Morgunblaðið - 09.03.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
21
Ásgeir Bjarnason, forseti Sam-
einaös Þings, flutti eftirfarandi
minningarorð á AIÞingi í gær:
„Karl Kristjánsson fyrrverandi al-
þingismaöur andaöist í gær, þriðju-
daginn 7. mars, í Borgarspítalanum
eftir nokkurra mánaöa sjúkralegu,
hátt á átttugasta og þriöja aldursári.
Til þessa fundar er boöað til að
minnast hans.
Karl Kristjánsson var fæddur í
Kaldbak viö Húsavík 10. maí 1895.
Foreldrar hans voru Kristján bóndi
þar, síðast í Eyvík á Tjörnesi
Sigfússon bónda í Sultum og á
Bangastöðum í Kelduhverfi Sigurðs-
sonar og kona hans, Jakobína
Jósíasdóttir bónda og sjósóknara í
Kaldbak og víðar Rafnssonar. Hann
stundaöi nám í unglingaskóla í
Húsavík veturinn 1909—1910, hóf
Karls Kristjánssonar,
fyrrverandi alþingism.
minnzt á Alþingi
gagnfræöanám á Akureyri haustið
1914 og lauk gagnfræðaþrófi vorið
1916. Næstu árin vann hann á búi
foreldra sinna, en var jafnframt
barnakennari í Tjörneshreppi vet-
urna 1916—1920. Á þeim árum var
hann valinn ti I forustu í félagsmálum
sveitar sinnar. Hann var formaður
Ungmennafélags Tjörnesinga
1916—1930, og deildarstjóri í Tjör-
nesdeild Kaupfélags Þingeyinga varð
hann áriö 1918. Á árinu 1920 hóf
hann búskap í Eyvík, og á næsta ári,
1921, var hann kosinn í hreppsnefnd
Tjörneshrepps og átti sæti í henni
þar til hann lét af búskap og fluttist
til Húsavíkur árið 1935. Oddviti var
hann frá 1928 og sýslunefndarmaður
frá 1931. Hann var annar af tveimur
gæslustjórum Kaupfélags Þingeyinga
1920—1925 og var kosinn í stjórn
Kaupfélagsins árið 1925. Forstjóri
Sparisjóös Kaupfélags Þingeyinga
var hann frá 1932—1965. Hohum var
falin framkvæmdastjórn Kaupfélags
Þingeyinga á þrengingatímum þess
1935—1937, og hann var kosinn í
hreppsnefnd Húsavíkurhrepps og var
qddviti hennar 1937—1949. Við
upphaf Húsavíkurkaupstaðar í árs-
byrjun 1950 var hann kjörinn í
bæjarstjórn og átti sæti í henni til
1970. Jafnframt var hann fyrsti
bæjarstjóri Húsavíkur til hausts
1950. Forseti bæjarstjórnar var hann
1950—1954 og 1955—1962.
Karl Kristjánsson var kjörinn
alþingismaður Suður-Þingeyinga ár-
iö 1949, var síðar þingmaður Norður-
landskjördæmis eystra og átti sæti á
Alþingi samfellt til vors 1967, sat á
19 þingum alls. Hann var alla sína
þingmannstíð skrifari í efri deild, var
á tímabili varaforseti sameinaös
Alþingis og aldursforseti síöustu árin.
Hann átti löngum sæti í fjárveitinga-
nefnd og fjárhagsnefnd. Áriö 1939
var hann skipaður formaður endur-
skoðunarnefndar löggjafar um sveit-
arstjórnarmál. Hann var skipaður í
endurskoðunarnefnd löggjafar um
skattamál árið 1952. Um þær mundir
átti hann sæti í stjórnarskrárnefnd
og lagði þar fram tillögur sínar í
stjórnarskrármálinu í ársbyrjun 1953.
Árið 1957 var hann skipaður í
endurskoðunarnefnd vinnulöggjafar-
innar og á sama ári formaður
endurskoðunarnefndar lagaákvæða
um skattamál hjóna. Þingkjörinn
endurskoöandi Utvegsbankans var
hann 1959—1971. Hann var skipaö-
ur í samninganefnd um kísilgúrverk-
smiöju árið 1965 og átti sæti í stjórn
kísilgúrverksmiðjunnar og síöar Kísil-
iðjunnar 1966—1971.
