Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 35

Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 35 'DUNThIN erum viö snúin á braut frá stjórn fólksins og í átt til einræðisins. Jafnvel sú veröld tækninnar sem við lifum í,,með tölvum, upp- lýsingabönkum og nokkuð út- breiddum símasjónvarpstækjum og allskyns eftirlitskerfum býður upp á möguleika á misnotkun. Það að við erum skráð sem ákveð- in númer, tölur en ekki sen ein- staklingar. Þessi tækni ríkisins felur í sér nokkurs konar einræði. Það að öllum upplýsingum um okkur er skipt í kafla, að við erum aldrei óvaktaðir, skapar ákveðinn þrýsting á fólkið. Sjónvarpið þrýstir atburðum þeim sem gerast í heiminum inn á heimili okkar, inn í setustofurnar okkar. Af því leiðir að fólk verður yfirspennt og taugaveiklað. Slíkt ástand skapar tækifæri fyrir verulegar breytingar. Ef ríkisstjórn lætur þá skoðun í Ijós, að ákveðin ákvæði stjórnar- skrárinnar fullnægi ekki lengur „kröfum tirnans" séu „hindrun í vegi framfara“. Hvað þá? Fyrst verður að skýra það fyrir fólkinu í viðkomandi ríki, hvað i nýju lögunum felst. Síðan verður fólkið að kjósa um það i frjálsum kosningum, hver vilji þess er. Ef það gengur ekki þannig fyrir sig, verðum við énn að spyrja: hvað þá? I lýðræðisþjóðfélagi er það mik- ilvægt, að þegnarnir geri sér grein fyrir því, að þegar lög öðlast gildi þarf mikið til að þeim verði breytt. Lög geta bæði aukið mögu- leika og lög sem takmarka áhrif þegnanna eru í andstöðu við lýð- ræðið. Ef mörg og „smá“ lög eru sett í þessa átt, verða þau saman- lagt að miklum og sterkum laga- bálki. Við skulum fhuga þetta vandamál nánar. Við verðum fyrst að taka fyrir þrjú sterkustu og æðstu yfirvöld- in og valdaþættina í þjóðfélaginu. 1) löggjafarvaldið, 2) fram- kvæmdavaldið, 3) dómsvaldið. Ef þessir þrfr valdgþættir eru að- greindir verka þeir takmarkandi hver á annan og geta komið I veg fyrir misnotkun á völdunum. Saman geta þeir dregið úr valdaáhrifum fólksins. Það þarf þó ekki nauðsynlega að leiða til einræðis, EF þegnarnir eru á ALLAN hátt upplýstir um, hvað af þvf leiðir og geta í frjálsum kosningum skoðunum sfnum og óskum á framfæri. Ef þegnarnir, þ.e.a.s. meirihlutinn, óskar að gefa frá sér völdin, skapar það umboðsstjórn fólksins, en ekki lýðræðisstjórn. Með lagasetningu, jafnvel með þjóðaratkvæðagreiðslu getur þannig lýðræðisríki, með sam- þykki meirihlutans, orðið að ein- ræðisrfki. En fjölda ákveðinna skilyrða verður aó vera fullnægt. Þjóðin verður að geta greint eða trúað á ábatann, sem leiðir af slíkri breytingu á stjórnarfyrir- komulaginu. Þetta verður að leiða af áhrif- um sem fólkið hefur á löngum tíma orðið fyrir. Með sífelldri endurtekningu verða ný og önnur „gæði“ að verða að óskum borgaranna, það sem þeir gera kröfu til. Hvernig getur þetta gerst? Við skulum líta á: Skilyrðin Skilyrði þess að lýðræðisþjóðfé- lag verði einræðisríki án ofbeldis byltingar eru eftirfarandi: 1) að rikisstjórn leiti eftir meiri völdum, öllum völdum. Varanleg- um völdum; 2) að hún hafi pólitíska- hugmyndafræðilega stefnuskrá, sem gefur fyrirheit um meiri frið- indi fyrir meirihlutann, — efnis- leg „gæði“,aukið öryggi og ótta- leysi, varanlega atvinnu- og húsnæðisaðstöðu; 3) þjóðin i heild verður að leggja meira upp úr því að vera stjórnað — en að stjórna sjálf; 4) meirihluti þjóðarinnar verður að trúa á ríkisstjórnina og hug- myndafræði hennar; 5) rfkisstjórnin, ríkisvaldið, hef- ur völdin yfir næstum öllum fjöl- miðlum viðkomandi ríkis, sjón- varpi, útvarpi og mest lesnu dag- blöðunum og vikublöðunum; 6) meirihluti þeirra kennara, sem starfa við skóla landsins og þ.