Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 Ólafur Ólafsson landlæknir: Þættir um manneldi á Islandi Fyrir 38 árum var gerð neyslu- könnun á íslandi á vegum nefnd- ar sem síðar hlaut nafnið Manneldisráð. Niðurstöður nefndarinnar voru í stuttu máli: 1) í stórum dráttum fannst ekkert verulega athugavert við manneldi hér á landi. 2) Kalkbúskapur okkar var þó rýr. 3) Varað var við C-vítamínsskorti á vorin. 4) Ráðlögð var aukin grænmetis- neysla. Manneldisráð starfaði lítið sem ekkert eftir að fyrrgreindri rann- sókn lauk. Nokkrir einstaklingar s.s. prófessor Júlíus Sigurjónsson og Baldur Johnsen sýndu þessum málum mikinn áhuga og gerðu ítrekaðar tilraunir til þess að afla fjár til áframhaldandi rann- sókna. Lögðu þeir fram ítarlegar tillögur um víðtækar neyslurann- sóknir en stjórnvöld, þ.ám. Al- þingi, sýndu málinu lítinn áhuga. Baldur Johnsen framkvæmdi viðamiklar kannanir á neyslu- venjum barna og unglinga í Reykjavík og úti á landi. Er Hjartaverndarsamtök voru stofnuð víða um land, 1964 — 1965, hófust miklar umræður um manneldi, sem enn er ekki lokið og gera það vonandi seint. Magnús Kjartansson fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra endur- vakti Manneldisráð árið 1974. Manneldisráð hófst þegar handa um skipulagningu á neyslukönn- un meðal almennings, en vegna fjárskorts varð dráttur á fram- kvæmdum. Núverandi heil- brigðisráðherra tókst með harð- fylgi að tryggja ráðinu 1 milljón í fjárlögum 1977 og fyrir árið 1978 tæpar 4 millj. Neyslu- kannanir eru algjör forsenda ráðlegginga um manneldi og er grannþjóðum okkar það ljóst. Manneldisráð hefur á síðasta ári unnið að viðamikilli neyslu- könnun meðal 10, 12 og 14 ára barna á Reykjavíkursvæðinu og munu niðurstöður birtast á næst- unni. Ennfremur mun ráðið bera saman neysluvenjur unglinga í dag við neysluvenjur unglinga fyrir 25 og 30 árum. (Könnun Baldurs Johnsen). Um Holdafar ísiendinga Engin vafi leikur á að íbúar landsins eru í „góðum" holdum (Hóprannsókn Hjartaverndar) Islendingar eru þar keimlíkir öðrum er lifa í vellystingum, en talið er að 20—30% íbúa iðnríkj- anna (börn, unglingar og fólk á starfsaldri) séu of þungir, ef reiknað er út frá hæð og þyngd (hæð í cm. — 100) Fyrstu ábendingar um ofþyngd Islendinga voru lagðar fram af læknum Hjartaverndar á Nor- rænu lyflæknaþingi í Reykjavík 1968. Samanburður var þá gerður á þyngd íslenskra karla (Hóp- r^nnsókn Hjartaverndar) og þyngd sænskra karla (Eskiltuna rannsókn 1964 — 1967) „Meðal- fituþyngd" ísl. karla á aldrinum 34—60 ára reyndist vera um 5 kg meiri en þeirra sænsku í sam- svarandi aldurshópum. A næstunni kemur út skýrsla um þyngdar og hæðarmælíngar á ísl. körlum frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Þær niðurstöður munu sýna m.a. að ráðleggingar um líkamsþyngd íslendinga er byggja á staðli tryggingarfélaga í Bandaríkjunum eru ekki raun- hæfar. Þess ber að gæta að tryggingarfélög „velja að vissu leyti viðskiptavini sína“ og tryggja nær eingöngu heilbrigt fólk. En heilsufar þess hóps gefur ekki raunhæfa mynd af heilsufari Bandaríkjanna. Einnig má geta þess að meðalævi ísl. karla og kvenna er 4—5 árum