Morgunblaðið - 09.03.1978, Page 39

Morgunblaðið - 09.03.1978, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978 39 Karl Guðjón Siggeirs- son vélstjóri - Minning króknum hér, því það var „fastur liður á dagskrá" að fá sér kaffisopa áður en hafist var handa við hreingerningarnar. Var þar oft með í hópnum annað heimilisfólk og aðvífandi gestur og oft glatt á hjalla. Sigurlaug las mikið hún hafði yndi af söng og henni þótti gaman að dansa. Hún bar ekki áhyggjur sínar eða kvíða á torg, heldur sló flestu upp í gaman til hinstu stundar. Hlát- urinn hennar var dillandi og smitandi og hans minnumst við lengi. Undir niðri reyndist hún þó vera alvarlega hugsandi trúkona, og hún var óbifanlega sannfærð um líf að loknu þessu. Sigurlaug var smá vexti og kvik í hreyfingum. Hún var og hýr. Á bestu stundum hennar geisl- aði af henni gleðin og fjörið. „Ég er nú ekkert fjörug orðin á móts við það, sem ég var hérna áður fyrr,“ átti hún til að segja. Því miður auðnaðist mér og mínu fólki ekki að verða samferða þessari ljúfu stúlku lengur en rúm sjö síðustu ár ævi hennar, en þau þökkum við nú. Við þökkum handtökin hennar við heimilis- störfin, en þó miklu fremur drengilega vináttu hennar og innilega þátttöku í gleði og sorgum þessi ár. „Fjólan okkar bláa“ er fallin fyrir ljá þess slynga sláttumanns og ilmur hennar horfinn úr urtabyggðinni okkar — og þó? Ég held, að eitthvað af honum endist okkur hverju og einu svo lengi sem við lifum. Gunnari litla, Guðrúnu móður Sigurlaugar, svo og öðrum ættingjum og vinum sendi ég samúðarkveðjur fjölskyldunnar í Njörvasundi 2. Fæddur 6. júní 1933. Dáinn 31. des. 1977. Karl Guðjón Siggeirsson vél- stjóri lézt í Borgarspítalanum aðfaranótt gamlársdags síðastlið- inn. Karl var fæddur á Búðum í Fáskrúðsfirði h. 6. júní 1933, sonur hjónanna Siggeirs Stefánssonar, sem lézt 25. nóv. 1970 og Helgu Finnbogadóttur, sem býr á Búðum. Hann ólst upp með foreldrum sínum í ágætum systkinahópi og átti heimili með foreldrum allt þar til hann stofnaði sitt eigið heimili með eftirlifandi konu sinni Sæunni Þorleifsdóttur. Karl naut aðeins barnaskóla- menntunar áður en ævistarfið hótst. Innan við fermingu var hann farinn að stunda sjóinn með föður sínum og síðan var allt hans ævistarf, nánast úrtökulaust, bundið sjónum. Siggeir faðir hans var útgerðarmaður og formaður á eigin bát um árabil og sjómennsku sína lærði Karl af föður sínum, en hann var afburða sjómaður og skipstjórnarmaður. En sjómennskan með Siggeiri föður hans gerði oft meiri kröfur til hans en eðlilegt var, af því að Siggeir var orðinn mjög sjúkur maður á þessum tíma, og það var aðeins hinn ótrúlegi dugur hans, sem hélt honum að starfi á sjónum miklu lengur en nokkur sem til þekkti gat látið sér detta í hug. Vegna veikinda Siggeirs mæddi mun meira á Karli ungum og óhörðnuðum en ella hefði orðið. En aldrei lét hann á sér bilbug finna og stóð, unglingurinn, við hlið föður síns á meðan hann stundaði sjóinn. Og þeir feðgar fóru fleiri ferðir en til fiskiveiða. Oft varð það þeirra hlutur að fara miklar svaðilfarir í vetrarmyrkri, fann- komu og illviðrum með Harald Sigurðsson héraðslækni, þegar hann var kallaður til læknisstarfa suður á Stöðvarfjörð. En Haraldur læknir var ótrauður ferðamaður bæði á landi og sjó, sem aldrei virtist óttast ferðalög hvernig sem útlitið var, væri hann kallaður út úr Fáskrúðsfirði til að sinna starfi sínu. Sjómennska Karls með föður sínum varð því bæði strangur og góður sjómannaskóli, enda var hann afburða sjómaður, sem var eftirsóttur í góð pláss. Ungur reri hann 5 vetrarvertíðir í Vest- mannaeyjum, og ekki er víst að þeir séu margir sjómennirnir okkar, sem hafa róið á hverri netavertíð síðan 1952 eins og Karl gerði. Karl fór á vélstjórnarnámskeið, sem