Morgunblaðið - 14.03.1978, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.03.1978, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1978 Spassky efst- ur í Bugojno Bugojno, Júgóslavíu, 13. marz. SOVEZKI stórmeistarinn Boris Spassky hefur forystuna á alþjóðaskákmótinu í Bugojno að 12 umferðum loknum. Skák sína á móti Gligoric, scm frestað hafði verið úr 12 umferð, vann Spassky og þar með tók hann forystuna í sínar hendur. Önnur úrslit úr 12. umferð urðu þau. að Karpov vann Hort, Balashov vann Vukic, en skákum þeirra Miles og Portischs, Timm- ans og Ljubojevics, Bukics og Larsens. Byrnes og Ivkovs og Iliihners og Tals lauk með jafn- tefli. RÆKJUAFLI var yfiileitt góður hjá Vestfjarðahátum í fehrúar á þeim þremur veiðisvæðum. þar sem rækjuvciði var stunduð. í fehrúar stunduðu 55 bátar veið- arnar og nam heildarafli þeirra 908 lestum en í fyrra var afli 65 háta 1111 lestir í febrúar. _A þessum þremur veiðisvæðum eru hátar yfirleitt langt komnir með að veiða í leyfilegan hámarks- kvóta. F'rá Bíldudal reru nú 7 bátar og öfluðu 71 lest, en í fyrra var afli 10 báta, sem reru frá Bíldudal, 176 Iestir. Aflahæstu bátarnir voru Helgi Magnússon með 15,5 lestir, Vísir 14,1 lest og Höfrungur 11,4 IIEILDARFRAMLEIÐSLA kindakjiits á s.I. ári var 13.694 lestir. þar af var dilkakjiit 12.150 lestir. Þetta er 100 lestum meira af dilkakjöti en árið áður. en 122 lestum minna af kjöti af full- orðnu. Sala innanlands á s.l. ári var 7.192 lestir af dilkakjöti og 1.531 lestaf kjiiti af fullorðnu. Þetta er tæpu 1% minna en árið áður. segir í frétt frá upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins. Flutt var út 5.191 lest af kindakjöti, þar af voru 4.726 lestir af dilkakjöti. Birgðir af dilkakjöti 1. janúar s.l. voru 9.076 lestir en 1.142 lestir af kjöti af fullorðnu. A s.l. ári var slátrað 873.225 dilkum og 70.679 fullorðnu fé. Meðalfall- Pinochet slakar á í Chile Santiagao, 13. marz. Reuter. Umsátursástandi, sem verið hefur í gildi í Chile síðan herinn steypti marxista-stjórn Allendes forseta 1973, verður aflétt á laugardag, að því er forseti landsins. Augusto Pinochet, tilkynnti' dag. Forsetinn sagði að neyðar- ástandið, sem lýst var yfir á sama tíma, myndi vera áfram í gildi, til að tryggja að friður héldist í landinu. Pinochet hershöfðingi stóð fyrir byltingunni 1973, en þá hafði Allende ríkt í 34 mánuði í Chile. Allende var myrtur í byltingunni. Á sunnudag voru tefldar bið- skákir og aðrar skákir sem þurft hefði að fresta og urðu úrslit þá sem hér segir: Balashov vann Miles, Vikic og Larsen gerðu jafntefli og einnig Hort og Ivkov. Staðan að loknum 12. umferðum er því þessi: 1. Spassky 8 v. 2. -3. Karpov og Timman 7*/2 v. 4.-5. Ljubojevic og Tal 7 v. 6. Hort 6V2 v. 7. —11. Ivkov, Portisch, Húbner, Miles og Balashov 6 v. 12. Larsen 5 '/2 v._ 13. —14. Gligoric og Byrne 4‘A v. 15.—16. Bukic og Vukic 4 v. lestir. Leyfilegur afli á vertíðinni er 600 lestir, en af því magni er eftir að veiða 258 lestir. Frá verstöðvunum við Isafjarð- ardjúp reru 38 bátar og öfluðu 645 lestir, en í fyrra var afli 42 báta 743 lestir í febrúar. Gert er ráð fyrir að rækjuvertíð ljúki í marz frá flestum verstöðvunum við ísafjarðardjúp, þar sem langleið- ina er komið að veiða leyfilegt aflamagn, sem er 2500 lestir. F'rá Hólmavík og Drangsnesi reru 10 bátar og öfluðu 192 lestir, en í fyrra öfluðu 13 bátar einnig 192 lestir í febrúar. Aflahæstu bátarnir voru Hilmir með 21,0 lestir, Grímsey 20,8 lestir og Ásbjörg 20,3 lestir. þungi dilka reyndist vera 14.26 kíló, en það er 120 grömmum minna en árið áður. Að