lengri en bandarískra karla og kvenna. Offita og þjóðfélagsbreytingar Miklar breytingar hafa orðið á lifnaðarháttum á íslandi síðustu 30—40 árin. Samfara þjóðfélags- breytingum hafa orðið breyting- ar á atvinnuháttum og þar með orkunýtingu, neysluvenjum og fæðuvali einstaklinga. Helst ber að nefna: 1) Kyrrsetustörf stunda nú um 70% ísl. karla (Félagsfræðileg rannsókn Hjartaverndar). Mikil breyting hefur orðið frá því er um 80% karla stunduðu land- búnaðarstörf og sjóvinnu. Þótt vinnulag hafi breyst er mér til efs að starfsstundum hafi fækkað mikið. Nú starfar stór hluti fólks 60— 80 kls/viku. Yfir 50% ís- lenskra karla vinnur lengur en 50 klst/viku. Samsvarandi tölur frá Noregi og Svíþjóð eru 8—10%. 2) Húsmæður starfa nú víða almennt utan heimilis. Börn og unglingar fá nú gjarnan eða eiga sjálf fé til fæðiskaupa í stað máltíðar á heimili. Þéttriðið net söluturna v^nlykja nú heimili og skóla og handhægast að gera innkaup þar. Fáar fást þar innlendar landbúnaðar- eða sjávarafurðir. 3) A síðustu áratugum hefur ýmsum fæðutegundum verið hlaðið um of á matarborð okkar. Þessar eru helstar: Fínn sykur, hýðislaust korn, sætindi og gos- drykkir. Sykurát okkar er með ólíkindum. Matvæli á íslenskum markaði Athyglisvert er að kanna markaðsvörur okkar síðustu 30 árin. Því.miður fyrirfinnst ekki nema takmarkaðar upplýsingar um neyslu og verður því að styðjast við tölur um sölu og innflutning. Þessar tölur eru fengnar úr Tölfræðihandbók Hagstofu íslands frá 1974 og úr skýrslu Rannsóknarráðs ríkis- ins, „Um þróun landbúnaðar frá 1976“. Fyrri tölur um „neyslu" sem oft hefur verið vitnað í byggja að mestu á framleiðslutöl- um og eru því ekki raunhæfar. Sala til neyslu innanlands kg/íbúa HUNDRAÐSTALA DAUÐSFALLA UMFRAM MEBALTAL <2% 30% 2S% 21% WM 13% 9% llÍÉ Æmm HHH KONUR KARLAR KONUR KARLAR KONUR KARLAR 10% OF ÞUNG 20% OF ÞUNG 30% OF ÞUNG HÆTTAN AF AÐ VERA FEiTUR er, cins op hér má sjá, mciri fyrir karla en konur og vcx auk J>css meW auknum ofurþjunga. Þannig eru 13% flcirl datiðsföH mcðal karla og 9% fleiri mcðal kvenna, scm cru 10% of }>ung, cn mcðal fólks af eðlílegri þyngd í sama 15—09 ára hópnum. Ef ofþunginn vcx í 20%, stíga tölurnar upp t 25% hærrí dánartölu mcðal karla og 21% mcðal kvcnna, miðað við cðlilega þungt fólk. í hópi hinna 30% of {.ningu eru dauðsföllin 42% tíðari meðal karla og 30% meðal kvenna. 1) Birgðabreytingar ekki með- reiknaðar og tölur því of lágar. 2) Sbr. upplýsingar frá Rann- sóknarráði ríkisins úr bókinni Um þróun landbúnaðar 1976. 3) Verslunarskýrslur 1977. Úr þessari töflu má lesa að nær eingöngu virðist vera söluaukn- ing á sykri, ávöxtum, öli, sælgæti og gosdrykkjum á árunum 1948 - 1973, 1966 - 1976. í næstu töflu er útreikningar á hitaeiningum og orkuefnum í fæðu íslendinga fyrir árin 1939—49, 1965, 1973 og saman- burður gerður við nágrannalönd. Upplýsingar úr könnun Mann- eldisráðs byggist á raunverulegri neyslukönnun. Efniviður þessar- ar könnunar er að vísu ekki mikill að vöxtum en sæmileg vitneskja fæst þó um neyslu almennings. Könnun Hagstofu íslands er ekki sambærileg við framangreindar rannsóknir, því hún er eingöngu byggð á