er tvímælalaust örari verðbólga hér á landi en víðast hvar annars staðar, eða réttara sagt sú óhagkvæmni í fjárfestingu og framleiðslu, sem verðbólgan leiðir af sér. Það er ekki ósennilegt, að þjóðarframleiðsla á mann sé nú um fjórðungi lægri en hún ella hefði verið, ef verðbólga hefði verið litil eða engin siðasta aldarfjórðunginn, og má gera ráð fyrir, að í þessu efni hallist æ meira á'eftir því sem ör verð- bólga allra síðustu ára stendur lengur. Ef verðbólga hefði ekki verið, gætu íslendingar því veitt sér mun meira í lífsgæð- um en þeir nú gera, hvort sem þeir kysu að gera þetta í enn betri húsakosti, í meiri einka- neyzlu af margvíslegu öðru tagi, í meiri og betri opinberri þjónustu, eða í auknum frístundum. Ungt fólk hefði þá getað komið sér upp jafngóðu húsnæði og nú með minni til- kostnaði og án eins mikillar spennu og streitu og tíðkast hefur. Jafnframt hefði verið unnt að ná þessu marki án þess að sparifé barna og aldraðs fólks væri um leið gert upptækt eins og átt hefur sér stað á undanförnum verðbólgutímum. Jónas H. Haralz. YFIR tuttugu þúsund manns sáu kvikmyndir á kvikmynda- hátíð Listahátíðar í Reykjavík, sem stóð frá 2.—12. febrúar s.l. að því er Thor Vilhjálmsson formaður undirbúningsnefnd- ar kvikmyndahátíðar sagði á blaðamannafundi í gær. Sagði hann enn fremur að fjöldinn sýndi svo eigi yrði um villst þann áhuga sem íslendingar hefðu á kvikmyndalist. Sagði undirbúningsnefndin að ýmsir byrjunarörðugleikar hefðu óhjákvæmilega komið upp á þessari fyrstu kvik- myndahátíð hérlendis, en allar myndirnar hefðu þó komizt á hátíðina að einni undanskil- inni, Öðinum um Chile. En kúbanskir aðilar sendu í mis- gáningi aðra kúbanska mynd Frá blaðamannafundi undirbúningsnefndar kvikmyndahátiðar. Vilhjálmsson. Friðrik Þór Friðriksson og Thor Ljósm. Ol. K.M. Yfir 20 þúsund á kvikmyndahátíð en þá sem beðið var um og reyndist ekki unnt að sýna hana á hátíðinni. Ástæðan fyrir seinkuninni á Frissa ketti og Konu undir áhrifum var keðja af óhöppum af ýmsu tagi, t.d. óveður í Bandaríkjunum, sem stöðvaði flug. Þá sögðu nefndarmenn að upp hefði komið bilun í hljóð- kerfi þegar íslenzku myndirnar voru sýndar. Listahátíð keypti „Róm, óvar- in borg“ eftir Rosselino til landsins og hefur henni verið komið fyrir í kvikmyndasafni Fjalakattarins. Um hagnað af hátíðinni vildi undirbúningsnefndin ekkert segja í bili, því enn væri ekki ljóst hvort gróði væri nokkur enda hefði það ekki verið til- gangurinn með þessari kvik- myndahátíð. Hins vegar töldu þeir að hún hefði staðið undir kostnaði. Þætti þeim aðsóknin með af- brigðum góð og þökkuðu þeir það góðu vali á kvikmyndum. Töldu þó, að vegna blaðaskrifa hefðu myndir eins og sú japanska, sem bönnuð var, og Sweet movie dregið athyglina frá öðrum myndum eins og Seiglunni sem hlaut Gullbjörn- inn i Berlín '77. Vildi undirbúningsnefndin þakka þeim erlendu sendiráð- um, sem aðstoðuðu við undir- búning kvikmyndahátíðarinnar og Flugleiðum. I undirbúningsnefnd kvik- myndahátíðar voru þeir Thor Vilhjálmsson, Hrafn Gunngs- son, Þrándur Thoroddsen, Gisli Gestsson og Friðrik Þór Frið- riksson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.