Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 36

Morgunblaðið - 16.02.1978, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1978 Frá vinslri: Klemens Jönsson, Bjarni Sleingrímsson, Sigmundur Örn Arngrímsson, Flosi Ólafsson, Róbert Arnfinnsson og Þorsteinn Ö. Stephensen, en í fjarska er Herdís Þorvaldsdóttir. Að spyrna fótum við örlögum sínum Ödipús konungur Sófóklesar frumsýndur í Þjóðleikhúsinu 1 þýðingu Helga Hálfdanarsonar Sófókles (496 — 406 f. Kr.) er einn þriggja frægustu harm- leikjahöfunda frá blómaskeiði grískrar leikritunar (auk Æski- losar og Evripídesar). Sófókles samdi á annað hundruð leikrit en einungis 8 þeirra hafa varð- veist. Þekktust þeirra eru Þebu-leikirnir svonefndu: ödipús konungur, Ödipús í Kólonos og Antígóna. Þessi þrjú leikrit eru samfelld að efni en hvert um sig þó sjálf- stæð verk, enda eru þau ekki samin sem reglulegur þríleik- ur. Frá leikritum og leiksviðum Forn-Grikkja liggur óslitinn ferill fram til vorra daga. Um gríska leikmennt hefur nokkuð verið ritað á íslensku og má þar nefna ritgerðir dr. Jóns Gísla- sonar auk lausamálsþýðingu hans á mörgum grískum harm- leikjum, sem gerðar eru beint úr frummálinu. Að spyrna fótum við örlögum sínum er afstætt hugtak, enda skal fyrst að leiðarlokum lofa gengi dauðlegs manns og það eru einmitt þræðir örlaganna sem eru rauði þráðurinn í leik- ritinu ödipús konungur eftir Sófókles, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir n.k. föstudagskvöld, en þetta er í fyrsta skipti sem Þjóðleikhúsið glímir við hina gömlu grísku harmleiki. Það sem hefur staðið i vegi fyrir þeirri glímu er skortur á þýó- ingum í bundnu máli, en sýn- ingin nú er í áður óbirtri þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar á þessu verki, sem er talið meðal öndvegisverka leikbókmennt- anna og þekktasta leikrit höf- undar. Þá er ekki síður fengur að þýðingu Helga frá sjónarhóli íslenzkra bókmennta, því þýð- ingin er framlag til þeirra fyrir frábæra meðferð íslenzks máls. Þá má geta þess að Helgi hafði áður þýtt Antígónu sem Leikfé- lag Reykjavíkur hefur sýnt og um þessar mundir er Helgi að þýða framhaldið af Antígónu sem var einmitt dóttir Ödipúsar konungs. I Ödipúsi konungi segir frá Ödipúsi, sem verður ungur fyrir þeirra spásögn að hann eigi eftir að drepa föður sinn og giftast móður sinni. ' Þýðing Helga kemur út í bók- arformi á næstunni hjá Máli og menningu. 1 sýningu Ödipúsar leika margir kunnustu leikarar þjóð- arinnar, en það er Helgi Skúla- son sem leikstýrir verkinu. Leikmynd er eftir Gunnar Bjarnason og Guðrún. Svava Svavarsdóttir gerir búninga. Titilhlutverkið, Ödigús kon- ung, leikur Gunnar Eyjólfsson, Jóköstu drottningu leikur Helga Bachmann og Kreon, bróður hennar, Rúrik Haralds- Gunnar E.vjólfsson og Helga Bachmann í hlutverkum Ödi- púsar konungs og Jóköstu drottningar. Ljósmyndir IVIbl. Ragnar Axelsson. son. Yfir 30 manns koma fram á sýningunni, þar á meðal ýmsir helstu leikarar Þjóðleikhúss- ins. Valur Gislason leikur Tei- resrías spámann, Ævar R. Kvaran prest, Þorsteinn Ö. Stephensen, Baldvin H:lldórs- son og Hákon Waage eru einnig í mikilvægum hlutverkum og er þá ótalinn 12 manna talkór und- ir forystu Róberts Arnfinnsson- ar. Aðrir í kórnum eru Krist- björg Kjeld, Þóra Friðriksdótt- ir, Herdís Þorvaldsdóttir, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Guðrún Þ. Stephensson, Helga Jóns- dóttir, Bjarni Steingrimsson, Sigmundur Örn Arngrímsson, Klemens Jónsson og Eyvindur Erlendsson. Þá koma fram nokkur börn og hópur leik- Iistarnema. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta skipti, sem Ödipús kon- ungur er sýndur hérlendis og reyndar fyrsti gríski harmleik- urinn, sem Þjóðleikhúsið ræðst í að sýna. Eina gríska leikritið, sem aður hefur verið sýnt hér, var gamanleikurinn Lýsistrata eftir Aristófanes. Leikfélag Reykjavíkur sýndi hins vegar fyrir nokkrum árum annað leikrit Sófóklesar, Antígónu, einnig í þýðingu Helga Hálf- danarsonar og undir stjórn Sveins einarssonar. — á.j. Gunnar Eyjólfsson t.v. og Baldvin Halldórsson t.h. i hlutverkum sfnum. r Krafa ASI vegna hækkunar á landbúnaðarafurðum: „Löglega að hækk- uninni staðið” Eins og fram hefur komið f Morgunblaðinu var kveðinn upp fyrir skömmu í bæjarþingi Reykjavíkur f máli ASl gegn Framleiðsluráði landbúnaðarins og Sexmannanefnd, en mál þetta reis vegna ákvörðunar sexmanna- nefndar um hækkun á landbún- aðarvörum sem framleiðsluráð landbúnaðarins auglýsti hinn 23. marz 1976. ÍJrskurður dómara var á þá leið að stefndu, framleiðslu- ráð landbúnaðarins og sexmanna- nefnd, skuli vera sýkn af kröfu stefnanda, Alþýðusambands Is- lands, í máli þessu. I endurriti úr dómabók Bæjar- þings Reykjavíkur segir m.a. um málavöxtu og álit dómsins: „Stefnandi lýsir málavöxtum á þá leið, að með samningi dags. 1. marz 1976 hafi Alþýðusamband íslands f.h. til greindra félaga og sambanda og Vinnuveitendafé- lags íslands, Vinnumálasambands samvinnufélaganna og Reykjavík- urborgar gert með sér kaup og kjarasamning, þar sem síðast gild- andi samningar aðilanna voru framlengdir með breytingum, sem þessi samningur og sérsamn- ingar félaganna fela í sér. Þessi nýi samningur, dags. 1. marz skyldi skv. 17. gr. hans gilda frá 1. marz 1976 til 1. maí 1977. Samkvæmt lögum nr. 101/1966 um framleiðsluráð landbúnaðár- ins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o.fl., segir svo í 9. gr. laganna: „Heimilt er að breyta afurðaverði til fram- leiðenda og þar með söluverði landbúnaðarvara ársfjórðungs- lega frá 1. desember, 1. marz og 1. júni vegna hækkunar á kaupi, svarandi til þess, að laun bónda og verkafólks hans í verðlags- grundvelli landbúnaðarvara séu færð til samræmis við þá hækkun, sem kann að hafa orðið á kaupi á almennri verkamannavinnu í Reykjavík á undangengnu þriggja mánaða tímabili. A fundi sínum 8. marz, 16. marz, 19. marz og 20. marz 1976, hafði framleiðsluráð landbúnað- arins og sexmannanefnd ákveðið, að breyta söluverði landbúnaðar- vara til neytenda þrátt fyrir ákvæði 9. greinar, að breyting sé aðeins heimil. .. til samræmis við þá hækkun, sem kunni að hafa orðið á kaupi í almennri verka- mannavinnu í Reykjavík á undan- gengnu þriggja mánaða timabili, 1. des.—1. marz, hafi engin hækk- un orðið. Stefnandi telji þessa verðhækkun til neytenda og alla meðferð þessa máls andstæða 6. gr„ 7. gr. 8. gr. og 9. gr. laga nr. 101/1966. Um afstöðu stefndu segir svo m.a. í dómabók bæjar- þings: „Af hálfu stefndu er aðdrag- anda að verðlagningu landbúnað- arafurða í marz 1976 lýst svo, að um verðlagningu landbúnaðaraf- urða sé mælt í lögum nr. 101, 8. desember 1966, um framleiðslu- ráð landbúnaðarins, verðskrán- ingu, verðmiðlun og sölu á land- búnaðarafurðum o.fl. Þar sé nefnd sexmanna falið að ákveða afurðaverðið til framleiðenda og verð landbúnaðarafurða í heild- sölu og.smásölu. Ráð sé fyrir því gert, að verðlagsgrundvöllur gildi fyrir tvö ár í senn frá byrjun verðlagstímabils 1. september og skuli hann tilbúinn fyrir þann tíma