Morgunblaðið - 14.03.1978, Page 1

Morgunblaðið - 14.03.1978, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 53. tbl. 65. áre. ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. mánuðum til að binda enda á borgarastríðið í landinu. Átta fórnarlamba árásarinnar voru lagðir til hinztu hvíldar í dag í Ashdod, Haifa, Tel Aviv og Tiberias. í minningarræðu um 22 ára hermann, Yaaqov Pax, sem féll er hann var í leyfi, sagði Haim Corfu, þingmaður: „Ástandið hef- ur verið tiltölulega rólegt að undanförnu og það blekkti okkur: Þessi fyrirlitlegu morð vöktu okkur til meðvitundar um raun- veruleikann. Við munum ekki fyrirgefa þessar blóðsúthellingar. Begin forsætisráðherra sagði í þinginu, Knesset, að árásin væri áfellisdómur yfir þeim Vestur- löndum sem vildu ekki fordæma samtök skæruliða og veittu jafnvel uppörvun þessum samtökum sem væru fyrirlitlegri en nokkur sam-' tök sem saga mannsins greindi frá fyrir utan nazista. PLO, Frelsis- samtök Palestínu, ráðast ekki á fólk eða staði þar sem hermenn eru, sagði Begin, samtökin hafa einsett sér að myrða aðeins óbreytta borgara. Við útför Oav Mishkal, sem var sex og hálfs árs, sagði Yitzhak Peretz aðstoðariðnaðarráðherra, að djöfullinn hefði ekki fundið upp Framhald á bls. 30. Tveir teknir fyrir mannrán Genf, 13. marz. AP. LÖGREGLAN í Genf tilkynnti í kvöld að tveir ungir ítalir hefðu verið handteknir vegna ránsins á fimm ára frænku „tinkúngsins“ Antenor Patino, Graziella Ortiz-Patino, sem var látin laus gegn tveggja milljón dollara lausnargjaldi 11 dögum eftir að henni var rænt í október í fyrra. Þriðji ítalinn. sem var viðriðinn ránið, beið bana skammt frá París í desember. Ísraelskur hermaður hlúir að konu sem tók þátt í árásinni í ísrael. Flugrán í Kaliforníu Washington, 13. marz. Reuter. FLUGVeL frá bandaríska flugfé- laginu United Airlines.var rænt í dag á leið frá San Francisco til Seattle og flugræninginn sagðist vopnaður sprengju og haldinn ólæknandi sjúkdómi að sögn banda- rísku flugmálastjórnarinnar. Flugvélin er af gerðinni Boeing 727 og með henni voru 68 farþegar, sem fengu að fara úr vélinni ásamt þremur af áhöfninni í Oakland í Kaliforníu þar sem flugstjórinn lenti samkvæmt skipun flugvélarræningj- ans. Hann krafðist þess að vélin fengi eldsneyti og hefur enn þrjá af áhöfninni í gíslingu. Vélin fékk seinna eldsneyti og flaug til Denver, Colorado. aðeins 1.1% meira fylgi en hægri- menn og það telja stjórnmálasér- fræðingar of lítinn mun til þess að vinstrisinnar geti verið vissir um sigur í síðari umferðinni á sunnu- daginn. Þangað til í kvöld hafa kommúnistar ekkert viljað um það segja hvort þeir væru reiðubúnir til að láta frambjóðendur sína víkja fyrir frambjóðendum jafn- aðarmanna og róttækra í kjör- dæmum þar sem þeir eru sterkari í síðari umferðinni. Verðbréf hækkuðu um 9% í verði í dag þar sem mörgum þykir einsýnt að vinstrimenn bíði ósigur í síðari umferðinni og frankinn Framhald á bls. 30. Biðröð við kjörstað í París. ands og Roberts Fabre, leiðtoga róttækra vinstri- manna. Flokkarnir hafa ekki getað komið sér saman um sameiginlega stefnuskrá í sex mánuði. í sameigihlegri tilkynningu flokksleiðtoganna segir að flokk- arnir muni berjast saman fyrir síðari umferðina á sunnudaginn og sitja saman í ríkisstjórn ef þeir fari með sigur af hólmi. Sam- komulag varð um að aðeins