Morgunblaðið - 09.03.1978, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
Ávarp „lýðræðissinnaðra kommúnista" í Austur-Þýzkalandi — 4. grein
Atburöimir frá 17. júní 1953, Þegar uppreisn gegn hinum
kommúmsku yfirvöldum braust út í Austur-Berlín, eru enn í
minnum hafðir bæði í Austur- og Vestur-BÞýzkalandi. Sovézkar
skríödrekasveitir komu fljótlega aftur á „röð og reglu“. Myndin sýnir
unga verkamenn frá Austur-Berlín Þramma gegnum Branden-
borgarhliðið til Vestur-Berlinar.
I þessum hluta ávarps „Samtaka lýðræðissinnaðra
kommúnista“ gera austur-þýzku andófsmennirnir
innan Flokksins og stjórnarinnar grein fyrir stefnu
sinni í málefnum Þýzkalands.
Pólitískur framtíðardraumur „Samtaka lýðræðissinnaöra kommún-
ista“ í Austur-Þýzkalandi: „ ... Þá væri ekki lengur knýjandi
nauðsyn fyrir milljónir Austur-Þjóðverja að flýja Þýzka AlÞýðulýð-
veldiö og kommúnísk yfirvöld Þar í landi“. Mynd frá flóttamanna-
búðum í Vestur-Berlín á meðan fólkið gat ennbá „greitt atkvæð
meö fótunum" eins og Lenin komst að orði á sínum tíma.
Allt Þýzkaland
1. Enn hafa sovétmenn ekki
náð því takmarki sinu að skipt-
ing Þýzkalands skuli vara um
aldur og æfi. Stefna foringja
kommúnistaflokksins SED í
þýzkalandsmálunum hefur
hingað til beðið skipbrot. Engin
pólitísk aðgerð gat leyst spenn-
una við landamærin, né heldur
þá spennu sem skapaðist vegna
landamæranna. Engar hálfgild-
ings fræðilegar hártoganir og
vangaveltur yfir þýzku þjóð-
inni binda í eitt skipti fyrir öll
enda á vandamál þjóðarinnar,
sem enn eru með öllu óleyst.
öll valdabarátta innan stjórn-
málanefndar Flokksins —
Ackermann, Zaisser, Herrn-
stadt, Oelssner, Schirdewan og
Ulbricht gegn Erich Honeeker
— var tengd þýzka þjóðar-
vandamálinu. Þar með helzt
áfram við lýði þessi óróaupp-
spretta, sem þrátt fyrir slökun-
arstefnuna, er hættuleg heims-
friðnum. Sú sögulega reynsla,
sem fengist hefur í Ráðstjórn-
arríkjunum, Víetnam og Kóreu,
sannar réttmæti þeirra fræði-
legu alhæfinga hjá sovézkum
vísindamönnum, að hinn þjóð-
ernislegi þáttur sé langlífari en
hinn þjóðfélagslegi.
Kenningar og aðgerðir stjórn-
málanefndar austur-þýzka
kommúnistaflokksins, SED,
undir forystu Honeckers eru
öndverðar við kenningar og að-
gerðir kommúnistaflokkanna í
áðurnefndum ríkjum.
„Lýðræðissinnaðir kommún-
istar“ geta því aðeins komizt til
pólitískra áhrifa í Þyzkalandi,
að þeir geri kröfu Karls Marx í
byltingunni 1848 að sinni eigin
kröfu og haldi fast við hana,
jafnvel svo áratugum skipti,
nefnilega að „allt Þýzkaland
verði lýst sameinað, óskiptan-
legt lýðveldi“.
Breyttar aðstæður
2. Þróun mála að undanförnu
gerir það að verkum, að nýjar
hugmyndir og ný viðhorf hafa
skapast í málefnum Þýzka-
lands. Við erum fylgjandi fram-
sækinni þýzkri þjóðarpólitík,
þ.e. pólitískri stefnumörkun,
sem hefur endursameiningu
Þýzkalands að markmiði, þar
sem jafnaðarmenn, sósíalistar
og lýðræðissinnaðir kommún-
istar eru í meirihluta gagnvart
hinum ihaldssömu öflum. Það
yrði stærsta framlagið af
Þýzkalands hálfu til að tryggja
frið í Evrópu. Þetta Þýzkaland
getur og verður að mynda brú
milli austurs og vesturs, og
myndi eiga snaran þátt i að
treysta friðinn i heiminum.