Karl Kristjánsson var mikill félags-
maður. Hér hefur verið drepið á
ýmislegt af störfum hans að félags-
málum og þó eigi nærri allt taliö.
Ungur var hann talinn til foringja
fallinn. Um hálfa öld var hann
forustumaður í sveitarstjórnarmálum
heima í héraöi. Hann var einn
forgöngumanna að stofnun Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og átti
sæti í fulltrúaráði þess frá stofnun
sambandsins til þess er hann lét af
sveitarstjórnarstörfum vegna aldurs.
Var hann þá kjörinn heiöursfélagi
sambandsins. Hann gjörþekkti sögu
sveitarmálefna á heimaslóðum sín-
um, og bæjarstjórn Húsavíkur fól
honum aö draga saman efni í sögu
sveitarfélagsins. Var þaö aöalstarf
hans síöustu æviárin, og vann hann
að því verki svo lengi sem starfs-
kraftar entust.
Karl Kristjánsson var samvinnu-
maður og gegndi margs konar
forustustörfum í Kaupfélagi Þingey-
inga. Naut það mannkosta hans lengi
og vel, og var hann kjörinn heiðursfé-
lagi Kaupfélagsins á 90 ára afmæli
þess.
Karl Kristjánsson var atgervismað-
ur. Hann var góðbóndi um skeiö,
hafði gott fjárbú og naut hesta-
mennsku bæði þá og síðar, var
ágætur tamningamaður. Hann kunni
margar aðrar íþróttir, var rammur aö
afli, stundaði glímu og var alla tíð
áhugamaður um glímuíþróttina.
Orðsins list var honum töm. Hann var
Ijóðelskur, skáldmæltur og hagorður,
orti fleygar stökur og ritaði íslenskt
mál með glæsibrag. Hann var
listaskrifari, vandaði allt, sem hann
lagöi hönd að. Ræðumennska hans
var gjörhugsuð og rökföst. í einni
vísu sinni líkti hann lífi mannsins viö
ástæður þess manns, sem fer á skóg
með eina ör, á þessa leið:
„Dauðinn kemur, dýrt er fjör,
dagsins stutt aö njóta,
sá, sem hefur eina ör,
ei má gálaust skjóta."
Ég vil biöja háttvirta alþingismenn
að minnast Karls Kristjánssonar meö
því að rísa úr sætum
Matthías Bjarnason heilbrigðismálaráðherra:
Stj ómarfrumvarp
um þroskaþjálfa
Matthías Bjarnason heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra mælti
í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um þroskaþjálfa í efri deild Alþingisi
menntun. starfssvið og starfsréttindi. Framsaga ráðherrans fer hér
á eftir.
Þroskaþjálfar
menntun og
réttindi
Frumvarp það, sem hér liggur
fyrir um þroskaþjálfa er samið í
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu eftir beiðni Félags þroska-
þjálfa og er að miklu leytí byggt á
tillögum félagsins.
Frumvarp þetta er að flestu leyti
samhljóða öðrum lögum, sem sett
hafa verið á undanförnum árum til
þess að tryggja hinum ýmsu
heilbrigðisstéttum lögvernduð
starfsréttindi.
Stétt þroskaþjálfa er tiltölulega
ung hér á landi. Það mun hafa
verið árið 1958 að settur var á
stofn við Kópavogshælið svo
nefndur Gæslusystraskóli Islands.
Einn helsti hvatamaður að stofnun
skólans var Björn Gestsson, for-
stöðumaður Kópavogshælis og var
hann fyrsti skólastjóri óg gegndi
því starfi allt til ársins 1977. í
fyrstu var það fyrst og fremst
hlutverk þroskaþjálfa að veita
skjólstæðingum sínum líkamlega
aðhlynningu og hjúkrun. Gengu
þær konur, er þessum málum
sinntu undir nafninu gæslusystur.
í dag eru störf þroskaþjálfa ekki
síður uppeldisstörf. Má þannig
segja að nafnbreyting, þ.e.a.s. úr
gæslusystur yfir í þroskaþjálfa
endurspegli breytt viðhorf
almennings gagnvart þroskaheft-
um og auknum mannréttindum
þeim til handa. Það eru ekki síst
þroskaþjálfar, sem stuðlað hafa að
þessum breyttu viðhorfum.