haldið var á Fáskrúðsfirði Sigríður Ingimarsdóttir Kveðja: Erlendur Björnsson bóndi og hreppstjóri öll kynnumst við ýmsum mann- gerðum á lífsleiðinni. Samferða- fólkið verður okkur misjafnlega minnisstætt. Þar kemur margt til: Að sjálfsögðu verða kynnin mis- jafnlega mikil. Margir hafa þá hæfileika að hafa veruleg áhrif á þá sem þeir umgangast. Svo tel ég að hafi verið með nýlátinn vin Erlend Björnsson bónda á Vatns- leysu, en hann lést 15. febrúar sl. Förunauturinn sem enginn flýr að lokum hefur enn einu sinni vitjað húsa að Vatnsleysu og tekið með sér einn af máttarstólpum Vatnsleysuheimilanna. Erlendur Björnsson fæddist að Torfastöðum í Biskupstungum 21. júlí 1899. Hann hóf búskap á Brekku í Biskupstungum en flutt- ist síðar að Vatnsleysu og bjó þar síðan allan sinn búskap. Hann kvæntist 1922 mikilli heiðurs- konu Kristfnu Sigurðardóttur frá Vatnsleysu en hún lést 30. júni 1974. Kristín stóð við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Hún var mannkosta kona, sem allir báru virðingu fyrir. Við minnumst hennar með þökk og virðingu. Erlendur og Kristin eignuðust fimm börn og lifa þau öll utan stúlka sem dó í bernsku. Það er mikil hamingja að hafa fengið að alast upp í jafn ánægjulegu sam- býli og var á Vatnsleysu. Þar bar aldrei neinn skugga á. Erlendur átti við heilsuleysi aó stríða á efri árum, og var búinn að ganga í gegnum miklar raunir, svo miklar að margur maðurinn hefði kiknað undan. En aldrei var neitt æðru- leysi að finna. Hann gerði að gamni sínu jafn vel þó sárþjáður væri. Erlendur var góður söngmaður. Það var gaman að vera með hon- um á gleðistund. Þá var hann hrókur alls fagnaðar. Erlendur var einnig viðkvæmur á rauna- stund. Hann var trúmaður; kirkja hans átti í honum dyggan þjón. Allar krikjur i Biskupstungum eiga honum margt gott að þakka. Tónar orgelsins hljómuðu um ára- tuga skeið fyrir hans tilstilli í helgu húsi. Þangað sótti hann styrk til guðs og góðra verka. Allar stundir með honum geym- um við í safni minninganna. Það fór ekki hjá því að jafn greindur maður og Erlendur var og ná- kvæmur í öllu að slíkum manni yrðu falin ýms trúnaðarstörf, enda gegndi hann mörgum slík- um störfum af trúmennsku og dugnaði. Meðal annars var hann hreppstjóri i rúm fjörutiu ár. Hans aðalstarf var samt bónda- starfið. Starfið við að byggja upp og yrkja jörðina. Erlendur hafði mikið yndi af hestum, og naut þess að vera með vinum sinum á hestbaki. Hann naut þeirrar biessunar að vera metinn og vinsæll af samtíða- mönnum sinum. Það er ánægju- legt að minnast æskuára og allra sambýlisáranna frá Vatnsleysu. Við sendum öllum ástvinum sam- úðarkveðjur og minnumst þeirra á sorgarstund. Erlendi vini mín- um og sambýlismanni þakka ég samfylgdina og óska honum blessunar og endurfunda við kæra ástvini með þeirri nýju dagsbrún, sem nú rennur upp hjá honum. Guðsblessun sé með þér. Sigurður Þorsteinsson. veturinn 1952—53 og vann eftir það sem vélstjóri á fiskiskipum. Véstjónin fór honum ávallt vel úr hendi. Þar naut sín dugnaður hans, útsjónarsemi og trú- mennska, og hin mikla sjómennska, sem hann hafði lært af föður sínum. Karl var trölltryggur vinum sínum og samstarfsmönnum og má marka það nokkuð af því að nú um langt árabil var hann ávallt með sama skipstjóranum, sem honum féll vel við á alla lund. Var hann fyrst með honum á mb. Lómi og síðasta árið á mb. Boða. Og þar um borð var hann að vinna og undirbúa allt er varðaði það er að vélstjóranum sneri til að gera bátinn í lag fyrir vetrarvertíðina, síðasta daginn, sem hann lifði. Það var á gamlársdag 1957 sem Karl gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Sæunni Þorleifs- dóttur frá Akranesi, þannig að það var á "tuttugu ára brúðkaupsdag- inn, sem hann andaðist. Ungu hjónin settu bú