Morgunblaðið - 09.03.1978, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.03.1978, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 Ullariðnaðurinn þolir enga verð- hækkun á ullinni segir Hjörtur Eiríksson, frkvstj. Iðnaðardeildar Sambandsins Mjölið flutt út ósekkjað Á YFIRSTANDANDI loðnuvertíð hóf loðnuverksmiðja ísbjarnarins h.f. á Seyðis- firði framleiðslu á lausu mjöli. Er mjölið sett í þar til gerða kassa, og er geymt í þeim þar til útskipun kemur, en þá eru kassarnir tæmdir í sérstakan losunarbún- að. sem færir mjölið til skips. Þessar myndir voru teknar á Seyðisfirði í vikunni, þegar verið var að losa 1100 tonn af mjöli í Vesturlandið. Átti Vesturland að halda með mjölið frá Seyðisfirði að lokinni lestun áleiöis til Bremen í V-Þýzkalandi. Þá er einnig lokið við stækkun á loðnuverksmiðju ísbjarnarins á Seyðisfirði og bræðir verksmiðjan nú allt að 1000 lestir af loðnu á sólarhring, en áður bræddi verksmiðjan kringum 500 lestir. Ljósm. Þórleifur Ólafsson. „ÞAÐ ER alveg borðleggjandi, að verksmiðjurnar Þola enga hækkun á ullinni," sagði Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins, í samtali við Mbl. í gær, en eins og blaðið hefur skýrt frá er ullarverð nú til ákvörðunar hjá yfirnefnd, vegna ágreinings í undir- nefnd, bar sem fulltrúar bænda vildu ekki hækka ullarverðið, en fulltrúar neytenda vildu hækka Þaö. „Við teljum að ullarverðið verði að vera í samræmi við heimsmarkaðs- verð," sagði Hjörtur, „og reyndar er þaö þegar orðið yfirsprengt og komið verulega upp fyrir heimsmarkaðsverð- ið. Þaö er alveg á hreinu, að ullar- iðnaðurinn þolir alls enga hækkun, ekki um eina einustu krónu, því boginn er þegar spenntur til hins ýtrasta," sagði Hjörtur Eiríksson. Stúdentaráðskosningar í Háskólanum í dag: Klof ningur með- al vinstri manna 2,56% hækkun elda- véla ef lagt verður á 3% jöfnunargjald TVEIR menn úr vinstri meiri- hlutanum í stúdentaráði hafa sagt sík úr ráðinu og hvetja stúdenta til að skila auðu í stúdentaráðskonsingunum, sem eru í dag. Þetta eru þeir Þorgeir Helgason og Ingólfur Jóhannsson. og eru þeir félagar í EIK (m-1), einingarsamtökum kommúnista. í dreifibréfi til námsmanna innan háskólans út af stúdenta- ráðskosningunum segja þeir m.a.: „Lögð verði meiri áherzla á að fylkja námsmönnum saman í baráttu fyrir betri námslánakjör- um. Forusta vinstri manna hefur gersamlega látið undir höfuð leggjast að byggja upp slíkt starf, heldur hefur nú kæft baráttuvilja stúdenta með nefndamakki, trú á þingmenn og tilganslausum þrætum við Vöku.“ Ennfremur segir í dreifibréfinu: „Vinstri forustan hefur látið trotskista komast upp með það að setja fram sína einkapólitík í sameig- inlegum aðgerðum stúdenta og vinna þannig markvisst að því að sundra námsmönnum.“ Fram kemur að á vinstri ráðstefnu nýlega hafi komið fram skarpur ágreiningur milli kommúnista annars vegar og trotskista og leiðandi Alþýðu- bandalagsmanna hins vegar og ágreiningurinn einkum staðið um afstöðuna til ríkisvaldsins, leiðir í baráttunni og um „upphlaups- aðgerðir trotskista í sameiginleg- um aðgerðum námsmanna" eins og segir í dreifibréfinu. Út af ágreiningnum um afstöðuna til ríkisvaldsins segja þeir ma.a: Forusta vinstri manna neitar að læra af þeim hrakförum er við fórum er semja átti við ríkisvald- ið. Eðli ríkisvaldsins er hið sama, hvort sem Sjálfstæðisflokkurinn eða Alþýðubandalagið sitja í stjórn ...“ Á framboðsfundi vegna Framhald á bls. 27 í FRAMHALDI frétta þess efnís f Mbl. að innan skamms yrði lagt fram á Alþingi stjórnar- frumvarp til laga um að sér- stakt jöfnunargjald 2—3% verði lagt á alla innfiutta samkeppnis- vöru íslenzks iðnaðar, sneri Morgunblaðið sér til þriggja innflytjenda slíkra vara og innti þá eftir því hvað álagning slíks jöfnunargjalds hefði í för með sér mikla hækkun á slfkum vörum, væri miðað við 3% jöfnunargjald. Hjá Gunnari Ásgeirssyni fengust þær upplýsingar að meðaldýr Husqvarna-eldavél myndi hækka um 2,56% til neytandans eða úr 196.500 krón- um í 201.530. Hjá Heildverzlun Björgvins Schram sem flytur inn Melka-herraskyrtur fékk Morgunblaðið þær upplýsingar að þær myndu hækka um 1,8% til neytenda eða úr 4048 krónum í 4121 krónur væri miðað við meðaldýra herraskyrtu. Að lok- um fengust þær upplýsingar hjá Heildverzlun Ásgeirs Sigurðsson- ar sem flytur inn Lux-handsápur að þfer myndu hækka um 3,3%. Almannatryggmgabæt- ur hækka vun 5,5-7,5% BÆTÚR aimannatrygginga hækka frá 1. marz í samræmi við lög um ráðstafanir í