Morgunblaðið - 09.03.1978, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
31
„Með
heiminn
í kokinu”
Opið bréf til Kristjáns
Jóhannssonar frá
Guðrúnu Á Símonar
Kæri Kristján Jóhannsson.
Þakka þér fyrir síðast, það var á
Akureyri fyrir 5 árum.
Eg myndi nú gefa þér eitt gott
ráð, þó svo ég sé ein af þessum
minni spámönnum sem þér er
mjög tíðrætt um:
Þú skalt ekki reyna að hlaupa
áður en þú getur gengið:
Það var rétt sem Demitz sagði
við þig, þú ættir heldur að þegja
en syngja meira. Demitz hefur
vitað hvað hann var að segja, en
ég efast um að þú hafir skilið það,
þá hefðir þú ekki endur sagt
þessa setningu.
Það er leiðinlegt, þegar efnileg-
ir söngvarar fara til náms
erlendis en koma svo heim eftir
nokkra mánuði fullir af lofti og
kunnáttu að eigin áliti en er
auðvitað mikil vanþekking, og
byrja að níða eldri og yngri
söngvara, sem hafa staðið vel
fyrir sínu, bæði erlendis og
hérlendis.
Þjóðleikhúsið fékk sinn skerf,
eins og við þessir litlu spámenn
þínir, frá hinum mikla spámanni.
-Sum leikrit, að þínu mati, áttu
vart heima í bílskúr. Þú virðist
hafa stundað Þjóðleikhúsið fyrst
þú leggur svona harðan dóm á
óperu- og leikritaval þess. Þar
hafa verið færð upp verk eftir
Mozart, Verdi, Puccini, Ibsen,
Strindberg, Miller, Shakespeare,
o.fl. og fl. Þetta eru bara litlir
spámenn í augum þess mikla
söngvara, sem þú telur sjálfan
þig vera. Þú gætir lært mikið af
frænda þínum Magnúsi Jónssyni
söngvara með meiru, þó ekki væri
nema hógværð og lítillæti. Þú
gætir verið stoltur, ef þú hefðir
tærnar þar sem Magnús hefur
hælana.
Ég varð þess aðnjótandi að
hlusta á söng þinn í útvarpi 1.
marz, sl. Þú átt mikið eftir að
læra, og ef þú heldur áfram að
spenna röddina svona, þá gef ég
þér aðeins nokkur ár í viðbót sem
söngvara, og finnst mér ég vera
mjög rausnarleg með mína spá.
Það er ekki nóg að hafa rödd og
gaspra út í loftið.
Þú hefðir átt að heyra Magnús
Jónsson syngja Rodolfo í „La
Boheme" og Maurico í „II
Trovatore". Þá var hann yngri en
þú ert núna. Þessar upptökur eru
til á segulböndum, voru þær
teknar upp frá útvarpinu af fólki
úti í bæ, en þá voru óperurnar
fluttar í gegnum útvarpið frá
sviðinu. Auðvitað á útvarpið ekki
þessar upptökur, en þeir gætu
verið stoltir af að flytja þessar
upptökur í útvarpið núna, og
hvíla sig á þessum „heimsfrægu
söngvurum“.
Guðrún Á. Símonar.
Þessir spilarar koma til með að vera þátttakendur í undanúrslitum íslandsmótsins. Talið frá
vinstrii Stefán Guðjohnsen, Hjalti Elíasson, Jóhann Jónsson og Ásmundur Pálsson. Myndin er tekin
á Hótel Loftleiðum en þar fara undanúrslitin fram.
íslandsmót
í sveitakeppni,
undanúrslit
Um páskana fara fram und-
anúrslit íslandsmótsins í sveita-
keppni og er væntanlega lokiö
undankeppni víös vegar um
landiö en alls taka 24 sveitir
þátt í undanúrslitunum, og þar
af 10 sveitir úr Reykjavík.
Spilaö veröur á Hótel Loft-
leiðum sem hér segir:
1. umf. miövikud.22/3 kl.
20.00 2. umf. fimmtud.23/3
kl. 13.15 3. umf.
fimmtud. 23/3
kl. 20.00 4. umf. föstud.24/3
kl. 13.15 5. umf. föstud.24/
kl. 20.00 Réttur hvers svæöis
til þátttöku í undanúrslitunum
veröur þessi:
sveitir
Reykjavík 5 + 5 =
Reykjanes 3 + 2 =
Suöurland
Austurland
Noröurland A.
Norðurland V.
Vestfiröir
Vesturland
íslandsmeistarar f. árs
10
5
2
1
1
1
1
2
1
Samtals 24
Varasveitirnar:
1. varasveit Reykjavík
2. varasveit Reykjanes
3. varasveit Suöurland
4. varasveit Vestfiröir
5. varasveit Vesturland
6. varasveit Noröurland A.
7. varasveit Austurland
8. varasveit Noröurland V.
Vmsar upplýsingar fyrir
væntanlega þátttakendur:
Keppnisgjöld eru kr. 18
þúsund fyrir sveit aö undan-
skildum íslandsmeisturum fyrra
árs sem ekki borga.
Nöfn spilara skulu tilkynnt
eigi síöar en 10 dögum fyrir
mót. Spilurum er skylt aö leggja
fram kerfiskort er umferö hefst.
Eyöublöö veröa hjá keppnis-
stjóra áöur en viðkomandi mót
hefst.
Þeim þátttakendum utan af
landi sem hugsa sér aö búa á
hótel Loftleiðum meðan á
mótinu stendur skal bent á aö
mótstjórn hefur samið um
lækkaöan dvalarkostnaö. For-
maöur mótanefndar er Tryggvi
Gíslason, Reykjavík.
Bridge
Umsjón ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgefélag
Kópavogs
Fimmtudaginn 2. mars hófst
2 kvölda einmenningskeppni
hjá Bridgefélagi Kópavogs, sem
jafnframt er firmakeppni félags-
ins. Gildir samanlagður árangur
bæöi kvöldin í einmennings-
keppninni, en í firmakeppninni
árangur hvers kvölds fyrir sig
og er þar keppt um farandbikar
sem Sparisjóöur Kópavogs gaf.
Spilaö var í tveimur riölum.
í A-riöli náöu besta árangri:
Árni Jónasson,
Toyotaumboöiö
Kristinn Gústafsson,
Verkfr.st.
Magnúss.
Sigríður Rögnvaldsdóttir,
Trésmiöja Austurbæjar 102
Guömundur Baldursson,
Neon-þjónustan 102
Gunnlaugur Sigurgeirsson,
Blómaskálinn 95
í B-riðli náöu besta árangri:
stig
Haukur Hannesson,
Sparisjóöur Kópavogs 114
Haukur Ingason, Hlaöbær 101
Runólfur Pálsson, Sólning
h/f 100
Sævin Bjarnason,
Fasteignas. Eignaborg 99
Keppninni veröur haldiö
áfram í kvöld, 9. mars, kl. 20:00
í Þinghóli Hamraborg 11.
Bridgefélag kvenna:
Parakeppni félagsins hófst
s.l. mánudag 6. marz, og taka
Framhald á bls. 28
Stig
106
Guöm.
103
Þinn bíll 15. apríl n.k.,
- sértu hinn heppni áskrifandi Dagblaðsins.
Verðmæti er 4.4 miljónir króna.
Gerstu áskrifandi að Dagblaðinu strax í dag.
Áskriftarsími 27022. Opiö til 10 í kvöld.
MMBUUJIÐ
Irjálst, ahað dagblað