Morgunblaðið - 09.03.1978, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
P»t«nn6I«kit
FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1978
Lokun á Eyjaveitu frestað:
Ríkisstjóm og bank-
ar athuga fjárhags-
vanda frystihúsanna
..1>ESSI fjárhagsvandi frystihús-
anna í Vestmannaeyjum er nú til
meðferðar hjá ríkisstjórninni og
hönkunum og meðan verið er að
revna að finna lausn á vandan-
um þótti rétt að fara fram á það
við Rafmagnsveitur ríkisins að
þær frestuðu innheimtuaðgerð-
60 eyjar
i Breiða-
firði seld-
ar í einu
í VIKUNNI var gengið
frá sölu á helmingi eign-
arinnar Skáleyjar á
Breiðafirði en hér mun
vera um að ræða rúmlega
60 eyjar auk hlunninda
ýmiss konar. Eign þessi
var auglýst til sölu í
Morgunblaðinu á sunnu-
daginn.
Að sögn Bergs Guðna-
sonar hdl., sem annaðist
söluna, er kaupandinn
Reykvíkingur. Hann mun
ekki hafa í hyggju að búa
þarna. Mikil hlunnindi
fylgja með í kaupunum
m.a. æðarvarp, selveiði og
þangfjörur
um sínum um nokkra daga.
sagði Gunnar Thoroddsen.
iðnaðarráðherra. í samtali við
Mbl. í gærkviildi. en að beiðni
iðnaðarráðuneytisins féllust
Rafmagnsveitur ríkisins á að
fresta innheimtuaðgerðum sín-
um gegn Vestmannaeyjaveitu,
en lokun til hennar átti að koma
til framkvæmda á hádegi í dag.
Af þeim sex rafmagnsveitum,
sem sérstakar innheimtuaðferðir
áttu að koma til framkvæmda
gegn nú, höfðu allar nema
Vestmannaeyjaveitan gert ráð-
stafanir í gær til þess að ekki
kæmi til lokunar á þær.
Gylfi Þórðason, fjármálastjóri
Rafmagnsveitna ríkisins, sagði
Mbl. að skuldir sex rafmagns-
veitna við Rafmagnsveitur ríkis-
Framhald á bls. 27
Lending
Ljósm. Mbl.i Friðþjófur
Félag Loftleiðaflugmanna
boðar vinnustöðvun 16. marz
— vegna „mistúlkaðra samninga” m.a. um flug hjá Air Bahama
FÉLAG Loftleiðaflug-
manna hefur boðað verk-
fall hjá Flugleiðum frá og
með 16. marz. n.k. Örn
Johnson, forstjóri Flug-
leiða, sagði í samtali við
Mbl. í gær, að hann vissi
Rarik skuldar
Landsvirkjun
700millj. króna
„RAFMAGNSVEITUR ríkisins
skulda Landsvirkjun nú um 700
milljónir króna. l>ar af eru 550
milljónir í vanskilum, en 150
milljónir gjaldfalla á næstu
mánaðamótum.“ sagði Eiríkur
Briem. framkvæmdastjóri
Landsvirkjunar, í samtali við
Mbl. í gær.
„Það er þó nokkur bót í þessu
máli,“ sagði Eiríkur, „að ríkis-
ábyrgðarsjóður hefur frestað
innheimtu á lánagreiðslum
Landsvirkjunar, sem nú er orðið
samtals um 300 milljónir króna.
Þetta er þó engan veginn
skemmtileg lausn og að sjálf-
sögðu álls ekki fullnægjandi.
Þetta ástand . veldur Lands-
virkjun miklum áhyggjum, enda
hefur fyrirtækið orðið að fjár-
magna þetta með fé, sem ætlað er
til framkvæmda og fengið er með
erlendum lánum."
ekki af hverju þessi vinnu-
stöðvunarboðun stafaði,
þar sem hún stæði að hans
mati ekki í sambandi við
kjarasamninga félagsins.
Alfreð Elíasson, forstjóri
Flugleiða, sagðist hins
vegar telja að vinnustöðv-
unin væri til komin vegna
einnar ákveðinnar flug-
leiðar, sem ekki telst til
áætlunarflugs Flugleiða
sjálfs. Þegar Mbl. spurði
Skúla Guðjónsson, for-
mann Félags Loftleiða-
flugmanna, hvort vinnu-
stöðvunin stæði í sam-
bandi við kröfur félags-
manna um að fá að fljúga
á flugleiðum Air Bahama,
dótturfyrirtækis Flug-
leiða, en flugmenn þess
eru Bandaríkjamenn og
Bahamamenn, svaraði
hann. „Þessi vinnustöðvun
er boðuð vegna þess að
það hafa verið gerðir
ýmsir samningar, sem
hafa verið mistúlkaðir, og
varða meðal annars þetta
atriði.“ Annað kvaðst
Skúli ekki vilja segja að
svo stöddu.