Þroskaþjálfar eru eina starfs-
stéttin hér á landi, sem sérstaklega
er menntuð til þess að þjálfa, ala
upp og veita þroskaheftum um-
önnun. Gert er ráð fyrir að
þroskaþjálfar starfi með þroska-
heftum einstaklingum hvar sem
þeir dveljast. Þannig er starf
þroskaþjálfa ekki eingöngu við það
miðað að þeir starfi inni á
stofnunum þar sem slíkir ein-
staklingar eru vistaðir. Þroska-
þjálfar eru ennfremur eina starfs-
stéttin, sem sérstaklega er mennt-
uð til þess að veita stofnunum fyrir
þroskahefta forstöðu, þar sem
Þroskaþjálfaskóli Islands er eini
skólinn hér á landi, sem veitir
markvissa kennslu í uppbyggingu
og starfsemi slíkra stofnana.
Engum blandast hugur um það,
að störf þroskaþjálfa eru nijög
vandasöm og krefjast einstakrar
þolinmæði. Er því mjög brýnt að
gerðar séu sérstakar kröfur um
þjálfun og menntun þeirra aðila er
slík störf stunda.
Þroskaheftir og samíélagið
Þroskaþjálfaskóli íslands hefur
á undanförnum misserum tekið
miklum breytingum. I upphafi var
námið að mestu leyti þundið við
vangefna og störfuðu þroskaþjálf-
ar í fyrstu nær eingöngu með
vangefnum einstaklingum. Fljót-
Matthías Bjarnason heilbr. og
tryggingaráðherra.
lega urðu þroskaþjálfar eftirsóttir
til starfa með því fólki, sem víkur
frá því eðlilega á einhvern hátt,
andlega eða líkamlega. Þroska-
þjálfaskólinn hefur fylgt þessari
þróun og miðast námið nú við fleiri
tegundir fötlunar en vangefni. Það
skal þó skýrt undirstrikað, að starf
með vangefnum er, og verður aðal
starfsvettvangur þroskaþjálfa.
Starf með þroskaheftum er ekki
lengur afmarkað innan þröngra
veggja stofnana. Sífellt eru gerðar
meiri kröfur til þess, að þroska-
heftir einstaklingar fái að taka
þátt í samfélaginu, að svo miklu
leyti, sem þeir eru færir um það
sökum fötlunar sinnar. Samfélagið
sem slíkt er að mörgu leyti vanbúið
til þess að taka á móti þroskaheft-
um og þarf að gera mikið átak til
þess að berjast gegn gömlum
fordómum, sem beinast gegn
þroskaheftum, en sem eru nú á öru
undanháldi. Það er ekki síst
hlutverk þroskaþjálfa að berjast
f.vrir breyttum viðhorfum sam-
félagsins svo að þroskaheftir njóti
þeirra þjóðfélagsréttinda, sem þeir
að sjálfsögðu hafa jafnt og aðrir
samfélagsþegnar.
Þroskaþjálfar, sem starfa á
stofnunum, þurfa að sjá til þess að
öllum störfum skjólstæðinga
þeirra sé fullnægt, bæði andlegum
og líkamlegum. Auk þess að sjá um
alhliða velferð þeirra þurfa
þroskaþjálfar að einbeita sér að
hverjum og einum og skipuleggja
þjálfunaráætlun fyrir hvern ein-
stakling. Slíkar áætlanir ná yfir
vítt svið allt frá frumstæðustu
athöfnum, og upp í það að undir-
búa hann til að flytja á fjölskyldu-
heimili eða að fara í störf á hinum
almenna vinnumarkaði. Það er
ennfremur í verkahring þroska-
þjálfans að annast undirbúning til
þess að hinir þroskaheftu ein-
staklingar geti tileinkað sér bók-
legt nám. Hvað snertir bóklega
kennslu sérstaklega, þá hefur
þeirfi reglu verið fylgt að þroska-
þjálfi starfi sem aðstoðarmaður
sérkennara.
