Morgunblaðið - 14.03.1978, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.03.1978, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Gerdir Alþýdu- bandalags vor- ið 1974 Alþýðubandalagið telur sig vera helzta málsvara launþega í baráttu gegn þjóðfélagsöflum, sem vilji launþegum allt hið versta. Alþýðubandalagið heldur uppi harðri baráttu gegn ríkisstjórninni vegna ráðstafana í efnahagsmálum, sem höfðu í för með sér helmingun kaupgjaldsvísitölu. Hver er fortíð Alþýðubandalagsins í þessum efnum? Vorið 1974 lögðu ráðherrar Alþýðubandalagsins fram tillögu í ríkisstjórn þeirri, sem þá sat, um almenna kauplækkun. Allir þeir, sem höfðu fengið meira en 20% kauphækkun skyldu sæta því að kaup þeirra yrði lækkað á ný. Jafnhliða því að leggja fram þessa tillögu samþykktu ráðherrar Alþýðubandalagsins mikla skerðingu á kaupgjaldsvísitölu. Eftir að tillöguflutning- ur þeirra Lúðvíks Jósepssonar og Magnúsar Kjartanssonar í ríkisstjórninni varð opinber varð mikið uppistand í Alþýðubandalaginu og ráðherrar þess féllu frá tillögu sinni og stuðningi við aðrar tillögur, sem þeir höfðu samþykkt. Þáverandi forsætisráðherra tilkynnti þá ráðherrum Alþýðu- bandalagsins, að hann mundi biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Ráðherrastólarnir reyndust ráðherrum Alþýðubandalags- ins svo kærir, að þeir kúguðu flokksmenn sína til hlýðni og stóðu að því að vinstri stjórnin lagði fram á Alþingi iagafrumvarp um almenna kauplækkun og vísitöluskerðingu. Þetta frumvarp náði aldrei fram að ganga, , þing var rofið og efnt til kosninga. En nokkrum dögum seinna stóðu ráðherrar Alþýðubandalagsins að gengislækkun og síðan afnámi vísitölubóta á laun, sem áttu að koma hinn 1. júní þá um vorið. Hluta þeirrar vísitöluhækkunar, sem þá átti að koma og nam 17—18%, ákvað vinstri stjórnin að'greiða niður með peningum, sem ekki voru til og engar tillögur voru gerðar um, hvernig skyldi afla en að öðru leyti var þessi vísitöluhækkun einfaldleg tekin af launþegum. Vorið 1974 lagði Alþýðubandalagið sem sagt til kauplækkun, stóð að gengislækkun og afnámi vísitölú. Þá brá hins vegar svo við, að ASÍ undir forystu Alþýðubandalagsmannsins Snorra Jónssonar lét sér nægja að mótmæla í orði. Nú á þessum vetri hefur gengi krónunnar verið lækkað, kaupið hefur hins vegar ekki verið lækkað eins og Alþýðubandalagið lagði til vorið 1974 og kaupgjaldsvísitalan hefur ekki verið afnumin eins og Alþýðubandalagið stóð að þá, heldur hefur vísitöluuppbót launa á þessu ári verið helminguð og skerðingin þó mun minni hjá þeim lægst launuðu. Þegar þessi fortíð Alþýðubandalagsins í kjaramálum ér höfð í huga verður auðvitað alveg ljóst, að Alþýðubandalagið getur ekki sett sig á háan hest og talið sig sérstakan málsvara launþega gegn vondum þjóðfélagsöflum, sem vilji þeim allt illt. Alþýðubandalagið hefur staðið að margfalt harkalegri aðgerðum en þeim, sem nú hafa verið gerðar. Nú er hins vegar um það að ræða að gerðar hafa verið ráðstafanir, sem eiga að koma í veg fyrir atvinnuleysi, eða draga úr líkum á því að til atvinnuleysis komi. Þær aðgerðir eru því launþegum í hag. Andstaða Alþýðubandalagsins við þessar ráðstafanir er ekki