Samningar Flugleiða og flug-
manna hafa verið lausir frá 15.
október sl. Flugmenn á vélum
Flugfélags íslands eru í Félagi
íslenzkra atvinnuflugmanna, sem
er samningsaðili fyrir þeirra
hönd, en flugmenn á vélum
Loftleiða tóku sig út úr því félagi
og stofnuðu Félag Loftleiðaflug-
manna, sem er þeirra samnings-
aðili. Samningar eru nú í gildi við
flugfreyjur, flugvirkja og flugvél-
stjóra og eru flugfreyjur á vélum
beggja félaganna í sama stéttar-
félagi og sömuleiðis flugvirkjar
og flugvélstjórar.
Frosti Bjarnason, flugmaður,
sem sæti á í samninganefnd
Félags íslenzkra atvinnuflug-
manna, sagði í samtali við Mbl.
að engar samningaviðræður
hefðu átt sér stað milli FÍA og
Flugleiða síðustu þrjár vikurnar.
Þar áður hefðu verið haldnir 5
fundir án þess nokkur hreyfing
kæmist á málin. Um kröfur
flugmannanna sagði Frosti, að
hvað beina launahækkun varðaði
færu flugmenn fram á „það sama
og aðrir hafa fengið" auk þess
sem þeir hafa sett fram ýmsar
kröfur um takmarkanir á flug-
tíma og um aukinn hvíldartíma,
til dæmis fleiri fríhelgar, sem nú
væru aðeins ein í mánuði. Engar
vinnustöðvunaraðgerðir hjá
Flugfélaginu hafa verið ræddar.
Framhald á bls. 26.
Stofna starfsmannafélög
bæjarfélaga landssamband?
A ADALFUNDI Starfsmannafélags
Reykjavikurborgar, sem haldinn var
síðastliöinn laugardag, kom fram
tillga um að fundurinn fæli stjórn
félagsins að taka Þegar upp nánar
viðræður við fulltrúa annarra starfs-
mannafélaga bæjarfélaga í landinu
með pað fyrir augum aö stofnað yrði
Samband bæjarstarfsmannafélaga.
Hlutverk pessa sambands verði aö
vinna sem sjáffstæöur aðílí að
sameiginlegum hagsmunamálum
starfsmanna bæjarfélaga, par á
meðal stefnumörkun í kjaramálum
og öðrum málum, er snerta faglega
og kjaralega stööu pessara starfs-
manna.
í tillögunni er stjórn Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar jafnframt falið
aö endurskoöa aöild félagsins aó
BSRB og leggja fram álitsgerö *um
eftirfarandi þrjú atriöi:
a) Hvort Samband bæjarstarfsmanna-
félaga, ef stofnað verður, skuli eiga
sjálfstæða aðild að BSRB.
b) Hvort stefnt skuli að því, að slíkt
samband segi sig að fullu úr BSRB.
c) Hvort aðild Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar aö BSRB skuli
veröa áfram með sama hætti og
verið hefur, ef ekki kemur til
stofnunar Sambands bæjarstarfs-
mannafélaga.
Geröi tillagan ráö fyrir að niöurstaöa
álitsgerðar þessarar skyldi liggja fyrir
eigi síðar en í október 1978.
Flutningsmaöur tillögunnar var
Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjóri
Framhald á bls. 27
Reglugerð um
verðbótaákvæði
gefin út i
Forsætisráðuneytið
gaf í gær út reglugerð
um verðbótaákvæði á
grundvelli laga um efna-
hagsráðstafanir. í frétt
forsætisráðuneytisins
segir að tilgangur með
setningu reglugerðarinn-
ar sé að auka verðbætur
til þeirra lægstlaunuðu. í
upphafi var áætlað, að
með starfsmönnum fjár-
málaráðuneytis ynnu að
gerð reglugerðarinnar
fulltrúar launþega og
vinnuveitenda en fulltrú-
ar launþega höfnuðu því
boði. Var þá ákveðið að
starfsmenn fjármála-
ráðuneytis skyldu í sam-
ráði við aðra sérfróða
menn vinna að gerð
reglugerðarinnar.
Tilkynning forsætis-
ráðuneytisins er birt í
heild á bls. 22 og á bls.
5 er fréttatilkynning frá
ASI vegna reglugerðar-
innar.