A-þýzka markið
gjaldgengt
erlendis
3. Til þess að undirbúa þessa
þróun máia, er hugsanlegt að
gera fjölda margar af tillögum
austur-þýskra vísindamanna að
veruleika
+ Austur-Þýzkaland gerist
meðlimur í Greiðslubandalagi
Evrópu.
+ taki upp samvinnu við Al-
þjóóabankann,
+ austur-þýzka markið verði
skráð J erlendum gjaldeyris-
mörkuðum og verði gjaldgengt
erlendis. 1 reynd er a-þýzka
markið þegar orðió gjaldgengt í
því formi sem intershopbúðirn-
ar og exquist-verzlanirnar eru
reknar, svo og með hinum leyfi-
lega innflutningi á erlendum
gjaldeyri,
+ tekió verði upp sérstakt
berlínar-mark sem gildi i báð-
um þýzku ríkjunum og hafi
sama verðgildi og mark vestur-
þýzka Sambandsbankans.
Austur-þýzkir
milljónamæringar
Þessar efnahagsaðgerðir geta
verið bráðabirgða ráðstafanir,
til þess gerðar að koma á einum
þýzkum gjaldmiðli. Þessum að-
gerðum verður svo að fylgja
eftir með eigna-upptöku hjá
skriffinnum stjórnfnálanefndar
Flokksins og austur-þýzkum
milljónamæringum.
Hinir um það bil 90 milljarð-
ar austur-þýzkra marka á
bankareikningum þessara
manna eru ekki afrakstur heið-
arlegrar vinnu, heldur frá
vissri upphæð talið, til komnir
með arðráni og hreinni spá-
kaupmennsku. Til þess að unnt
sé að koma á fót sama gjald-
miðli fyrir báða hluta Berlínar
og gera austur-þýzka markið
auk þess gjaldgengt erlendis,
verður fyrst að binda endi á
skuldasöfnun austur-þýska rík-
isins og falla frá verðstöðvunar-
aðgerðum gegn verðbólgunni,
sem alltaf kraumar undir niðri.
Pólitísk hjálp
við flokksfélagana
Þessar breytingar mundu
þýða pólitískt, að hínn svo-
nefndi „raunverulegi sósíal-
ismi“ gæti loksins lagt niður
þennan ómannúðlega svip sinn
með Berlinar-múr, deyðingar-
útbúnað og jarðsprengjubelti
við landamæri Austur- og Vest-
ur-Þýzkalands, vegna þess að
þá væri ekki lengur fyrir hendi
hin knýjandi nauðsyn fyrir
milljónir austur-þjóðverja að
flýja Þýzka Alþýðulýðveldið og
yfirvöldin hér i landi. Þessi ráð-
stöfun yrði raunveruleg hjálp i
hinni hörðu pólitísku baráttu
skoðanabræðra okkar erlendis,
og það ekki einungis í Vestur-
Evrópu.
Nýja tækni
og gæðavörur til
Austur-Evrópu
Hagur sá, sem viðskiptalönd
þýzka Alþýðulýðveldisins í
Efnahagsbandalagi Austur-
Evrópu hefðu af þessari ný-
sköpun mála, yrði fljótlega aug-
ljós. Austur-Evrópulöndin
gætu þá tryggt sé vörur i hæsta
gæðaflokki og háþróaðar tækni-
vörur, sem meira að segja
bærust þeim í hendur á réttum
afgreiðslutíma. Vestur-Þýzks
efnahags- og atvinnulífs biði
nýtt blómaskeið við að hressa
upp á hið slælega rekna
þróunarland DDR. Ríkjum
Vestur-Evrópu mundu opnast
greiðar og beinar verzlunar-
leiðir inn á austur-evrópskan
markað. Og loks gæti tekizt
bein samvinna á milli stórfyrir-
tækja í Austur- og Vestur-
Þýzkalandi á vísindalegum,
tæknilegum, efnahagslegum og
persónulegum grundvelli.