einn vinstriframbjóðandi yrði í kjöri i hverju kjördæmi í síðari umferð- inni. „Ekki eitt einasta atkvæði má fara til spillis. Gera verður allt sem hægt er til að sigra hægri- menn,“ segir í tilkynningunni. I fyrri umferð kosninganna í gær fengu vinstrisinnar til samans París, 13. marz. Reuter AP. FLOKKAR jafnaðarmanna og kommúnista í Frakk- landi samþykktu í kvöld að snúa bökum saman gegn samsteypu mið- og hægri flokka í síðari umferð frönsku kosninganna á sunnudaginn. Samkomulagið var til- kynnt að lokum þriggja og hálfs tíma fundi kommún- istaleiðtogans Georges Marchais. jafnaðarmanna- leiðtogans Francois Mitter- 72 gíslar á valdi 6 Suður-Mólúkka Assen, 13. marz. AP. Reuter. VOPNAÐIR Suður-Mólúkkar sem kalla sig sjálfsmorðssvcit réðust í dag inn í stjórnarbygg- ingu í bænum Assen í Norður-Hollandi tóku alls 72 manns í gíslingu og skutu á fólk sem reyndi að flýja úr byggingunni að því er tals- maður hollenzku stjórnarinnar skýrði frá í dag. Þeir settu frest til kl. 2. e.h. f dag til að gengið yrði að kröfum þeirra. Talsmaðurinn sagði, að sex Mólukkar hefðu gert árásina. Fyrsti árásarmaðurinn kom í leigubíl og hafði meðferðis vélbyssu sem hann faldi á sér. Hann neyddi leigubílastjórann til að koma með sér inn í * aðalinngang byggingarinnar sem er nýtýzkulegtskrifstofuhús næði þar sem fylkisstjórnin í Drent er til húsa. Maðurinn hóf síðan skothríð. Skömmu síðar ruddust hinir Suður-Mólukkarnir inn í bygg- inguna. Þeir skutu á furðu lostna starfsmenn fylkis- Framhald á bls. 30. Begin sker upp herör gegn PLO Tel Aviv, 13. marz. AP. Reuter. |Sjá grein á bls. 47.) ÍSRAELSMENN syrgðu í dag fórnarlömb árásar palestínslfra hryðjuverkamanna um helgina, mestu hryðjuverkaárásar sem hefur verið gerð á ísrael, og Menachem Begin forsætisráðherra hét því að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðasamtökum Palestínumanna sem hafa lýst því yfir að þau hafi borið ábyrgð á árásinni. Jafnframt er mikill viðbúnaður meðal Palestínumanna í Líbanon þar sem talið er líklegt að ísraelsmenn grípi til hefndaraðgerða. Óbreyttir borgarar hafa verið fluttir frá hafnarhverfum borganna Tyrus og Sidon í SuðurLíbanon, skólar hafa verið lokaðir og hundruð manna hafa flúið frá svæðum sem hugsanlegt er talið að ísraelsmenn ráðizt á úr lofti eða af sjó. ísraelsmenn segja að 37 hafi beðið bana og 76 særzt þegar skæruliðar AI Fatah lögðu undir sig tvo langferðabíla og tóku tugi gísla á strandveginum fyrir norð- an Tel Aviv á laugardaginn, en tölur ísraelsmanna eru á reiki og Palestínumenn segja að mann- tjónið hafi verið helmingi meira en Israelsmenn vilji láta í veðri vaka. Palestínumenn segja að árásarmennirnir hafi verið úr neðanjarðarsamtökum skæruliða í Israel, en Israelsmenn segja að skæruliðarnir hafi komið í land í gúmmíbátum og gert árásina frá Líbanon sem þeir segja að beri ábyrgð á árásinni. Stjórn Elias Sarkis forseta í Líbanon hefur beðið stórveldi heims um stuðning til þess að afstýra hefndaraðgerðum Israels- manna. Sýrlendingar hafa flutt langdrægar fallbyssur og eld- flaugaskotpalla til strand- lengjunnar sunnan við Beirút og menn eru viðbúnir fyrstu hernað- arítökum Sýrlendinga og ísraels- manna síðan Sýrlendingar skárust í leikinn í Líbanon fyrir 16 Vinstri flokkar vinna saman í síðari umferð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.