Morgunblaðið - 08.03.1978, Page 10

Morgunblaðið - 08.03.1978, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1978 Guðrún ok Ingibjörg. Ásdís. Islenzki dansfíokkurinn með 5 nýja balletta: „Dansarnir byggjast á nýjum hreyfingum með líkamanum” í kvöld, miðvikudagskvöld, frumsýnir íslenzki dansflokkurinn 5 nýja balletta undir stjórn Yuri Chatal ballettmeistara og Sveinbjargar Alexanders listdansara, sem einnig dansar í sýningunni, en aukdansaranna í Islenzka dansflokknum dansa nemendur í listdansskólanum. Sveinbjörg Alekanders hefur um árabil starfað sem ballettdansari í Þýzkalandi og fékk hún leyfi frá Óperunni í Köln en þar dansar hún með Tanz Forum-dansflokknum. Sumarleikir heitir einn ballettinn við tónlist eftir Ravel, en danshöfundur og stjórnandi er Yuri Chatal. Dansarar í þeim ballett eru Misti McKee, Birgitta Heide, Nanna Ólafsdóttir, Yuri Chatal og Einar Sveinn Þórðarson. Þá er ballettinn Metelitza, sem er rússneskur dans eftir Yuri Chatal, en þar eru um að ræða sólódans hjá Helgu Bernhard. Þriðji ballettrnn á dagskránni er Sinfónískar etýður við tónlist Roberts Schumann, en danshöfundur er Þjóðverjinn Jochen Ulrich. Stjórnandi þess dans er Sveinbjörg Alexanders, en dansarar eru Asdís Magnúsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Helga Bernhard, Ólafía Bjarnleifsdóttir, Nanna Olafsdóttir og Örn Guðmundsson. Etýðurnar er rómantískur dans saminn við ljóð og blandar höfundurinn þar saman tækni nútímaballetts og sígilds balletts. I stuttu samtali við Sveinbjörgu Alexanders sagði hún að slík vinnubrögð tíðkuðust í hennar dansflokki í Köln. Þó kvað hún Etýðurnar vera með klassískari verkefnum sem Forum-flokkurinn túlkar, en þessi ballett var frumsaminn fyrir Göthestofnunina í Múnchen s.l. haust. Ballettinn er gerður fyrir þrjú pör, en Sveinbjörg hefur hagrætt honum fyrir íslenzka dansflokkinn og í honum dansa 6 stúlkur og einn karldansari. Þá er ballettinn Angistaróp nætur minnar við tónlist Hindemiths, en Jochen Ulrich samdi þann ballett sérstaklega fyrir sýningu Þjóðleikhússins nú og Sveinbjörgu sem dansar sólódans. Tónlistin er eftir Paul Hindemith opus 9, söngvar fyrir sópran og hljómsveit við kvæði Else Laske Schuler og Lotz. Viðfangsefni ballettsins er stemmning og angist stríðsáranna. Aðspurð kvaðst- Sveinbjörg hafa mikinn áhuga á því að semja sjálf balletta og sinn fyrsta bailett kvaðst hún ætla að semja í Köln í apríl. Þá kvaðst hún hafa mikinn áhuga á því að nota íslenzkt efni í ballettsmíði, íslenzk kvæði og sitthvað fleira úr íslenzkri menningu sem gæfi mikla möguleika í túlkun fyrir ballett. F’immti ballettinn á sýningu Þjóðleikhússins í kvöld er I gömlu góðu Vín við tónlist Jóhanns Strauss yngri. Sá dans er einnig eftir Yuri Chatal, en dansarar éru Guðrún Pálsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Ilelga Bernhard, Örn Guðmundsson, Yuri Chatal ásamtHelenu Jóhannsdóttur, Láru Stefánsdóttur, Katrínu Þorbjörnsdóttur og Sigrúnu Waage. Isienzki dansflokkurinn mun aðeins sýna tvisvar í Reykjavík en síðan verður haldið í sýningaferð út á land. Sveinbjörg Alexanders kvaðst vera mjög ánægð með dansarana í Dansflokknum. „Það er ekki auðvelt að læra nýjan stíl eins og þeir hafa þurft að gera í þessum balllettum nú. Dansarnir byggjast sumir á nýjum hreyfingum með líkamanum, en mér finnast dansarnir mjög efnilegir og meira en það, því það er gott dæmi um árangur þeirra að Auður Bjarnadóttir er nú í ársleyfi og hefur komizt að í ballettdansi í Múnchen. Ég vona þó fyrir hönd Islendinga að stúlkurnar tapist ekki til útlanda, en til þess að fyrirbyggja það, þarf að hafa fleiri sýningar oggera meira fyrir Dansflokkinn. Það er sorglegt að missa góða starfskrafta og listamenn til útlanda, en fyrir mig hefur það verið mikil ánægja að vinna með stelpunum og þær hafa svo sannarlega að mínu mati, eflzt við hverja raun. Ég vona að ég eigi eftir að vinna með þeim síðar." — á.j. Á æfingu eins ballcttsins. Rætt irið Sveinbjörgu Alexanders sem hefur æft fyr'u sýninguna ásamt Yuri Chata! baHettmeistara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.