Morgunblaðið - 14.03.1978, Síða 29

Morgunblaðið - 14.03.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 29 4 ófundnir eftir mikil snjóflóð Les Mosses, Sviss 13. marz AP. FJÓRIR eru enn ófundnir eftir mikil snjóflóð, að sögn lögreglunnar, eftir nætur- langa leit, þar sem upphaf- lega var óttazt að 69 skíða- menn og ferðalangar hefðu látið lífið nálægt skíðalyftu á þessum skíðastað í Alpa- fjöllum. Yfir þrjú hundruð her- menn og aðrir sjálfboðaliðar leituðu á stóru svæði í alla nótt með aðstoð sporhunda. Snjóskaflarnir, sem leitar- mennirnir þurftu að brjót- ast yfir, voru um átta metra háir. Snjóskriðan féll kl. 2 síðdegis á sunnudag, einmitt á þeim tíma Miklir jarð- skjálftar á Suður-Ítalíu Messina. Sikile.v’ 13. marz AP. HARÐIlt jarðskjálftar urðu á Sikiley og syðst á Ítalíu á laugardagsnótt með þeim afleiðingum að tugir þús- unda flýðu heimili sín f ofboði. Tvö gamalmenni létu lífið vegna hjartaáfalla og marg- ir særðust í ringulreiðinni sem varð er fólk flýði nötr- andi byggingar á jarð- skjálftasvæðunum, að sögn lögreglunnar. Nokkur hundruð smáhýsi jöfnuðust við jörðu og fjöldi manna þurfti að yfirgefa hús sín af öryggisástæðum. Hélt fólk til á götum úti til dagrenningar. Áreiðanlegar heimildir herma að tuttugu og tveir jarðskjálfta- kippir hafi átt sér stað á tólf tímum en mannfjöldinn hafi að- eins fundið fyrir einum þeirra. Sá stóð yfir í tíu sekúndur og átti upptök sín um sextán kílómetra suð-austur af strönd Sikileyjar þar sem bærinn Taormina stendur, nálægt eldfjaliinu Etnu. Jarðskjálftinn mældist sex stig á Mercaliikvarða, sem samsvarar fimm stigum á Richterkvarða og getur valdið mikiu tjóni. Bærinn Ferruzzano í Kalabríu- héraði syðst á Italíu fór verst út úr skjálftanum, þar sem sjötíu prósent húsanna jöfnuðust við jörðu. Mikill jarðskjálfti varð á þessu svæði 1908 en þá létu lífið þrjátíu þúsund íbúa Messinaborgar á Sikilev. sem svæðið var fullt af skíðafólki • frá Lausanir og Genf, í aðeins 80 kílómetra fjarlægð, Fyrstu fregnir hermdu að sextíu manns væru týndir en síðar á sunnudag höfðu aðeins borizt tilkynningar frá aðstandendum fjórtán skíða- manna. Sú tala minnkaði óðum og enn er ríkjandi von um þá týndu þar sem dæmi eru til um að fólk hafi verið grafið lifandi úr snjó- sköflum eftir sólarhringslegu eða Dollarinn fellur þrátt fyrir gagn- ráðstafanir Bonn, 13. marz, Reuter. VESTURÞjóðverjar og Bandaríkjamenn komu sér í dag saman um aðgerðir til að stemma stigu við íalli dollar- ans, sem engu að síður tók dýfu á gjaldeyrismörkuðum jafnt skjótt og fregnin um aðgerðirnar barst út. Viðskiptamenn lýstu yfir óánægju með ráðstafanirnar og reyndir bankamenn í London lýstu þeim scm of grunnfærnum og siðkomnum. Embættismenn höfðu haft á orði að viðræður hefðu farið fram um helgina milli Wash- ington og Bonn um „raunhæf- ar ráðstafanir" og hækkaði dollarinn í verði er það frétt- ist. í sameiginlegri tilkynningu, sem gefin var út í Bonn og Washington, var látið uppi að ákveðið hefði verið að láta bandarískum yfirvöldum eftir meiri erlendan