sitt fyrst á búðum í Fáskrúðsfirði, en fluttust fljót- lega til Akraness og bjuggu þar nokkur ár, en fluttust síðan til Reykjavíkur og þar áttu þau indælt heimili, er þau bjuggu börnunum sínum 5, sem eru á aldrinum 10—20 ára. Karl var hæglátur maður og hógvær í allri framkomu og fasi. Hann var dulur að eðlisfari og bar ekki tilfinningar sínar á torg, en hann var jafnframt afburða félagi bæði í leik og starfi, heimilisfaðir mikill og góður, sém allt vildi fyrir elskaða konu og börn gera. Hann var hraustmenni og svo traustur að hann brást aldrei í neinu því er honum var til trúað. Hann mun hafa vitað sem og aðeins nánustu ástvinir hans að heilsan var ekki svo góð sem skyldi síðustu árin en ekki var því flaggað og því kom það okkur vinum hans á óvart er hann lézt úr hjartaáfalli svo langt um aldur fram. Mikill harmur er að þeim kveðinn eiginkonu hans, börnum, aldraðri móður og ástvinum öllum við þetta snögga og ótímabæra fráfall Karls. Við, vinir þeirra, biðjum þeim huggunar Guðs í sorg þeirra og við felum anda vinarins Guði, á þeim ókunnu stigum, sem hann nú fetar. Vinur. Einærar kallast þær plöntu- tegundir sem hafa svo öran vöxt að þær spretta, bera blóm og þroska fræ á einu og sama misserinu, lifa aðeins eitt sumar og deyja að hausti. í hópi slíkra plantna er mikill fjöldi garðjurta sem einu nafni eru nefnd sumar- blóm. Sumarblómin eru ákaflega fjölbreytileg að blómskrúði, hæð, lit, lögun og aðlögunar- hæfni við margskonar aðstæður. Mörg þeirra una sér vel við islenska staðhætti, eru blómsæl og fögur og Ijómandi góð og heppileg til notkunar í skrúðgörðum og má nota þau á ýmsan hátt, garðinn. Enn aðrar tegundir eru svo viðkvæmar að ekki tjóir að ætla þeim stað nema í gróðurhúsi. Það er sem sagt mjög mismunandi hvað mik- ið þarf fyrir sumarblómum að hafa og fer það nokkuð eftir því vali sem hver og einn gerir fyrir sig. Allir þekkja Stjúpurnar — Morgunfrúrnar — Ljóns- munnana — Mmskúfinn (Levkoj) og Skrautnálina, sem eru einhver algengustu sumarblómin i görðum hér- lendis, enda fögur blóm, sem yfirleitt er hægt að fá plöntur af í gróðrarstöðvum. En fleirri sumarblóm eru athyglisverð, falleg, harð- gerð og blómsæl, auðveld í Sumarblóm — ýmsar tegundir t.d. til uppfyllingar milli fjöl- ærra plantna, í sérbeð, í bryddingar o.s.frv. Vaxtarþarfir sumarblóma eru að sjálfsögðu all mismun- andi, sum eru það harðgerð og dugleg að þeim má sá beint á vaxtarstað að vori, önnur þurfa lengri vaxtartima svo þeim þarf að sá inni eða í reit snemma vors og planta síðan út þegar jörð er orðin til þess hæf og frosthætta hjá liðin. Þarf þá að herða plönt- urnar, þ.e. venja þær vel við útiloftið áður en plantað er i Sumar-chrysanthemum ræktun og heppileg fyrir þá sem vilja sá sjálfir og sjá að öllu leyti um ræktun sinna sumarblóma. Vil ég hér á eftir nefna fáein slik: NEMPOHILA — Garða- snót Henni má sá beint á vaxtarstað eins snemma vors og auðið er. Hún er fljót að komast á legg og i blóm, er lágvaxin og blómsæl, mynd- ar breiður af bláum og hvit- um skállaga blómum Betra er að griðja hana dálítið Malcolmia Maritima — Strandrós — lágvaxið afar auðvelt sumarblóm, sem best er að sá á vaxtarstað í mai. Blómstrar mikið og lengi rauðleitum ilmandi blómum. Ágæt i bryddingar. Limanthes douglasii heit- ir indælt sumarblóm sem ég hef ekki getað fundið íslenskt nafn á Þetta þjála og skemmtilega blóm er .á ensku nefnt „Meadow foam" (engjafroða) eða ,,Fried eggs" (spæld egg) og það lýsir raunar blómunum furðu vel þau eru snjóhvit yst með eggjagulum blómbotni Limanthes er svo harðgert hér að hægt er með góðum árangri að sá því beint út. Það er lágvaxið, blómstrar allt sumarið og þroskar hér fræ. Þægileg og örugg garð- planta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.