4. Samfara þessum efnahags-
legu ráðstöfunum þurfa einnig
að koma til framkvæmda póli-
tískar ráðstafanir.
I þeim efnum krefjumst við:
Komið verði á fullu ferðafrelsi
milli Austur- og Vestur-
Þýzkalands og öll ónauðsynleg
formsatriði við tollskoðun og
eftirlit með ferðum fólks milli
landshluta verði lögð niður. Við
krefjumst sem bráðabirgða-
lausnar, að aldurstakmarkið til
ferðaleyfa í vesturátt verði
lækkað úr 65 niður i 35 ára
aldur, þar sem þessir
gamlingjar, sem sitja í stjórn-
málanefnd Flokksins, geta þó
tæplega neitað hálffertugu
fólki um sjálfsákvörðunarrétt.
Endurgreiðsla
vegna menntunar
og starfsþjálfunar
Það ætti að gera samkomulag
milli Bonnstjórnarinnar og
stjórnarinnar í Austur-Berlín,
sem geri ráð fyrir að fyrirtæki
því, sem annast hefur menntun
og starfsþjálfun starfskrafts,
sem svo síðar flyzt milli lands-
hluta og tekur að starfa hjá
öðru fyrirtæki, verði greitt að
fullu allur sá kostnaður sem
fyrirtækið hafði af menntun og
starfsþjálfun viðkomandi.
Vestur-þýzkir
atvinnuleysingjar
til Austur-Þýzkal.
Þetta samkomulag gæti einn-
ig tekið til miðlúnar á vinnu-
stöðum handa atvinnulausum
vestur-þjóðverjum í austur-
þýzkum fyrirtækjum, og alveg
sérstaklega til miðlunar á
vinnustöðum handa vestur-
þýzku æskufólki, sem þarfnast
starfsþjálfunar.
Reynsla sú, sem júgóslavar
hafa fengið af framkvæmd
þessara mála sýnir, að verka-
menn frá hinum sósíalísku
löndum sem starfa í fyrir-
tækjum vestrænna auðhringa,
öðlast oftast nær víðtækari póli-
tíska reynslu og aukna hagnýta
þekkingu í fagi sinu.
Við krefjumst auk þess ferða-
frelsis innan Berlínar, og að
DDR-verksmiðjur taki við at-
vinnuleysingjum frá Vestur-
Berlín og greiði þeim eftir
sömu launatöxtum, en það yrðu
verkalýðsfélögin að semja um.
Quislingar í
Flokksstjórninni
Þýzkir verkamenn eru eit
órofa stétt, og það verða þeir að
vera áfram. Full samstaða
verður því að ríkja með þeim.
Hvorki heimsvaldasinnuð
valdapólitík né heldur
quislingarnir í stjórnmala-
nefnd Flokksins geta gert alda-
langa þýzka hefð að engu, og
slitið blóðbönd.
Sumarleyfi í
austri og vestri
5. Það ætti að koma á sam-
vinnu-tengslum á breiðum
grundvelli á milli vestur-þýzkra
verzlanahringa og þjónustufyr-
irtækja annars vegar og austur-
þýzkra neytendasamtaka hins
vegar. Koma ætti á gagnkvæm-
um skiptum milli starfsfólks í
fyrirtækjum, sem eru i eigu
verkalýðsfélaga í Vestur-
Þýzkalandi, jafnaðarmanna-
flokksins, SPD, og vestur-þýzka
ríkisins og starfsfólks í austur-
þýzkum ríkisfyrirtækjum, auk
þess ætti að koma þannig skipt-
um milli félaga i austur-þýzka
alþýðusambandinu og í hinu
vestur-þýzka, sérstaklega að því
er varðar sumarleyfi og
hressingardvalir. Hið sama
gildir um æskulýðssamtök,
íþróttafélög og samtök kvenna.
Hiö pólitíska forystulið Þýzka AlÞýðulýðveldisins, stjémmálanefnd Flokksins (Politburo), fær heldur
nöturlegar kveðjur frá „Samtökum lýðræðissinnaðra kommúnista“.
SAMEINING
ÞÝZKALANDS
Ferðafrelsi
4