ár hvert, nema annað sé ákveðið í sexmannanefndinni. Verðlag landbúnaðarafurða geti breytzt á þriggja mánaða fresti og megi þá færa laun bónda og verkafólks hans í verðlagsgrund- velli landbúnaðarvara til sam- ræmis við þá hækkun, sem kunni að hafa orðið á kaupi í almennri verkamannavinnu í Reykjavík á undangengnu þriggja mánaða tímabili. Mörg undanfarin ár hafi verð- stöðvun í einhverjum mæli gilt á Islandi. Um það hafi verið sett margvísleg löggjöf, t.d. bráða- birgðalög nr. 28, 21. maí 1974 um tímabundnar ráðstafanir til við- náms verðbölgu, sbr. lög nr. 75, 22. ágúst 1975. Nú gildi í þessu efni lög nr. 13. 23. maí 1975 um launajöfnunarbætur, bætur al- mannatrygginga, verðlagsmál o.fl., sem séu í meginatriðum stað- festing bráðabirgðalaga sama efn- is nr. 88. 24. september 1974 til 31. maí 1975 og þar til öðruvísi verður ákveðið má ekki hækka verð vöru eða þjónustu .. . frá því, sem var 23. september 1974, nema að fengnu samþykki réttra yfir- valda og skulu þau ekki leyfa neina hækkun nema þau telji hana óhjákvæmilega. Leyfi til hækkunar tekur þó ekki gildi fyrr en það hefur hlotið staðfestingu rikisstjórnarinnar." Samkvæmt þessu séu engar verðhækkanir raunverulega gildar nema til komi samþykki ríkisstjórnar á hverjum tíma. Ætla verði, að þessi lagasetning ýti til hliðar annarri löggjöf, eldri, þar til öðru vísi verði ákveðið." I áliti dómsins segir m.a.: „í II. kafla laga nr. 101 frá 1966 er mælt fyrir um verðlagningu landbúnaðarafurða. Þar er m.a. tilgreint hvað taka skuli í verð- lagsgrundvöll landbúnaðarvara, hverjir skuli ákvarða afurðaverð, hvernig verðlagningu skuli hagað gildistíma verðlagsgrundvallar og hvenær heimilt er að breyta af- urðaverði til bænda. Eins og mál þetta liggur fyrir er ekki ágreiningur um fjárhæð hinnar umdeildu hækkunar, held- ur einungís hvort heimilt hafi verið að láta hækkunina koma til framkvæmda 24. marz 1976 eða ekki. Að lokum segir í áliti dómsins: „Ákvörðun sexmannanefndar um hækkun á verði landbúnaðar- vara, birt með auglýsingu Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, dags. 23. marz 1976, í Lögbirtingarblaði 14. apríl 1976, var samþykkt mót- atkvæðalaust í sexmannanefnd. Hækkunin var gerð með sam- þykki ríkisstjórnarinnar og er hún því í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 13 frá 1975. Verður því að telja löglega að hækkun- inni staðið og að heimilt hafi ver- ið að láta hana koma til fram- kvæmda 24. marz 1976. Styðst sú skoðun einnig við 1. mgr. 4. gr. laga nr. 101 frá 1966. Niðurstaða málsins verði þvi sú, að kröfur stefnanda verða ekki teknar til greina." / Oeining um mark Finna Helsinki, 14. febrúar. AP. FINNSKA stjórnin frestaði í dag ákvörðun um hugsanlega gengis- fellingu finnska marksins til fimmtudags, þar sem henni hefur ekki tekizt að tryggja samkomu- lag, sem allir stjórnarflokkarnir fimm geta sætt sig við. Nauðsynlegt reyndist eínnig að fresta ákvörðuninni vegna þess að flestir ráðherrarnir og Mauno Koivisto, bankastjóri Finnlands- banka, eru í hópi 300, kjörmanna, sem koma saman á morgun til að kjósa forseta. Jafnframt snarlækkaði dollar- inn i dag á gjaldeyrismörkuðum þar sem hann varð fyrir mestum þrýstingi frá svissneska frankan- um. Bandaríski fjármálaráðherr- ann, Michael Blumenthal, hefur lokið viðræðum við Helmut Schmidt kanzlara án þess að fá tryggingu fyrir því að Bonn- stjórnin geri nýjar ráðstafanir til þess að örva vestur-þýzkt efna- hagslíf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.