launþegum í hag, heldur í óhag. Miðað við það, sem á undan er gengið, ætti Alþýðubandalagið að hafa hægt um sig í umræðum um kjaramál launþega. Fortíð þess í þeim efnum er ekki slík, að það eða forystumenn þess hafi efni á að veitast að öðrum með stóryrðum. Morgunbiaðinu dettur ekki í hug að halda því fram, að Alþýðubandalagið og vinstri stjórnin hafi vorið 1974 viljað launþegum illt. Vinstri stjórnin greip til þeirra ráðstafana, sem ráðherrarnir komu sér saman um. Með sama hætti er hægt að ætlast til þess af þeim, sem kröfðust kauplækkunar vorið 1974 en samþykktu gengislækkun og afnám vísitölubóta á laun, að þeir ætli þeim, sem nú stjórna landinu, annað en beinan fjandskap við yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar! ..J__________________________________ Þýzkir gestir á óperutónleikum ÖPERUTONLEIKAR Sinfóníu- hljómsveitar Islands verða n.k. fimmtudai' og síðan aftur n.k. lauKardag. en á þessum tón- leikum verða eingöngu flutt atriði úr einni óperu Beethov- ens og fjórum óperum Wagn- ers. — úr Fidciio eftir hinn fyrrnefnda og síðan úr Tristan ok ísold. Meistarasönjfvurun- um. Ilollendingnum fljúandi og Valkyrjunum. Stjórnandi og báðir einsöntívararnir á þess- um tónleikur koma frá Þýzka- landi á þessa tónleika. Stjórnandi á þessum tónleik- um er Wilhelm Bruekn- er-Riiiígeberg. Hann hefur um árabil verið einn af aðalstjórn- endum við óperuna í Hamborg og hefur stjórnað þar meira en 2500 sýningum. Auk þess hefur hann oft stjórnað við stærstu óperuhús Þýzkalands og er ennfremur tíður gestur í Suður- Ameríku. Brukner-Riiggeberg var hér á landi fyrir 20 árum og stjórnaði m.a. óperunni „Carmen", sem þá var flutt í konsertformi í Austurbæjarbíói 11 sinnum fyrir fullu húsi. Bruckner-Riiggeberg er nú pró- fessor við tónlistarháskólann í Hamborg og stjórnandi sinfón- íska kórsins þar í borg. Operusöngvararnir Astrid Schirmer og Heribert Steinbach eru, eins og stjórnandinn, Bruckner-Riiggeberg, bæði þýzk. Hún er fastráðin við óperuna í Mannheim en hann við óperuna í Diisseldorf. Þau syngja oft sem gestir við öll stærstu óperuhús Evrópu, svo sem London, París, Lissbon, Munchen, Vín og Róm, svo eitthvað sé nefnt. Þýzka sendiráðið í Reykjavík og Goethe-stofnunin i Miinchen hafa haft milligöngu um ráðn- ingu þessara söngvara og greiða þeim ennfremur fyrir söng þeirra hér. Þessum aðiljum er hér með þakkað innilega. Karlakór Reykjavikur tekur einnig þátt í þessum tónleikum og syngur tvo kóra úr óperunni Fidelio og Hollendingnum fljúgandi. Einsöngvarar með kórnum eru þeir Friðbjörn G. Jónsson og Hreiðar Pálsson, en Páll P. Pálsson hefur æft kórinn. Áskrifendum skal bent á, að tónleikarnir eru, eins og að framan greinir, n.k. fimmtudag 16. mars en ekki 15. mars eins og auglýst hefur verið í efnis- skrá og á áskriftarskírteinum. Þessir óperutónleikar verða endurteknir laugardaginn 18. mars kl. 15.00 í Háskólabíói. Míkrófilmur að leysa pappír af hólmi í tölvuvinnslunni? SKÝRSLUVÉLAR ríkisins og Reykjavíkurborgar, Reiknistofn- un hankanna og tölvudeildar Flugleiða og SÍS hafa undan- farna mánuði gert tilraun með tölvuhúnað, sem myndar míkró- filmur eftir tölvugögnum. í lok