gjaldeyri til að gera þeim kleift að kaupa dollara ef óreiða yrði á mörkuð- um. Ennfremur kom fram að löndin hefðu fyllsta hug náinni samvinnu. Framhald á bls. 30. Leitað að fólki þar sem snjóskriða féll nálægt Col des Mosses í Sviss. Owen ræðir við skæruliðaforingja London, 13. marz, Reuter AP. BREZKI utanríkisráðherr- ann, David Owen, átti í kvöld fyrsta fund sinn með leiðtogum Rhódesískra skæruliða sfðan samkomu- lagið um lausn Rhódesíudeil- unnar var samþykkt. Tveir af fjórum aðilum, sem hlut áttu í samkomulaginu, höfn- uðu í dag tilmælum Breta og Bandaríkjamanna um nýja íriðarráðstefnu, sem full- trúar skæruliða tækju þátt í. Nkomo og Mugabe, leiðtogar skæruliða í hópi blökkumanna, komu til London í dag til viðræðna við Owen, en þeir komu frá Bandaríkjunum þar sem þeir ræddu við bandaríska utanríkis- ráðherrann, Cyrus Vance, og ávörpuðu Öryggisráð S.Þ. Fund þeirra með Owen sótti einnig sendiherra Bandaríkjanna í London, Kingman Brewster. Owen hefur að undanförnu legið undir ákúrum íhaldsmanna fyrir að neita að lýsa yfir fullum stuðningi við samkomulagið, sem ríkisstjórn Ian Smiths og þrír fulltrúar hófsamra þjóðernisleið- toga undirrituðu. Brezki utanríkis- ráðherrann hefur hug á að gert sé nýtt samkomulag með þátttöku Föðurlandsfylkingarinnar. Afríska þjóðaráðið, sem Abel Muzorewa, biskup, veitir forstöðu hafnaði í dag hugmyndinni um frekari samningaviðræður um framtíð landsins, og sagði í tilkynningu, að samkomulag, það, sem undirritað var 4. marz, kæmi nægilega til móts við hugsjónir blökkumanna. Einnig var búizt við því, að annar aðili, er hlut átti að samkomulaginu, Jeremiah Chirau, forseti öldugardeildarinnar, héldi til Bretlands á mánudag til að afla fylgis við fyrirliggjandi samkomu- lag uin meirihlutastjórn. Enginn vildi verja Rauðu herdeildina Torínó, 13. marz, Reuter ÞESS var farið á leit við forseta ítalsks lögfræðinga- félags í dag að hann tæki að sér að vera verjandi hryðju- Nær valdi öll Ogaden á Eþíópíumanna Nairobi, Kenya, 13. marz. AP. SÓMALSKIR hermenn kveiktu í dag í þorpi í Ogaden-eyðimörkinni rétt við landamæri Kenya, en Sómalíuher er nú á undan- haldi fyrir herjum Eþíópíu í Ogaden. Opinber fréttastofa Kenya skýrði frá því, að sómalskir hermenn hefðu kveikt í landamærabænum Mandera og að fólk handan landa- mæra Kenya hefði heyrt sprengidrunurnar þegar skotfæri sprungu. Fregnir hermdu að flest hús í bænum hefðu verið brennd. Eþíópíumenn sögðu í gær, að herir þeirra hefðu náð borgunum Kebri Dehar og Warder Awari í suðvesturhluta Ogaden og að annar her hefði náð borgunum Dolo og Boko Ayo við landamæri Kenya á sitt vald. I fréttum Eþíópíustjórnar var hvergi minnzt á neina mótspyrnu, og er því ljóst að herir Sómalíu hörfuðu áður en Eþíópíar létu til skarar skríða. verkamanna, sem skutu fyrirrennara hans til bana fyrir fimm dögum, en hrýðjuverkamenn þessir ganga undir nafninu „Rauða herdeildin“. Var þetta til þess gert, að réttarhöld gætu fario fram yfir Renato Cucio og fjórtán af liðsmönnum hans, en menn þessir eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsis- dóm fyrir tilraunir til að skapa upplausn í ítölsku félags- og stjórnmálalífi. Guido Barbaro, dómari, skýrði frá því að hann ætti einskis annars úrkosta en fara þess á leit við forseta lögfræðingafélagsins, Gianvittorio Gabri, að hann tæki starfið að sér þ^r eð aðrir lögfræðingar á N-Italíu hefðu færzt undan því að gegna því hver á eftir öðrum. Flýtti fyrir dauða eiginkonu sinnar London 13. marz. AP. Lögregluyfirvöld sögðu í dag, að þau hefðu sent mál Derek Humhrys áleiðis til saksókn- ara, sem síðan ákveður hvort draga eigi Ilumphry fyrir rétt. Hum- phry, sem er blaða- maður við brezka blaðið „Sunday Times“, sagði í sjón- varpsþætti á sunnu- dagskvöldið, að hann hefði gefið konu sinni banvæn- an skammt, af svefnlyfjum og verkjalyfjum og þannig flýtt fyrir dauða hennar, en hún þjáðist af krabbarúeini. Humhry sagði að þetta hefði átt sér stað í marz I 1975, og að hann hafi gefið konu sinni lyfin í drykk. „Það er kominn tími til að þú farir og náir í eitthvað handa mér að drekka“, á eiginkona Humhrys að hafa sagt við hann. Lögregla hefur beðið sjónvarpsstöðina, sem sjónvarpaði þættinum, sem Humphry kom fram í, að láta sig fá myndseg- ulband jneð þættinum, en ekki er enn vitað hvort Humphry verður dreginn fyrir rétt. Talsmaður lög- reglunnar sagði, að lög- reglan hefði ekki haft minnstu hugmynd um líknarmorðið fyrr en Humphry sagði frá því í sjónvarpinu. Verði Humphry sekur fundinn um aðstoð við sjálfsmorð getur hann átt yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsi Skæruliðaforingjar sögðu í gær, að undanhald Sómalíumanna breytti ekki þeirri stefnu skæru- liða að berjast gegn Eþíópum. Enn er ekki vitað hve öflugur sá skæruhernaður yrði, en hernaðar- sérfræðingar telja að barátta skæruliðanna gæti haldið áfram um nokkurra ára skeið. Ef svo væri þyrftu um 11.000 kúbanskir hermenn-og 1.000 sovézkir hernað- areérfræðingar a3ð halda kyrru fyrir í landinu. Milos Minic utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Júgóslav- íu, er væntanlegur til Eþíópíu innan skamms og mun hann eiga viðræður við stjórnvöld um horfur í málefnum Eþíópíu og Sómalíu. Tito forseti Júgóslavíu átti í gær viðræður við Minic og er gert ráð fyrir að hann hafi þar skýrt Minic frá stefnu Bandaríkjamanna í málinu, en Tito er nýkominn úr heimsókn til Bandaríkjanna. Nýr sendiherra Svía í Reykjavík Frá fréttaritara Mbl. í Stokkhólmi S. Jónssyni, 13. marz. í FUfcTTATILKYNNINGU frá sarnska utanríkisráðuneytinu fyrir helgi sagði að Olof Kaijser. sem vcrið hefur sendiherra í Reykjavík. hafi verið skipaður forstöðumaður svonefndrar B deildar utanríkisráðuneytisins. sem annast verkefni. sem upp koma þegar samska ríkið tekur að sér að gæta hagsmuna annars ríkis á erlendri grund. Nýr sendiherra í Reykjavík hefur verið útnefndur og er það Ethel Wiklund, sem áður hefur gegnt störfum í þágu utanríkis- þjónustunnar. Hún er fyrsta kon- an í hópi stjórnarerindreka sem skipaður er sendiherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.