á m. æðri menntastofnanir, verða að kenna út frá hugmynda- fræði ríkisstjórnarinnar og trúa á hana; 7) rfkisstjórnin verður að tryggja sér stuðning meirihluti fulltrúa- þingsins við atkvæðagreiðslu nýrra „byltingarkenndra“ laga. Oft með „samvinnu" mismunandi flokka. Með fyrirfram samning- um við ákveðna menn í viðkom- andi flokkum og þá helst um „laga-blómvendi“, sem veita þeim, sem unnið er í samvinnu við, minni fríðindi. Það allra mikilvægasta er þó, að FJÖLMIÐLARNIR vinna i þágu ríkisstjórnarinnar og skrifa f sam- ræmi við hugmyndafræði hennar. ÞESS VEGNA: ef úrval er af frjálsum og óháðum dagblöðum og tfmaritum, sem stjórnað er á vakandi og gagnrýninn hátt, væri það mikil hindrun í vegi fyrir „byltingu með hjálp löggjafans". — Einnig þó útvarp-sjónvarp sé rfkisrekið. Ef fyrir hendi er frjáls útvarps- eða sjónvarpsrekstur kemur það í veg fyrir slíka „lýð- ræðislega“ byltingu. Það er ennfremur mikilvægt, að auk skóla í ríkiseign séu einhverj- ir reknir af einkaaðilum. EN pressan, „hið frjálsa orð“ hefur almest að segja fyrir lýð- ræðisstjórnarfarið — ekki síst í hátæknivæddum þjóðfélögum, þar sem sjálf þjóðfélagsuppbygg- ingin þrýstir á borgarana, þ.e. þrýstir jafnframt á ríkisstjórnina, þannig að fyrir hendi er aðstaðan: „þrýstingur — framleiðsla- mótþrýstingur". Ekki síst þarf slíkt þjóðfélag, til að lýðræðinu verði framfylgt, að hafa mörg dagblöð, sem styðja mismunandi sjónarmið, alla kjör- möguleikana. Ef ríkisstjórninni tekst að mýla dagblöðin, — og aðferðin til þess er margbreytileg, og/ eða „þrýsta" skoðanabræðrum sfnum inn í störf hjá frjálsum blöðum og tímaritum, — þá er þeim leiðin opin til að koma „byltingarlög- gjöf“ sinni í framkvæmd. Þá mun einnig athugasemdum, „bréfum frá lesendum" frá vakandi, gagn- rýnum, einstaklingum og hópum vera fyrirmunað að birtast f blöð- um. — Allt getur þetta gerst og það á sér stað. Niðurlag Ég hef vísvitandi forðast að tengja undanfarandi atriði, sem ég hef nefnt, víð einhverja ákveðna hugmyndafræði, orðatil- tæki eða slagorð, — og þau orð sem eru svo hlaðin tilfinningum nú á dögum, og koma huganum til að ólga eða dofna, sem gleðja ákveðna menn eða vekja óskapa reiði. Einhverjum kann að finnast það, sem ég hef skrifað, um of einfaldað eða of flókið. Kannski líta einhverjir svo á, að ég hefi haft ákveðna hugmyndafræði, stjórnkerfi, flokka, lönd í huga og ég hafi afskræmt hlutina eða teiknað upp skripamynd og ekk- ert annað. — Það hefur ekki verið tilgangurinn, heldur þvert á móti. Ég hef vakið athygli á ákveðnum tilhneigingum, það er úndir hverjum og einum komið, hvort mér hefur tekist það að einhverju marki eða ekki. Ef aðeins eitthvað af þessum skrifum mínum vekur fólk til umhugsunar og skapar umræður hef ég borið eitthvað úr býtum. Það er fjölmargt annað sem ég hefði gétað dregið fram og tekið fyrir, en það sem ég hef drepið á hér, hef ég reynt að gera á annan hátt en almennt tíðkast. — Síðar mun ég taka fyrir hvert einstakt vandamál fyrir sig. En auk stjórnmálalegra ágrein- ingsefna og vandamála eru ótal aðrir þættir i mannlifinu sem hafa svo miklu meiri þýðingu fyr- ir líf okkar og tilveru. Svo mikil- vægir að ég get slegið þeirri spurningu fram: hvort við höfum efni á stjórnmálum? Er það ekki aðeins andrúmsloft skilnings og samvinnu sem við þörfnumst. Ég skal nefna tvo mikilvægustu þættina, eða frekar þrjá^ 1. fæð- an, matur handa mannfólkinu, kjör þess, möguleikar í lifi þess, skipting, og reyna að ræða þau margvfslegu og flóknu vandamál sem tengjast því. 2. Náttúran sem við höfum hagnýtt og misnotað og tengt þjóðmálunum. 3. Orkumál: „vélfæða“. Því miður einnig stjórnmálaefni og „nú er hætt við að valda sprengingum“. Höfum við efni á öðru en friði — í þjakaðri veröld „offjölgunar" fólks. Sigurd Madslund, 1977 Þýð. AJR. FOUNTAIN drykkirnir eru orðnir mjög vinsælir í Danmörku, og eru FOUNjiRAlN vélar í notkun á fleiri þúsund vinnustöðum þar. Hægt er að velja um margar stærðir véla, hve marga drykki þú vilt fá o.s.frv. Síðan er mjög einfalt að breyta milli tegunda þegar pakkningin er búin. Þetta er enginn sjálfsali, hcldur sjálfþjónusta allan sólarhringinn í hcitum drykk, alltaf jafn ljúffengum. Tilvalið fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja gera eitthvað fyrir starfsfólkið, um leið og það sparar. FOUN'I’AIN vélina er hægt að nota hvar sem er t.d. í bátum, vinnuskúrum, heimilum o.fl. stöðum. Hringið í síma 16463 og fáið sölumann í heimsókn, hann mun gefa ykkur að smákka og allar nánari upplýsingar um þessa frábæru vél og möguleika sem henni fylgja. KOMIST A BRAGÐIÐOG YKKUR MUN VEL LÍKA. SIMI 16463. Minning: Benedikt Gunnlaugs- son frá Raufarhöfn Fæddur 24. mal 1943. Dáinn 10. nóvember 1977. Að kvöldi dags hinn 10. nóv. s.l. þegar ég var að koma heim frá vinnu frétti ég að vélbátsins Har- alds S.H. 123 með tveim mönnum úr Grundarfirði væri saknað. Læddist þá að mér sá grunur að annar þessara manna kynni að vera Benedikt Gunnlaugsson, en hann var kvæntur systurdóttur minni Jóhönni D. Magnúsdóttur. Ekki leið á löngu áður en staðfest- ing á þessum grun fékkst í fjöl- miðlum landsins. Illu heilli bar leitin að bátnum ekki árangur. Benedikt Gunnlaugsson og félagi hans Bragi Þór Magnússon voru ekki lengur i tölu lifenda. Benedikt fæddist á Raufarhöfn hinn 24. mai 1943. Hann var sonur hjónanna Sigurveigar Björnsdótt- ur og Gunnlaugs Benediktssonar, en Gunnlaugur lést árið 1974. Tvær systur Benedikts eru á lifi, báðar eldri en hann, og heita þær Málfriður og Steinunn. Benedikt stundaði sjó frá átján ára aldri ýmist á sild eða loðnu, og um tima var hann bátsmaður á togara. Mun hann hafa verið ákveðinn i því að gera útgerð að ævistarfi sinu. Þau Jóhanna og hann gengu í hjónaband 26. ágúst 1974, og skömmu síðar ættleiddi hann dóttur Jóhönnu sem hún eignað- ist milli manna. Hún heitir Sigrið- ur Hafdís og var yndi og eftirlæti kjörföður sins. Jóhanna var áður gift Thomas Watson Lane, ágætum manni. Hann var frá Bandarikjunum og starfaði á Keflavíkurflugvelli. Um nokkurra ára skeið bjuggu þau i Keflavíkurbæ, og þar fædd- ust börnin þeirra þrjú, Magnús, Stefán Gunnar og Helga Friða. Síðar lá leiðin til Bandaríkjanna. Um tima áttu þau heima i Phila- delphia, en lengst af í Delaware. Þau Thomas og Jóhanna munu ekki hafa átt skap saman, og kom hún heim til Islands með börn sín eftir sjö ára útivist. Kom sér þá vel að eiga traustan frændgarð og venslafólk. Skömmu eftir heimkomuna ræðst Jóhanna til Grundarfjarðar með börnin og stofnar þar heim- ili, og þar kynnist hún Benedikt og giftist honum eins og áður seg- ir. Og var sambúð þeirra með ágætum. Stundum áttu þau það til að bregða sér suður og endurtaka hveitibrauðsdagana. Vafalaust eiga þær stundir o.fl. eftir að ylja Jóhönnu um ókomna ævidaga. Það var ánægjulegt að sjá hvernig Benedikt umgekkst stjúpbörn sin. Mér virtist hann frekar vera þeim félagi en faðir, og fór vel á því þar sem börnin voru orðin stálpuð þegar hann kynntist þeim. Magnús, eldri stjúpsonurinn er til sjós. Hann og Ingibjörg kona hans eignuðust dóttur 4. jan. sl. Stefán Gunnar er lika á sjóoum eins og er. Og Helga Friða stundar nám við Menntaskólann á Laugar- vatni. Benedikt var maður and- litsfriður, nettvaxinn og fagurlim- aður. Hann var greindur vel. En fyrst og fremst minnist ég hans sem heillandi persónu og dreng- skaparmanns. Þótt ég hafi aðeins þekkt skyldfólk hans skamma hríð, veit ég að mannkostir eru viðar i ætt hans. Seint mun ég gleyma greiðanum sem Ari syst- ursonur hans gerði mér eftir að þau hjónin höfðu ekið okkur systkinum heim að dyrum i Reykjavík. Við móðursystkini Jóhönnu vorum orðnir fastagestir i Grund- arfirði þegar börnin voru fermd, og eftir það fannst manni ekkert sumar ef ekki var farið vestur. Benedikt og Jóhanna voru ein- stakir höfðingjar heim að sækja. A s.I. sumri vorum við systkinin þarna á ferð og verður mér sér- Staklega minnisstæður sunnudag- urinn þegar húsbændur og gestir þeirra fóru á tveimur bílum inn i Framhald á bls. 45. DANIR DREKKA YFIR 100.000 BOLLA Á DAG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.