Morgunblaðið - 14.03.1978, Page 17

Morgunblaðið - 14.03.1978, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 17 Kaupmaxmasamtök- in mótmæla lækkun verzlun- arálagningar Á aðalfundi Kaupmannasam- taka Islands s.l. fimmtudag voru samþykktar fimm ályktanir; um álagningarlækkun, innheimtu, söluskatts, gjaldeyrisréttindi til handa Verzlunarbankanum, lána- máli og nýja verðlagslöggjöf. Fara þessar samþykktir hér á eftir: Álagningar- iækkun mótmælt Aðalfundur Kaupmannasam- taka Islands 1978, haldinn að Hótel Sögu 9. marz, ítrekar fyrri ályktun framkvæmdastjórnar og fulltrúaráðs samtakanna og mót- mælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda að lækka verzlunar- álagningu í smásölu, samfara síðustu gengisfellingu. Fundurinn telur að með ákvörðun þessari séu virt að vettugi staðfest rök opin- berra embættismanna og stofnana um stöu verzlunarinnar á s.l. ári. Ennfremur bendir fundur- inn á að með síendurteknum gengisfellingum hefur átt sér stað stórfelld eignaupptaka á vöru- birgðum verzlana í landinu, sem byggist á því að bannað hefur verið að hækka vörubirgðir til samræmis við hækkað innkaups- verð. Fundurinn telur að með ákvörðunum þessum sé ekki farið. að gildandi lögum um verðlagsmál. Innheimta söluskatts Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands 1978, haldinn að Hótel Sögu 9. marz, beinr þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að verzlunin fái nú þegar endur- greiddan þann mikla kostnað, sem hún leggur af mörkum vegna innheimtu söluskatts. Fundurinn bendir á að kostnað- ur verzlunarinnar við innheimtu söluskattsins hefur stóraukist í tíð núverandi ríkisstjórnar. Gjaldeyrisréttindi Verzlunarbankans Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands 1978, haldinn að Hótel Sögu 9. marz, beinir.þeim tilmælum til Alþingis og ríkis- stjórnar, að Verzlunarbanki ís- iands h/f fái nú þegar rétt til sölu erlends gjaldeyris. Lánamál Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands 1978, haldinn að Hótel Sögu 9. marz, vill vekja ath.vgli á því misræmi, sem ríkir í lánamálum atvinnuveganna í landinu. Fundurinn telur, að allir aðalat- vinnuvegir þjóðarinnar eigi að sitja við sama borð í þessu efni, og beinir því þeim tilmælum til stjórnvalda, að sett verði nú þegar löggjöf, sem tryggi framgang tillagna félagssamtaka verzlunar nnar um lánasjóð verzlunarinnar. Með löggjöfinni verði sjóðnum tryggð- ur öruggur tekjustofn til frambúðar. Ný verðlagsliiggjöf Aðalfundur Kaupmannasam- Framhald á bls. 36 Frá sýningardeild Iðunnar á International Knitwear Fair í London. Prjónastofan Iðunn nær góðum árangrí í FRÉTT frá Útflutningsmið- stöð iðnaðarins segir, að Prjóna- stofan Iðunn hafi náð mjög góðum árangri á prjónavörusýn- ingunni International Knitwear Fair í London, nýverið, en auk Iðunnar tóku þátt fyrirtækin Álafoss, Les-prjón. Iðnaðardeild Sambandsins og Röskva. Hinn góði árangur Iðunnar var fyrst og fremst í formi sölu á Acrylpeysum. Þá segir í fréttinni að þessu árangur sé ekki aðeins eftir- tektarverður fyrir hina góðu sölu heldur hefur prjónastofan Iðunn sýnt fram á það með góðri hönnun og vandaðri vöru, að hægt er að selja til útflutnings fatnað úr erlendum hráefnum. Þetta er sérstaklega athyglisvert, því að senn hlýtur að koma að því að íslenzka ullin verði fullnýtt, ef um áframhaldandi söluaukningu á ullarfatnaði verður að ræða. Auk þeirra fimm fyrrgreindu fyrirtækja tók þátt í sýningunni umboðsmaður prjónastofu Borgarness, en Útflutningsmið- stöðin sá um skipulagningu vegna sýningarinnar fyrir flest fyrirtækin. Öll sýndu þessi fyrir- tæki eingöngu ullarvörur nema prjónastofan Iðunn, sem sýndi Acryl-peysur, en hún var einnig með peysur úr svokallaðri „super- wash“ ull. Sambyggt útvarp/kassettutæki ;»* Lang og miðbylgja Bæði fyrir rafhlöður eða venjulegan straum Verð aðeins kr. 42.260, Du„,nc heimilistæki sf - KPIILI K5 HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Ronson handblásarinn Nytsöm og skemmtileg gjöf fyrir ungu stúlkuna. Nýr, kraftmikill 700 w handblásari með tilheyrandi greiðum, og greiðslubursta, sem bæði má nota á blásaranum og á sérstöku handfangi. RQNSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.