lokum segir í fréttinni að gert sé ráð fyrir að flytja út 2.600 lestir af dilka- kjöti til viðbótar á þessu ári af framleiðslu síðasta árs. Ekið á bíl í Efstalandi LAUGARDAGINN 11. marz s.l. milli klukkan 6 og 13 var ekið á bifreiðina R-57429, sem er Fiat 125 P, árgerð 1978, drapplituð, þar sem hún stóð í bifreiðastæði við Efstaland 12. Vinstri hlið bifreið- arinnar hafði verið skemmd en tjónvaldur stungið af. Það er ósk lögreglunnar, að þeir sem telja sig geta veitt upplýsingar í þessu máli hafi samband við slysarannsókna- deild lögreglunnar. — Landsbanka- málið Framhald af bls. 48 banka í Sviss. Samkvæmt heimildum, sem Mbl. hefur aflað sér, neitar deildarstjórinn fyrrverandi enn að gefa upplýs- ingar, sem skýrt geti þessa fjármagnsflutninga. Við upp- kvaðningu síðasta gæzluvarð- haldsúrskurðar, yfir Hauki Heiðari var það talin ein af meginástæðunum fyrir áfram- haldi gæzluvarðhalds að skýr- ing hafði ekki fengizt á þessum þætti málsins. — Dollarinn Framhald af bls. 29. Fjármálaráðherra Vest- ur-Þýzkalands, Hans Matt- höfer, skýrði blaðamönnum frá því að ráðstafanirnar sýndu að Bandaríkjamenn væru stað- ráðnir í að grípa til dugandi aðgerða í því skyni að verja gjaldmiðil sinn, sem féll um 16% gagnvart markinu á síð- asta ári. í gjaldeyrisdeildum banka í Frankfurt sagði hins vegar að margir hefðu vænzt ráðstafana, sem væru annað og meira en skammtímaáætlanir til að öngla saman nægum erlendum gjaldeyri til að hefta hrap dollarans. Einnig kom fram meðal ráðamanna í New York að ráðstafanirnar væru tæp- lega nógu víðtækar til að reisa skorður við þeirri spákaup- mennsku, sem leitt hefur til rýrnunar dollarans að undan- förnu. Áður en tilkynningin kom út mun verð dollarans í London hafa verið um 2.800 mörk, en féll síðan í 2.0525 mörk síðdegis í dag. — Góðviðri Framhald af bls. 2 ar. Ofært var orðið fyrir Tjörnes og þungfært í Mývatnssveit. Stórum bílum var í gær talið fært um Kelduhverfi og allt til Raufarhafnar, en ófært var austan hennar og stórhríð á Þórshöfn. Var færð farin að þyngjast á vegum í Vopnafirði. I gærmorgun var mokstur haf- inn á Fjarðarheiði, en þar varð aftur frá að hverfa vegna veðurs og er þar ófært. Aftur var Oddsskarð fært og einnig ófært í Borgarfjörð eystri. Síðan er vært suður með fjörðum og um alla suðurströndina til Reykjavíkur. — Frakkland Framhald af bls. 1. hækkaði gagnvart dollar um sem svarar 15 centum og öllum öðrum gjaldmiðlum. „Ég hef aldrei vitað annað eins í 50 ár,“ sagði verð- bréfasali nokkur. I stórum dráttum fengu stuðn- ingsflokkar stjórnarinnar 48.4% greiddra atkvæða, vinstrisinnaðir stjórnarandstæðingar, þar á með- al öfgamenn og fleiri, 49.5% og ýmsar umhverfisverndunarhreyfingar 2.1%. Jafnaðarmenn flýttu sér að halda þvi fram að þeir væru orðnir fjölmennasti flokkurinn, en opin- berar tölur sýndu að gaullistar fengu aðeins fleiri atkvæði en þeir, 22.6% miðað við 22.5% atkvæði jafnaðarmanna. Fylgi kommún- ista minnkaði um hálfan af hundraði og þeir fengu 20.5% atkvæða. Samkvæmt skoðanakönnunum síðustu mánuði hefur því stöðugt verið spáð að vinstrimenn fengju um 5—6% meira fylgi en stjórnar- sinnar í fyrri umferðinni og jafnaðarmenn hafa gert ráð fyrir því að fá allt að 28% atkvæða. En Mitterand flýtti sér að halda því fram að vinstri menn hefðu sýnt að þeir væru stærsta stjórnmála- aflið í Frakklandi og hann sagði að flokkur hans mundi áreiðanlega ná því takmarki sínu að fá stuðning sjö milljóna kjósenda sem eru 35 milljónir alls. Raymond Barre forsætisráð- herra, einn tólf ráðherra sem var endurkjörinn með hreinum meiri- hluta, lét í