Sérmenntað
og sérþjálfað íólk
Hvað snertir hjúkrun sérstak-
lega, þá er hún undirstaða tilveru
þroskaheftra og ómissandi undir-
búningur fyrir alla aðra meðferð
og þjálfun. Það er í verkahring
þroskaþjálfa að veita þessa hjúkr-
un. Ennfremur verður hann að
fylgjast vel með breyttri líðan
einstaklings og gera grein fyrir
þeim við lækni og annað sam-
starfsfólk og á stundum að taka
sjálfstæðar ákvarðanir varðandi
meðferð.
Störf þroskaþjálfa eru ennfrem-
ur í flestum tilfellum verkstjórnar-
störf, þar sem langflestir þroska-
þjálfar veita forstöðu deild eða
annarri einingu innan stofnunar,
t.d. vinnustofu, leikskóla eða veita
heilli stofnun forstöðu. í námsskrá
Þroskaþjálfaskóia íslands- er sér-
staklega gert ráð fyrir undir-
búnings menntun til þessara
starfa.
Eitt hið mikilvægasta í þessum
málum er að gott samstarf mynd-
ist milli foreldra og aðstandenda
og má segja að það sé einhver
nauðsynlegasta forsenda til þess að
markviss árangur náist í þjálfun.
Það er ekki hvað síst hlutverk
þroskaþjálfans að vinna að og efla
tengsl milli foreldra og stofnunar.
Ýmist vinnur þroskaþjálfi að þessu
einn eða í samvinnu við sér-
fræðinga.
Með hliðsjón af framansögðu er
augljóst að störf þroskaþjálfa eru
viðtæk og ekki á færi nema
Framhaid á bls. 28
Sjá eim
þingef
á bls,
34 og 35
Þingmannafrumvarp:
Ríkisendurskoðun skal óháð, ríkis-
stjóm, ráðuneytum og ríkisstofnunum
Heyri beint undir Alþingi og lúti þingkjörinni stjórn.
Sinni ríkisbönkum og hlutafélögum, sem ríkiö er aöili að
HALIiDÓR Ásgrímsons (F) hefur
lagt fram á alþingi frumvarp til
laga um ríkisendurskoðun. Sam
kvæmt frv. verður ríkisendur-
skoðunin sem stofnun óháð rfkis-
stjórn, ráðuneytum og öðrum
opinberum stofnunum og fyrir-
tækjum. en heyrir beint undir
Alþingi. Stjórn ríkisendurskoð-
unar skal skipuð sex mönnum.
Rfkisendurskoðandi skal vera
formaður hennar en Alþingi kýs
5 stjórnarmenn úr hópi þing-
manna. Stjórnin ræður ríkis-
endurskoðanda og vararíkis-
endurskoðanda og skuiu báðir
vera löggiltir endurskoðendur og
óháðir í starfi sínu. Ríkisendur-
skoðandi ræður starfsfólk til
ríkisendurskoðunar. er hafi til
þess sérþekkingu og sé með öllu
óháð ráðuncytum og ríkisstofn-
unum, sem það vinnur að endur-
skoðun hjá. Ríkisendurskoðun
skal byggð upp í tveimur starfs-
deildumi endurskoðunardeild og
skipulagsdeild. Skipulagsdeild
vinni að skipulagningu f starf-
semi ríkisins m.a. í því skyni að
bæta nýtingu fjármuna og ná
auknum sparnaði í rekstri. Ein-
stök ráðuneyti og stofnanir skulu
leita til skipulagsdeildar varð-
andi skipulagsverkefni.
Ríkisendurskoðun skal annast
endurskoðun ríkisreiknings; stöfn-
ana, sjóða og annarra þar sem
kostnaður eða reikningslegt tap er
greitt af ríkissjóði skv. fjárlögum
eða af öðrum tekjum skv. sérst.
lögum; fyrirtækja eða stofnana,
sem rekin eru á ábyrgð ríkissjóðs
eða ríkisstjóður á meiri hluta í,
þar með talin ríkisbankar ög
hlutafélög; reikningsskila Alþing-
is.
Endurskoðun skal einkum ná
til: a) hvort reikningsskil gefi
glögga mynd af rekstri og efna-
hag, b) hvort þeir gerningar og
starfsemi, sem reikningsskil fjalla
um, séu i samræmi við heimildir
fjárlaga, annarra laga, fyrirmæla
og almennar starfsvenjur, c) mat
skal á það lagt, hvort nauðsynleg
Framhald á bls. 33.