bú- reikningum 100 borgara á aldrin- um 25—60 ára sem búsettir voru í Reykjavík. Aldursdreifing þátt- takenda er því all frábrugðin og jafnframt má búast við tölu- verðri rýrnun á matvælum við geymslu. Tölur Dr. Gunnars Sigurðssonar byggðust á upp- lýsingum úr spurningarlistum útfylltum eftir viktun á matarskömmtun. Um einstaka fæðuílokka Eggjahvíta Neysla okkar hefur minnkað síðan 1939, en óhætt er að segja að eggjahvítuneyslan er rífleg miðað við aðrar þjóðir. Aldrei hefur sannast að óhollusta staf- aði þar af. Mikil eggjavhítuneysla krefst orkuríkrar fæðu. Eggja- hvítuauðug fæða er talin vörn gegn vissum sjúkdómum, svo sem lifrarsjúkdómum, en tíðni þessa sjúkdóms er óveruleg hér. Kolvetni Neysla kolvetna virðist hafa minnkað síðan 1939. Neysla okkar er nokkuð minni en ná- grannaþjóðanna. Við neytum þó mun meiri sykurs og verulega minni ávaxta, grænmetis og ómalaðs korns en flestar nágrannaþjóðir. Æskilegt er að auka neyslu þessara síðast þriggja töldu fæðuefna að mun. Um sykurneyslu mætti skrifa langt mál. Sykurmagn það er við fáum úr sælgæti og gosdrykkj- um, samsvarar nær mánaðar orkuþörf allra íslendinga. Finnar neyta um 1/6 hluta þess magns af sælgæti er við neytum. Enginn vafi er á því að á síðustu árum hefur gífurlegt magn af óæskilegum kolvetnum, þ.e. sykri hlaðist á matarborð okkar. Að því ber þó að gæta að sykur er nýttur mjög til matar enda er hann ódýrasti orkugjafi okkar. Á tímum hratt vaxandi verð- bólgu og lækkandi kaupmáttar er ekki árangurs að vænta ef fólki er ráðlagt að nota dýrari orku- gjafa. Hlutfallslega flesta neytendur sykurs og hveitis er að finna í lægstu tekjuflokkunum. Þeim, er stunda ráðgjafarstörf varðandi matarræði, er hollt að hafa þessi atriði í huga. Fita Heildarfituneysla okkar hefur ekki hækkað í 35 ár. Við neytum nokkuð minni fitu en flestar nágrannaþjóðir. í næstu töflu má Land — ár Gr. á dag Hlutfallsleg skipting hitaeininga Hvíta Fita Kolv. Hvíta Fita Kolv. Orka ísland 1939-491 149 142,2 340,4 18,6 39,2 42,2 3296 ísland 1965-672 114 140,0 346,0 14,7 40,7 44,7 3013 ísland 19733 98,1 108,3 232,5 16,4 42,7 40,5 2318 Evrópulönd 1969^ 89,2 144,0 366,2 11,4 41,4 46,8 3132 Bandaríkin 1969,r> 98,0 162,0 375,0 11,7 43,5 44,2 3350 1. J. Sigurjónsson. Matarræði og heilsufar á íslandi, bls. 12—20 1943. 2. Hagstofa íslands 1965 — 1967. (Umreiknað af dr. J.Ó.R. 1977). 3. Dr. Gunnar Sigurðsson. Læknablaðið (neyslukönnun meðal 56 Reykvíkinga og Árnes- inga sem gerð var í samvinnu við Hjartavernd 1973). 4. Meðalneysla á Norðurlöndum, Bretlandseyjum, Hollandi, Belgíu, írlandi, V-Þýzkalandi, Frakklandi, Sviss og Austurríki. 5. Bandaríki N-Ameríku. 4—5. Upplýsingar frá heilbrigðis- stjórn viðkomandi landa í „Statistical Office European Communitie bls. 105—107. Bruxelles 1971. 1948-55 1961-65 1971 Kjöt (70)1 80 71 Kindakjöt 40 50 44 Nautakjöt 9 8 9 Annað kjöt 21 22 18 Mjólk 315 (359)3302 (309)2792 Smjör 6 7 8 Kartöflur 80 68 63 Hveitimjöl 48 42 40 Ávextir 17 23 26 Sykur 39,8 52,7 46,9 01 8,7 9,1 14,9 Kaffi 8,9 10,5 10,0 Sælgæti^ 3,8(’66) 12,5(’76) Gosdrykkir^ 36C66) 58,0(76)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.