ljós hóflega bjartsýni í dag um stjórnarsigur á sunnu- daginn. I fyrri umferðinni var kosningaþátttaka 83% sem er met og Barre sagði að ef þátttakan yrði eins mikil á sunnudaginn yrði Frakklandi bjargað frá „alvarleg- um afleiðingum sameiginlegrar stefnuskrár" vinstri manna. Gaullistaleiðtoginn Jacques Chirac sagði að hægt væri að sigra vinstrimenn á sunnudaginn en baráttan yrði erfið. Embættis- menn í Elysee-höll sögðu að kjósendur hefðu greinilega orðið við áskorun Valerý Giscard d.Estaing í sjónvarpsræðu daginn fyrir kjördag, beitt skynseminni og forðast að stofna velmegun Frakklands í hættu. Franska innanríkisráðuneytið birti endanleg úrslit fyrri umferð- arinnar í dag og þau eru svohljóð- andi. Á kjörskrá: 39,179,654 Kosningaþátttaka: 19.125.025 (82.7%) Gild atkvæði: 28.541.062 (81.1) Auð atkvæði: 6.054.629 (17.2P) Vinstra bandalagið: 45.1% Kommúnistaflokkurinn: 5.870.340 (20.5%) Sósíalistaflokkurinn: 6.450.134 (22.5%) Róttækir vinstri menn: 603.932 (2.1%) Stjórnarflokkarnir: 46.5% Gaullistar: 6.451.454 (46.5%) Miðjumenn: 6.122.180 (21.5%) Óháðir: 684.985 (2.4%) Vinstriöfgamenn: 952.661 (3.3%) Umhverfisverndarmenn: 612.100 (2.1%) Ýmsir: 793.276 (3.0%) — Lugmeier Framhald af bls. 48 ljós, eftir að Lugmeier var dæmdur í 12 ára fangelsi, að hann hafði miklu meiri fjárráð en talið var að hann gæti haft vegna þeirra bankarána, sem hann hafði verið orðaður við. Er og talið að einhverjir aðilar hérlendis kynnu að hafa vitn- eskju, sem skýrt gæti ýmis atriði í rannsókn vestur-þýzku rannsóknarlögreglunnar á þessu sakamáli. Þess vegna munu Þjóðverjarnir komnir til lands- ins nú. Svo sem menn rekur minni til var Lugmeier handtekinn hér í ágústmánuði síðastliðnum eftir tilvísun pilta, sem fannst grun- samlegt, hve maður honum kunnugur hafði mikil fjárráð. Funduzt hjá Lugmeier 300 þús- und vestur-þýzk mörk, sem munu hafa verið hluti af ráns- feng, en Lugmeier framdi vopn- að rán í Frankfurt 1973. Var hann síðan handtekinn ári síðar í Mexikó, en tókst að strjúka úr réttarsal í F'rankfurt. Næstu þrjú árin flæktist hann síðan um heiminn, unz hann kom til Islands og þá undir dulnefninu John Michael Waller og þóttist hann vera Iri. Hérlendis dvald- ist hann í um það bil hálft ár og mun á þessum tíma hafa haft samneyti við fólk hérlendis. — Mólúkkar Framhald af bls. 1. stjórnarinnar sem stukku út um glugga og létu sig síga niður með brunaslöngu til þess að komast undan. Talsmaðurinn segir, að nokkrir hafi særzt og verið fluttir í sjúkrahús. í Haag sagði talsmaður dóms- málaráðuneytisins að bréf hefði verið afhent með kröfum um að árásarmennirnir yrðu fluttir úr landi í flugvél ásamt gíslunum og öðrum Mólukkamönnum sem sitja í fangelsum í Hollandi. Hann sagði að 21 Mólukkamað- ur sæti í hollenzkum fangelsum, þar á meðal sjö menn ssem voru dæmir í allt að níu ára fangelsi fyrir árásir á járnbrautalest og skólahús í maí í fyrra. Lögregla umkringdi bygging- una í Assen með brynvörðum vögnum, en komst ekki inn í bygginguna fyrir stöðugri skot- hríð frá Mólukkunum. Hollenzk- ir embættismenn segja að náðst hafi einu sinni samband í síma við hryðjuverkamennina. Sjónarvottur segir að Mólukkarnir hafi hrópað: „Sitjið öll kyrr, annars skjótum við ykkur“, þegar þeir ruddust inn í bygginguna. Sjónarvotturinn, F.G. Kragter, skrifstofumaður, sagðist hafa laumazt frá mót- tökusal til matstofu og komizt út um glugga á jarðhæð og heyrt skothríð þegar hann komst út. Talsmaður bæjarstjórnarinn- ar sagði, að af sex sem hefðu særzt væri einn skólapiltur sem varð fyrir kúlum á götunni fyrir utan bygginguna. Árásin