Morgunblaðið - 09.03.1978, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
19
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMAL — ATHAFNALlF.
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Sviss:
V erdbólgan þad
eina sem lækkar
í AUGUM aðkomumanna
virðist Sviss vera óhemjudýrt
land, hátt verðlag samfara
mjög sterkum gjaldmiðli,
sem hefilr styrkst um 85% á
s.l. sex árum. Því er það sem
Svisslendingar eru jafnan
spurðir: „Hvernig í osköpun-
um er hægt að lifa hér?“ —
Svarið er einfalt: Svisslend-
ingar hafa vel efni á því að
borga eigin verðlagningu, því
þeir eru alltaf í hæsta flokki
hvað varðar launagreiðslur í
hinum vestræna heimi. Sem
dæmi um þetta má nefna að
byrjunarlaun múrara eru
rúmlega 2000 íslenzkar krón-
ur á tímann, en hækka síðan
verulega. Arslaun sporvagns-
stjóra eru frá 6 milljónum
íslenzkra króna.
Á sama tíma og þetta skeður er
Sviss með langlægstu tölu verð-
bólgu í heiminum eða 1,3% árið
1977, 1,7% árið 1976 og í ár er
reiknað með að hún fari enn
lækkandi og verði í kringum 1,0%
á árinu. Hvað varðar verðlag
almennt stendur það mikið til í
stað, hefur síðan 1974 aldrei farið
upp fyrir kauphækkanir launa-
fólks i landinu.
AtJandshafsflug-
fargjaldastríðið
enn í algleymingi
HAFT er eftir áreiðanlegum
heimildum f Hvíta húsinu,
að Bandaríkjastjórn hyggist
taka mun fastari tökum
flugfargjaldamálin yfir
Atlantshafið milli Banda-
ríkjanna annarsvegar og
Bretlands og annarra
Evrópulanda hins vegar og
jafnvel fara fram á endur-
skoðun samnings þess er
Bandaríkjamenn og Bretar
gerðu með sér s.l. sumar. En
á sama tima og þetta kemur
fram. kemur bandaríska
flugfélagið Seaboard World
Airlines með allægsta tilboð
í flugfargjaldið milli New-
York og London til þessa
eða 100 bandaríkjadollarar
aðra leið eða 200 bandaríkja-
dollarar báðar leiðir sem er
36 bandaríkjadollurum und-
ir því fargjaldi sem nú er
lægst boðið af brezka fyrir-
tækinu Laker. SWA hyggst
flytja farþega sína í
Jumbo-þotum sínum sem til
þessa hafa eingöngu verið
notaðar til vöruflutninga.
Sá mikli órói sem ríkir í
þessum málum kemur mjög
glögglega fram í máli bandaríska
flugfélagsins Braniff Airwyas
nýverið. Bandarísk flugmálayfir-
völd neituðu félaginu um að hefja
áður auglýstar ferðir frá Dallas
í Bandaríkjunum til Gatwick-
flugvallar í London vegna þess að
bandarísk flugmálayfirvöld töldu
H.U SHm J1 JU.v jJ .1J. ,, l-fU'J'i SL'JiU'- i.
fargjald Braniff vera of hátt, en
félagið hafði þá nýverið hækkað
fargjöld sín að skipan breskra
flugmálayfirvalda sem töldu þau
of lág.
í framhaldi þess að Banda-
ríkjamenn hafa óskað eftir
endurskoðun samnings þess er
þeir gerðu við Breta s.l. sumar
gera ráðamenn sér nú vonir um
að einhvers konar samkomulag
náist fyrir 1. apríl n.k.
Almennt eru áætlunarflugfé-
lögin á Altantshafsleiðinni langt
frá því að vera ánægð með
útkomuna á þessu flugi, og telja
sig af illri nauðsyn hafa þurft að
lækka fargjöldin óeðlilega mikið.
Þau ná sínu marki engan veginn
á þessari leið og hafa jafnframt
um 12,5% rekstrarafgang þegar
upp er staðið. Að meðaltali er
talið að þau hafi þurft að greiða
um 65 bandaríkjadollara með
hverjum einasta farþega á
þessari leið á s.l. ári vegna
tilkomu þessara „tombólu" far-
gjalda eins og þeir nefna þau og
farþegafjöldi áætlunaflugfélag-
anna hefur lækkað gífurlega á
síðustu mánuðum.
Vegna þessa ástands er nú
ríkjandi töluverð ringulreið
innan IATA, alþjóðasamtaka
flugfélaga, og var m.a. haldinn
allsherjarfundur aðildarfélaga í
þriðja sinn síðan í haust, þar sem
þessi mál voru til umfjöllunar.
Þar kom fram að aðeins fimmti
hver farþegi á Atlantshafsleið-
inni borgaði á árinu 1977 fullt
fargjald og á þessu ári er talið að
þetta hlutfall lækki verulega.
» •ji'*. * »* «"■ ' * ' *,“' * »' •í'
Sumir versla dýrt —
aðrir versla hjá okkur.
Okkar verð eru ekki tilboð
heldur árangur af
hagstæðum innkaupumi
Allt í páskamatinn
Lambakjöt: Folaldakjöt:
Úrbeinaðir hryggir
fylltir / ófylltir.
Úrbeinuð læri
fyllt / ófyllt.
Úrbeinaðir frampartar,
fylltir / ófylltir.
Lambabuff.
Londonlamb.
Léttreyktir hryggir.
Innralærisvöðvar.
Mörbráð
File.
Vöðvar.
Buff.
Gúllas.
Hakk.
Karbonaði.
Nýreykt folaldakjöt.
Saltað folaldakjöt.
Nýreykt: |\|ýtt svínakjöt:
Hangilæri.
Úrbeinað hangilæri
Hangiframpartar.
Úrbeinaðir
hangiframpartar.
Nýsviðin svið.
Hreinsuð svið.
Hryggir.
Kótelettur.
Læri.
Bógar.
— úrbeinað og með beini.
Kjúklingar: peykt svínakjöt
Urvlrlol/nil/lmnor ■ ^
Holdakjúklingar
Kjötkjúklingar.
Grillkjúklingar.
Kjúklingalæri.
Kjúklingabringur.
Rjúpur hamflettar.
Rjúpur óhamflettar.
Hamborgarhryggir.
Hnakkar.
Læri.
Bógar.
Bayonnesskinka
— úrbeinað og með beini.
STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17
jf*