reynslutímans hefur rúmlega 130 stofnunum og fyrirtækjum verið boðið að senda fulltrúa til sér- stakra kynningarfunda. Niður- stöður tilraunannar og undirtekt- ir gesta á fundinum benda ótvírætt til að notkun mikrófilma almennt og í tengslum við tölvu- vinnslu eigi framtíð fyrir sér, segir í frétt frá undirbúningsaðil- um. sem jafnframt boðuðu í gær til hlaðamannafundar til að kynna þessa nýjung enn frekar. A blaðamannafundinum kom fram, að á s.l. tveimur áratugum hafi verið þróuð allsérstæð tækni í þeim tilgangi að leysa pappír af hólmi í tölvuvinnslu, sem nefnist á erlendu máli „Computer Output microfilm-COM“. Listar eru myndaðir beint úr tölvu á míkró- filmur án þess að þeir komi nokkurn tíma á pappír. Myndun- artækin eru mjög hraðvirk, eða geta myndað um 12.000 línur á mínútu. Það er um tífaldur hraði töivuprentara og er myndun afrita jafnvel enn fljótari. Einn þáttur gagnavinnslu í tölvum er prentun lista og skila- greina á pappír. Nokkur hluti þess pappírs lendir í höndum hins almenna borgara. Launaseðlar, skattskýrslur, reikningar, gíró- seðlar og álagningarseðlar eru nokkur dæmi þar um. Árlega er prentað á 200—300 tonn af pappír í tölvuvinnslu hérlendis. Söluverðmæti pappírs- ins er 150—200 milljónir króna. Á hverjum virkum degi er notað um það bil eitt tonn af pappír, sem kostar 700 þúsund krónur. Þetta mikla pappírsmagn er þegar orðið mikið vandamál og mikil vinna er samfara hágnýtingu þeirra upp- lýsinga sem þar eru. Lauslega áætlað kostar 3 kr. að geyma Unnið að mótun B-listans í Reykjavík UPPSTILLINGARNEFND l’ram- sóknarflokksins, sem ganga á frá listum flokksins i Reykjavík til alþingiskosninga og borgar- stjórnarkosninga er að störfum um þessar mundir, að sögn Jóns Kjartanssonar, forstjóra ÁTVR, sem er formaður nefndarinnar. Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að stefnt yrði að því að ganga frá listunum sem fyrst, en hann kvað málið ekki vera komið á ákvörðunarstig enn. meðalstóra pappírsörk í eitt ár. Af því sem hér hefur verið talið er ljóst, aö notkun míkrófilma við tölvuvinnslu býður upp á veruleg- an sparnað, meiri vinnsluhraða og bætta möguleika á leitun og uppflettingu í skrám. Sama gildir um notkun mígrófilma við vörslu venjulegra skjala og leitun í skrám með þeim. Að síðustu er rétt að vekja athygli á því öryggi, sem mígró- filmur veita. Auðvelt er að taka afrit af míkrófilmum á nýjar filmur. Gömlu filmurnar má síðan geyma á öruggum stað fjarri notkunarstað. Sökum lítillar fyrir- ferðar eru öruggar geymslur fyrir míkrófilmur hlutfallslega mjög ódýrar. Niðurstöður tilraunareksturs tækjanna eru í stuttu máli þær, að unnt er að mynda míkrófilmur í þeim á hagkvæman hátt hérlendis. Þrjú af þeim fyrirtækjum, sem áður voru nefnd, Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar, SÍS og Flugleiðir, hafa unnið að könnun á, hvernig þau gætu unnið saman að rekstri þessa tækjabún- aðar til frambúðar. Tillögur liggja nú fyrir um samstarf þeirra um rekstur COM tækjasamstæðu. Þær eru til umfjöllunar hjá viðkom- andi aðilum og mun endanleg ákvörðun væntanlega liggja fyrir innan skamms.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.