var gerð þegar setja átti fund í fyikisstjórninni og samkvæmt óstaðfestum fréttum eru tveir úr fylkisstjórninni meðal gíslanna. Talið er að Mólukkarnir hafi ætlað að ræna fylkisstjóranum, frú Tinneke Schilthuis, en hún flúði út um glugga. Starfsmenn hollenzka dóms- málaráðuneytisins segja að hryðjuverkamennirnir vilji að flugvél verði höfð til taks á Schiphol-flugvelli í Amsterdam til að flytja þá úr landi með gíslunum, en ekki er vitað hvert þeir vilja fara. Leo G. Klok skrifstofumaður sagði fréttamönnum, að hann hefði verið að drekka kaffi þegar hann heyrði einhver læti fyrir utan bygginguna. Ég fór út úr skrifstofu minni og gekk niður stigann. Ég komst niður á fyrstu hæð ásamt nokkrum öðrum og þá var skotið á okkur. Ég sá einn Mólukku- manninn og hann var með hjálm á höfði. Við hlupum aftur upp stigann og fundum brunaslöngu sem við köstuðum út um gluggann. Við létum okkur síga og stukkum þegar við nálguðumst jörðina. Síðan hlupum við eins og fætur toguðu. Þegar við hlupum yfir lóðina fyrir aftur bygging- una urðu tveir félagar mínir fyrir skothríð en hvorugur særðist alvarlega," sagði Klok. r — Israel Framhald af bls. 1. hefnd sem væri nógu hræðileg til þess að hefna morðs á litlu barni en ekki yrði látið undir höfuð leggjast að hefna blóðs ísraelskra barna. Aðrir ráðherrar sem fluttu útfararræður hvöttu til nýrrar og algerrar styrjaldar gegn skærulið- um. Begin tilkynnti að skipaðar yrðu tvær nefndir til að rannsaka árásina á laugardaginn. Lögreglan telur að herinn hafi komið of seint til aðstoðar, en lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa farið vitlausa leið þegar hún reyndi að aka í veg fyrir langferðabílinn sem var rænt. Yfirmaður lögreglunnar sagði á blaðamannafundi að lög- reglan yrði að fá fleiri farartæki, betri fjarskiptakerfi og nok rar þyrlur til að berjast gegn hryðju- verkamönnum. Hann skýrði ennfremur frá því, að tveir skæruliðar hefðu drukkn- að þegar gúmbát þeirra hvolfdi um 220 metra frá ströndinni og þar með er ljóst að þrír gúmbátar voru notaðir í árásinni. Hann sagði að skæruliðar hefðu verið á siglingu í tvo daga eftir að þeir yfirgáfu móðurskip sitt og átt í erfiðleikum vegna slæms veðurs þar til þeir stigu á land nálægt samyrkjubú- inu Maagdn Michael um 35 km suður af Haifa. Þeir ætluðu að taka gísla í Tel Aviv, sem er um 50 km sunnar, og höfðu meðferðis flugmiða þar sem sagði á lélegri hebresku: „Markmið okkar er að frelsa bræður okkar sem hafa sætt pyntingum í fang- elsum ykkar í 10 ár.“ Á flugmiðun- um var hótað að myrða gíslana ef þeir sýndu mótþróa og sendiherrar Rúmeníu, Bretlands og Sameinuðu þjóðanna voru beðnir að fara með þeim. Skæruliðaflokkurinn kallað- 'ist „sveit fórnarlamba Kafr Kas- sem“. Kafr Kassem er ísraelskt þorp þar sem hermenn skutu 43 þorpsbúa sem óafvitandi rufu útgöngubann 1956. Begin sagði í þingræðu sinni, að árásin væri eitthvert mesta ódæði allra tíma. Hann sagði að Rússar og Austur-Evrópuþjóðir hefðu séð PLO fyrir um það bil tólf æfinga- búðum. Hann benti á að Yasser Arafat, yfirmaður PLO, hefði verið fyrir nokkrum dögum í Moskvu þar sem honum hefði verið sýndur mikill sómi og spurði: Hvað talaði hann um þar? Þeim, sem úthella saklausu blóði, verður ekki þyrmt, sagði Begin. Við munum verja borgara okkar, konur og börn: Begin frestaði fyrirhugaðri ferð sinni til Bandaríkjanna vegna árásarinnar. I dag var tilkynnt í Washington að hann kæmi þangað 21. marz. Góður rækjuafli hjá Vestfjarða- bátum í febrúar 13.694 lestir af kindakjöti fram- leiddar á s.l. ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.