efnahags- málum og hækka allar bætur aðrar en tekjutrygging um 5,5%, en tekjutrygging og heimilis- uppbót hækka um 7,5%. í frétt frá heilhrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu segir, að þessi hækkun auki útgjöld lífeyris- trygginga um einn milljarð á þessu ári. Eftir hækkunina verða helztu tegundir bóta sem hér segir: Grunnlífeyrir einstaklings verð- ur 38.609 krónur og tekjutrygging 34.527, þannig að hámarksbætur einstaklings verða 73.136 krónur. Grunnlífeyrir hjóna verður 69.496 krónur og tekjutrygging 58.367 krónur, þannig að há- marksbætur hjóna verða 127.863 krónur á mánuði. Barnalífeyrir verður 19.756 krónur. Mæðralaun með einu barni verða 3.387 krónur, með tveimur bórnum 18.384 krónur og með þremur börnum 36.767 krón- ur á mánuði. Átta ára bætur slysatrygginga verða 48.375 krónur á mánuði. Sex mánaða ekkjubætur verða 48.375 krónur og 12 mánaða ekkjubætur verða 36.275 krónur á mánuði. Heimilisuppbót verður 12.900 krónur á mánuði. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ fyrirskipaði ekki sérstaka þagn- arskyldu vegna sovézka njósna- skipsins úti af Reykjanesi í fyrrasumar en hins vegar hafði hvorki ráðuneytið né Landhelg- isgæzlan frumkvæði að því að auglýsa þennan atburð, enda sovézka skipið utan raunveru- legrar lögreglulandhelgi ís- lands, að sögn Baldurs Möllers, ráðuneytisstjóra í dómsmála- ráðuneytinu. I samtali við Morgunblaðið inn sem sagði Baldur að eftir því hann vissi bezt væru mýmörg dæmi þess að sovézk njósnaskip kæmu hér upp að landinu, og hefðu þau sérstakan áhuga á tveimur hlutum landsins, suð- austurhorninu og suðvesturhorn- inu en þó sérstaklega hinu síðarnefnda eins og gæfi að skilja. Baldur taldi að ráðherra hefði ekki verið gerð sérstök grein fyrir þessu tiltekna máli, því að skipið hefði aldrei farið inn fyrir 4ra mílna mörkin eða fyrir hina raunverulegu Þorskveiðin við Grænland: „ÉG tel það með ólíkindum að þarna geti verið um að ræða þorskgöngur frá okkur,“ sagði Sigfús Schopka, er Mbl. har undir hann þær hugmynd- ir fiskimanna við vestur- strönd Grænlands. að göngur frá íslandi kynni að valda óvenju mikilli þorskveiði við Grænland nú. „Við höíum merkt þorsk við ísland í áratugi og það er afar sjald- gæft að slíkur þorskur hafi gengið til Græniands og raun- ar engin dæmi þess eftir stríð,“ sagði Sigfús. Dómsmálaráðuneytið: Veitti ekki upplýsingar um njósnaskipið að fyrra bragði - þar sem skipið fór aldrei inn fyrir 4 mílur landhelgi, sem væri valdsvið íslands. Þar fyrir utan væri umferð erlendra skipa frjáls, þótt þau væru innan fiskveiðilögsögu. Baldur kvað það vera á mis- skilningi byggt að dómsmála- ráðuneytið hefði fyrirskipað sér- staka þagnarskyldu um framan- greindan atburð en það hefði ekki né heldur Landhelgisgæzlan haft frumkvæði að því að auglýsa atburðinn vegna þeirra kringum- stæðna er að framan greindi. Hins vegar taldi hann að engin tormerki hefðu verið á því að frétt um atburð þennan hefði verið staðfest hjá ráðuneyti eða Landhelgisgæzlu ef fréttamenh hefðu komizt að honum eftir öðrum leiðum. Morgunblaðið sneri sér til blaðafulltrúa Varnarliðsins til að spyrjast fyrir um vitneskju þess um ferðir þessa rússneska njósnaskips hér við land og annarra slíkra skipa, en þau svör fengust, að ekki væri unnt að veita neinar upplýsingar um málið sem stæði, Friðrik og Guðmund- ur tefla í Ameríku GUÐMUNDUR Sigurjóns- son skákmeistari hélt í gær af stað áleiðis til suður- ameríkuríkisins Kolombíu Framhald á bls. 26 Með ólíkindum að um sé að ræða göngu frá íslandi — segir Sigfús Schopka, fiskifræðingur — „Aftur á móti hefur þetta verið á hinn bóginn, að við fengjum búbót frá Grænlandi," sagði Sigfús. „Það var alltaf eitthvað um það, að þorskur kæmi af Austur-Grænlands- miðum og hrygndi hér við land. Hins vegar hefur mikið tekið fyrir þetta í seinni tíð og við reiknum ekki með neinu frá Grænlandi næstu árin. Síðasta stóra gangan frá Grænlandi var 1970. Þorskstofninn við Grænland datt alveg niður vegna mjög slæmra klakskilyrða ár eftir ár og má geta þess, að á árunum 1955—65 var ársaflinn um 400.000 tonn að meðaltali, en ég held að kvótinn í ár sé um 30.000 tonn. Hins vegar er vitað að klakið við Grænland var sæmilegt 1973 og að sá árgangur er nokkuð sterkur. Ef til vill er það þessi fimm ára fiskur, sem Grænlendingar eru að veiða nú, án þess að ég vilji nokkuð um það fullyrða, en í fréttum af veiðinni er talað um 6—8 ára fisk.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.